Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. októbcr 1975. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f: Samstarf stjórnar- flokkanna Þeirrar óskhyggju hefur gætt i vaxandi mæli i málgögnum stjórnarandstæðinga að undanförnu, að sambúðin milli stjórnarflokkanna fari versn- andi og þess geti orðið skammt að biða, að upp úr henni slitni. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra vék að þessu i ræðu sinni á fundi Framsóknarfé- lags Reykjavikur siðast liðinn miðvikudag. Hon- um fórust orð á þessa leið: ,,Menn spyrja gjarna hvemig stjórnarsamstarf- ið gangi og samkomulagið sé innan stjórnarinnar. Ég held,að það sé alveg óhætt að segja, að það sé ekki verra en gengur og gerist i samsteypustjórn- um. Að sjálfsögðu em skoðanir skiptar, og oft hljóta niðurstöður að byggjast á málamiðlun. En ég verð að segja það, að ég hef þá reynslu, að það sé litið á málin af sanngirni og reynt að komast að þeirri málamiðlun, sem við hæfi er. Ég fyrir mitt leyti held, að það sé alveg ákveðinn vilji i báðum samstarfsflokkum rikisstjórnarinnar að halda þessu samstarfi áfram, og ég held að báðir séu ákveðnir i þvi að standa að þessu samstarfi af full- um heilindum. Þess krefstþjóðarhagur. Við höfum ekki efni á þvi að sundra kröftunum i meiningar- litla flokkadrætti. Hvorugur stjórnarflokkanna mun þvi hlaupa undan böggunum, þó að þeir séu dálitið þungir i bili. Enda veit ég ekki hvaða önnur stjórn ætti að taka við eða liklegri væri til að hafa vald á málunum eins og þau eru nú.” Áreiðanlega er þetta rétt túlkun á afstöðu Fram- sóknarflokksins til stjórnarsamstarfsins. í sam- steypustjórnum fær enginn flokkur allt það fram, sem hann kýs helzt. Hinsvegar getur hann haft mikilvæg áhrif á þróunina. Af hálfu Framsóknar- manna er það mikilvægt, að núverandi rikisstjórn hefur til þessa tekizt að tryggja næga atvinnu og að byggðastefnunni hefur verið fylgt fram með fullum þrótti. Menn mega ekki gleyma þvi, hve þýðingarmikið það er að sleppa við böl atvinnu- leysis. Það skiptir lika miklu máli, að kappsam- lega sé unnið að þvi að tryggja jafnvægi i byggð landsins. Rikisstjórninni hefur óneitanlega tekizt vel i sambandi við bæði þessi meginverkefni. Það er hinsvegar rétt, eins og kom svo glöggt fram i ræðu Ólafs Jóhannessonar, að rikisstjórn- inni hefur ekki tekizt að draga úr hinu mikla verð- bólguflóði, sem hófst hér á siðast liðnu ári. Þar er lika við margan vanda að fást. Annarsvegar hafa verið versnandi viðskiptakjör út á við, en hinsveg- ar mikill þrýstingur frá ýmsum hópum innan- lands, sem hafa metið meira sérhagsmuni en þjóðarhag. Æskilegast er að geta leyst efnahags- málin með sem viðtækustu samkomulagi, en rikis- valdinu sé ekki beitt fyrr en i lengstu lög. Milli stjórnarflokkanna hefur verið fullt samkomulag um þessi vinnubrögð. Vel má vera, að aukinn vandi og erfiðleikar krefjist nú breyttra vinnuað- ferða. Þvi miður hefur sá bati, sem menn væntu siðar á þessu ári, látið biða eftir sér, og bólar ekki á honum enn. Þvert á móti hafa erfiðleikar aukizt á ýmsan hátt. Þetta eykur enn þörfina fyrir traust samstarf. Stjórnarflokkarnir tóku höndum saman á siðast liðnu ári, þrátt fyrir ýmsan ágreining, vegna þess að þeim var ljóst, að viðureignin við efnahagsvandann yrði að ganga fyrir öllu öðru. Þessar forsendur fyrir stjórnarsamstarfinu hafa siðuren svo breytzt. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Bretar raeða um ríkis styrk til flokkanna Flokkarnir fá ríkisstyrk í sjö Evrópuríkjum í FYRSTA sinn njóta nú stjórnarflokkarnir I Bretlandi sérstaks rlkisstyrks til starf- semi sinnar. Þessi styrkur er bundinn viö þingflokka, og er honum ætlaB aö jafna aðstööu- muninn, sem er fólginn I þvl, aö rúöherrar stjórnarflokks- ins geta látiö opinbera aðila afla allskonar upplýsinga en stjórnarandstööuflokkar eiga oft ekki kost á þvi. Þessvegna hefur þótt rétt aö veita stjórn- arandstööuflokkum nokkurn styrk til upplýsingaöflunar. Ríkisstyrkur þessi, sem brezka þingið samþykkti nokkru eftir slöustu áramót, verður ekki hár I fyrstu. íhaldsflokkurinn fær 150 þús- und sterlingspund, Frjálslyndi flokkurinn 33.250 sterlings- pund og Skozki þjóðernis- flokkurinn 9700 sterlingspund. Aðrir flokkar skipta á milli sln 10 þúsund sterlingspundum. Þetta eru ekki háar upphæöir, en þetta er heldur ekki nema byrjunin. Bretar ræða.nú um þaö I alvöru aö veita flokkun- um opinberan styrk til venju- legrar starfsemi sinnar, og gera þá þannig óháöa þeim sérhagsmunaöflum, sem leggja fram mest fé til starf- semi þeirra. I malmánuði siöast liönum skipaði rlkis- stjórnin sérstaka milliþinga- nefnd, sem er ætlaö aö skila Itarlegu áliti um þetta efni. Verkefni nefndarinnar er I fyrsta lagi aö kynna sér, hvort það yröi I þágu þingræöisins, aö flokkarnir fengju rlkisstyrk til þeirrar starfsemi þeirra, sem fer fram utan þingsins. 1 ööru lagi er nefndinni faliö aö draga ályktanir af þeirri- reynslu, sem fengizt hefur 1 þeim löndum, þar sem flokk- arnir hafa notiö rlkisstyrks. BREZKU stjórnmálaflokk- arnir eru háöir sterkum fjár- málaöflum varöandi fjár- framlög til starfsemi sinnar. Tekjur Verkamannaflokks- ins á árinu 1974 námu 1.1. milljón sterlingspunda. Þar af námu framlög frá verkalýös- samböndunum um 70%. Fé- lagsgjöld frá flokksmönnum námu ekki nema 7.7%. Aörar tekjur komu frá bókaútgáfu og ýmiss konar starfrækslu. Ihaldsflokkurinn hefur miklu meiri tekjur en Verkamanna- flokkurinn, eöa allt aö þrefalt meiri. Á fjárhagsárinu, sem lauk 31. marz 1974, námu tekj- ur hans rúmlega 2.8 milljón- um sterlingspunda. Þar af voru 84,4% gjafir eöa framlög frá fyrirtækjum eöa fjárafla- mönnum. Félagsgjöld frá flokksmönnum námu 13,4%. Þannig hefur Ihaldsflokkurinn miklu meiri tekjur af félags- gjöldum en Verkamanna- flokkurinn, enda eru flokksfé- lög Verkamannaflokksins yfirleitt heldur fámenn og veikburða. Tengsl Verka- mannaflokksins við verka- lýöshreyfinguna eiga senni- lega þátt 1 þvl, aö flokksfélögin hafa aldrei komizt verulega á legg. Ihaldsflokkurinn er mun betur skipulagöur aö þessu leyti. En þrátt fyrir þaö eru aðaltekjur hans ekki félags- gjöld, heldur framlög frá fyrirtækjum, og eru þar á meðal ýms auöfélög, sem gefa háar upphæöir. T.d. námu framlög sumra meira en 60 þúsund sterlingspundum á umræddu fjárhagsári. Þaö hefur sætt vaxandi gagnrýni, hve mjög íhalds- flokkurinn er fjárhagslega Wilson forsætisráöherra Breta háöur auöfélögum, en Verka- mannaflokkurinn er háöur verkalýöshreyfingunni. Jafn- framt er þvi haldiö fram, aö félagsleg starfsemi flokkanna þyrfti aö veröa meiri og þeir væru þannig I nánari tengslum viö kjósendur. En vegna fjárskorts hefur félagsleg starfsemi þeirra fariö minnkandi á siöari árum. Ariö 1951 haföi Verkamannaflokkurinn starf- andi sérstaka erindreka I 296 kjördæmum, en nú ekki nema I 112. Áriö 1951 haföi thalds- flokkurinn starfandi erind- reka I 500kjördæmum, en nú I aöeins 350. Þekktur prófessor, Richard Rose, sem nýlega hefur athugaö þessi mál, tel- ur, aö Ihaldsflokkurinn þyrfti aö hafa 2.3 milljónum sterlingspunda meita i árs- tekjur og Verkamannaflokk- urinn 4.7 milljónum meira til þess aö geta haldið uppi eöli- legri starfsemi, og eru þessar tölur miöaöar viö verögildi pundsins 1972. Báðir flokkarn- ir kvarta lika undan vaxandi fjárskorti og að tekjustofn- arnir veröi stööugt óöruggari, þar sem aðaltekjustofninn er háöur geöþótta einstakra verkalýösleiötoga, eða auö- jöfra. Af þeim ástæöum voru flokkarnir sammála um framangreinda nefndarskip- un. SJÖ RIKI I Evrópu styrkja nú starfsemi stjórnmála- flokka meö opinberum fram- lögum. Þaö var Vestur-Þýzka- land, sem reiö á vaöiö. Þar hafa flokkarnir notiö rlkis- styrks slöan 1959, og er fram- lagiö miöaö við atkvæðatölu flokkanna. Austurrlki fylgdi á eftir 1961. Svíþjóö varö fyrst Noröurlanda til aö taka upp opinberan styrk til flokkanna. Þaö gerðist áriö 1965. Finn- land fylgdi á eftir 1966 og Dan- mörk 1969. I þessum þremur löndum er styrkur til flokk- anna miöaöur viö þingmanna- tölu. Noregur lögleiddi ríkis- styrk til flokkanna 1970, og þar er styrkurinn miöaöur viö at- kvæöatölu flokkanna. Italla bættist svo I hópinn á siöast liönu ári. Þar er styrkurinn miöaöur viö atkvæöatölu. Ariö 1974 samþykkti Kanada að greiöa flokkum ríkisstyrk, og er þar miöaö viö vissa hluta af útgjöldum þeirra. Banda- iríkjaþing hefur svo nýlega lög fest styrk til flokkanna I sam- bandi viö forsetakosningar. Þessum styrk er þannig hátt- aö, aö hver skattgreiöandi getur á skattframtali sinu ráö- stafaö einum dollar af þeim tekjuskatti, sem honum ber að greiöa, til ákveöins flokks. Þessi styrkur til flokkanna kemur fyrst til framkvæmda við forsetakosningarnar 1976. Athugun, sem gerö hefur veriö á umræddum fjárstyrkj- um, þykir hafa leitt I ljós, aö flokkarnir hafi orðið fjárhags- lega óháöari en áöur, og aö einkum hafi þetta reynzt hag- stætt minni flokkunum. Hins- vegar hafi flokkarnir gerzt eyöslusamari og miöstjórnar- vald þeirra aukizt. Vegna siöastnefnda atriöisins þarfn- ist kerfiö endurskoöunar. Þ.Þ. Æám- 'jae i 6^1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.