Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.10.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 3. október 1975 5ÍMI 12234 ‘HERRA EAR43URINN AdDALSTRÆTI 9 SIS-FOIHJlt SUNDAHÖFN fyrirgóban mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Líbanon: ALLT MEÐ KYRRUM KJORUM I GÆR EFTIR HÖRÐ ÁTÖK NÓTTINA ÁÐUR — forsetinn hvattur til þess að Idta af embætti Ntb/Beirut— Allir helztu stjórn- málaleiötogar I Libanon hvöttu hina striöandi aðila i landinu til þess að yfirgefa varöstööur sinar á götum Beirut-borgar frá og meö klukkan 10 aö morgni föstudags. Þaö var Rashid Karami forsæt- isráöherra, sem fyrstur bar fram áskorun þessa efnis, eftir fund I þjóölega friöarráöinu, sem komiö var á laggirnar, eftir aö vopna- hléö gekk i gildi i Libanon I siö- ustu viku. Fundur þjóölega friö- arráösins stóö i um fjórar klukku- stundir. Þrátt fyrir vopnahléö, sem slö- ast gekk i gildi — hiö fjóröa á einni viku — hafa átökin milli vinstrisinnaöra múhameöstrúar- manna og hægri sinnaöra krist- inna manna haldiö áfram og fariö stööugt harönandi. Aö minnsta kosti 70 manns hafa látiö lifiö I átökum siöustu viku. 365 hafa lát- iö lifiö I götubardögum siðustu tveggja vikna, en götubardagar þessir hafa veriö mjög haröir og öflugum vopnum beitt. Auk þess hafa um 700 manns hlotið alvar- leg meiösl. Allt var meö kyrrum kjörum I miðborg Beirut i gærdag, en aðfaranótt fimmtudagsins geis- uðu harðir bardagar I borginni, og var þá beitt vélbyssum og eld- flaugum. Verzlanir höföu yfirleitt lokaö I gær og fátt fólk var á ferli á götum borgarinnar. Flestir héldu sig innandyra. Lögreglan fann i gær niu lik á götum höfuðborgarinnar, og er taliö aö þau hafi falliö fyrir kúlum leyniskyttna, sem herjaö hafa siöustu tvær vikur I borginni. Þrir hinna látnu voru blaðasalar, sem skotnir höföu veriö I miöborginni. Andstaöan gegn Suleiman Fran- jieh, forseta Libanon, eykst stöð- ugt, og flestir meölimir þjóölega friöarráösins hvöttu forsetann til þess að láta af embætti áöur en kjörtimabili hans lyki næsta haust Akvæöi i stjórnarskrá Líba- non útiloka, aö Suleiman Fran- jieh geti boöið sig aftur fram. Hin mikla alda mannrána, sem riöiö hefur yfir Libanon aö undan- förnu, hélt fram I gær. Vinstri- sinnaöir múhameðstrúarmenn komu upp vegartálmunum I mörgum borgarhverfum Beirut, og voru sex bilstjórar fluttir á burtu áður en öryggissveitir komu á vettvang. Dagblööin I Beirut skýröu frá þvi I gær, aö yfir 300 manns hafi verið rænt á miövikudaginn, en flestum mun hafa veriö sleppt aftur. Stjórnin reynir að hagnast á dauða lögreglumannanna Ntb/Madrid. Útför lögreglu- mannanna þriggja, sem skotnir voru til bana sl. miðvikudag i Madrid, höfuöborg Spánar, sner- ist upp i áköf mótmæli viðstaddra gegn kommúnistum. Hrópaöi fólkiö að drepa ætti kommúnist- ana, eftir þvi sem fréttaskýrend- ur segja. Um það bil fjögur þúsund manns voru viðstaddir útförina, þar á meðal öll spænska rikis- stjómin, með Carlos Nacarro i broddi fylkingar. Greinilegt er að lögreglumennirnir þrir voru skotnir til bana I hefndarskyni fyrir aftöku skæruliðanna fimm sl. laugardag. Hundruð lögreglumanna i borg- aralegum klæðnaði tóku þátt i ut- förðinni. Þeir reyndu að nálgast likbörurnar til þess að geta boriö félaga sina til grafar. En ein- kennisklæddir lögregluþjónar hindruðu þá. Margir eru ákaflega undrandi yfir þvi, hve lögreglumennirnir þrir, voru jarðsettir fljótt, þvi Framhald á bls. 7 Hdsætisræða konungs: Norðmenn bráðum út færa í 50 Reuter/Osló, 2. okt. — Ólafur Noregskonungur sagöi I hásætis- ræöu viö setningu norska stór- þingsins I gær, aö Norömenn byggjust við aö færa fiskveiöilög- sögu sina út mjög bráðlega og koma á 200 milna efnahagslög- sögu á grundvelli samningaviö- ræöna viö riki, er hagsmuna hefðu aö gæta I þvi sambandi. 1 ræöu sinni sagöi konungur þó, aö Norömenn myndu halda öllum möguleikum opnum til þess að vernda norska fiskveiöimenn, fiskistofnana viö strendur lands- ins og aðrar auölindir. Norska stjórnin gaf nýlega I skyn, aö hún kynni að falla frá áformum sínum um aö færa út fiskveiðilögsöguna undan noröur- EBE aðstoðar Portúgali Reuter/Brussel — Ernesto Melo Antunes, utanrlkisráö- herra Portúgals, mun eiga viöræöur viö utanrikisráð- herra EBE-rikjanna i næstu viku. Munu viöræðurnar einkum snúast um hugsan- lega hjálp EBE-rikjanna til bjargar efnahag Portúgals, sem stendur mjög höllum fæti. Haft var eftir talsmanni EBE I gær, aö Antunes muni hitta starfsbræöur sina n.k. þriöjudag i Luxemburg á ráöherrafundinum, sem þá veröur haldinn þar. Heimildarmaöur fréttar- innar lét enn fremur hafa eftir sér, aö hiö breytta stjórnmálaástand i Portúgal i átt til lýðræöis gerði frekarí viöræöur um aöstoö EBE viö Portúgali mögulega. Gjaldþrot sænskra ferðaskrifstofa? Ntb/Stokkhólmi. Sænskar ferða skrifstofur standa frammi fyrii þvi að verða fyrir mjög alvarleg um fjárhagslegum skakkaföllun: vegna atburðanna á Spáni, sl laugardag, er skæruliðarnii fimm voru teknir af li'fi, sem kunnugt er af fréttum. Dregið hefur úr ásókn i Spánar ferðum um allt að 40 til 70 pró sent.mismunandi eftir þvi, hvaða skrifstofur eiga I hlut. Jafnframt hafa um það bil 5000 manns, sem lokuðu i Spánarferðir, afpantað sæti sin eða breytt ferðaáætlun sinni og ætla nú til annarra landa. Fréttaskýrendur telja, að gjaldþrot blasi við mörgum sænskum ferðaskrifstofum vegna þessara breyttu aðstæðna á feröamannamarkaðnum. For- svarsmenn 'sænskra ferðaskrif- stofa hafa ekkert viljað láta hafa eftir sér um hugsanlegt tap af þessum sökum, en ljóst er, að það getur orðið gifurlegt. Fimm stærstu ferðaskrifstofu- ,,spekúlantarnir” i Sviþjóð reyna nú að breyta ferðaáætlunum sin- um og bjóða upp á ferðir til annarra landa i stað ferðanna til Spánar. Grikkland, Purtúgal og Israel hafa verið nefnd sem hugsanleg ferðamannalönd I stað Spánar. Nordisk Folkereso, sem er samband norrænna ferðaskrif- stofa I eigu alþýðusamtakanna á Norðurlöndum, hefur kallað saman fund til að samræma að- ferðir ferðaskrifstofanna i þessu máli. Báðu Japanskeisara að bjarga hvölunum Reuter/Washington. Gerald Ford Bandarikjaforseti bauð Hirohito Japanskeisara formlega velkom- inn til Bandarikjanna við hátið- lega athöfn i Hvita húsinu i gær. Hóp'ur fagnandi áhorfenda var viðstaddur, þegar þeir hittust, Ford og Hirohito, en yfir höfðum viðstaddra sveimaði litil rauð flugvél, sem dró á.eftir sér borða, þar sem keisarinn var beðinn að bjarga hvalastofninum, en ýmsir bandariskir aðilar hafa reynt að beita sér fyrir þvi, að Japanir dragi úr hvalveiðum sinum. Sögðu viðstaddir, að flugvélin hefði sveimað beint yfir höfðum þjóðhöfðingjanna, er þeir skiptust á kveöjum, en almennt flug svo nálægt Hvita húsinu mun vera bannað. Starfsmaður Alrikisflugmála- stofnunarinnar sagði, að rauðu flugvélinni hefði verið veitt eftir- för á flugi sinu. Flugvélinni hafði verið fyrirskipað, fyrir flugtak, aö fara hvergi nærri Hvita hús- inu. Japanskeisari kom kl. 10.30 i gærmorgun til Hvita hússins i fylgd öflugs hervarðar. 21 fall- byssuskoti var hleypt af i virð- ingarskyni, er forsetinn kom til Hvita hussins. strönd landsins úr 12150 sjómilur, en hygði þess I staö á samninga- viöræöur um auölindalögsögu. London: írland: Fimm biðu bana Ntb/Belfast—Fimm manns misstu lifið og aö minnsta kosti 10 særöust alvarlega i átökum, sem brutust út á Norður-írlandi i gær. Vopnaöir menn ruddust inn I áfengisútsölu nálægt miöbæ borgarinnar og drápu eig- andann, konu hans og ritara. Fengu þau öll kúlur i höfuðiö. Einnig var 18 ára gamall piltur, sem hljóp hrópandi eftir hjálp, skotinn til bana. Hann fannst seinna fyrir ut- an útsöluna, og haföi hann fengið skot I hnakkann. Þau fjögur, sem skotin voru til bana, voru kaþólskrar trúar. Fimmti maðurinn lét lifiö, þegar sprengja sprakk-I ljós- myndaverzlun I kaþólsku hverfi borgarinnar og marg- ir særðust. Lokuöust nokkrir menn inni I rústum verzlun- arinnar. Lögreglan neitar enn að semja Reuter/Ntb/London. Lögreglu- yfirvöld I London neita stöðugt að ganga að kröfum mannanna þriggja, sem haldið hafa sex mönnum I gfslingu I veitingahúsi einu I London frá þvf á sunnudag. Mennirnir þrir, tveir Indverjar og Nigeriumaður, hafa krafizt þess að þeim verði látin i té flug- vél, svo að þeir geti komizt undan. öflugur lögregluvörður er um veitingahúsið. Robert Mark, yfirmaður lög- reglunnar i London sagði i gær að hann væri vongóður um að málið kynni að leysast án þess að mannslifum þyrfti að fórna. „Viö höfum látið mönnunum þremur og gislum þeirra i té spil, og von- um aö spilamennska kunni að draga úr spennunni i kjallaraher- berginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.