Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 7. október 1975. TÍMINN 19 0 Skagaströnd smiðjuna, en hluthafar eru menn af staðnum og Hólanes hf. Gjöful rækjumiðeru i Húnaflóa. Bátarnir hafa sótt á mið útaf Vatnsnesi, i Reykjafjörð og á Ingólfsfjörð á Ströndum. Var unnið af fullum krafti á rækjuvertiðinni þar til veiðikvót- inn var full nýttur. Um þessar mundir er verið að leggja siðustu hönd á nýja rækju- verksmiðju', sem tekur til starfa á næstunni, búin fullkomnum vél- um og ýmsum nýjungum. Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokks- ins i Reykjavik hefjast næstkomandi laugardag, 11. okt. Þá verður til viðtals Þórarinn Þ.orarinsson alþingismaður frá kl. 10—12 að Rauðarárstig 18. Aðalfundur FUF í Hafnarfirði verður haldinn miðvikudaginn 8. október i hinni nýju starfsað- stöðu félagsins að Strandgötu 11, II. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starf félagsins á komandi vetri. Mætið stund- vislega. Stjórnin. Sjómannaheimili í Reykjavík Margir sjómenn og aðrir hafa látið undrun sina I ljósi yfir þvi að ekki skuli finnast myndarlegt sjómannaheimili i Reykjavik, gagnstætt þvi sem nauðsynlegt er talið i nær öllum hafnarbæj- um á Norðurlöndum og viða um heim. Já, einnig i' Færeyjum og á Grænlandi eru þessiheimili á- berandi. Alltof fáir vita, að i Reykjavlk starfar fámennt og fátækt félag, sem kallar sig: Kristilega sjó- mannastarfið, og hefur það á stefnuskrá sinni að reisa og starfrækja Kristilegt sjómanna- heimili i Reykjavik og viðar ef ástæður leyfa. Þetta félag er ungt,fámennt og fátækt, eins og fyrr segir og getur þvi ekki lagt fram langan afrekalista, en það hefur þó reynt að kynna sig með þvi að gefa út litið ársrit, sem nefnist: Vinur sjómannsins. Hefur það komið út fjögur und- anfarin ár og verið gefið i skip og til sjómanna, sem til hefur náðst. Þá hefur félagið haft opna litla sjómannastofu á Vestur- götu 19 I nærri þrjú ár. Þangað eru allir sjómenn hjartanlega velkomnir og leitazt er við að leiðbeina þeim á ýmsan hátt, svo sem: veita aðstöðu til að skrifa bréf, lesa blöð, annast pósto.fl. Þá er haft samband frá stofunni við flest skip, sem koma til Reykjavikur og borin þangað blöð og rit, á ýmsum málum. eftir þvi sem við á hverju sinni. Þessi litla stofa á Vesturgötu 19 er aðeins opin tvær stundir á dag, sem er vitanlega alltof lit- ið, en það stafar af þvi að félagið er fjárvana og getur ekki greitt neitt kaup, svo hér er algerlega um sjálfboðastarf að ræða. Hitt er svo lika alvarlegt mál, að húsnæðið á Vesturgötu 19 er alltof litið og á margan hátt ó- fullnægjandi til þess að hægt sé að veita þá þjónustú, sem nauð- synleg er. Fjáraflanir ganga hægt, bæði hvað snertir byggingarsjóðinn og til þess að standa straum af rekstrinum, enda hefur félagið ekki fengið neinn styrk af al- mannafé og enn sem komið er hefur heldur ekki verið efnt til viðtækrar fjáröflunar, en oftast hefur kvenfélagið gengizt fyrir kaffisölu eða bazar einu sinni á ári til þess að afla f jár fyrir fé- lagið. Nú i ár mun kvenfélagið hafa söludaga á sjómannastofunni Vesturgötu 19 dagana 6,—14. þ.,. Þar verða ullarvörur og ýmsar handunnar vörur á boðstólum og hver veit hvað? Félagið hefur nýfega gefið út fallega veggskildi úr postulini, i fánalitunum. Þeir verða til sýn- is og sölu. Þeir vinir og velunnarar Kristilega sjómannastarfsins, sem vilja styrkja starfið með þvi að gefa muni, eða koma og kaupa, eru vinsamlega beðnir að koma fyrrnefnda daga, en þá verður opið frá kl. 14—18 alla dagana. VERIÐ HJARTAN- LEGA VELKOMIN. Menn hafa nóg að starfa — Hvernig hefur tekizt að selja rækjuna- — Það hafa verið nokkrir örðugleikar á rækjusölu á erlend- um mörkuðum. Hinsvegar erum við ekki með neinar óseldar birgðir. Okkar rækja er seld. — Hvað með mannfjölda. Flyzt fólk enn burtu? — Nei þetta hefur alveg snúizt við. Menn hafa nóg að starfa, nóg að bita og brenna og það sem hrjáir okkur mest er húsnæðis- leysið. Mér er kunnugt um einar 10 fjölskyldur, sem hér vildu setj- ast að, ef húsnæði fengist. — Við verðum að gæta að þvi að almenningur hefur ekki bolmagn til þess að koma á svona staði og byggja yfir sig hús. Menn þurfa i öllu falli húsnæði meðan þeir eru að koma yfir sig þaki i nýju um- hverfi, svo þetta mál er i rauninni I sjálfheldu, nema hreppurinn, eða yfirvöldin skerist i málin og reisi leiguhúsnæði fyrir aðkomu- fólk og þá sem búa við vont hús- næði. Mörg hús eru i smiðum á Skagaströnd núna og þá losnar eitthvað af húsnæði, en skriður kemst ekki á stækkun þorpsins, nemaunntséaðtaka á mótifólki, sem hér vill setjast að. Skipasmíöastöðin — Hér að framan hefur mest veriðrættum fiskvinnsluna og út- gerðina, og þá um leið þýðingu þessara atvinnuvega fyrir þorpið. Hér eru lika fleiri fyrirtæki, sem veita vinnu. Til dæmis Skipa- smiðastöð Guðmundar Lárusson- ar, en framkvæmdastjóri hennar og aðaleigandi er Guðmundur Lárusson, sem er okkar aðal maður i framförum og eflingu at- vinnu á staðnum. Harðduglegur og traustur maður. Guðmundur rekur einnig trésmiðaverkstæði og annast húsbyggingar. — Skipasmiðastöðin smiðar fiskibáta og annast viðgerðir og Fyllið út áfklippuna neðst í auglýsingunni og sendið okkur ásamt kr. 1000.-. Þá fáið þér vörulistann sendan ásamt leiðbeiningum. Afsláttarseðill að upphæð 12 þýsk mörk fylgir hverjum lista. Quelle vara er gæðavara á góðu verði. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Rabbfundur um félagsstarfið i vetur verður að Rauðarárstíg 18 Ikvöld, þriðjudagskvöld kl. 21. Takið kaffibrúsann með ykkur. Stjórnin Haustfagnaður FUF í Reykjavík verður haldinn i Félagsheimili Fóstbræðra laugardaginn 18. október, og hefst kl. 21. Hálfbræður skemmta. Allir velkomnir. nú eru ýmsar nýjungar þar i undirbúningi, sem verið er að vinna að, en rétt er þó að Skipa- smiðastöðin geri grein fyrir þeim málum. Kaupfélagiö byggir stóra verzlun — En kaupfélagið. Hvernig gengur rekstur þess? — Hér er rekið útibú frá Kaup- félaginu á Blönduósi. Það rekur hér tvær verzlanir og verið er að reisa mikið verzlunarhús fyrir útibúið. — Hér var áður starfandi sjálf- stætt kaupfélag, Kaupfélag Skag- strendinga, Höfðakaupstað, en sögu samvinnuverzlunar i Húna- vatnssýslu má rekja mjög langt aftur i timann, allt til ársins 1869 er bændur stofnuðu Félags- verzlun við Húnaflóa. Kaupfélag Húnvetninga var stofnað. Vorum við hér i þvi félagi, en sérstakt kaupfélag varstofnaðárið 1907 og var það starfandi til ársins 1968, er félögin voru sameinuð á ný. Hóf Kaupfélag Húnvetninga verzlunarrekstur hér i mai árið 1968og hefur haldið honum áfram siðan. Kaupfélagsstjóri er Arni S. Jó- hannsson og situr hann á Blöndu- ósi. Annarleg sjónarmið Við ókum út úr þorpinu, eftir að hafa litazt um og skoðað mann- virki. Niður við höfnina húkir sildarfabrikkan mikla einsog minnisvarði um liðnar sildar- göngur og það garnagaul er á eft- ir kom, þegar sildin var farin. Þar er nú beinamjölsverksmiðja, sem vinnur fiskimjöl úr tilfall- andi úrgangi frá fiskvinnslunni á Skagaströnd. Stóra mjölskemm- an hefur nú verið tekin að hluta undir skipasmíðastöð og að liðn- um áratugum hafa þessi hús loks- ins komizt i liflega drift. Margt vakti athygli okkar af þvi sem við sáum, en ekki siður það sem við heyrðum. Stúlkurnar i kaupfélaginu sögðu okkur að hann Arnar væri bezti togari á Is- landi og liklega bezti togari i heimi, þvi hann bilaði aldrei, og við bönkuðum i tré og kvöddum. Þetta siðasttalda er liklega það merkilegasta við hagfræðilega athugun og úttekt á Skagaströnd, þvi það er ekki nóg að atvinnu- hættir breytist, fólkið verður lika að breytast og öðlast trú á stað- inn. Það hlýtur að minnsta kosti að vera gott að stjórna togara fyrir ungar stúlkur sem ljóma ef á hann er minnzt. Þetta nefndi meistari Þórberg- ur að hafa ekki annarleg sjónar- mið. —J.G. UTANLANDSFERÐ Ódýr Lundúnaferð Framsóknarfélögin i Reykjavik efna til Lundúnaferðar 23. októ- ber til 30. okt. Nánari upplýsingar á skrifstofunni I sima 24480.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.