Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 11
10 TtMINN Miðvikudagur 8. október 1975. Miðvikudagur 8. október 1975. TÍMINN 11 „Hafnargötur ég gekk um hrfö, þar gengu áarnir fyrr á tið i gleði sinni og sorgum. — máttugum veittist metorö stór, mergsaug fátæka tæring og bjór, I sikið menn tumba af torgum”. Tæringin herjaði mjög islenzka námsmannahóp- inn fyrr á öldum, er flestir drógu fram lifiö i fátækt — og smitunarhætta var miki. 01- drykkja dregur úr vinnuafköst- um og námsgetu eins og alkunn- ugt er. Það færist eitthvert værðarmók yfir marga bjór- menn! „Hafnargötur mér hugn- ast sem gjár, i hömrum býr framandi lýður. Mér fannst þetta kynlegt hið fyrsta ár, flý upp i turna með minar þrár, — I sólþoku borgin þin biður”. Mörgum landa finnst æöi þröngt um sig, er hann kemur i erlenda stórborg og gengur eftir götunni milli hárra, samfelldra og langra húsaraða. Flest er framandi fyrst i stað og mörg- um fer svo að þeir leita upp i turnana eða upp á hæðir, ef ein- hverjar eru, til að fá útsýn og anda frjálsar. Og Kaupmanna- höfn er oft kölluð borg turnanna eirgrænu, er móta svip hennar. Þvi nær hver gata i gamla borgarhlutanum geymir' is- lenzkar minningar aldanna. „tslenzkur hjarösveinn i út- lendri borg augum forvitnum rennir. Með fjallgönguskrefum hann skundar um torg, skýrar hreim aldanna kennir Seint i sumra spor fennir”. Þeirra minning lifir, sbr. Fjölnismenn, Jón Sigurðson o.fl. o.fl. En þó fögur sé hún Höfn gegnum hug- myndanna gler, á hún lika geig- vænleg djúp og skuggalönd. „Hér féllu margir og færðust i kaf, frá þeim litt sagan greinir. Kunnari hinir, sem komust af, kaldri gröf hellan leynir — þeir hvfla i útlegð einir”. Hér er vik- ið að hellunum austan við Þrenningarkirkjuna, sem er áföst Sivalaturni, gegnt Garöi (Regensen), þar sem islenzku stúdentarnir bjuggu fyrrum. Þama var áður kirkjugarður, þar sem allir er létuzt á Garði oglangtáttuheim, voru jarðað- ir. Og Islenzkir námsmenn hafa búið á Garði rúmar þrjár aldir. Er gizkað á að 60-70 Islendingar hvili undir hellunum þarna við kirkjuna. Mörg hús i Kaup- mannahöfn gætu margt af ts- lendingum sagt er þau mættu mæla. „Þarna vann Arni og þarna bjó Jón, þarna drakk ögmundur forðum. Þarna kvað Jónas sitt Farsældar frón og þarna lék Konráð að orðum. Hver sat þá með Brynjólfi að boröum?” Þið kannist við þessa menn af spjöldum sögunnar: Árni Magnússon, Jón Sigurðsson (og siðar Jón Helgason), ögmundur drykkju- og kraftamaður, hirð- fjölskylduskáld og siöast vel- metinn klerkur að Tjörn á Vatnsnesi, Konráð orðabókar- höfundur, Jónas Hallgrimsson skáld, Brynjólfur Pétursson konunglegur embættismaður, vel fjáöur og örlátur á fé. Hann borgaði stundum fyrir fátækan stúdentahópinn, er sat á veitingahúsi Mjóna, þar sem nú er Stephan a Porta, skammt frá konunglega leikhúsinu. Oft var og er það að „Pyngjan er tóm og malurinn mjór, mál er seglin að rifa. Þreyttir á lestri og þyrstir i bjór — það er erfitt að lifa”. En svo kemur blessað vorið og þá léttir yfir öllum. „Há- skólafræðin ei hugnast mér lengur — hljóp út i sólskinið Is- lenzkur drengur. Lærdömssetr- iöerkaldurkofi —hjá skógarins slkvika súlnahafi” og „Ég kveð ykkur steinlögðu stræti, Strikið, torgið og borgarlæti. Grá- myglufölvinn af vöngum vikur, vorgolan mjúkhenta lokkana strýkur”. Kvenfólkið (jafnvel rauðsokkar) springur lika út á vorin eins og blómin. „Þú varst föl og guggin i gær, görótt I skapi — niður i tær! Birtist i morgun björt sem sól, bliöasta vor á nýjum kjól”. Það er erfitt að hima inni við próflestur i fegursta vorveðri, hugurinn flýgur þá viða. „Liður að kvöldi — lægist borgarniður. ljúfur um stræti andar nætur- friður. Gleymt er um stund að græna borðiö biöur, bjart er af tungli, stjörnuhiminn viður”. Græna borðið er prófborðið, klætt grænum dúk til að veita ró andi áhrif nemandanum. „Ég vakti yfir vellinum heima, ég vakiener þóaðdreyma — Fötin snjáð, I fátækara lagi, frakkinn margreyndur, snúinn kragi”. Jú, Hafnarstúdentar áttu oft I basli, en minnast ber þess, aö „íslenzkir menn við Eyrarsund urðarmál löngum skráðu. Lifir á bókfelli liðin stund, leitar margur á hennar fund, rýnir i rúnirnar máðu — skyggnir skinnblöðin snjáðu”. Mikil verk eljumanna. Borgin hefur breytzt allmjög og þanizt út siðan ég var þar námsmaður á árunum 1929- 1936. Umferðin er t.a.m. öll önn- ur. Hinn mikli straumur hjól- reiðarmanna er nú mjög svipur hjá sjón, sporvagnarnir horfnir, en bilamergð og strætisvagnar _ komnir I staðinn. Sum lélegustu borgarhverfin hafa verið rifin og reistar margar stórbygging- ar I staðinn. Ekki lizt mér vel á nema sumar þeirra. Of margar likjast helzt pósthólfum á vegg, þar sem fjölskyldum er fleygt inn I stað bréfa. Flest fólk er bara númer i stórborgum heimsins, en fáeinir hrókar. TEXTI: INGÓLFUR DAVÍÐSSON kongar og drottningar gnæfa yf ir. Hér i támennmú ber miklú meira á einstaklingnum sem betur fer. Mikið var rætt og ritað um frægasta skáld Dana, ævintýra- skáldið H.C. Andersen. Nú eru hundrað ár liðin frá dauða hans. Ný útgáfa kom á „Ævintýri lifs mins” (mit livs eventyr) með mjög greinargóðum skýringum. Nú viðurkenna menn Andersen, ekki aðeins sem frábært ævin- týraskáld, heldur lika sem skáldsögu — og ferðasöguhöf- und. Telja hann veriö hafa af- bragösblaðamann og jafnframt listamann. Andersen teiknaði margtvel á ferðum sinum, sem voru margar. Börn tók hann á hné sér, teiknaði og klippti út myndir fyrir þau. Margar þess- ar „klippimyndir” (shiloet), en af þeim er til mikill fjöldi, eru taldar listaverk. Fjölhæfur hef- ur Andersen sannarlega verið. Jafnframt sérkennilegur og við- kvæmur, leit stórt á sig, hafði mikla samúð með smælingjum, en kunni jafnframt prýðilega að vera með höfðingjum, ná hylli þeirra og hagnýta sér hana. Krásirnar eru þó góðar hjá þeim, hrökk eitt sinn út úr hon- um. Samtima íslendingum i Höfn leizt mörgum vel á Ander- sen og kunnu sumir snemma að meta verk hans. „Hann Andri minn”, sagði Grimur Thomsen, er ritaði lofsamlega um skáld- skaphans, fyrr en flestir Danir. Andersen var barn Odenseborg- ar, en bjó lengi i Nýhöfninni nr. 20 í Höfn. Það þykir létt yfir Fjónbúum — og ekki skorti Andersen imyndunaraflið. Hann varð margs og mikils heiðurs aðnjótandi er leið á æv- ina og andaöistsem heimsfræg- ur maður. Mikil umræða og deilur standa núum menntamál i Dan- mörku. Háskólinn vill takmarka aögang aö sumum deildum, t.d. læknisfræði, sálar- og uppeldis- fræði og hagfræði. Telur að ekk- ert verði að gera með slikan fjölda, ef svo fer sem horfir. Sagt hefur verið upp allmörgu starfsliði við skólana 1. október og þingið samþykkti sl. vor aö segja upp 3600 manns við skól- ana, leikskóla og barnaheimili 1. april næsta vor, allt til að spara rikinu útgjöld. Töldu sumir sparnaðinn verða a.m.k. 100 milljónir danskra króna, en aðrir allt að 145 milljónum á ári. Mikil óánægjualda fór um land- ið út af þessu og fleiri tóku að reikna en hagspekingar stjómarinnar. Nýjustu útreikn- ingar virðast sýna, að spamaðurinn fyrir rikið verði enginn, jafnvel tap. Hvernig má það verða? Jú, það er mikið at- vinnuleysi i Danmörku (at- vinnuleysingjar á annað hundrað þúsund), og flestir, sem sagt er upp störfum i sam- bandi við barnaheimilin og skól- ana, ungt, ófaglært aðstoðar- fólk, sem ekki getur fengið aöra vinnu, en verða að lifa af at- vinnuleysisstyrk, sem rikið verður að greiða. En ef þeir vinna áfram við stofnanirnar eins og áður, borga foreldrar bamanna um 30% en rikið 70%. Atvinnuleysisstyrkurinn er um 90% af laununum. Rikið mun nú vera farið að sjá að fjárhags- gróðinn verði enginn, en á erfitt með að kyngja svo beiskum bita, að græða ekkert á bram- boltinu, en þrengja verulega kosti barnanna og aðstandenda þeirra. Eva Gredal menningar- málaráðherra sagði nýlega að ekki væri hægt að eta svona strax ofan i sig fyrir áætlanir og útreikninga. Mikil óró er út af málinu i Danmörku, og hafa all- margir uppeldisfræðingar gert eða hótað verkfalli. Fjölmargir foreldrar fylgja þeim opinber- lega að málum og efna til mót- mæla. Er ekki enn séð fyrir end- ann á málinu. Samkvæmt áliti þeirra, er vikja skulu i vor, þ.e. 900 uppeldisfræðingar og 2700 aðstoðarmenn, tapar rikið milljónum á þvi að segja þess- um hóp upp starfi. A ráöu- neytisfundi nýlega bauð einn fulltrúi Evu Gredal ráöherra reikningsvél að gjöf, svo hún gæti reiknaö rétt! Anker Jörgensen óskar að vita hvers vegna upprunalegar áætlanir i málinu standast alls ekki. Litum á myndirnar. Á „fjtír- myndakortinu” gefur að lita lik- neski ævintýraskáldsins H.C. Andersens og litlu hafmeyjuna, turn Frelsarakirkjunnar og snúna turninn á Kauphöllinni. Höfundur hafmeyjunnar var islenzkur i aðra ættina. Kauphöllin (Börsen) — 350 ára — við skurðinn telst með fegurstubyggingum i'Höfn. Það er létt yfir henni, þökin eirgræn og snúni turninn sérkenmlegi, drekaturninn, þar sem sporðar fjögurra dreka fléttast saman. Til hægri á Kauphallarmynd- inni sér I Kristjánsborgarhöll. Fræg er stytta lúðurblásar- anna og Ráðhústurninn með klukknaspilinu. Skálinn við vötnin (Söpavillonen) er með austurlenzku sniöi og vekur jafnan eftirtekt þarna á vatna- brúninni með súluaspir og hengiviðitré í baksýn. A vötnun- um er róið og siglt. Stendur mikill styrr um svæðið við vötn- in, sem flestir óska að haldist friðsælt, en áætlanir eru um mikla bilaumferðargötu — eöa götur þarna. Margar kirkjur eru i Höfn, smáar og stórar, einfaldar i sniöum og aðrar sundurgerðar- legar, margar mjög skrautleg- ar, einnig að innan. Listamenn á fyrri öldum fengu ágæt tæki- færi, er þeim var falið að skreyta kirkjurnar. Hér sjáið þið Marmarakirkj- una I gamla borgarhlutanum. Hún er þó ekki nema aldar- gömul. Er stærsta hjálmkirkja á Noröurlöndum. Þakið eir- grænt. „Hefurðu átt þér „Hafnarjól”, horft á dvínandi vetrarsól gylla hvolfþökin grænu?” Loks er mynd af einbylishúsi i úthverfi Odenseborgar. Húsið hlaöið úr tigulsteinum, limgerð- ið sléttklippt, eins og veggur, en til hægri gnæfir risavaxin hengibjörk yfir húsið og gróskulegan garðinn. H.C. Andersen var Fjónbúi, ey hans var og er hlýleg og frjósöm. Kauphöllin i Höfn Einbýlishús á Fjöni Skálinn við vötnin i Höfn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.