Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 3. október 1975 Þessar myndir eru tekn- ar um borð i sildarskip- inu Rauðsey, er það kom til Akraness um siðustu helgi með 100 lestir af sild. Var saltað i skipinu við bryggjuna, og sést söltunarfólk að störfum á annarri myndinni, en á hinni myndinni er verið að hifa tunnur, fullar af saltsild, i land. TILKYNNINGASKYLDAN OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN BH-Reykjavík. — Um þessi mánaðamót verða þær breyt- ingar á tilkynningaskyldu báta, að 24ra klukkustunda vakt verð- ur tekin upp, og stendur hún næstu sjö mánuðina i stað tíu stunda vaktarinnar, sem verið hefur undanfarna fimm mán- uöi, eða yfir sumartimann. Tóku breytingarnar gildi í gær. Hannes Hafstein hjá Slysa- varnafélagi Islands veitti Tlmanum þær upplýsingar, að tilkynningaskyldan næði til allra báta, og væri nauðsynlegt aö hafa fyrirliggjandi allar upp- lýsingar um það, hvenær þeir létu ur höfn, hvar þeir væru að veiðum og hvenær þeir kæmu til hafnar. — Tilkynningaskyldunni er fyrst og fremst komið á i öryggisskyni fyrir bátana sjálfa, sagði Hannes Hafstein, og þvi eru vanhöldin og trassa- skapurinn sem vill brenna við, furðulegt og nánastóskiljanlegt fyrirbæri. Þetta ættu sjómenn að geta gert sér ljóst. Þá er til- kynningaskildan upplýsinga- miðstöð fyrir aðstandendur sjó- manna, og það ekki svo litilvæg. Þó ekki kæmu nema þessi tvö atriði til ættu sjómenn að gera sér ljóst, að þeir mega ekki láta undir höfuð leggjast að hafa samband við tilkynningaskyld- una. Merkjasölu dagur SÍBS á sunnudag HINN árlegi merkjasöludagur Sambands islenzkra berklasjúk- linga er nk. sunnudag 5. október. Blöð og merki sambandsins verða þá seld i Reykjavik og yfir 100 öðrum stöðum á landinu. Blað sambandsins, Reykja- lundur, er ab miklu leyti helgað Vinnuheimilinu að Reykjalundi, sem varð 30 ára á þessu ári, og kynningu á félagssamtökum astma- og ofnæmissjúklinga, sem nýlega hafa gerzt aðilar að sam- bandinu. Stöðugt er unnið að bygginga- framkvæmdum á Reykjalundi, en þar er nú sjúkrarými fyrir 165 sjúklinga. Einnig rekur sambandið vinnu- stofu i Reykjavik, þar sem nú vinna um 35 öryrkjar. Þetta er fyrsta dráttarvélin sem Dráttarvélar fluttu inn, en það var árið 1949 — Nú er vélin varð- vcitt sem safngripur. Fyrsta Ferguson vélin safngripur — merkar nýjungar í dráttarvélum fró AAassey Ferguson A VÖRUSÝNINGUNNI I Laugar- dalshöllnú isumar sýndu Drátt- arvélar hf. nýja og aflmikla dráttarvél frá Massey Ferguson, sem nefnist MF 595. Arnór Val- geirsson frkvstj. sagði i samtali við Sambandsfréttir, að á sýning- unni hefði hún vakið mikla at- hygli þeirra, sem hefðu skoðað hana, enda ylli hún að vissu leyti þáttaskilum. Merkasta nýjungin við þessa vél er nýtt og mjög full- komið öryggishús, sem m.a. veitir ökumanninum stóraukið útsýni, auk þess sem það er mun þægilegra til að vinna I en eldri hús. Það er hannað I samræmi við ströngustu reglur um gerð slikra húsa, sem settar hafa verið I ná- grannalöndunum, og t.d. hefur verið lögð áherzla á að hljóðein- angra það sem bezt, m.a. með sérstökum gúmmlpúðum milli þess og vélarinnar, til að minnka vinnuhávaðann, sem berst inn til ökumannsins. Er vonazt til, að hús af þessari gerð verði innan tlðar fáanleg á aðrar tegundir Massey Ferguson dráttarvéla. Auk þess er vélin með öllum sama utbúnaði og verið hefur fá- anlegur á þær Massey Ferguson dráttarvélar, sem fluttar hafa verið til landsins undanfarið, svo sem multi-power vökvaskiptingu I girkassa, vökvahemlum, tveggja hraða aflúrtaki og vökva- stýri, en síðast nefndi búnaðurinn er nú i öllum dráttarvélum, sem fyrirtækið flytur inn. Arnór gat þess einnig, að þessi vél væri fyrst og fremst ætluð til jarðvinnu. Gerði hann ráð fyrir, að vélar af þessari gerð yrðu einkum keyptar af jarðræktar- samböndum, búnaðarfélögum og öðrum aðilum, sem þyrftu á afl- miklum dráttarvélum að halda. MF 595 er framleidd i verk- smiðjum Massey Ferguson i Frakklandi og búin 92 hestafla Perkins disilvél. Arnór kvað verð vélarinnar ekki liggja fyrir enn, en sennilega yrði það á bilinu .2-3 mi'ljónir. MF 70 gröfu- og moksturssamstæða Þá sýndu Dráttarvélar hf. einn- ig gröfu og moskturssamstæðu af gerðinni MF 70 á vörusýningunni, en innflutningur þeirra hófst á s.l. ári. Nu þegar eru margar slikar samstæður i notkun hjá verktök- um og sveitarfélögum víðs vegar um landið, og hafa þær reynzt vel. Þessi samstæða er framleidd i Bandarlkjunum, og er hún stærri og afkastameiri en MF 50B, sem er langmest selda gröfusamstæð- an hér á landi. Eins og fram kemur f fréttinni hér að ofan er nýja dráttarvélin MF 595 búin 92 hestafla Perkins dlsilvél. I samtalinu við Arnór Valgeirsson frkvstj. kom m.a. fram,að fyrstu dráttarvélar, sem fluttar voru hirigað til lands, munu aðeins hafa verið búnar 10- 20 hestafla vélum. Fyrstu Fergu- son dráttarvélarnar voru þó nokkru aflmeiri, eða með allt að 27 hestafla véíum. Þær land- biínaðardráttarvélar, sem mest eru seldar í dag, eru hins vegar flestar búnar aflvélum á bilinu frá 47 og upp í 62 hestöfl. Fyrsta Ferguson dráttarvélin safngripur Fyrir nokkru keyptu Dráttar- v'élar hf. aftur fyrstu Ferguson dráttarvélina, sem fyrirtækið flutti inn. Var hún afgreidd árið 1949, eða sama ár og fyrirtækið var stofnað. Þessi vél var keypt frá Tilraunastöðinni á Keldum, og hafði hún verið i stöðugri notk- un allt frá Í949. Vélin er af gerðinni TEA 20 með bensinvél, og yfirfóru starfsmenn Dráttar- véla hf. hana og máluðu, en hún er enn I fullkomnu lagi. Nú stendur þessi vél i anddyrinu að Suðurlandsbraut 32, þar sem hug- myndin er, að hún verði framveg- is varðveitt sem safngripur. Arið 1949 seldu Dráttarvélar hf. samtáls 178 Ferguson dráttar- vélar,.sem var 41% af heildarinn- flutningi dráttarvéla það ár. Vélar af þessari gerð voru fluttar inn til ársins 1956, og á því tima- bili seldi fyrirtækið samtals 1596 slfkar vélar, þar af 112 af gerðinni TEF 20 með disilvélum. Alls voru á árunurri 1949-56 fluttar til lands- ins 3114 dráttarvélar afýmsum gerðum, og hefur þvi um 51% af þeim innflutningi verið af gerð- inni Ferguson. Eftir árið 1956 tóku svo við nýjar gerðir, FE 35 og FE 65, sem voru stærri og aflméiri. Fram að þessum tíma höfðu einnig verið fluttar til landsins allmargar dráttarvélar af gerðinni ívlassey Harris, en fyrirtækið sevi fram- leiddi þær sameinaðist Firguson fyrirtækinu um þetU leyti. Hóf það sameinaða fyrirtæki slðan framleiðslu dráttarvéla af gerð- inni Massey Ferguson, en Drátt- arvélar hf.hafa núum árabil flutt þær hingað til lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.