Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 8
 8 TÍMINN Þriðjudagur 7. október 1975. Hafnarfram- kvæmdir miklar á Flateyri Hafnarframkvæmdir á Flateyri. Stúlkan á bilþakinu er kranastjórinn Alfhildur Benediktsdóttir. Flateyri, K. SN.: í sumar hefur verið unnið að mikium hafnar- framkvæmdum á Flateyri i samræmi við áætiun 1974-78. 45 m stálþil var rekið niður og er nú unnið að kantsteypu á það. Hafnarsvæðið, eða sá hluti þess sem unninn er af Vita- og hafnannálastofnun (15 m breitt með hafnarkanti) hefur verið unninn að meslu og var lagt malbik á þá 9 metra sem fjærst eru kantinum en áætiað er að steypa þá (i metra bil næst kantinum, sein mest mæðir á, en það verk er aðeins á byrjunartigi. Mikil áherzla er þó lögð á að þvi verkin verði lokið fyrir vetur, a.m.k. að hluta. Jafnframt nýbyggingu hefur verið unnið að viðgerð á hafnar- kanti er seig sl. vetur og hefur reynzt mjög erfitt að ná upp hinu skemmda stálþili, en nýtt þil hefur þegar verið rekið innan við það skemmda, og er nú aðeins beðið eftir tækjum til að kafari geti brennt i sundur gamla þilið. Þá verður eftir að steypa kant og þekja við skemmdina, sem erárúmlega 20 m kafla og mun fyrirhugað að ljúka þvf fyrir vetur. Það hefur háð fram- kvæmdum hversu erfitt er að fá starfslið, en tekur þó úr eftir að skólar byrja. Verkstjóri við höfnina er Eiður Gislason og hefur hann unnið hið bezta starf við erfiðar aðstæður. Við hafnargarðinn hefur verið notaður 25 tonna bilkrani frá Kranabílum s.f. i Reykjavik, en krananum stjórnar par, Snæbjörn Pétursson og Álfhild- ur Benediktsdóttir. Fer vel á þvi á jafnréttisári. Séð yfir nýmalbikaða höfnina. Fjölbreytt félagsstarf FEF VETRARSTARF Félags ein- stæðra foreldra er að hefjast, og verður fyrsti fundur haustsins að Hótel Esju, fimmtudagskvöldið 9. okt. og hefst kl. 21. Umræðuefni kvöldsins er: „Orsakir hjóna- skilnaða séðar af sjónarhóli prests og lögfræðings”. Sr. Sig- uröur Haukur Guðjónsson og Guðrún Erlendsdóttir, lögfræð- ingur flytja stutt framsöguávarp og sfðan svara þau spurningum fundarstjóra og fundargesta um málið. Tekið skal fram að nýir fé- lagar eru velkomnir á fundinn. Félag einstæðra foreldra mun sfðan halda flóamarkað á Hall- veigarstöðum 18. október nk. og eru félagar beðnir að leggja lið sitt við undirbúning flóamarkaðs- ins með þvi að gefa ýmsan varn- ing. Flóamarkaðsnefnd, sem hefur starfað að undanförnu, hefur og safnað miklu af nýjum vörum hjá fyrirtækjum og verzlunum. Þá eru jólakort fé- lagsins að fara i vinnslu f Kassa- gerö Reykjavikur, og verða gefn- ar Ut 3—4 nýjar tegundir. 1 félagsbréfi FEF, sem er ný- lega komið út, kemur fram, að unnið hefur verið töluvert f undir- búningi byggingarmála FEF, og hefur stjórn félagsins hafið við- ræður við Húsnæðismálastofnun- ina um væntanlega fyrirgreiðslu og gerðar hafa verið frumteikn- ingar af húsbyggingum þessum. Þá mun fjáröflunarnefnd FEF taka á ný til óspilltra málanna við sölu trefla i félagalitum, þegar ís- landsmótið i handholta hefst á næstunni. Treflar voru seldir á vegum FEF á allflestum leikjum 1. deildar i knattspyrnu á sl. sumri og gekk salan mjög vel. Vinnuvélar að störfum við höfnina á Flateyri. Stálþilinu komið fyrir á sinum stað við b<rvggjuna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.