Tíminn - 03.10.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 03.10.1975, Qupperneq 13
Föstudagur 3. október 1975 TÍMINN 13 Landfara hefur borizt bréf frá Lesanda, sem ræðir nokkuð viðtal, sem birtist siðastl. sunnudag i Tfmanum við einstæða móður. Pistil sinn nefnir Lesandi: Flóttamannabúðir i Reykjavik Ég var að lesa i Tímanum (28. sept.) viðtal við einstæða fjögurra barna móður. Nú mun ég ekki eltast við einstök atriði, sem fram koma i þessu viðtali svo sem það, að ekki fáist kvittanir fyrir greiðsl- um til félagsmálastofnunar borgarinnar, eða þvi að sultur blasi við ef einstæð móðir veikist. Hvað ætli það sé öðru visi en i öðrum veikindatilfell- um? Barnlausir einstaklingar veikjast og stundum veikjast bæði hjónin i einu. Ég mun ekki heldur fjölyrða um þá ályktun ,,að karlmenn yrðu gerðir ábyrgari en nú er fyrir þvi, að gera konur ekki vanfærar.” Ég hélt að það væri meiri ábyrgðarhluti að gera konu vanfæra en ekkivanfæra. Séu þetta pennaglöp þarf ekki meira um það að segja. Um það verður maður þó i nokkurri óvissu þegar orðin koma frá þriggja barna möður, sem leggst með giftum manni, sem gerir henni fjórða barnið svo sem virðist vera þarna. Það er ekkert um það talað að sliku fylgi ábyrgð. t viðtalinu er ekkert um það, hvernig þessi fjögur börn eru tilkomin eða hvað feður þeirra eru margir. Það er aðeins sagt, að þeir „skipti sér ekki af börnunum, enginn þeirra”, svo að þeir eru þá a.m.k. þrir, væntanlega allir á lifi. Um föður yngsta barnsins er litils háttar getið, til að sýna ódrengskap þessarar manngerðar og þá kemur fram að hann átti fjölskyldu til að fara með til Kanarieyja um það leyti sem barn hans fæddist. Mér skilst að sú fjölskylda hafi verið kona og börn fremur en foreldrar og systkini. Mig langar til að vekja athygli á þessum orðum úr viðtalinu: „Það eru margar konur hér i borg, sem eru farnar frá drykkjumönnum, sem halda áfram að elta þær uppi og mis- þyrma kannski þeim og börnun- um.” Það er fyililega umhugsunar- verð tillaga að komið sé upp flóttamannabúðum með öruggri vörzlu fyrir þessar konur. Niðurlagsorð greinarinnar eru þessi: „Við einstæðir foreldrar erum að berjast fyrir þvi, að börnin okkar geti fengið það, sem önnur börn fá, og ekki að- eins brýnustu lifsnauðsynjar.” Þannig hljóða þau orð. Náttúran hefur hagað þvi svo að enginn fæðist án þess að eiga föður og móður, og það er vissu- lega hollast þeim sem fæð- ist að hann eigi bæði föð- ur og móður að i uppvext- inum. Margir foreldrar, sem nú eru einstæðir, eru það vegna þess að þau hafa slitið samvistum. Það virðist oft tekið á þessum málum af nokkuð mikilli léttúð. Það er heldur engin von til þess að aiít sé i sómanum, þegar orðið að elska er haft um ástlaus kynmök. Það geta naumast aðrir en þeir, sem ráðvilltir eru. Þvi miður ber margt út af i málum sumra þeirra barna, sem eiga foreldra sem búa saman. Það út af fyrir sig leysir ekki allan vanda. Margur hefur á liðnum öldum misst föður sinn og móður og hlotið þó gott uppeldi. Sama má segja um fjölmörg lausaleiksbörn. En þá er þess að gæta, að þetta var meðan þjóðin almennt átti heimili. Það var stundum á heimili gömul kona, sem bætti barni móðurmissi að verulegum hluta o. s.frv. Ekkiskalég gera litiðútgildi hins fornkveðna: Betra er að vera góðs manns frilla en gefin illa. Hins vegar skortir á að þeir teljast til góðra manna, sem ekkert vilja hirða um börnin sin. Þó tjáir ekki að loka augunum fyrir þvi, að mörg kona hlýtur aðra reynslu af lagsmanni sin- um, þegar á herðir en hún átti von á. Það er næsta óvist hvort einstæðir foreldrar hafa nú möguleika til að ná þvi fram að börnin þeirra „geti fengið það, sem önnur börn fá” — það er gott uppeldi með föður og móður. Hitt er vist að mörg börn eiga nú bágt vegna þess að foreldri þeirra hefur ekki stjórnast af þeirri ábyrgðar- tilfinningu sem æskileg væri. Lesandi. heinM AUGLÝSIÐ ÍTÍMANUAA Pétur Guðjónsson: Landhelgismálið Loks eru aðeins 2 vikur þar til hinn stóri dagur rennur upp, öll fiskimið á landgrunni íslands verða i islenzkri fiskveiðilög- sögu. Furðu hljótt virðist hafa verið um þennan stóra dag á opinberum vettvangi nú undan- farið, svo hljótt að á nokkrum félagafundum, þar sem ég hefi flutt fyrirlestra undanfarið höfðu meðlimir ekki orðið varir við þessa dagsetningu i fjöl- miðlum siðustu vikur. Þjóðverj- ar, sem fiskað hafa hér að nokkru innan 50 milna mark- anna i yfir 4 ár, hafa viðhaft ákveðnar baráttuaðferðir til þess að ganga þannig frá mál- um, að ekki hefur verið hægt við þá að tala fyrir útfærsluna nú, svo upp komi sú staða hinn 15. október að ástandið haldist óbreytt vegna þess að ekkert megi gera til þess að „trufla ekki friðsamlega lausn deilunn- ar”. Ætlun Þjóðverja er að sigla inn I 200 milna fiskveiðilögsög- una við óbreytt ástand frá 1. sept 1972, er útfærslan fór fram i 50 milur. Þjóðverjum hefur haldizt þetta uppi, vegna þess að landhelgisgæzlunni hefur ekki verið beitt af fullu afli gegn þeim. Þvi spyrja sumir nú, er Landhelgisgæzlan ekki algjör- lega ófær um að verja landhelgi okkar með þeim tækjabúnaði, sem við nú ráðum yfir? Svarið er einfalt, þetta er fullkomlega á hennar færi miðað við þann tækjabúnað, sem til er i landinu, og hægt er fyrirvaralaust að taka i þjónustu Gæzlunnar. Eitt stóra atriðið i vörnum 200 milna landhelginnar er sú stað- reynd, að enginn erlendur tog- ari, sem fiskar eftir sérstakri samningsheimild á Islandsmið- um er landhelgisbrjótur. Allt i kringum landið nema á Fær- eyjahrygg og i álnum milli Grænlands og íslands verður minnsta fjarlægð á milli fisk- veiöimarka og fiskimiðá 120 sjó- mllur. Þvi er ekki mögulegt fyr- ir neina erlenda togara að nálg- ast fiskimiðin kringum landið án þess að vitað sé löngu fyrir- fram að þeir séu liklegir land- helgisbrjótar. Fiskimiðin, sem verja þarf, eru öll við eða innan 50 milna markanna nema frá Reykjaneshrygg til Vikuráls á milli 50 og lengst út i 80 milur. Svo austur á Færeyjahrygg, sem við höfum tiltölulega litið stundað. Þvi er viðbótin á varnarsvæðum fiskimiðanna viö tilkomu 200 milnanna sára- litil. Allt tal um hinar mörgu fermilur 200 milnanna er i þessu tilliti tal út I hött og hrein fá- fræöi. Sá möguleiki, sem er- lendir togarar áttu til veiða hér við land, er 50 milurnar voru i gildi, er horfinn. Þýzku togararnir, sem hafa verið að veiða fyrir innan 50 milurnar og Landhelgisgæzlan hefur verið að „stugga frá”, hafa átt mögu- leika á að fá fisk á leyfilegu svæði fyrir utan 50 milurnar og stilað veiðiferðir sinar upp á að fiska á þessu leyfilega svæði.og fara svo eins mikið inn fyrir og hægt var. Eftir 15. október er þessu ekki til að dreifa, þvi öll fiskimið við tsland verða þeim bönnuð. Um það bil 12 dögum eftir að slikur landhelgisbrjótur kastar trolli við ísland verður hann að vera farinn heim á leið vegna litils geymsluþols fisks i is. Þetta verður þvi að teljast harla vafasöm aðgerð af Þjóð- verja hálfu eftir 15. október. Þjóðverjar eru bundnir af upp- gjafarsamningnum frá 1945, þar sem skýrt er fram tekið að þeim er ekki heimilt að beita einn né neinn valdi, og eru fjórveldin ábyrg fyrir þvi, þar með talin Sovétrikin. Við skulum vona að ekki þurfi að rifja upp frekar en orðið er sögu þýzka flotans á ís- landsmiðum. En þvi miður litur út fyrir skv. þeim viðbrögðum, sem við höfum orðið varir við i þeim við- tölum, sem átt hafa sér stað við okkar aðalandstæðinga, Breta og Þjóðverja, að þeir ætli ekki aðunna okkur Islendingum þess að tryggja okkar einu stóru auð- lind og afkomu þjóðarinnar, en halda áfram að heimta sér til handa stóran hluta af þjóðar- auði Islendinga, þrátt fyrir að nú liggi fyrir sú staðreynd skv. dómi alþjóðadómstólsins i Haag, að við erum ekki að brjóta nein alþjóðalög þótt við færum út i 50 milur og 200 milur, þar sem engin alþjóðleg laga- regla er til. Og meira að segja neitaði Haagdómurinn að dæma Bretum og Þjóðverjum skaða- bæturfyrir truflanir og tjón það, er islenzka landhelgisgæzlan olli þeim í vörnum 50 milnanna, ogsama gildir um 200 milurnar. Þessar þjóðir eiga engan rétt i islenzkri landhelgi að alþjóða- lögum. Þvi er ekki lengur um það að ræða, að brezki flotinn á Islandsmiðum geti verið að verja alþjóðalög og frelsið á hinu „opna frjálsa úthafi”. Allt það, sem Bretar hafa haldið fram að væri alþjóðalög, og sumir einnig hér heima, hefur reynzt vera ekkert annað en óraunhæfar fullyrðingar, settar fram til þess að blekkja okkur og umheiminn i efnahagsdeilu. Þvi eru kröfur Breta og Þjóð- verja nú ekkert annað en valds- rétturinn nakinn ennþá einu sinni. Nú skal beita efnahags- þvingunum i Efnahagsbanda- laginu til að knýja tslendinga til undanhalds. En þeir góðu menn gera sér ekki ljósa þá einföldu staðreynd að Efnahagsbanda- lagið er ekki nema i 3. sæti að mikilvægi sem viðskiptaaðili fyrir Islendinga, og ekkert, sem það getur fram boðið er nema smámunir borið saman við hin stóru verðmæti og þjóðar- öryggi, sem felst I visindalegri yfirstjórn Islendinga einna á fiskistofnunum við Island, og nýtingu íslendinga einna á fiski- stofnum sinum. Þetta er raun- verulega það eina, sem skiptir máli I sambandi við 200 milna útfærsluna. Allt annað, sem sumir menn hafa reynt að benda á, eins og t.d. hugsanleg- ar veiðiheimildir Islendinga á annarra miðum, tollafriðindi i Efnahagsbandalaginu, eru hreinir smámunir við hliðina á þessum stórverðmætum og þjóðaröryggi. Útlendingar taka á árinu 1974 ca. 300.000 tonn af bolfiski á íslandsmiðum að verðmæti ca. 30.000 milljónum króna,og ennþá meiri verðmæti komin f neytendapakkningar til útflutnings. Hvað eru tolla- friðindin i Efnahagsbandalag- inu á móti þessu, sem eru ca. 400 milljónir i dag til samans? Það blátt áfram gengur ekki að bera svona gjörólíkar tölur saman. Þegar menn tala um þessa hluti i röksemdum verða menn að setja þetta upp i verðmæti i töl- um, til þess að almenningur geti áttað sig á, hvað hér er raun- verulega um að ræða, en ekki si- fellt að vera að tala um eitt- hvað, sem er meira og minna óraunveruleg hugtök og engin stærðargráða i té látin. Nei, það eru engin efnahags eða fisk- veiðiréttindarök, sein koma til álitai sambandi við að opna út- lendingum hina nýju 200 milna landhelgi okkar. Vegna óbilgirni andstæðinga okkar virðist nú allt stefna i enn nýja deilu. Landhelgisgæzlan verður að vera viðbúin að mæta hinu nýja verkefni sinu. Taka verður upp áhafnaskipti á varðskipunum, svo að þau hætti að sjást hér liggjandi i Reykja- vlkurhöfn, þegar hægt er að halda þeim úti við gæzlustörf, sem nóg þörf virðist fyrir eftir 15. október. Þetta er nákvæm- lega eins og á flugvélunum. Skipin eru svo dýr og notagildið svo mikið að þau verða að hætta að koma I höfn til áhafna- hvildar. Við eigum nú 8 skip, sem eru með á fjórða þúsund hestafla vélar og ganga um 16.5 sjómilur pr. klst. Þetta eru pólskbyggðu togararnir og Sig- urður og Vikingur. Þetta meiri gangur og sterkari vélar en er að finna i yfir 90% af þeim brezka togaraflota sem hingað sækir, og sama er að segja um hinn þýzka. Þvi eigum við raun- verulega hér tilbúin 8 gæzlu- skip, sem hægt er að taka i notkun fyrir Landhelgis- gæzluna með litlum fyrirvara. Gera þarf nú þegar nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess að þetta sé mögulegt svo til fyrirvara- laust. Staðan i dag borið saman við 1. sept. 1972 er þessi: ISLAND Okkar styrkur er margfaldur i skipakosti við það sem hann var áður. Við eigum allan lagaréttinn okkar megin. Nauðsynin er ennþá brýnni vegna enn verra ástands fiskistofna en áður og vegna slæms efnahagsástands þjóðarbúsins. Allsherjaryfirráð strandrikisins yfir 200 milna efnahagslög- sögu eru komin inn i tillögu til hafréttarsáttmála á Haf- réttarráðstefnunni. ÚTLENDINGAR: Andstæðingar okkar eiga ekkert nema nakinn valdsrétt ennþá einu sinni. Þróun hafréttarmála bæði i Haag og á Hafréttar- ráðstefnunni hefur gengið þeim algjörlega i mót. Með efnahagsþvingunum og samningsbrotum ætla þeir að Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.