Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.10.1975, Blaðsíða 20
SÍMI 12234 HERRA GARDURINN A'ÐALSTRfETI 3 SÍS-FÓMJR SUNDAHÖFN G0ÐT1 fyrirgóóan mai $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Talsmaður brezka utanríkisráðuneytisins: UMMÆU CROSLANDS HIN OPINBERA STEFNA BREZKU RÍKISSTJÓRNARINNAR í LANDHELGISMÁUNU Reuter/London. Talsmaður brezka utanrikisráðuneytisins iét þau orð falla i gær, að ummæli Þau, er Anthony Crosland, um hverfisráöherra Breta, hefði látið falla um landhelgismáliö á fundi i Grimsby fyrir helgi, væru hin opinbera stefna brezku rikis- stjórnarinnar i landhelgismáiinu. Sagði talsmaðurinn'én'hfremur, aö Bretar myndu taka upp harða stefnu I ráðherraviðræðunum um landhelgismáliö, sem fram eiga að fara um miðjan október. Sagði talsmaðurinn ennfremur, að Grosland hefði að sjálfsögðu ráðgast við brezka utanrikisráðu- neytið, áður en hann hélt ræðu sina iGrimsby. t ræðu sinni sagði Crosland, að ef samkomulag tæk- istekki með Bretum og tslending- um fyrir 13. nóvembcr n.k. væri það óumdeilanlegt, að brezkir sjómenn hefðu að alþjóöalögum rétt til að stunda fiskveiðar við ts- land allt að 12 milna mörkunum. Crosland sagði ennfremur i ræðu sinni, aö þessi réttur brezkra sjómanna til veiða hvar sem væri við strendur Islands allt að 12 milum, hefði verið staðfest- ur með úrskurði Alþjóðadóm- stólsins og yrði þeim rétti ekki hnikað með einhliða ákvörðun is- lenzku rikisstjórnarinnar um að hann væriekki lengurfyrir hendi. Einnig sagði Crosland, að sam- komulag það, er tekizt hefði með íslendingum og Bretum fyrir tveimur árum, og undirritað var af þáverandi forsætisráðherrum landanna þeim Clafi Jóhannes- syni og Edward Heath hefði siður en svo verið hagstætt Bretum. t samkomulagi þessu hefði verið sætzt á málamiðlunartillögu i þvi skyni að vernda hagsmuni beggja landanna og til þess að virða óskir rikisstjórna beggja landanna. Loks sagði Crosland i ræðu sinni, að brýn nauðsyn væri á þvi fyrir íslendinga og Breta að kom- ast að nýju samkomulagi til lausnar fiskveiðideilunni, og að hið nýja samkomulag þyrfti að tryggja hagsmuni bredcra sjó- manna og brezkra útgerðar- manna, sem óska þess, sagði Crosland, að halda áfram veiðum á „hefðbundnum” veiðisvæðum sinum innan 50 mllna fiskveiði- lögsögunnar, sem nú er um- hverfis landið. Samkvæmt upplýslngum Reuters fréttastofunnar I London ráðgað- ist Crosland við brezka utanrikis- ráðuneytið, áður en hann fiutti ræðu sina I Grimsby. Aðstoðarviðskiptaráðherra Norðmanna: Kissinger á förum til Kína Reuter/Hong Kong. Dr. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna kemur i opinbera heimsókn til Kina 19. október og dvelst þar i fjóra daga, að þvi er fréttastofan Nýja-Kina skýrði frá I gær. Álita fréttaskýrendur tilgang farar Kissingers þann, að undirbúa komu Fords forseta til Kína. Mun þetta verða áttunda ferð Kissingers til Klna frá 1971, en slðast komhann þangað í nóvem- ber I fyra. 1 lok þeirrar ferðar Kissingers var gefin út yfirlýsing þess efnis, að Ford forseti myndi koma i heimsókn til Kina 1975, en ná- kvæmari dagsetning var ekki gefin. NORÐMENN STYÐJA ÁFORM KANADA UM ÚTFÆRSLU LANDHELGI í 200 MÍLUR Austurrísku þingkosningarnar: Stórsigur fyrir Kreisky kanslara — vænti stuðnings þeirra við áform okkar, — flokkur hans hlaut 50,6% sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra greiddra atkvæða Reuter/Halifax, Nova Scotia. Asbjorn Skarstein, aðstoðarvið- skiptaráöherra Noregs, lýsti þvi yfir I gær, að norska stjórnin styddi áform Kanadamanna um fyrirhugaða útfærslu kanadisku fiskveiðilögsögunnar i 200 mil- ur. Sagði aðstoðarráöherrann ennfremur, að norska stjórnin vonaðist til þess, að næsta haf- réttarráðstefna leiddi til þess, aö geröur yröi alþjóðlegur sátt- máli um fiskveiöar. Ráöherrann sagöi við frétta- menn, að hann byggist við, að þegar Kanadamenn færðu fisk- veiöimörk sin út i 200 milur, myndu opnast miklir markaðir fyrir norsk fiskileitartæki og út- búnað tengdan sjávarútvegi, þar sem Kanadamenn myndu væntanlega fjölga mjög I fisk- veiðiflota sinum, þegar Utfærsla kæmi til framkvæmda. Skarstein er formaður 14 manna sendinefndar, sem norskir fiskiveiðileitartækja- framleiðendur hafa gert út af örkinni, og nú er á ferðalagi um Kanada. Vegna þessara ummæla ráð- herrans norska, leitaði Timinn umsagnar Einars Ágústssonar, utanrikisráðherra. Hann sagði: „Ég var nýlega á ferð i Kanada og skildlst mér á Kanadamönn- um, að þeir heföu frestað á- formum sinum um útfærslu landhelginnar, og er mér þvi ekki alveg ljóst, hvað norski ráöherrann á við. Ef til vill er hann að tala um útfærslu með undanþágum. En ef það er stað- reyndin, að Norðmenn styðji út- færslu kanadisku landhelginnar I 200 milur vænti ég þess fast- lega, að þeir styðji okkar áform llka.” Sendiherra USSR gekk úr veizlu Kínastjórnar Réuter/Ntb/Peking. Sendimenn sjö kommúnistarikja, með sendi- herra Sovétríkjanna i broddi fylkingar, gengu úr veizlu, sem haldin var i þjóðarhöilinni i Peking I gær til heiðurs júgóslav- neska forsætisráöherranum, þeg- ar aðstoöarforsætisráðherra Kin- verja sagði i ræðu við það tæki- færi, að heimsfriönum stafaði nú mest hætta af Sovétrikjunum. Er þetta I fyrsta skipti á þrem- ur árum, sem rússneski sendi- herrann og aðrir sendimenn Austur-Evrópu-rlkja ganga úr veizlu I Peking. Það virtist koma aðstoðarfor- sætisráðherranum kinverska mjög á óvart, er sendimennirnir gengu úr salnum, en .hann hélt engu aö siður ræðu sinni áfram eins og ekkert hefði i skorizt. Hann nefndi Sovétrikin ekki á nafn, en sagði: „Hin ofsafengna þræta milli stórveldanna tveggja hlýtur að leiða til styrjaldar. Og i dag stafar heimsfriðnum mest hætta frá þvl stórveldi, sem hvað ákafast boðar frið i heiminum.” Ljóst var, að hér átti ráðherrann við Sovétstjórnina. Talsmaður kinverska utan- rlkisráðuneytisins, sem staddur var I veizlunni, sagðist ekki sjá af hverju sendimennirnir hefðu haft ástæðu til þess að ganga úr saln- um, „nema þvi aðeins að þeir áliti sig eiga sneiðina” sagði tals- maðurinn. Reuter/Ntb. Vln. Sósialdemó- krataflokkur Brunos Kreisky, kanzlara Austurrikis, vann yfir- burðasigur i austurrisku þing- kosningunum, sem fram fóru sl. sunnudag, og hiaut flokkurinn 50,6 af hundraði greiddra at- kvæða, og er það hærra atkvæða- magn en nokkur flokkur austur- riskur hefur hlotið í kosningum frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar. Austurrisk blöð, sem komu út I gær, lýstu Kreisky sem pólitisk- um töframanni, og eignuöu hon- um einum heiöurinn af þeirri útkomu, sem flokkurinn hlaut I kosningunum. Komu úrslit kosninganna mjög á óvart, eink- um vegna þess að ástand efna- hagsmála I Austurriki hefur verið nokkuð bágborið að undanförnu. Leiötogi Ihaldsflokksins, Josef Taus, gaf i skyn I gær, að nú væri kominn timi til að hefjast handa um breytingar á stefnu flokksins, sem hingað hefur að mestu hlotið fylgi sitt frá bændum, verzlunar- mönnum og daglaunamönnum. Hlaut flokkurinn 42,8 af hundraði greiddra atkvæða og er það veru- legt fylgistap fyrir flokkinn. Kreisky kanzlari hélt i gær fund með öðrum leiðtogum flokks sins. Er gert ráð fyrir, að sömu ráð- herrar muni gegna störfum eftir kosningar. Samkvæmt niðurstöðum síð- ustu talna á mánudag verður skipan austurriska þingsins þessi: Sóslaldemókratar: 94 þing- sæti. íhaldsflokkurinn: 78 þing- sæti og Frjálslyndi flokkurinn: 11 sæti. Kosningafé frambjóðenda: Eru lögin í samræmi við stjórnarskrána? Reuter/Washington. Haft var eft- ir talsmönnum Hæstaréttar Bandarlkjanna i gær, að rétturinn muni innan tiðar taka til úrskurð ar, hvort löggjöf, sem nýlega var samþykkt á Bandarikjaþingi og leggur hömlur á upphæð þá, er . frambjóðcndur mega nota i kosningabaráttu sinni, séu i sam ræmi við stjórnarskrána. Samkvæmt bandarískum lög- um hefur Hæstiréttur landsins heimild til þess að fella sllk lög úr gildi. Samkvæmt hinni nýju lög- gjöf er gert ráð fyrir þvi, að einungis megi gefa hverjum frambjóðanda upphæð, sem nem- ur 1000 Bandarikjadölum við hverjar kosningar, en sem kunn- ugt er, er það aðeins brot þeirrar upphæðar, sem frambjóðendur hafa hingað til hlotið að gjöf til þess að standa straum af kosningabaráttu sinni. Úrskurður Hæstaréttar um lög- gjöf þessa kemur til með að ráða miklu um það, hvernig baráttan fyrir forsetakosningarnar 1976 verði háð. Frumvarp þetta var flutt af Eugene McCarthy, sem er þingmaður demókrata fyrir Wisconsin og einn frjálslyndasti þingmaöurinn á Bandarlkjaþingi. Kreisky kampakátur, enda ástæða til. Flokkur hans hlaut 50,6% greiddra atkvæða I austurrisku þingkosningunum, sem fram fóru um helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.