Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 3. október 1975 ^B Séra Gunnar Glslason i Glaumbæ dregur i dilk sinn I Staðarrétt. Leifur Þórarinsson I Keldudal, gangnastjóri I Botnagöngum. Arangur han Kálfárdalur I baksýn. HIN EILIFA EFTIRVÆN ¦¦¦¦^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦^^^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦i RETTARI SK ¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦•¦"¦¦¦¦¦¦¦^^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦i Bogi Pálsson I Beingaröi virftir fyrir sér safniö I Skaröarétt. Hin aldna hetja, Óli I Skarði. Hann hefur um áraraöir veriö réttarstjóri í Skarðarétt. Segjakunnugir, að fáir stjórni réttum meö meiri skörungsskap en hann. Þótt kominn sé nokkuð til ára sinna lætur hann sig ekki muna um að hoppa léttilega yfir réttarvegginn. GÖNGUR og réttir hafa hugi margra heillað og má með nokkr- um sanni kalla réttardaginn há- tlðardag sveitanna, öðrum dögum fremur. Allir þeir, sem al- izt hafa upp I sveit eða þekkja vel tillandbúnaðarstarfa, vita gjörla, hvern sess réttardagurinn skipar I hugum þeirra, er afkomu sina byggja á landbúnaði. Réttardag- urinn er til sveita hið eillfa til- hlökkunarefni, ungum jafnt sem öldnum. Mjög er það misjafnt hversu bændur þurfa langt að sækja til fjárleita. Sums staðar eru þeir allt að vikutima i leitum, en annars staðar ekki lengur en hálf- an sólarhring. Hegranes heitir sveitin milli vatna i Skagafirði, en bændur þar eiga afrétt i Gönguskörðum, ásamt Skarðshreppingum, og munu fjárleitir i Gönguskörðum vera einar þær stytztu er um getur hér á landi. Leggja gangna- menn venjulega upp frá Tungu i Gönguskörðum um klukkan þrjú aðfaranótt réttardags og eru komnir með safnið að Skarðarétt I Gönguskörðum um hádegisbil réttardaginn. Leitað er i þremur flokkum, sem halda til Trölla- botna, Uthnjúka og Tindastóls. Gangnastjóri I Tröllabotnum er Leifur Þórarinsson, bóndi i Keldudal 1 Hegranesi. Hann kvað skyggni I leitunum nú i haust ekki hafa verið nógu gott, en þrátt fyr- ir það hefði féð smalazt óvenju vel. Leitarveður kvað hann hafa verið allgott, en dálitið kalt. Leifur sagði, að féð kæmi mjög vænt af fjöllum nii i haust og kvaðst hann sjaldan hafa séð jafn marga væna dilka, og lætur hann sér þó Hklega ekki allt fyrir brjósti brenna i þeim efnum, þvl að hann hefur átta sinnum átt þyngsta dilkinn, sem lagður hefur verið inn til slátrunar hjá Kaup- félagi Skagfirðinga á Sauðár- króki.í fyrrahaust átti Leifur sem endranær þyngsta dilkinn hjá KS, en sá dilkur vó 39,4 kg, og mun það vera þyngsti dilkur, sem lagður hefur verið inn.til slátrun- ar hér á landi, eftir þvi sem bezt er vitað. Meðalfallþungi hjá Leifi I Keldudal var 20,6 kg I fyrra, en' meðálfallþungi i sláturhúsi kaupfélagsins á Sauðárkróki vac þáum 14 kg. Þessi stórkostlegi árangur Leifs i sauðfjárrækt hefur vakið verðskuldaða athygli meðal bænda viða um land og orðið til- efni margvislegra umræðna og blaðaskrifa. I búnaðarblaðinu Frey sl. vetur var árangur þessi kallaður „Keldudalsundrið" og þvi haldið fram af greinarhöf- undi, að til þess að ná slíkum árangri I sauðf járrækt þyrfti eitt- hvað sérstakt til að koma. Timinn átti stutt spjall við Leif Þórarinsson ekki alls fyrir löngu og innti hann eftir þvl, hverju h á: fj r; el vi k; g< m ái V( sr kí S£ se di tfi la h\ Úr Skarðarétt. Guðbjörg á Rip rennir hý

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.