Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 7. október 1975. 25 þús. fjdr sldtrað að Klaustri Slátrun hófst i sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Kirkju- bæjarklaustri þann 18. september og er áætlað að slátra 24.000 til 25.000 fjár. Reiknað er með að slátrun muni standa út október- mánuð. Fólk i sveitunum er nú á kafi i haustönnum en gefur sér þó væntanlega tima til að vonast eft- ir mildum vetri eftir vætusamt sumar. Tónleikar Oratoríukórsins og Sinfóníunnar ó sunnudag gébé Rvik — Sunnudaginn 12. október n.k. mun Öratoriukór Dómkirkjunnar i Reykjavik, með aðstoð hljóðfæraleikara úr Sinfóniuhljómsveit tslands, halda tónleika i húsi Filadelfiu- safnaðarins i Reykjavik. Á efni§- skránni verða tvö verk, Fantasia i f moll fyrir strengjasveit eftir Mozart og Requiem (sálumessa) i c moll eftir Cherubini fyrir blandaðan kór og hljómsveit. Hvorugt þessara verka hefur ver- ið flutt áður á tslandi. Einsöngvarar með kórnum verða Svala Nielsen, Solveig Björling, Arni Sighvatsson og Hjálmar Kjartansson. Stjórnandi verður Ragnar Björnsson Dóm- organisti, en hann hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi og á heiðurinn að stofnun hans. Konsertmeistari verður Gúðný Guðmundsdóttir. Hdhyrningur- inn í Eyjum drapst lika gébc-'Rvik. — Það ætlar ekki að ganga vel hjá Frakkanum, sem hér er staddur, að ná i lifandi háhyrninga. Um helgina náðist einn myndar háhyrningur, og hélt Rauðsey AK sem náði honum, til Vestmannaeyja með fenginn, en þvi miður drukknaði háhyrning- urinn eftir að honum hafði verið komið fyrir i nót i höfninni i Eyj- um. Eru skiptar skoðanir um or- sakir þess, en kaðli sem fest var i nótina, var sleppt, þannig að há- hyrningurinn flæktist i' nótinni og drukknaði. Þó er það vafamál hvort háhyrningurinn hafi ekki verið þegar dauður þegar kaðallinn var losaður. Framsóknar- félag Kjósar- sýslu gefur út myndarlegt blað Framsóknarblað Kjósar- sýslu heitir blað, sem ný- komið er út á vegum Fram- sóknarfélags sýslunnar undir ritstjórn Kristjáns B. Þórarinssonar. Kristján fylgir blaðinu úr hlaði með nokkrum orðum, þá er grein eftir Jón Skaftason alþingis- mann um efnahagsmál okkar og þær meinsemdir sem liggja til grundvallar þeim vanda, sem við eigum nú við að striða á þvi sviði. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra ritar ávarp til ibúa Kjalarnessþings og Stein- grimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, grein, sem nefnist Atvinnuleysi eða verðbólga? Loks cr i blaðinu grein eftir Hauk i Nielsson hreppsnefndar- fulltrúa á Helgafelli, þar sem gerð er grein fyrir framkvæmdum i Mosfells- sveit. Höfn í Hornafirði: AAilljónatjón í eldsvoða — hús kaupfélagsins stórskemmdist og vörulager eyðilagðist gébé Rvik — önnur bygging Kaupfélags A-Skaftfellinga á Höfn i Hornafirði stórskcin mdist af eldi s.l. sunnudagskvöld, og að sögn Aðalsteins Aðalsteinssonar i kaupfélaginu taldi hann tjónið nema tugum milljóna. Mikið af vörum eyðilagðist, og ekki var hægtaðhafa skrifstofurnar opnar JH-Winnipeg. — Islenzk-kana- diska menningarvikan hefur nú staðið i nokkra daga og tekizt ágæta vel. Fluttir hafa verið fyrirlestrar um menningamál ýmis og haldnar kvikmynda- og málverkasýningar. M.a. hafa verið sýnd verk eftir hinn kunna málara Emil Walters, sem er af islenzkum ættum. Málverk hans má sjá i mörgum frægum lista- verkasöfnum hér vestra. Karlakór Reykjavikur söng 3. október i Winnipeg við ágætar undirtektir en honum stjómar Páll P. Pálsson. A mánudags- kvöld syngur kórinn á ný i Brandon, sem er,bær á sléttunum suðvestur af Winnipeg. Þriðji samsöngur kórsins verður i Lundar, bæ við Manitobavatn, á fimmtudaginn. Þaöan verður svo haldið til Minneapolis i Norður-Dakóta. 1 dag verður hins vegar farið til Gimli og Mikleyjar i Manitoba, sem nú er þjóðgarður en þar var áður Islendingabyggð. Gimli er ein höfuðstöðva íslendinga og is- lenzku i Vesturheimi. Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands, var gerður að heiðurs- doktor við hátiðlega athöfn i Winnipeg-háskóla á sunnudags- kvöld. Þar var viðstaddur mikill i gær og járnvöruverzlunin verð- ur lokuö i nokkra daga. Að sögn Aðalsteins, mun hafa orðið vart við eldinn um klukkan hálf niu á sunnudagskvöld, og var það ræstingakona, sem var á leið til vinnu sinnar sem varð hans fyrstvör. Kallaði hún þegar á lög- fjöldi visindamanna og fulltrúar Kanadastjórnar og fylkisstjórnar Manitóba og borgarstjórnar Winnipeg. Við athöfnina voru flutt mörg ávörp. Þar lék einnig Erik Wilson sellóleikari, ungur maður, sem spáð er mikilli frægð á sinu sviði. Hann er islenzkrar ættar að hálfu. Þá söng þar og kór 30-40 islenzkra telpna. Þennan sama dag var minnzt áttræðisafmælis dr. Pauls Thorláksson, sem er i hópi forystumanna Islendinga hér og einn frumkvöðla að menningar- vikunni. Fyrr um daginn messaði biskupinn tvivegis i fyrstu lút- hersku kirkjunni, sem byggð var hér i Winnipeg, á ensku i fyrra skiptið, en á islenzku hið siðara. Flutti biskupinn ágæta stólræðu við það tækifæri. Þá er hingað kominn dr. Hall- grimur Helgason með tónverk, sem hann hefur samið við hið fræga kvæði Guttorms J. Gutt- ormssonar, Sandy Bar. Verkið verður frumflutthinn 12. október i stórum hljómleikasal, sem rúmar á þriðja þúsund áheyr- enda. Verkið verður flutt af 50 manna kór og 80 manna hljóm- sveit, og verið að æfa það þessa dagana. reglu og slökkvilið, sem kom mjög fljótt á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, og var slökkvistarfinu að mestu lokið innan klukkustundar, en bruna- varzla var við húsið alla nóttina. Eldurinn mun hafa komið upp á vörulager járnvörudeildarinnar, þar sem mikið magn af vörum voru i geymslu. Skemmdir urðu verulegar, bæði af eldi, vatni og reyk. Nokkuð magn af málningu var i vörugeymslunni og eyði- lagðist hún öll. Skrifstofurnar á efri hæð hússins fylltust af reyk, og var þar allt kolsvart af sóti — að sögn Aðalsteins. — Það hlýtur aö vera milljónatuga tjón á hús- inu, sagði hann og verður nauð- synlegt að mála það allt upp á Kirkjubæjarskóli á Siðu var settur miðvikudaginn 1. október með viðhöfn i kapellu Jóns Stein- grimssonar á Kirkjubæjar- klaustri. Skólastjórnn, Jón Hjartarson, talaði um ranglætið i heiminum i setningarræðu sinni og brýndi fyrir nemendum að nota menntun sina til eflingar réttlætis og bræðralags. Séra Valgeir Helgason flutti ritningarorð bæði fyrir og eftir ræðu skólastjóra. Eitt hundrað og fjórtán nemendur koma til með að stunda nám i skólanum i vetur i tiu bekkjardeildum. Sú nýlunda verður tekin upp i vetur, að fyrstu nýtt að innan, þar sem málning flagnaði allsstaðar af völdum hit- ans. 1 gær voru menn frá Bruna- bótafélagi Islands og Samvinnu- tryggingum að meta tjónið og reyna að komast að eldsupptök- um, sem enn eru ókunn. A vörulagernum var auk málningarinnar, mikið af rakett- um, sem allar sprungu og gas- hylki, sem hitnuðu mikið en sprungu ekki, en hefðu þau sprungið hefði tjónið orðið mun meira en raun varð á. Þetta hús kaupfélagsins var byggt á árunum eftir 1930 og við- bygging við það um 1950. Ibúðar- húsnæði kaupfélagsstjórans er fast við hlið hússins, en það skemmdist skkert. þrir bekkir barnaskólans munu stunda nám i hinum svokallaða opna skóla, þ.e- með svipuðu sniði og Fossvogsskólinn i yReykjavik starfar. Skólinn hefur nú eignast sund- laug. Er þaðútilaug úr plasti 2 1/2 x 8 m. Mun nú i haust verða haldið fyrsta sundnámskeiðið á Kirkjubæjarklaustri. Hér áður fór sundkennsla skólans fram i sundlauginni i Skógum i yfir 100 km fjarlægð og er þvi mikil bót að sundlaug þessari. Sá böggull fylgir þó skammrifi að rekstrarkostnaður laugar- innar verður sveitarfélögunum mjög dýr, þar sem hún er hituð upp með oliu. Ráðgert er að sundlaugin verði opin almenningi tvisvar i viku eitthvað fram á haustið en það verður algerlega háð veðrinu. Fyrirlestrar um Teppið á íþróttasalnum veldur slæmum brunasórum Íslenzk-kanadíska menningarvikan: Winnipeg-háskóli heiðrar biskupinn Opinn skóli tekur til starfa að Kirkjubæjarklaustri Sundkennsla hafin í nýrri plastlaug, en rekstrarkostnaður mikill BH-Reykjavik. — Það er alveg rétt, að þetta teppi á gólfinu i íþróttasal Kárnesskólans er mesta ólán, og átti að vera farið, en svo er ekki enn, og stafar þaö af peningaleysi, sagði Þórir Hallgrimsson, yfirkennari Kár- nesskólans, I viðtali við Timann i gær, er við hringdum til hans og spurðumst fyrir um þetta teppi sem hefur verið börnunum, sem stunda leikfimi þarna, svo og iþróttamönnum,sem lcyfi hafa til iþróttaæfinga, mikill þyrnir i augum. Minnsta hrösun á teppinu getur valdið brunasárum, sem oft eru lengi að gróa. — Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar, að um bakteriur i teppinu sé að ræða, svaraði Þórir Hallgrimsson fyrirspurn okkar i þessa átt. — Þetta hefur verið rannsakað bæði af skólalækni og heilbrigðisfulltrúa, og þeir kom- ust að þeirri niðurstöðu, að ekki væri um bakteriur úr teppi að ræða, þótt sárin greru seint.Hitt er annað mál, að brunasár, eins og myndast af núningi við teppið, gróa seint. Við spurðum Þóri Hallgrimsson að þvi, hvenær úrbóta væri von og hver væri gangur þessa máls. — Það liggur fyrir samþykkt frá fræðsluráði Kópavogs um að leggja parkett á gólfið eða fram- kvæma aðrar úrbætur i þá átt og það var samþykkt i bæjarstjörn, að þessar framkvæmdir skyldu fara fram á þessu hausti. En af fjárhagsástæðum er ekki hægt að ráðast i þessar framkvæmdir strax. Hitt er annað mál, að allir, sem til þekkja, gera sér ljóst, að teppiöer ólán, og það verður fjar- lægt við fyrstu hentugleika. Unglingar I leikfimi á teppinu á Iþróttasal Kársnesskólans Þeir fá að finna fyrir þvf, ef þeir detta. — Timamynd: GE. húsafriðun og byggingarlist í Noregi Ame Berg, arkitekt frá Noregi, fyrsti safnvörður við Norsk folkemuseum á Bygdöy, kemur bráðlega til Islands i boði Nor- ræna hússins og heldur þar tvo fyrirlestra. Þessi heimsókn Arne Bergs er þáttur i starfsemi húss- ins i tilefni Húsfriðunarárs. Fyrri fyrirlesturinn, sem hald- inn verður i Norræna húsinu, miðvikudaginn 8. október, nefnist „Om norsk byggningsvem” og verða sýndar skuggamyndir til skýringar. Verða tekin dæmi þess, hvemig byggingar og bæja- hverfi i Noregi hafa verið varð- veitt með ýmsum hætti, t.d. eins og gert hefur verið i gamla Staf- angri. Ennfremur segir Arne Berg frá ýmsum aðilum, sem nú vinna að bygginga- og minja- vernd i Noregi. Laugardaginn 11. október kl. 16:00verður sýnd ný litkvikmynd um norskar stafbyggingar og i tenglsum við kvikmynd þessa ræðir Arne Berg um ýmsar staf- byggingar aðrar en kirkjur i Nor- egi. Arne Berg átti sæti i starfshópi þeim, er stóð að norrænu Sande- fjord-ráðstefnunni 1972 um „Nor- ræna timburhúsabæinn”. Sú ráð- stefna varð m.a. til þess að gerð- var farandsýningin „Norræni timburhúsabærinn”, sem sýnd var i Norræna húsinu i sumar sem hluti af sýningunni „Hús^ vernd”. Þessi farandsýning verð- ur aftur sett upp i tilefni fyrir- lestra Arne Bergs og stendur i anddyri Norræna hússins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.