Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 8. október 1975. Ný skipan efnahagsmála Nú byggja jörðina um fjórir milljarðar manna. Dag hvern sjá 200 þús. börn dagsins ljós, en það merkir, að fólki fjölgar um 75-80 milljónir á ári hverju. 800 milljónir manna fá aldrei nægju sina að eta. Matvörubirgðir heimsins svöruðu i byrjun sjö- unda áratugsins til 90 daga neyzlu, i byrjun þessa áíatugar voru til birgðir, sem svaraði til 70 daga neyzlu, en 1974 var aðeins til matur til 27 daga — ástandið hefur m.ö.o. hriðversnað. Áður en liðin eru 25 ár héðan i frá verður mann- fjöldinn i veröldinni orðinn sjö milljarðar, ef svo fer sem horfir. Þrátt fyrir allt tal um aukna alþjóðlega sam- vinnu, hefur hlutur þróunarlandanna i heims- verzluninni stöðugt minnkað og var 1972 aðeins 20%. í hinum auðugari löndum heims, sem þegar búa við meiri velmegun en þekkzt hefur áður i mann- kynssögunni, tala menn nú um enn hraðari vel- megunarþróun og allir reyna að auka þjóðarfram- leiðsluna eins hratt og mikið og unnt er. Þorri fólks vill ekki horfast i augu við þá staðreynd, að sam- band er á milli rikidæmis okkar og fátæktar þró- unarlandanna — kýs að gleyma þvi, að forsendur þeirra lifshátta, sem efnaþjóðirnar hafa tileinkað sér eru tvær: Annars vegar, að tveir þriðju hlutar jarðarbúa býr við sult og seyru og hins vegar, að við erum að þurrausa hráefnalindir jarðarinnar. Tvöfaldist efnisleg velmegun hinna rikari landa eykst álagið á hráefnalindir jarðarinnar sem svar- ar til þess að mannf jöldi i hinum snauðari löndum sexfaldaðist frá þvi sem nú er. Hið einkennilega er, að samt sem áður er talið æskilegt og nauðsynlegt að auka framleiðsluna sem mest og hraðast má verða, og þá án tillits til þess hvað framleitt er — og eyða þá um leið enn meira af hráefnum, sem ekki endurnýjast — en á hinn bóginn er fólksfjölgunin talin geigvænlegt vandamál, sem ógni tilveru mannkynsins. Einn fjórði hluti mannkyns byggir efnalöndin, en þessi fjórðungur nýtur þriggja fjórðu hluta heildartekna veraldarinnar. Hver maður i auðlöndunum eyðir að meðaltali 20-30 sinnum meira af hráefnum jarðarinnar en maður i snauðu landi. Margir hafa með öllu gefizt upp gagnvart þess- um málum—talið þau með öllu óleysanleg og tala um „dómsdag” og endalok mannkynsins. En auðlindir jarðar eru enn miklar þrátt fyrir misnotkun og fyrirhyggju- og andvaraleysi — og enn er óþarfi að gefast upp. En eigi vel að fara, þarf til að koma alþjóðleg stefnubreyting i efnahagsmálum, sem tæki mið af samvinnu og jöfnuði i skiptingu jarðargæðanna. Hver maður og hver þjóð verður að kappkosta að lifa sem mest af eigin gæðum i stað þess að hin- ir riku mergsjúgi hina fátæku eins og nú er. Við hér á Vesturlöndum gætum eftir sem áður lifað góðu lifi — og kannski auðugra lifi en áður — þótt við létum lönd og leið ýmsan óþarfa, sem við teljum okkur trú um, að okkur sé nauðsyn, en er i raun ekki annað en rusl, framleitt til þess eins að auðga iðjuhöldana, sem verksmiðjurnar reka. Við Islendingar eigum á alþjóðavettvangi að styðja hverja þá tilraun, sem gerð er til þess að breyta þvi efnahags- og framleiðslukerfi, sem veröldin býr nú við, til betri vegar i þvi skyni að tryggja afkomendum okkar nýjan og betri heim. HHJ. Umsjónarmenn: Helgl H. Jónsson og Pétur Einarsson Pétur Einarsson: Þjóðnýting - þjóðarhagur Hver á landið? Hver á rétt til auðlinda? Hver hefur yfirráð? Þannig spurningar vakna þegar velt er fyrir sér þjóðnýtingu. Þjtíðnyting er stórt orð með við- tæka merkingu. Alþjóðleg kennikerfi eins og kommúnismi hafa það mikið á lofti. Þá er oft- ast átt við allsherjar þjóðnýt- ingu án tækifæra handa einstak- lingi til þess að hagnýta hæfi- leika sina og orku á frjálsan hátt. Ekki ætla ég að velta hug- takinu fyrir mér á svo viðtækan hátt, heldur með það sjónarmið I huga að þarfir, sem eru sam- eiginlegar meginþorra lands- manna og mjög brýnar, séu leystar á grundvelli samneyzlu. Landið er eign landsmanna allra, og mörk verður að draga milli þess réttar, sem einstak- lingar hafa yfir auðlindum og landssvæðum og þess réttar, sem almenningur hefur. Þetta viðfangsefni er nú þegar orðið áriðandi að marka ákveðið i stjórnmálum. Eftir þvi sem timar liða verður þetta mál raunhæfara, sem gerist með þvi aö þrengjast fer um landsmenn er þeim fjölgar, og hlutur hvers og eins fer minnkandi af þjóðar- eignum og framleiðslu. Stefnu- mörkun á þessum vettvangi er ef til vill veigamesti þáttur samneyzlustefnu Framsóknar- flokksins. Það þarf að ákveðast hve langt samneyzlan skuli ná. Hvar hún byrjar og hvar hún endar. Flestir eru þeirrar skoðunar að þessi þróun eigi að vera hæg- fara til þess að valda sem minnstri röskun á þjóðfélaginu. Ekki bylting heldur umbætur. Vafalaust er sú skoðun skyn- samlegri og auðveldari i fram- kvæmd, en með hvorri leiðinni sem er, þarf takmarkið að vera nokkuð afmarkað. Það er ekki nóg að hafa óljósar hugmyndir og láta reka i þeirri von að mann beri einhvern tíma að hagstæðri strönd. Samneyzlustefnan. Sam ney zlustefnan gerir Framsóknarflokkinn að sósial- Iskum flokki. Miðflokki i is- lenzkum stjórnmálum, en vinstri flokk með alþjóðlegan mælikvarða i huga. Fram- sóknarflokkurinn hefur alltaf lagt góða rækt við þetta stefnu- mið sitt. Byggðastefna flokks- ins, sem framfylgt var af fram- sýni og atfylgi i ti'ð vinstri stjórnarinnar er snar þáttur samneyzlunnar. Hún byggir á þvi, að þeir sem byggja af- skekktari staði og afla hráefnis sem velmegun þjóðarinnar byggist á, fái sömu gæði fyrir sama gjald og ibúar þéttbýlli svæða inna af hendi. Þessi stefna hefur gert það að verk- um, að auðveldara er um búsetu utan þéttbýlis, sem aftur leiðir til aukinnar öflunar hráefnis og aukinnar þjóðarframleiðslu. Eðlileg afleiðing væri bætt lifs- kjör,en þar snýr að okkur vand- inn um skynsama og ábyrga efnahagsstjórn, og ekki nóg með það heldur einnig vandinn um þaö hver stjórnar f raun og hver ætti að stjórna. Byggðastefnu er ekki rétt framfylgt með þvi að halda hverju koti og krummavík i byggð, heldur að styrkja og efla þá staði sem þjóðarhagur krefst. Staði sem eru vel i sveit settir um samgöngur og að- drætti. Þannig er varla rétt- lætanlegt að reisa brýr fyrir gifurlegar fjárhæðir til þess eins að tengja saman staði sem hvorugan kostinn hefur eins og raddir heyrast nú um þörf á brú yfir ölfursárósa. Byggðastefn- unni þarf að marka upphaf og mark og stýra af festu, ef það bezta á að fástfram. Samneyzl- an styrkir samvinnuhreyfinguna sem eðlilegan og nauðsynlegan þátt þjóðfélagsins. Enda vita allir hvilik lyftistöng samvinnu- hreyfingin hefur verið i' erfiðum byggðalögum, þar sem afl ein- staklingsins hefur mátt sin litils. Þjóðnýting ýmissa gæða er etv. næsti þáttur samneyzlunn- ar. Þá ber að hafa það i huga, að hver einstaklingur á rétt til ákveðins frelsis til athafna og eignar eirs og áður er getið. Jafnframt á hver og einn rétt til skerfs af þeirri orku og ánægju sem landið veitir. Ekkert rétt- lætir, að einstaklingur geti til dæmis átt orkulindir, sem hann á engan kost á að nýta og verða ekki verðmætar fyrr en hægt er að virkja þær. Þannig er til að mynda með eignaryfirráð manna yfir hverasvæðum. Allir eru sammála um það, að hafið umhverfis Island sé eign allra landsmanna og nýting þess sé ákvörðun stjórnvalda á hverj- um tima. Þannig ætti einnig að vera um allar þekktar orkulind- ir á landi. Nýting fallvatna er háð vilja stjórnvalda að mestu. Rikisraf- veitur ættu þó eingöngu að vera til i þessu landi. Með nýrri lög- gjöf — eða jafnvel stjórnar- skrárbreytingu — ef þess gerist þörf, verður að auðvelda eigna- yfirtöku rikisins á hverahita. Samhliða þarf að setja reglur um bætur fyrir eignayfirtöku — eignarnámsbætur —. Þær bæt- ur, sem dómkvaddir menn hafa ákveðið á seinni árum fyrir eignarnám á landi eru fáránleg- ar. Allt að tifaldur munur er á bótum fyrir land á Eyjafirði eða Reykjavikursvæðinu. Ákveða verður i lögum fastan við- miðunarpunkt á bótum, sem gildir yfir allt landið. Þannig að ekki ráði annarleg sjónarmið eins og þau, að á öðrum staðn- um sé um að ræða verðmætari byggingarlóðir, vegna þess að hér tefla almannahagsmunir við hagsmuni eins manns. Tryggja þarf miklu rýmra heldur en nú er umferðarétt og afnot borgaranna af afréttum og almenningi. Með þessu er átt við, að dvöl um stundarsakir og veiðar ættu að vera öllum heimilar á þessum svæðum. Þannig ætti að tryggja rétt al- mennings til þess að njóta þeirr- ar gleði og ánægju, sem náttúra landsins veitir. Með þessu þarf ekki á nokkurn hátt að vera gengið á þann rétt bænda sem þeir hafa nú og nýta sér, að öðru leyti en þvi, að auðvitað ættu stjórnvöld að stýra itölu á allan afrétt landsins ogstuðla þannig að skynsamlegri nýtingu, en ekki rányrkju, eins og reyndar er gert við fiskimið lands- manna. Rikisafskipti af verzlun. Útfrá þvi sjónarmiði, sem áð- ur er lýst, að einstaklingur eigi að hafa sem mest frelsi til at- hafna innan ramma laga hvers þjóðfélagsá verzlun að vera sem frjálsust í landinu. Það megin- sjónarmiðá þó að vera rikjandi, að gæði sem allir landsmenn geta ekki án verið, og hafa ekki frjálst val um sé dreift með af- skiptum rikisverzlunar. Þannig á hitaveita rikisins að selja af- not af heitu vatni, Rafmagns- veita rikisins af rafmagni. o.s.frv. Ríkið ætti einnig að sjá um allar framkvæmdir á þess- um tilteknu sviðum en ekki ein- staka sveitarfélög. Lyfja- verzlun ætti og einnig að vera öll undir rikisverzlun, oliuverzlun og annað af þvi tagi. Erfiðari viðfangs er sú spurning, hvort bankar ættu allir að vera rikis- reknir. Það hefði bæði kosti og galla. Kostir væru þeir helztir að efnahagsstjórn ætti að verða auðveldari og sá hagnaður, sem ótvirætt verður af rekstri bank- anna, rynni i' rikissjóð. Gallarn- ir eru hins vegar ýmsir, s.s. óhófleg pólitisk afskipti af þvi hverjir fái lán og ofstjórn, sem hefti ónotalega þáð frelsi ein- staklingsins sem áður var drep- ið á. Þáttur Framsóknarflokksins. Ég lýsti þvi I upphafi að skoð- un min væri sú að marka þyrfti ákveðna stefnu i þjóðnýtingar- málum. Framsóknarflokkurinn hefur oft vikið að þessum mál- um i flokksþingsályktunum en ekki nógu afmarkað og ákveðið. Kjósendur eiga líka heimtingu á þvi að vita i sem skýrustum dráttum stefnu flokksins. Vissu- legaer betra að sýna stefnu i verki en orði. Það hefur Fram- sóknarflokkurinn gert einna gleggst i byggðamálum, þar sem framkvæmdir hafa verið meiri en ályktanir gáfu e.t.v. i ljós. Þannig væri kostur fyrir þingmenn flokksins að flytja á þessu þingi frumvarp að rýmk- un á eignarnámsheimildum og um sanngjarnari bætur, og sýna þannig hug sinn til þessa máls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.