Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 7. október 1975. TÍMINN 17 Fyrri landsleikurinn við Pólverja (19—27) Hroðaleg- ur ósigurj Sagt eftir leikinn STÓRA TAPIÐ Á LAUGARDAG VARSÖK VARNARINNAR Viðar Simonarson, landsliðsþjáli'- ari og einvaldur. — Leikurinn á sunnudagskvöldið var miklu betri af liálfu fslenzka liðsins heldur en fyrri landsleikurinn, — sérstak- lega var vörnin mun betri f fyrri leiknum og leikmennirnir töluðu meira sanván i vörninni. Aftur á mtíti var markvarzlan engin i fyrri hálfleiknum og það gerði gæfumuninn, að Pólverjarnir náðu fimm marka forskoti fyrir leikhlé. Sfðari hálfleikurinn á sunnudagskvöldið var jafn — leiknum lauk með fimm marka mun, Pólverjum i hag, og tvö vftaköst fóru forgörðum hjá okk- ur, þannig að ég er mjög ánægður með siðari hálfleikinn. Þetta er reynslulitið lið og með tilliti til þess, er ég tiltöiulega ánægður með síðari leikinn. Tapið á laugardaginn var alltof stórt, og ég kenni vörninni um það að mestu leyti, þvi leikmennirnir léku ekki vörnina eins og fyrir þá hafði verið lagt að leika —og þvi varð tapið jafnstört og raun bar vitni. SKORTUR Á SAAAÆFINGU HÁIR LIÐ- INU AAJÖG Páll Björgvinsson, fyrirliði is- lenzka landsliðsins: — Maöur er aldrei ánægður með leik sem tap- ast, það gefur auga leið. Hins vegar finnst mér árangur is- lenzka liðsins ágætur, miðað við það að keppnistfm abil okkar er rétt að byrja. Tapið á laugardag var að vísu alltof stórt, en siðari leikurinn var mun betur leikinn af okkar hálfu en sá fyrri — og hefð- um við getað nýtt öll okkar dauðafæri, hefðu úrslitin orðið önnur. Það sem háir liðinu mest er skortur á samæfingu. Pólska liðið er hreint sttírkost- legt. Það er með betri liðum, sem hingað hafa komið — og bezta lið sem ég hef leikið á möti. Það er ekkert vafamál, að þetta kemur hjá okkur, og fáum við heim strákana, sem eru úti i V- Þýzkalandi, þá verður liðið mjög gott — á því er enginn vafi. ENGIN FURÐA Ólafur Einarsson, Donzdorf: — Þetta var ekki minn dagur, sagði ólafur eftir leikinn á sunnu- dagskvöld. — Pólverjarnir voru alveg búnir að stúdera mig og höfðu miklar gætur á mér, auk þess sem skot min höfnuðu, mörg hver, annað hvort i stöngunum eða fóru framhjá. — Liðið er i sama og engri samæfingu, og þvi i sjálfu sér engin furöa að báðir leikirnir töpuðust. Markvarzlan var sama og engin i fyrri leikn- um, og raunar er sömu sögu að segja um siðari leikinn, nema hvað Ólafur Benediktsson varði dálitið á timabili i siðari hálfleik, — og hvernig er hægt að vinna leik, þegar allt lekur inn i mark- ið? Við eigum alltaf við þetta sama gamla vandamál að striða — markvörz.luna — en hins vegar var siðari leikurinn mun betur leikinn af okkar hálfu heldur en sá fyrri. Liðið var mjög mistækt. A stundum áttum við sæmilega Framhald á bls. 6 AÐEINS einu sinni i fyrri laodsleiknum við Pólverja, hafði islenzka liðið forystu i leiknum, það var á fyrstu minútunni eftir mark Gunnars Einarssonar. Pól- verjarnir jöfnuðu með marki Kaluzinski og hann bætti siðan öðru markinu við skömmu siðar, án þess að islenzka liðið gæti svarað fyrir sig. Melcer bætti svo þriðja markinu við og Brzozowski þvi fjórða, og staðan orðin 4-1 fyrir Pólverja. Stefán Gunnarsson lagaði aðeins stöð- una fyrir islendinga með ágætu marki og Ólafur Einarsson skor- aði þriðja mark okkar úr viti. Eftir þetta skiptust þeir Ólafur Einarsson og Kaluzinski á að skora til skiptis, og um miðjan hálfleikinn hafði okkur tekizt að jafna leikinn 6-6 — og Gunnar komst þá inn i sendingu og brun- aði upp, en viti menn! — Szymczak hinn frábæri mark- vörður Pólverja gerði sér litið fyrir og varði skotið frá Gunnari — og það var ekki fyrsta eða siðasta hraðaupphlaup Islend- inganna, sem strandaði á frá- bærri markvörzlu Szymczak. Og i Viðar Simonarson, landsliðsþjálf- ari gerði þrjár breytingar á landsliðinu fyrir síðari leikinn á móti Pólverjum, i stað Jóns Karlssonar, Magnúsar Guð- mundssonar og Gunnsteins Skúlasonar, komu Viggó Sigurðs- son, Ingimar Ilaraldsson og Árni Indriðason. Stefán Gunnarsson skoraði fyrsta mark leiksins, enKlempel jafnaði strax og um langan tima var staðan 1-1. Það var ekki fyrr en sjö minútur voru liðnar af leiknum, að næsta mark varð að veruleika — og það voru Is- lendingar, sem aftur tóku forystu með marki Ólafs Einarssonar. Klempel bætti öðru marki sinu við, en Björgvin tók aftur foryst- una fyrir Island með laglegu marki eftir frábæra sendingu Sigurbergs, sem nokkru siðar var rekinn af velli i 2 minútur. Klempel var enn á ferðinni og jafnaði metin og nokkru siðar tóku Pólverjar i fyrsta sinn for- ystu i leiknum eftir hraðaupp- hlaup sem Gmyrek skoraði úr. Björgvin jafnaði eftir mjög fal- lega sendingu frá Viggó, en Klempel bætti fimmta marki Pól- verja við og hafði nú skorað fjög- ur af fimm mörkum liðsins. Næstu minútur voru lélegar af hálfu islenzka liðsins, og mark- varzlan „i núlli”. Melcer skoraði tvivegis, Páll skoraði siðan fimmta mark Islands og Ciesla, sem tók stöðu Kaluzinski i þess- um leik, bætti áttunda markinu við, — og nú voru 16. min. liðnar af leiknum. Melcer og Ciesla bættu siðan tveimur mörkum við, án þess að Islendingunum tækist að skora og staðan orðin 5-10, þegar 10 min. voru til leikhlés. stað þess að Islendingar næðu forystu, bættu Pólverjarnir tveimur mörkum við — Kaluzinski og Dybol, og Kaluzinski var rekinn út af i tvær minútur. Páll Björgvinsson bætti sjöunda markinu við, en Antczak skoraði fyrir Pólverja og staðan var nú orðin 7-9. Islendingar náðu nú i siðasta sinn að jafna metin með góðum mörkum Gunnars og Páls, og þegar Páll hafði skorað voru aðeins 50 sek, eftir til leikhlés, — og Björgvin átti alla möguleika á að ná forystu fyrir okkur úr hraðaupphlaupi — en Szymczak varði enn. Hann sendi siðan knöttinn fram völlinn og i stað Viggóskoraði siðan sjötta mark tslands, og Gunnar bætti þvi sjö- unda við með góðu skoti, en var siðan rekinn af velli i tvær minút- ur fyrir vafasamt þrot. Klempel skoraði ellefta markið, og Ciesla var rekinn af velli i tvær mfnútur og stuttu siðar mátti Björgvin fara i „kælingu” i tvær min. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Antczak 12. mark Póllands og staðan i leikhléi þvi 7-12, eða fimm marka munur. tslendingarnir byrjuðu siðari hálfleikinn af miklum krafti og sýndu þá þann bezta leik, sem til þeirra sást um helgina. Vörnin þéttist og Ólafur Benediktsson i markinu verði hvert skotið af fæt- ur öðru, auk þess sem sóknar- leikurinn bar ávöxt. A fyrstu 9 minútunum skoruðu tslendingarnir þrivegis, fyrst Ólafur og siðan Páll tvivegis, og staðan orðin 10-12. Það var ekki fyrr en að 10 min. voru liðnar af siöari hálfleik að Pólverjar kom- ust á blað — og ennþá var Klem- pel á ferðinni. Páll skoraði siðan sitt þriðja mark á skömmum tima og staðan var 11-13. Nokkru siðar var Páll rekinn af velli i 2 min., og Meðan Is- lendingarnir voru einum færri tókst Pólverjum að auka muninn upp i fjögur mörk og staðan orðin þess að staðan væri 10-9 fyrir tslendinga i leikhléi voru það Pól- verjarnir sem náðu forystunni, 10-9 með marki Gmyrek — og Gunnar Einarsson rekinn út af I tvær min. rétt áður en flauta timavarðanna gall. Siðari hálfleikurinn var næst- um eins og martröð fyrir áhorfendur. Klempel hinn mikli markaskorari Pólverja byrjaði strax á þvi að skora, Ólafur Einarsson bætti svo tiunda mark- inu við og Antczak skoraði tólfta mark pólverja. I næsta upphlaupi Islendinga var dæmdur ruðning- ur á Gunnar Einarsson og Pól- verjarnir brunuðu upp og Kuchta skoraði fyrir Pólverja. Staðan 11-15. Ingimar Haraldsson i Haukum kom inn á þegar 14 min. voru eftir af leiknum, — og Gunn- ar skoraði 12. mark Islands. Harka var nú farin að færast i leikinn og Klempel var visað af leikvelli. Páll skoraði enn — og munurinn aftur orðinn tvö mörk, 13-15. Þegar Klempel kom inn á aftur, var gripið til þess ráðs að taka hann úr umferð og fékk Sigur- bergur það hlutverk. Engu að siður skoraði hann 16. mark Póllands, en skömmu áður hafði Ólafi Einarssyni mistekizt að skora úr vitakasti, sem Björg- vin „fiskaði”. Sololowsky skoraði 17. mark Póllands, og staðan var orðin 13- 17. Gunnar minnkaði muninn nið- ur i þrjú mörk og tslendingarnir fengu kærkomið tækifæri til að minnka muninn niður i 2 mörk, þegar dæmt var viti á Pólverja eftir grófa hindrun i hraðaupp- hlaupi. Gunnar fékk nú að spreyta sig á vitakastinu, en aftur mistókst vitið! — og nú voru 5 min. til leiksloka. Sololowsky skoraði 18. markið og Antczak bætti þvi 19. við, eftir að Björgvin hafði skotið i stöng. Tvær minútur voru nú til leiks- loka, og sifelld hraðaupphlaup. tslendingunum mistókst að orðin 10-13. Ólafur skoraði siðan fallegt mark, en Melcer hélt þriggja marka muninum fyrir Pólverja — og nokkru siðar var dæmt viti á Islendinga. Rósmundur Jónsson úr Vikingi tók nú stöðu Ólafs Benediktssonar imarkinu, enda hafði Ólafur vart varið skot fram að þessu. Klempel tók vitakastið en boltinn fór framhjá og Páll Björgvinsson lagaði stöðuna — 12-14. Nú voru átta minútur liðnar af siöari hálfleik, og næstu minútur voru slæmar af hálfu íslenzka liðsins. Þrivegis skoruðu Pólverj- ar án þess að tslendingum tækist að skora og staðan alit i einu orðin 12-17. Ólafur bætti siðan þrettánda markinu við — en sifellt seig á ógæfuhliðina. Pól- verjar skoruðu nú fjögur mörk án þess að mark kæmi frá tslending- unum og staðan var orðin óhugnanleg — 13-21 — og siðari hálfleikurinn liðlega hálfnaður. Á þessu timabili datt botninn alveg úr ieik islenzka liðsins, sem gerði sig sekt um hin furðulegustu mis- tök, og i ofanálag varði Rós- mundur ekki neitt. Jón Karlsson bætti siðan fjórtánda markinu við, Antczak skoraði 22. mark Pólverja, og Ólafur skoraði 15. markið úr viti. Gwó2dé skoraði siðan úr viti fyrir Pólverja og Dybol bætti enn einu marki við og staðan orðin 15-24. Nú voru sex minútur til leiks- loka, og Gunnar skoraði úrhraða- upphlaupi, en Brzozowski skoraði fyrir Pólverja á ofsalega fallegan hátt og var klappað lof i lófa af áhorfendum. Ólafur bætti Framhald á bls. 6 Stefán Gunnarsson „fiskar” hér vítakast, eftir að Kutcha hafði brotið gróflega á honum. Leik- maður nr. 5 er sttírskyttan Kle- mel. Timamynd: Róbert skora, en Pólverjarnir bættu 20. markinu við, og var það þar að verki Dybol. Lokaorðið átti svo Björgvin Björgvinsson, með mjög fallegu marki úr hægra horninu. Sýndi Björgvin þá tilburði, sem honum er einum lagið og vakti þetta fallega mark mikla athygli. Liðin tslenzka liðið lék nú öllu betur en á laugardaginn. Munaði þar mestuum vörnina, sem var miklu sterkari en i fyrri leiknum, svo og mjög góðan kafla liðsins i byrjun siðari hálfleiks, og góða mark- vörzlu Ólafs Benediktssonar þá. Sóknarleikur liðsins var enn m jög einhæfur en þó reyndu þeir að dreifa spilinu meira, og linu- mennirnir voru mun hreyfanlegri en i leiknum á laugardaginn, sér- staklega Björgvin. 1 heild var liðið allt annað og betra, þrátt fyrir aragrúa mis- taka. Baráttan var mun meiri, en hins vegar komu á stundum alveg dauðir kaflar. Um miðjan fyrri hálfleikinn kom t.d. mjög slæmur kafli, enda náðu Pólverjarnir þá fimm marka forskoti, sem þeir héldu út leikinn. Pólska liðið sýndi ekki eins góð- an leik og á laugardaginn, hrað- inn var að visu jafn mikill, en leikmennirnir virtust þreyttir, enda hafa þeir staðið i ströngu siðustu vikur. Nú var ekki eins mikið á fallegum leikfléttum og i heild var liðið talsvert lakara en i leiknum á laugardag. Þá var mun meiri harka hjá báðum liðum en i fyrri leiknum. tslenzka liðið var jafnara nú en i fyrri leiknum, og áttu margir þeirra ágætan leik, s.s. Páll Sigurvegur, Björgvin og Gunnar. þótt talsvert væru honum mis- lagðar hendur. ólafur var ekki nema svipur hjá sjón, enda höfðu Pólverjarnir á honum strangar bætur. Klempel var nú alveg óstöðv- andi og átti stjörnuleik, og Szym- czak átti góðan leik i markinu að venju, en að þessu sinni bar ekki eins mikið á Melcer og Antczak. Mörk tslands skoruðu: Páll Björgvinsson 5, Gunnar Einars- son og Björgvin Björgvinsson 3, Ólafur Einarsson 2, og Stefán Gunnarsson og Viggó Sigurðsson 1 hver. Mörk Póllands skoruðu: Klem- pel 6, Melcer 4, Ciesla, Antczak og Sololowski 2 hver, Gmyrek, Kuchta og Dybol 1 hver. Síðari landsleikurinn við Pólverja (15—20) Ögn skárra — en ósigur!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.