Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 7. október 1975. **«<*■ LÖGREGLUHA TARINN 34 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Brown að þeir ætluðu að hittast? — Á vínveitingastað við Grawford. — Hann fór með lest niður í miðbæinn fyrir fáeinum minútum. Þú hefur tíma til að senda þangað einhvern áður en hann kemur. — Ég sendi O' Brien þangað á stundinni. — Hvað á ég að gera nú? Koma aftur á stöðina, eða hvað? — Hvernig í f járanum fórstu að því að láta hann taka eftir þér? — Einskær heppni, svaraði Kling. XXX Þetta var eitt þessara öfugsnúnu kvölda. Þeir komu snögglega inn í húsasundið og gengu hratt óg fumlaustað Carella. Báðir piltarnir voru sautján eða átján ára gamlir og kraftlegir. Annar þeirra hélt á stór- um brúsa. Miðinn var farinn af honum En það glitti á hann í skímu götuljóssins, er þeir nálguðust. Þetta er benzínbrúsinn, hugsaði Carella með sér. Hann ætlaði að grípa til byssunnar og hleypa af, en nú brá svo við í fyrsta sinn á öllum lögreglumannsferli hans, að byssan sat föst. Hún festist einhvers staðar undir f rakkanum. Byssan var f ramleidd og hönnuð með það í huga að fyrirferð hennar væri lítil sem engin. Hún átti alls ekki að festast í djöfuls fötunum. Tveggja þumlunga skaftið átti ekki að festast í neinu, þegar gripið var til byssunnar. Þá er það aðferð Keystone lögreglunnar, hugsaði Carella og stökk á f ætur. Hann gat ekki losað árans byssuna. Hún var f lækt í ullarvestið. Hann vissi að skvett yrði framan í sig úr benzínbrúsanum á næsta andartaki. Eldspýta eða kveikjari myndu kvikna. I þetta sinn myndu þeir finna þefinn af brenndu mannsholdi alla leið niður á lögreglu- stöðina. Ösjálfrátt lamdi hann vinstri höndinni niður, stífri eins og stálröri. Hann laust henni niður á fram- handlegg þess piltsins, sem hélt á brúsanum. Höggið var so öflugt, að bein brotnuðu i handlegg piltsins. Hann heyrði sársaukaóp piltsins og svo nístandi sársaukaboð, sem heili hans nam. Minnstu munaði að hann æpti Þetta voru viðbrögð brunnina og vafinnar handar hans. Þetta er stórkostlegt, hugsaði hann með sér. Ég er hand- lama. Þeir berja mig í kássu. Þetta var ekki svo órökrét ályktun, því það var einmitt það, sem piltarnir gerðu. Hættan af völdum benzínisins var úr sögunni í bili. Það var ofurlítil huggun. Þeir gátu að minnsta kosti ekki kveikt í honum. En hendur hans voru gagnslausar og byssan föst einhvers staðar í vestinu. Hann reyndi að rykkja henni lausri. Tíusekúndur, tuttugu, ... heil eilífð. Árásarmenn hans gerðu sér þegar Ijóst að hér var fengin auðveld bráð. Þeir réðust allir á hann, f leiri en tveir Kannski 40. Þá var allt orðið um seinan. Þessir piltar voru góðir í götubardögum. Þeir kunnu sannar- lega að slá á barkann og kunnu að skipta með sér verk- um. Einn fór vinstra megin við hann en hinn aftan að honum og lamdi hann í höfuðið snotru höggi. Já, þeir voru slyngir slagsmálahundar, þessir piltar. Carella velti því fyrir sér, hvort hann yrði settur í málm- eða viðarlíkkistu. Á meðan hann velti þessu fyrir sér, sparkaði annar piltanna í klof hans. Þetta gat verið meira en lítið sárt. Pilturinn hafði auðsjáanlega lært að berjast í einhverju skítahverfi. Carella féll saman og hinn félaginn sem engu síður var snyrtilegur bardaga- maður lamdi hann enn í höfuðið. Sá fyrri náði sambandi við hann með hörðu og þungu höggi á hökuna. AAinnstu munaði að höf uðið fyki af honum. Nú lá hann í götunni í eigin blóði. Þeir ákváðu að traðka á honum og sparka í hann. Þetta var að sjálfsögðu nauðsyn, þar eða mótherji þeirra var fallinn óvígur. Þá var um að gera að sparka í höfuð hans, axlir og brjóst. Ennfremur alla staði sem við höggi lágu. Sé maðurinn lif andi, reynir hann ef til vill að velta sér við og grípa í fætur mótherja sins. En sé maður svo heppinn að ná nýbrenndu f órnarlambi, þá er hægðarleikur að gamna sér við að sparka í hann, þar eð hendur hans erusvo viðkæmar, að þær geta ekki gripið um neitt, og þá allra sízt fætur þeirra. Carella hugsaði með sér, að þess vegna hefðu byssur verið fundnar upp. Ef svo vildi til, að menn væru með annarrar gráðu brunasár á höndunum, þá vildu menn eðlilega hlífa þeim og gripa til byssunnar. Það var sannarlega skömm að byssan skyldi festast. Carella hugsaði líka um, að það væri synd að Teddy yrði að sækja ekknastyrkinn á morgun. En þessir náungar drepa mig, nema ég grípi til einhverra ráðstafana í snarhasti. Vandinn er sá, að ég er klaufskur lögreglumaður. Heyrnarsl jói maðurinn hef ur á réttu að standa. Höggin á líkama hans urðu æ öf lugri og nákvæmari. Ekkert hvet- ur þann sem sparkar meira en mótstöðulitil andstæðing- Framhald Á hellasvæðinu.... Hvi biöa? Þeir koma ekki út aftur. Sjáðu þetta Jónas, veggmyndir, gerðar af >hellisbúum, furðulegt! 11 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. október 7.00 Morgunútvarp. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.30 1 léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þáttinn. 14.30 Miðdegissagan: „Dagbók Þeódórakis” Málfriður Einarsdóttir þýddi.Nanna ólafsdóttir les (25). Einnig er flutt tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar: tslensk tónlist. a. „Úr myndabók Jónasar Hallgrimssonar” eftir Pál Isólfsson. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur, Bohdan Wodiczko stjórnar. b. „Formannsvisur” eftir Sigurð Þórðarson. Sigur- veig Hjaltested, Guðmund- ur Guðjónsson, Guðmundur Jónsson og Karlakór Reykjavikur syngja við pianóundirleik Fritz Weiss- happel, höf. stjórnar. c. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur „Lilju” eftir Jón As-. geirsson. Páll P. Pálsson stjórnar. d. Lög eftir Jónas Þorbergsson, Helga Páls- son, Eyþór Stefánsson og Sigfús Einarsson. Sigurður Björnsson syngur. Guðrún Kristinsdóttir leikur með á pianó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn Soffia Jakobsdóttir sér um timann. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dick- ens Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari lýkur lestri sögunnar (16). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Skólinn undir smásjá Björn Bergsson kennari i Vestmannaeyjum flytur er- indi. 20.00 Lög unga fólksinsSverrir Sverrisson kynnir. 21.00 (Jr erlendum blöðum Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Viktoria Postnikova leikur á píanó verk eftir Mozart, Schubert og Bortniansky. Frá tónlistar- hátiöinni i Ohrid I fyrra. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an „Rúbrúk” eftir Paul Vad Úlfur Hjörvar les þýðingu sína (24). 22.35 Harmonikulög, Káre Korneliussen og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi „Er ástin aðeins perluhálsband? ” Carl Sandburg les úr bók sinni Remembrance Rock. 23.45. Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Þriðjudagur 7. október 1975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Lifandi myndir. Þýskur fræöslumyndaflokkur. Þýð- andi Auður Gestsdóttir. Þulur ólafur Guömundsson. 20.50 Skóiamál. Barna- músikskólinn I Reykjavík. Rætt verður við skólastjór- ann. Stefán Edelstein, og sýnd mynd, em tekin var á hljómleikum skólans á sl. vori. Umsjonarmaður Helgi Jónasson. Upptöku stjórn- aði Sigurður Sverrir Páls- son. 21.20 Svona er ástin. Bandarisk gamanmynda- syrpa. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.10 Erlend málefni — umræður. Stjórnandi Gunn- ar G. Schram. 22.40 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.