Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 8. október 1975. TIMINN 13 Guðmundur Einarsson, Brjáns- læk, skrifar: „Landfari minn. Það var venja f mfnu ung- dæmi, að lesnir voru húslestrar á heimilum, jafnvel allan ársins hring, nema um hásláttinn. Að loknum lestri þökkuðu áheyr- endur fyrir lesturinn. (það þötti sjálfsögð kurteisi) Eins þökk- uðu kirkjugestir sóknarpresti sfnum „kenninguna” að lokinni messu. Nú ætla ég að biðja þig að skila kærri þökk fyrir kenn- inguna til séra Emils Bjöms- sonar i tilefni af ræðu hans, sem birt var i dagblafinu TÍMINN nýlega, og flutt var í Hóladóm- kirkju i sumar, og þó ég eigi nú kannski á hættu hæðnishróp einhverra „rétttrúaðra”, þá ætla ég að bæta þvi við, að slika kristindóms-boðun, skil ég, en ekki þá, sem nú virðist eiga að þrengja upp á fólkið. Verði þeim að góðu, sem að þvi standa, en ég held að svonefndar „trúar- vakningar” hafi hvergi gefizt vel. Ég ætla að segja ykkur sem þetta kynnuð að lesa, smásögu, og hún er sönn. Þegar ég var 23 ára gamall, eða fyrir 60 árum, þá gerðist ég meðlimur i stúku guðspekinema, sem þá starfaði á heilsuhælinu Vifilsstöðum, undir forustu Mariu Jóhanns- dóttur skáldkonu. Svo fór ég heim, og dvaldi þá nokkur ár hér á sama stað og ég er nú. Presturinn, húsbóndi minn, spurði mig eitt sinn, hvort það væri satt að ég væri meðlimur i Guðspekifélaginu, og hvað ég það satt vera. Þá spurði hann, hvort ég vildi vera áfram i þjóð- kirkjunni, þvi að mér væri heimilt að greiða sóknargjöld min til háskólans ef ég vildi það heldur. Ég svaraði þvi’ til, að ég sæi enga ástæðu til breytinga i þessu efni, samt skyldi hann ráða þvi. Þá segir hann: „Mannsandinn á að vera frjáls, og ég álit að trúarjátning út af fyrir sig, hafi minnst að segja, HELDUR HVORT TRÚAR- SKOÐUNIN GERIR MANNINN AÐ VERRI MANNI EÐÁ BETRI. Það er höfuðatriðið. Þessi viturlegu orð mins gamla elskulega sálusorgara, eru mér alltaf i minni, og ég er viss um að þau eru sönn. Nokkrum árum siðar stóð ég yfir moldum þessa vinar mins. Fjórir prestar fluttu ræður við þaö tækifæri. Þær voru eins og likræður eru venjulega og ég man ekkert úr þeim nema úr ræöu eins þeirra, sem honum var þó nákomnastur. Hann sagði m.a.: „Hann (látni prest- urinn) vissi það og breytti ávallt samkvæmt þvi, að það er ekki til nema ein sáluhjálpleg trú, Lúthers-evengaliska trúin.” Hvilikt regindjúp er milli þess- ara tveggja presta i trúarefn- um, og báðir voru þeir þó skrýddir kápu Krists, og báðir voru þeir góðir menn. En þann- ig fer trúarofstækið með suma.” Árni Benediktsson Efnahagsvandinn Það hefur vakið undrun hversu litið núverandi rikis- stjórn og stuðningsblöð hennar hafa gert til þess að kynna fyrir almenningi raunverulegt ástand og horfur i efnahags- málum. Svo hefur raunar virzt sem reynt væri eftir megni að gera sem allra minnst úr þess- um vandamálum og hlýtur það að vera afleitt, þar sem raun- hæft mat almennings er ein af meginforsendum þess að takist að sigrast á núverandi .erfið- leikum. Þess er t.d. hvergi getiö, að sl. tvö ár hafa viðskiptakjör versnað meira hér en nokkurs staöar annars staðar i hinum vestræna heimi. í beinu sam- hengi mætti þvi búast við meira atvinnuleysi hér en annars staðar, og er það þó ærið alls staðar I kringum okkur, en hér er ekki atvinnuleysi. Stjórnvöld hafa að visu oft á það bent, að hér er ekki atvinnuleysi, en þau hafa algjörlega látið hjá liða að skýra frá þvi hve miklu atvinnuleysi hefði mátt búast við hér ef ekkert hefði verið gert. Þau hafa einnig aö mestu látið hjá liða að sýna fram á, að hér hefur verið komizt hjá atvinnuleysi einungis með þvi að fella gengið tvisvar sinnum á einu ári. Ekki hefur heldur verið hirt um aö sýna fram á, hvaða árangur hefur i raun náðst i glimunni við verðbólguna. Verðbólgan hefur að undan- fömu verið i kringum 50%, og þar með sú mesta i allri Evrópu. Ef stjórnvöld hefðu hins vegar ekkert aðhafzt til þess að hafa hemil á verðbólgunni frá þvi i april 1974, væri veröbólgan nú 120-140% og gengisfelling óhjá- kvæmileg á þriggja mánaða fresti. Næstum það eina raunhæfa, sem gert hefur verið til að kynna almenningi raunverulegt ástand efnahagsmála, hefur verið f tveim ræðum, sem Ólafur Jóhannesson, viðskipta- ráðherra flutti i Framsóknar- félagi Reykjavikur, aðra i janúar sl. og hina þann 1. október. Eins og við var að búast ræddi viðskiptaráðherra þróun og ástand efnahagsmála af fullu raunsæi, en þó vil ég benda á eitt atriði, þar sem kemur fram óeðlileg bjartsýni. Viðskiptaráðherra segir I ræðu sinni 1. október: „Þótt það sé dökk mynd, sem ég hef dregið hér upp af verð- lagsþróuninni, sem væntanlega verður á þessu ári, þá er rétt aö taka það fram, að verðhækk- anahraðinn hefur farið minnk- andi upp á siðkastið. T.d. er talið að frá 1. ágúst til 1. nóvember verði hann um 6- 6,5%. Væri hægt að halda áfram i þvi horfi á næsta ári, yrði verðlagsþróunin eða dýrtiðar- aukningin 25%. A 25% og 48% er mikill munur”. Eins og sést á tilvitnaðri málsgrein hefur viðskipta- ráðhérra fullan fyrirvara um bjartsýni í þessu efni. Hins vegar skiptir ekki mestu máli gagnvart almenningi hvað viðskiptaráðherra sjálfur segir, það sem skiptir máli er hvemig málhans er túlkað fyrir almenningi af stuðningsblöðum rikisstjómarinnar. Og svo virð- ist, sem þessi bjartsýni eigi aö verða aðalinntakið i þvi, sem fyrir almenning verður borið, sbr. forystugrein Mbl. i dag (4. okt.) En þvi miður á þessi bjartsýni ekki við rök að styðjast. Það er að sjálfsögðu rétt, sem viðskiptaráðherra segir um dýrtiðaraukninguna i ágúst til nóvember, en ástæðurnar fyrir þvi að hún er minni nú en áður eru tvær og hvorug varanleg. I fyrsta lagi hefur vörukaupa- gengi verið hagstætt að undan- förnu vegna styrkingar dollar- ans. Nú hefur dollarinn náð þvi sem næst fullum styrk, þannig að þessari þróun lýkur væntan lega i þessum eða næsta mánuði. í öðm lagi hefur verð- bólga safnazt fyrir í versnandi stöðu fyrirtækja. Þeirri þróun hlýtur einnig að ljúka, og þá stendur þjóðfélagið aftur eftir með sina 50% verðbólgu. Sú verðbólga verður i megin- atriðum fyrir hendi i þjóð- félaginu þangað til rikisvaldið gerir ráðstafanir til þess að draga úr henni og það verður ekki gert nema með fullum stuðningi almennings, og stuðn- ingur almennings næst ekki nema spilin séu lögð á borðið af fullri einurð og hreinskilni. A árunum 1967 til 1969 varð hér mikið atvinnuleysi og land- flótti eins og allir muna. Þjóð- félagið hafði orðið fyrir miklu áfalli vegna lækkaðs verðlags og aflabrests. Atvinnuleysi og landflótta hefði verið unnt að - afstýra, ef viðeigandi ráðstaf- anir I efnahagsmálum hefði verið gerðar haustið 1966. Það var ekki gert og litið aðhafzt fyrr en ári siðar þegar allt var komið I óefni. Eftir á sögðu stjórnvöld, að ekkert hefði verið hægt að gera vegna þess að nauðsynlegan skilning hefði vantað hjá almenningi. Það má vel vera sú skýring sé réttmæt, en á meðan á þessu stóð gerðu stuðningsblöð þeirrar rikis- stjórnar, sem þá sat, allt sem i þeirra valdi stóð, til þess að gera sem allra minnst úr vandanum, og var þvi engin von til þess, að almennur skilningur á nauðsynlegum ráðstöfunum skapaðist. Þaö er sannarlega ekki minna áfall, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir nú. Það væri grátlegt ef það gerðist núaftur, að þjóðin fengi ekki rétta mynd af þvi sem er að gerast. Það væri krafta- verk ef þjóðfélagið kæmist i gegnum núverandi kreppu, sem hrjáir alla heimsbyggðina, án þess að til verulegs atvinnu- leysis komi. Það kraftaverk getur rikisstjórnin ekki gert nema með stuðningi allrar þjóðarinnar, en sá stuðningur fæst að sjálfsögðu ekki nema spilin séu undanbragðalaust lögð á borðið og allur almenn- ingur fái fulla vitneskju um hvernig málin standa og um þau úrræði, sem fyrir hendi eru. Strangar reglur um nýtingu fiskstofna segja Hafnhreppingar A FUNDI hreppsnefndar Hafnar- hrepps hinn 2. okt. 1975 var eftir- farandi ályktun samþykkt ein- róma: Hreppsnefnd Hafnarhrepps, Hornafirði styður heils hugar út- færslu fiskveiðilandhelginnar I 200 milur og telur að undanþágur útlendinga til veiða innan hennar komi ekki til greina. En til þess að útfærslan nái til- gangi sinum, ályktar hrepps- nefndin, að jafnframt verði að setja strangari reglur um nýtingu fiskstofnanna innan landhelginn- ar, svo sem meiri hömlur á hið ó- hóflega ungfiskadráp, sem átt hefur sér stað og visindalegt eftirlit á ástandi fiskstofnanna verði stóraukið, og þeir sem ger- ast brotlegir við fiskveiðilöggjöf- ina, verði látnir sæta þungum viðurlögum. Afsalsbréf innfærð 22/9—26/9 1975: Guðmundur Þengilsson selur Theodóri Halldórss. hluta i Krummahólum 2. Vöruflutn- ingamiðstöðin hf. selur End- ursk. skrifst. N. Mancher & Co hluta i Borgart. 21. Jónas P. Aðalsteinsson selur Ölafi Gunnlaugssyni hluta i Skaftahlið 10. Marteinn Guðlaugsson selur Hólmfriði Guðmundsd. hluta i Háaleitisbraut 37. Svavar Egilsson selur Jóni Ólafssyni hluta i Hrafnhólum 4. Hafsteinn Halldórsson selur Smára Kristjánssyni hluta i Kaplaskjólsv. 37. Verzl. Halli Þórarins h.f. selur Jóni V. Magnússyni hluta i Hraunbæ 102. Hilmar Segers Guðmundss. selur Sigrúnu K. Einarsd. hluta i Mosgerði 25. Baldur Bergsteinss.selur Eyjólfi K. Sigurjónss. hluta i Dúfnahólum 6. Hervin Guðmundss. selur Guðm. Inga Jónss. hluta i Blikahólum 2. Anna Halldórsd. selur Guð- mundi Gunnarss. hluta i Álfta- mýri 22. Jónas Haraldsson og Dóra Haralds. selja Bjarna Mar teinss. hluta I öldugötu 8. Haraldur H. Guðjónsson o.fl. selja Óskari Guðmundss. hluta I Traðarkotssundi 3. Sigurður Finnsson selur Ingi- björgu Pálsd. hluta i Espi- gerði 6. Reynir Asgeirsson selur Frið- geiri Eirikss. hluta i Alftamýri 22. Arinbjörn Kolbeinsson sel- ur Ólafi Jónssyni hlua I Domus Medica, v/Egilsgötu. Björg R. Sigurðard. og Þorkell Helga- son selja Lovisu Jónsd. hluta i Hjarðarhaga 17. Magnús Pálsson selur Ómari Aronss. og Þórunni E. Green hluta i Laugateig 17. Hólmfriður Guðmundss. selur Leifi Miiller eignina Laugalæk 42. Viðlagasjóður selur Valgerði Kristjánds. húsið Keilufell 24 Viðlagsjóður selur Friðrik Agúst Hjörleifss. húsið Keilu- fell 10. Trausti Arnason selur Guð- mundi Asgeirss. hluta i Reyni- mel 88. Þórarinn Jónsson selur Guð- mundi Asgeirss. hlua i Reyni- mel 88. Þórarinn Jónsson selur borg- arsjóði Rvikur húsið Fálka- götu 24C. Edda Haraldsd. selur Guð- mundi Vilbergss. hluta i Kleppsvegi 132. Ragnheiður Fiðriksd. selur Guðmundi Helgasyni hluta i Ljósheimum 6. Magnús Þ. Pétursson selur Guðmundi Jóhannessyni hluta i Mariubakka 20. Sigmundur Sigurgeirss. selur Siggeiri Eirikss. og Guðrúnu Guönad. hluta i Álftamýri 44. Guðmundur Bertelss. selur Bryndisi Emilsd. hluta i Njálsg. 106. BÓTAGREIÐSLUR Almannatrygqinganna í Reykjavík Utborgun ellilífeyris í Reykjavík hefst að þessu sinni fimmtudaginn 9. október TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Dieselrafstöð til leigu Höfum til leigu mjög vel búna dieselrafstöð, 37 kVa 380/220 V ORKA H.F. Laugavegi 178. Sími 3-8000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.