Tíminn - 03.10.1975, Síða 14

Tíminn - 03.10.1975, Síða 14
14 TÍMINN Föstudagur 3. október 1975 LÖ GREGL UHA TARINN 31 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal ræddi við vini sína. Viðmælendur frú La Bresca hefðu getað verið að leggja á ráðin um öll hugsanleg ofbeldís- verk i þrjátíu og eitt skipti þennan dag án þess að Brown hefði haft um það minnstu hugmynd. Hann var nú búinn aðtaka uppá tvær segulbandsspólur öll þessi samtöl, þvi hann skildi ekki stakt orð en vildi þó að einhver — helzt Carella — þýddi þau við eitthvert tækifæri. — Halló, sagði rödd á ensku. Brown varð svo um þetta, að hann datt nærri ofan af stólnum. Hann settist upp þrælsperrtur og hagræddi heyrnartólunum. Svo stillti hann hljóðstyrkinn á segul- bandsupptökunni og hlustaði fullur athygli. — Tony? spurði seinni röddin. — Já, hver er þetta? Fyrri röddin var þá rödd La Bresca. Sennilega var hann nýkominn heim frá vinnu sinni. Seinni röddin.... — Þetta er Dom. — Hver þá? — Dominick. — Jæja, komdu sæll, Dom. Hvernig gengur lífið? — Ljómandi. — Hvað er um að vera, Dom? — Svo sem ekki neitt, svaraði Dom. Ég ætlaði bara að forvitnast um þig, það var allt og sumt. Þeir þögðu báðir svolitla stund. Brown beið ákafur eftir framhaldinu. — Mér líður vel, svaraði La Bresca loks. — Gott. Það er ágætt, sagði Dom. Aftur varð þögn. — Ef þetta var erindið, sagði La Bresca, þá held ég bara... — Bíddu aðeins. Tony. Ég var reyndar að hugsa um hvort.... — Hvað er það? — Ég ætlaði að athuga hvort þú gætir lánað mér eitt- hvað af seðlum til að ég geti komið mér hér almennilega f yrir. — Komið þér fyrir? Að gera hvað? spurði La Bresca. — Ég tapðaði stórfé í veðmálum í síðustu hnefaleika- keppni. Þú skilur, ég þarf að ná mér á strik og koma mér fyrir. — Það hef ur aldrei verið nein regla á þér né þínu líf i, sagði La Bresca. — Það er ekki satt, Tony. — Allt i lagi. Það er ekki satt. En hitt ER satt. Ég á enga seðla til að lána þér. — Annað hef ég nú heyrt, sagði Dom. — Jæja? Hvað hefur þú heyrt? — Það ganga sögur um að þú komist bráðlega í feitan sjóð. — Einmitt það? Hvar heyrðir þú þetta BULL? — Ég hef eyrun opin. Menn skiptast á upplýsingum. — í þetta sinn eru upplýsingarnar rangar. — Bara nokkur hundruð dali til að fleyta mér næstu vikurnar. Þangað til ég kem skipulagi á þetta. — Dom, ég hef ekki séð hundrað dala seðil síðan ég var með Hektor. — Tony.... Rödd Dom var örlftið hikandi en gaf ótvíræða aðvörun til kynna. Brown skynjaði þessa skyndilegu spennu og hlustaði spenntur eftir næstu orðum Dom. — ÉG VEIT ÞAÐ, sagði hann svo. Aftur varð þögn. Brown beið. Hann heyrði þungan andardrátt annars mannanna. — HVAÐ VEIZT ÞÚ, spurði La Bresca. — Um verknaðinn. — HVAÐA verknað? — Láttu mig ekki þurfa að segja það í símann, Tony, Maður veit aldrei hver hlerar nú orðið. — Hvern f jandann ertu að reyna að gera? Brjóta mig niður eða hvað, spurði La Bresca. — Nei. Ég er aðeins að reyna að fá nokkur hundruð dala lán. Þangað til ég kem mér á réttan kjöl. Mér væri hreint ekkert um það gefið að sjá allar þínar áætlanir fara í vaskinn, Tony. — Ef þú slefar einhverju þá vitum við hver var að verki, félagi. — Hlustaðu á mig, Tony. Ef ég komst að þessu þá vita þetta f leiri. Þetta er á allra vörum. Þú mátt þakka fyrir að lögreglan er ekki komin á sporið. — Lögreglan veit ekki einu sinni að ég er til, svaraði La Bresca. Ég hef aldrei verið sekur fundinn um nokk- urn skapaðan hlut. — Hrein sakaskrá og það sem gert hefur verið er tvennt ólíkt, Tony. — Vertu ekki að ónáða mig, Dom. Ef þú eyðileggur þetta fyrir mér, þá.... — Ég er ekki að eyðileggja neitt. Ég bið þig að lána Föstudagur 3. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Sigurðardóttir les „Disu og söguna af Svartskegg” eftir Kára Tryggvason (3). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25 Morguntón- leikarkl. 11.00. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Dag- bók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir les (23). Einnig les Ingibjörg Stephensen ljóð og flutt er tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popp 17.10 Tónleikar. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri rekur minningar sinar frá uppvaxtarárum i Mið- firði (6). 18.00 Tónleikar. T.ilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis- og byggingar- mál Sveinbjörn Jónsson framkvæmdastjóri, Kjartan Sveinsson byggingatækni- fræðingur, Hrafnkell Thorlacius arkitekt og Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur svara spurniagunni: Hvers virði er byggingarlist okkur islendingum? Ólafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Pianókonsert nr. 1 i e- moll eftir Frédéric Chopin Pjotr Paleczny og Sinfóniu- hljómsveit pólska útvarps- ins leika, Jerzy Maksymiuk stjórnar. 20.30 Oft er mönnum I heimi hætt Siðari þáttur Gisla Helgasonar og Andreu Þórðardóttur um slys. Farið verður i heimsókn á Grens- ásdeild Borgarspitalans og flutt viðtöl þaðan. 21.00 Fiðlusónata op. 30 nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven Lorand Fenyves og Anton Kuerti leika. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Ódámurinn” eftir John Gardner Þorsteinn Antons- son þýddi. Þorsteinn frá Hamri les (9) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. fþróttir Umsjón: Jón Asgeirsson. 22.40 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 3.október1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.20 Munnharpan er merkis- gripur. Breskur þáttur um munnhörpur og munn- hörpuleikara. Nokkrir fræg- ir munnhörpuleikarar koma fram i þættinum, þ.á m. Cham-Ber Huang, Larry Adler, James Cottom o.fl. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.50 Skálkarnir. Breskur- sakamálamyndaflokkur. 10. þáttur. Bernie. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.40 Dagskrártok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.