Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriöjudagur 7. október 1975. Sáu fyrir eldgos Náttúruverndarráð Banda- rikjanna er komið i klipu. Hin rika frú Marjorie Merriweather Post, sem þið sjáið hér mynd af, erfingi samsteypunnar Almenn fæða (General Foods), hefur arfleitt sambandsstjórnina i Florida að fasteigninni Mar-A- Lago, sem sést hér á annarri mynd. Frúin tók fram sérstak- lega i erfðaskránni að þessi iburðarmikla eign yrði notuð annað hvort sem vetraraðsetur fyrirforseta Bandarikjanna eða sem bústaður fyrir erlenda virðingarmenn. Náttúru- verndarráð, sem nú ber ábyrgð á eigninni, upplýsir að þar þurfi margt þjónustufólk, allt að 22 manns, til að halda aðalhúsinu i sæmilegu lagi og geta haft það opið. bar þurfa að vera 3 her- bergisþjónustustúlkur, 2 eld- hússtúlkur, ein stofustúlka, tveir þjónar i einkennisbúningi og 3 aðrir þjónar svo og bryti. Laun þessa fólks og annar kostnaður i sambandi við heimilishald er áætlað að muni verða 335.000 dollarar á ári, en þar að auki 340.000 dollara kostnaður á ári I sambandi við að halda gangandi ýmsum öðr- um liðum s.s. gróðurhúsum, golfvöllum o.s.frv. A ti'mum þegar stöðugt er verið að ásaka stjómina fyrir of mikla eyðslu, er Mar-A-Lago of kostnaðar- samt fyrir rikiskassann, °8 nú . . , veit enginn sitt rjúkandi ráð HUSIO eT GlÖf, eil qÍÖfÍtl eT OÍ StÓT . hvað gera skuli. Sovézkir visindamenn voru búnir að segja fyrir um eldgos, sem hófst 6. júli siðastliðinn, en þá gaus eldfjallið Tolbachik, sem talið hafði verið útdautt, en það var á eldfjallasvæðinu Kamchatka. Sérfræðingarnir höfðu gert margvislegar mælingar og athuganir og svo stóð ekki á þvi, Tolbachik fór að gjósa. Þarna myndaðist á skömmum tima 250 metra hátt fjall, eða hæð, og aska og gas- tegundir stigu i 3 kilómetra hæö. Hraun er einnig farið að renna úr hinum nýja gig og rennur með miklum hraða. Myndiner af eldfjallinu eftir að gosiö hófst. Sjáðu hvernig ég fer að Jói, og þú getur gert eins. Þú þarft ekki að glápa svona á migl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.