Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 7. október 1975. Reykjavíkurmótið í körfuknattleik: KR-ingar fengu stóran skell hjó Ármenningum Hann rauf 19 m múrinn svo um munaði! Hreinn Hallddrsson, öðru nafni Strandamaðurinn sterki rauf nitján metra múrinn I kúluvarpinu á laugardaginn, þegar hann setti nýtt og glæsi- legt islandsmet á kastmóti ÍR. Hreinn kastaði kúlunni 19.46 metra, en eldra metið átti hann sjálfur. Það var 18.99 metrar. Hann bætti sem sagt metið um 47 sentimetra! tslandsmetið kom I annarri tilraun á laugardaginn, en í fyrstu tilrauninni hafði Hreinn kastað 18,31-Þegar Ijóst var, aö kúlan hafði flogið langt yfir 19 metra var mikill fögnuður á vellinum, enda met Hreins sér- lega glæsilegt. A laugardaginn bætti óskar Jakobsson enn einu sinni unglingamet sitt f kringlukasti, og ksataði nú 54,34. AXEL OG OLAFUR TOKU EINAR í KENNSLUSTUND þegar Dankersen sigraði Hamburger SV 18—11 ARMENNINGAR með Jimmy Rodgees, þeldökka Bandarikja- manninn, I fararbroddi kafsigldu KR-inga i aðalleik helgarinnar I Rey kja v ikur mótinu . Úrslit lciksins urðu 98:50, eða 48 stiga munur og það eru ár og dagar siðan KR-ingar hafa fengið aðra eins útreiö I körfuboltanum. Já, Jimmy Rodgees ætlar að verða Iiði sinu mikil hjálparhella, það sýndi hann strax i leikjum helgarinnar, en leiknar voru tvær umferðir og sigruðu Ar- KR-ingar rétt mörðu sigur yfir Armenningum i siðasta leik A- riðilsins i Reykjavikurmótinu i handknattleik á laugardag — en sigurinn gaf þcim rétt til að keppa til úrslita við Víking á miðviku- daginnum 1. sætið í Reykjavfkur- 2. UAAFERÐ EB Evrópukeppni meistaraliða Dynamo Kiev — Akranes Derby — Real Madrid St. Etienne — Glasgow Rangers Borussia — Juventus Malmö — Bayern Múnchen Hadjuk Split— Molenbeck Evrópukeppni bikar- hafa Boavista Porto — Celtic Lens — FC Haag Ararat Erevan — West Ham Eintracht Frankfurt — Atletico Madrid Wrexham — Steal Zreszov UEFA-keppnin Ipswich Town — Brugge San Sebastian — Liverpool Lasio Roma — Barcelona Honved — Dynamo Dresden Athlone — Milan Herta Berlin — Ajax Dundee Utd — FC Porto menningar i báðum leikjum sin- um. Fyrst KR-inga og siðan tþróttafélag stúdenta með 63 stigum gegn 55. Rodgees stóð sig mjög vel i leikjunum báðum og i leiknum við KR-inga skoraði hann 25 stig og hirti fjöldann allan af fráköstum. Ármannsliðið virðist vera i góðri æfingu um þessar mundir og KR-ingarnir áttu aldrei möguleika i leiknum. Þeir urðu að visu fyrir þvi að missa Kolbein Pálsson, þjálfara sinn, út af nokkuð snemma i leiknum, og inótinu. Armenningar virtust stefna að sigri, þvi að yfirleitt höfðu þeir nokkurra marka for- skot, en á siöustu minútunum sigu KR-ingar fram úr og sigruðu með 14-12. Athygli vakti, að KR-ingarnir skoruðu ekki mark fyrstu 20 minúturnar i fyrri hálfleik — og Armenningum tókst aðeins að koma knettinum þrisvar sinnum i netið á þeim tima. KR-ingar hlutu átta stig úr leikjum sinum I riðlinum, unnu alla mótherja sina, 1R hafnaði i öðru sæti, Ármenningar ir þriðja ogLeiknir i fjórða. A þriðjudagskvöld kl. 20.15 leika Fylkir og Armann um 7.-8. sætið i keppninni, og strax þar á eftir Fram og Valur um 3.-4. sæt- ið. Á miðvikudag leika Þróttarar og KR-ingar um 5.-6. sætið, og strax að þeim leik loknum verður keppt um úrslitasætið — KR og Vikingur. GOLFMÓT Á HORNAFIRÐI Golfklúbbur Hornafjarðar efnir til golfmóts um nætu helgi, dagana 11. og 12. október og verður það siðasta opna golfmótið að sinni. Geta skal þess, að Flug- félag tslands og hótelið i Höfn i Hornafirði veita afslátt i sam- bandi við golfmótið. hafði það miður góð áhrif á leik liösins. tR-ingarnir unnu báða leiki sina um helgina með allmiklum mun, fyrst Val með 85 stigum gegn 51 og siðan Fram með 76 stigum gegn 48. IR-ingarnir hafa nú endurheimt Þorstein Hallgrimsson, og var hann drjúg- ur við að hala inn stig fyrir lið sitt, sérstaklega i leiknum við Fram. Framarar töpuðu báðum sínum leikjum um helgina, KR-ingar unnu þá með 71 stigi gegn 49 og ÍR-ingar unnu þá með 76:48. Valsmenn töpuðu einnig sinum leikjum, fyrir tR 51-82 og fyrir IS 60-72. Ekkert bólar enn á Banda- rikjamanninum Curtiss sem ætlaði að vera með KR-liðinu i vetur. Búizt var við honum um helgina, en hann er ókominn ennþá. LIÐ EINARS MAGNÚSSONAR, Hamburger SV, fór enga fræögarför til Minden, þar sem er heimavöllur Dankersen. 18 sinnum mátti markvörður Ha m bur ger-liðsins hirða knöttinn úr netinu hjá sér, en þeir i Dankersen aðeins ellefu sinnum. Axel Axelsson og Ólaf- ur Jónsson, Dankersen— leikmennirnir islenzku vissu hvað Einar Magnússon getur verið hættulegur — og þvi höfðu þeir strangar gætur á honum, sem leiddi til þess að aðcins tvisvar sinnum kom hann knett- inum i netið hjá Dankersen, — en Einar hefur verið þekktur fyrir að skora miklu fleiri mörk i leikjum sinum með Hamburger SV. Axel og Ólafur eru nú orðnir eins og Axel og Björgvin hér i Ólafur Jónsson hefur verið cinn af máttarstólpum Dankersen i vetur og einn vinsælasti maður liðsins. Er enginn vafi á þvi, að islenzka landsliðinu verður fcngur i þvi, að fá hann til liðs við sig siðar i vet- ur. eina tið, þegar Axel „mataði” Björgvin á linunni með stór- kostlegum sendingum. Núhefur Ólafur tekið við hlutverki Björgvins — og er sagt að sam- vinna tslendinganna sé stund- um með ólikindum. t leiknum á laugardaginn milli Dankersen og Hamburger SV skoraði Ólaf- ur fjögur mörk af linunni, öll eftir sendingar frá Axel — og einnig „fiskaði” hann fjögur viti, sem öll skiluðu sér I netið hjá Einari og félögum. Axel er nú óðum að komast i sinn gamla ham, eftir uppskurðinn á hendinni, og það verður sennilega ekki langt að biða þess, að þrumufleygar hans hrelli markmenn v-þýzku liðanna. I leiknum á laugardag skaut hann aðeins tvisvar að marki — og auðvitað i markið einnig — en þess utan var hann frekar ragur við að reyna á hendina, en tók hins vegar virkan þátt i leik liðsins, og var óspar á sendingarnar til Ólafs. Þýzku blöðin hrósa þeim félögum mjög, og segja að þeir hafi átt stóran þátt i þessum mikla sigri Dankersen. Reykjavíkurmótið í handknattleik KR og Víkingur í úrslit Vandfyllt skörð og fáar æfingar tslenzka landsliðið i hand- knattleik hefur aldrei á síðustu árum verið jafnt lélegt og nú. Að visu eru margir af máttarstólpum landsliðsins á undanförnum árum ekki nú til staðar hér heima, en engu að siður minnast menn þess vart, að hafa séð jafn óöruggt landslið i Laugardalshöll. Fyrri leikurinn við Pólverja á laugardag var kák og fum — og svo virtist sem enginn risi upp úr meðalmennskunni, nema ef vera skyldi ólafur Einarsson, sem gerði margt laglegt. tslenzka liðið lék illa / og úrslit leiksins (19-27) segja lika talsvert um frammistöðuna. Leikur is- lenzka liðsins mótaðist af mistökum á mistök ofan — og það mátti greinilega sjá að samæfing liðsins var næsta litil! Siðari leikurinn var öllu skárri (15-20) mistökin færri, en þó alltof mörg. Nú er það komið I ljós, sem menn óttuðust mjög, að þau yrðu vandfyllt skörðin, sem is- lenzku leikmennirnir sem eru i V-Þýzkalandi skildu eftir. En — að það yrðu næstum tóm skörð — það óraði sennilega engan fyrir! Það mátti ganga að þvi sem visu, að islenzka landsliðið myndi aldrei risa jafn hátt og þegar bezt lét, enda er blóðtaka liðsins það ofboðsleg, að þess varekkiað vænta. Hins vegar er það óaf- sakanlegt, að stofna til lands- leikja á móti einni sterkutu handknattleiksþjóð heims, þegar landsliðið hefur aðeins æft saman i 5 daga. Það getur hver maður séð, að eftir langt æfingahlé, duga fimm lands- liðsæfingar skammt. Val á landsliði er alltaf umdeilanlegt og það hlýtur alltaf að vera óskemmtilegur starfi að vera einvaldur og þá kannski ekki sizt, þegar úr litlu er að moða. t landsliðs- hópnum er eflaust að finna nokkra af beztu handknatt- leiksmönnum tslands, þótt svo það séu einhverjir þar fyrir utan,sem handknattleiks unnendur sakna að sjá ekki i landsliðspeysunni. Spurt hefur verið:Hvers vegna er Bjami Jónsson, Þrótti.ekki i hópn- um? Hvers vegna er Friðrik Friðriksson, markaskorarinn mikli úr Þrótti ekki i hópnum? Hvers vegna er Ragnar Gunnarsson, mark- vörður úr Armanni ekki meðal landsliðsmanna? o.s.frv. Eðlilegt er, að spurningar sem þessar séu áleitnar eftir hina slælegu frammistöðu liðsins i leikjunum við Pólverja. Viðar Simonarson, landsliðseinvaldur hefur sagt, að i landsliðshópnum séu þeir leikmenn, sem hann telji að Framhald á bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.