Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. október 1975. TÍMINN 13 Auðunn Hafnfjörð Jónsson: Hefur núverandi skólakerfi sljóvgandi óhrif ó æsku landsins Leiðir minnkandi vinna unglinga til aukinna afbrota og reiðuleysis? Mörgum hefur blöskrað kapp- hlaupið milli kauplags og verðlags nú á siðari ápum, og það er eins og það sé eina vandamálið i okkar þjóðfélagi. Það skal viðurkennt hér, að það er geysilegt vandamál, sem ekki sér fyrir 'endann á, og engin rikisstjórn til þessa hefur haft á þvi tök að draga úr þessari óða- verðbólgu, sem tröllriðið hefur þjóðfélaginu nú siðasta ára- tuginn, en er þetta nú bara eina stóra vandamálið, sem hefur steðjað að okkur? Að minu viti er annað stórt vandamál, sem steðjað hefur að okkur hægt og sigandi. Það læt- ur i fljötu bragði ekki mikið yfir sér, en er lúmskt og háskalegt. Þar á ég við skóla- og fræðslu- kerfið, eins og það er nú, og ef að likum lætur, verða allir menn á íslandi embættismenn af ýmsu tagi eftir svo sem 40-50 ár. Þá mun enginn maður fást við sjávarútveg eða landbúnað. Þá verður sumum að ósk sinni að flytja allar búvörur inn i landið. Sem sagt, allir i ráðuneytum og nefndum, á skrifstofum, við verzlunarstörf, og svo fram- vegis. 011 börn frá fjögurra ára aldri til 17-18 ára aldurs, verða þá væntanlega á skólabekkjum, og þeir ólánsömu um stræti, og torg, slagandi, rænandi og nauðgandi, og sjálfsagt verða einhverjir laganna verðir til að hýsa þá i refsingaskyni eina og eina nótt, og hleypa þeim svo út daginn eftir. Skólakerfi lands- manna er orðið hrein plága á þjóðinni, og raunar er allt stjórnkerfið vitlaust og úrelt, og má segja að stjórnkerfið sjálft hrópi á þessa endalaysu. Mikilsvirtur og landskunnur stjórnmála- og gáfumaður sem nú er látinn fyrir nokkrum ár- um, en var mikill baráttumaður fyrir bættum skólamálum landsmanna, sem að vissu marki var rétt, lét hafa það eftir sér, að aldrei hefði hann órað fyrir þvi, að út i slikar öfgar yrði farið, eins og þá var komið, nokkrum árum áður en þessi mæti maður lézt. Honum ofbauð sem sagt stefnan i skólamálum landsins og taldi hana ranga. Það mun hafa verið 1970, sem nýjasta tækni og visindi þessara gáfumanna, sem stjórna þess- um málum, bauð 6 ára börnum skólavist i leikformi. Gott og vel, þetta fannst foreldrum all - flestum alls ekki fráleit hug- mynd, en hvernig er svo skóla- vist 6 ára barna i leikformi i framkvæmd? Ennþá eitt dæmið um endaleysu, sem kerfið hrópar á. Ég á dreng, sm sem sendur var i leikskóla. Skóla- gangan hófst i byrjun septem- ber og endaði um mánaðamótin mai-juni. Þetta var skólaganga 6ára barns i leikformi, eða hitt þá heldur. 1 240 daga samfleytt, og þá frátalin öll fri. Eiga þessi 6 ára börn að vera pislarvottar kennaranna? Eða það sem auðskildara er: skólagangan var fyrst og fremst hugsuð til þess að útvega kennurunum at- vinnu. Að visu er þetta ekki skylda, en barn, sem á annað borð er byrjað i skóla, verður að fylgja sinum jafnöldum eftir. Ef þau mæta ekki er litið á það sém skróp. Það þarf ekki að lýsa þvi, hvað drengurinn minn var orðinn þreyttur og leiður á svona langri skólagöngu, i fyrsta sinn á ævinni. Og hvað segja svo sálfræðingarnir okkar um þetta, þeir sem predika, að það hafi skaðleg áhrif að refsa barni? Og ekki má lengur slá i rass á krakka eða aga á rétt- látan hátt að dómi foreldranna sjálfra. En svo má skólakerfið leggja þetta á börnin okkar. Þetta tel ég tvimælalaust hafa sljóvgandi áhrif á barnssálina, og framhaldið er það, að verið er áð þvæla eiginlega sama bók- lega staglið frá 6 ára aldri til 15 ára aldurs, vegna þess að kerfið hrópar á það. Svo að auðvitað endar þetta æði oft með þvi, að sumum finnst bara fint að vera á skólabekk, helzt ævina út. Margur hér á landi er eilifðar- Fjármálaráðuneytið. Álestur ó ökumæla Dagsektir Álestur ökumæla stendur yfir til 11. október n.k. Hafi álestur ekki farið fram fyrir þann tima varðar vanrækslan sektum er nema 500 kr. fyrir hvern dag sem dregst að láta lesa á mæli bifreiðarinnar fram yfir hin tilskildu timamörk. Séu sérstakar ástæður fyrir hendi getur þó viðkomandi innheimtumaður veitt undanþágu frá hinum tiiskyldu timamörkum álesturs, enda hafi beiðni þar að lútand borizt innheimtumanni með hæfiiegum fyrirvara, samanber ákvæði i 1. grein reglugerðar 282/75. Útboð Sjóvá óskar eftir tilboðum I byggingu geymsluhúsnæðis við Tangarhöfða. ptboðsgagna má vitja til Jóns B. Stefánssonar, verkfræð- ings, ingólfsstræti 5, frá miðvikudegi 8. októbar gegn 10.000.00 skilatryggingu. stúdent þvi þá er það komið út i það að vera styrktur af riki og bæ á margvislegan máta. Svo koma þessir blessaðir unglingar út á vinnumarkaðinn, eftir alla þessa skólagöngu, vankaðir og innantómir, allir þeir sem ekki hafa verið svo heppnir að eiga einhvern að til að fara i sveit til. Hinir unglingarnir slaga um göturnar i reiðileysi, vegna þess eins, að þeir þurfa að fá að hafa eitthvað fyrir stafni. Enn er það skólanum að kenna. Já, það er honum að kenna. Skóla- ganga hvers barns og unglings á tvimælalaust að vera i það minnsta til helminga verklegt á móti þvi bóklega, og skólinn þarf að hafa aðstöðu til að kenna börnunum að vinna. Þá fyrst er orðið fullkomið gagn af honum, fyrr ekki. 1 sambandi við leikskola 6 ára barna væri æskilegt, að hann væri að vori til, og væri þá i ná- grenni sveitarinnar, svo að börnin gætu kynnst skepnunum, og væri þá bara 2-3 mánuði i einu, meðan börnin væru að kynnast þessari fyrstu skóla- göngu sinni, sem þau eiga svo eftir að þvælast i næstu niu árin, i það minnsta. Annað vil ég svo benda á, sem er alveg bráðnauðsynlegt, bæði fyrir þjóðina i heild og unglinginn sjálfan, en það er þegnskylduvinna frá 15 ára aldri, eða eftir gagnfræðaskóla- prófið, i tvö ár, og þá við sjávar- eða landbúnaðarstörf. Það væri sannarlega mikil tilbreyting og hvild fyrir unglinginn að hvilast frá námi, enda gæfist þá timi til að kannar hvað taka ætti sér fyrir hendur að þeirri skyldu lokinni. Og ég skora á núverandi menntamálraáðherra, ef svo óliklega vildi til að hann læsi þessa grein, að beita sér fyrir þvi á næsta þingi að athuga þennan gang mála. Ég get fullvissað háttvirtan ráðherra um það, að legði hann þessu máli lið, myndi ábyggilega mikið af atkvæðunum, sem flokkur ráðherra missti eftir siðustu kosningar, vegna svika við kjósendur sina nást aftur. Ég segi ekki öll, en mikið af þeim. Það er alveg áreiðanlegt, að sú persóna, em hefur auðnazt að vera sem sjálfsmenntuðust, ervirkasta og bezta aflið, hvar i stétt sem er. Ég get svo ekki annað, úr þvi ég er að ræða um skólana, en komið þeirri spurningu minni á framfæri við vitringana, hvers við foreldrar eigum að gjalda af skólakerfinu. Þar er innihaldið allt það sama, skólinn slitur börnin frá okkur, og við getum ekki öll hjálpað þeim i hinum svokallaða mengjareikningi, sem við sjálf lærðum ekki, og fleira er þvi um likt. En stærsta móðgunin og kjaftshöggið, sem skólinn býður okkur foreldrunum upp á, er skyldugreinin kynfræðsla. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að fjöldinn allur af foreldrum treysti sér til þess að fræða börnin um þetta. En að gera það að skyndunámi, að misjafnir kennarar fræði börnin á þessu sviði, tel ég rangt. Hitt er svo annað mál, að þeir foreldrar, sem óska þess, ættu að geta fengið þessa fræðslu fyrir börnin sin, en hin leiðin er árás á friðhelgi heimilanna. Viljum við foreldrar sjá um þetta atriði sjálfir hljótum við að hafa fullan rétt til þess. Væri kerfinu hiná vegar breytt þannig, að börnin fengju að læra að vinna eitthvað að marki i skólanum með hinu bóklega námi, þá er enginn vafi á þvi, að vinna fengist miklu fremur fyrir þann ungling yfir sumarið, sem vinnuveitandinn vissi að kynni eitthvað fyrir sér. Og þá erum við komin að siðari hluta vandamálsins: ,,at- vinnuleysi” unglinganna. Það er hrein og bein skylda rikisins að sjá þessum unglingum fyrir atvinnu, og þess vegna þyrfti að koma á námskeiðum i vinnu milli skólanna, þvi að þetta at- Auðunn Hrafnfjörð Jónsson. vinnuleysi 12-15 ára unglinga er hroðalegt að horfa upp á, og leiðir til siafbrota i stórum stil. Hvað gerir svo sjálft löggjafar- valdið til að stöðva slika af- brotahneigð unglinga, sem brýzt út i nauðgunum, ávisna- fölsunum og þjófnaði i stórum stil? Það útvegar þeim húsa- skjól i 3-4 daga eða allt upp i viku. Þar greiðir rikið peninga, sem betur væri varið i annað þarfara en slikan skripaleik. Ég sé alveg pottþétt ráð við siafbrotaunglinga. — Það ætti að flengja þá á Lækjartorgi i augsýn allra og sjá faraidurinn myndi minnka! Einnig ætti að birta nöfn, og númer og myndir af þessum piltum, svo að heiðvirt fólk gæti passað sig á þeim. En hvenær eignumst við slika stjórnmálamenn og rikis- stjórn, sem þora að koma sliku á framfæri? Það er stóra spurningin. Með fullri virðingu fyrir öllum stjórnrhálamönnum landsins er enginn meðal okkar i dag, sem likist þeim þrem stjórnmála- og forystumönnum, sem allir eru nú látnir fyrir nokkru. Allir voru þeir sérstakar persónur, og það má segja um þá alla, að þar hafi verið réttir menn á réttum stað, er vanda bar að höndum. En enginn þeirra notaði sömu aðferðina, og þess vegna voru þeir misvinsælir.En fleira þarf að gera en gott þykir, og það er alveg áreiðanlegt, að i öllum þessum málum, sem að framan greinir, er dagur að kveldi kom- inn. Við Islendingar erum stolt þjóð. Allt til þessa höfum við haft efni á þvi að vera það, en þegar tsland er orðið embættis- mannaþjóðfélag, þá er ekki lengur gaman að vera Islend- ingur. Til sölu 3ja ferm. miðstöðvar- ketill með öllu tilheyr- andi. Upplýsingar í sfma 40934. NOTIÐ ÞOBESIA GEYMSLU HÖLF GEYMSLUHOLF I ÞREMUR STÆROUM. NÝ ÞJÓNUSTA VID VipSKIPTAVINI I NYBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7. S^fminnuhankÍNii Kaupid bílmerki Landverndar Hremt {Éðland fagurt land Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiöslum og skrifstofu Landverndar Skólavöróustig 25 ER KVEIKJAN í LAGI? KVEIKJUHLUTIR í flestar tegundir bíla og vinnuvéla frá Bretlandi og Japan. 13LOSSI -51-------- Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.