Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 15
MiOvikudagur 8. október 1975. TÍMINN 15 X þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna: LAUNA- OG KJARAMÁL AÐALMÁL ÞINGSINS Minningarkort Minningarspjöld Háteigs-' kirkju eru afgreidd hjá Guð-, •fúnu .Þorsteinsdóttur Stangár-' holti 32, simi 22501,.firóu Guð- jónsdóttur Háaleitisbraufe 47, •simi 31339, Sigriði Benonis- ídóttur Stigahlið 49, simi 82959' og bókabúðinni Hliðar Miklu- Jiraut 68. Minningarkort Kvenfélags Bústaðasóknar fást á eftir- töldum stöðum: Garðs- apóteki, Sogavegi 108, Bóka- búð Fossvogs, Grimsbæ, Austurborg, Búðargerði, Verzl. Askjör, Asgarði, Máli og menningu, Laugav. 18. Minningarspjöld Dómkirkj- unnar eru afgreidd á eftirtöld- um stöðum: Hjá kirkjuverði Dómkirkjunnar, Verzl. öld- unni, öldugötu 29, Verzluninni Emmu, Skólavörðustig 5, og prestskonunum. Minningarkort kapellusjóðs, séra Jóns Steingrimssonar fást á eftirtöldum stöðum:. Skartgripaverzlun Email Hafnarstræti 7, Kirkjufell Ingólfsstræti 6, Hraðhreinsun Austurbæjar Hliðarvegi 29, Kópavogi, Þórður Slefánsson Vik i Mýrdal og séra Sigurjón Éinarsson Kirkjubæjar- klaustri. „ • Minningarspjöld Hallgrims-' kirkju fást i Hallgrimskirkju (Guðbrandsstofu) opið virka daga.nema laugardaga kl. 2-4 e.h., simi 17805, Blómaverzl- uninni Domus Medica, Egilsg. 3, Verzl. Halldóru ólafsdóttur, ,Grettisgötu 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og. Biskupsstofu, KJapparstig 27. Frá Kvenfélagi Hreyfils. Minningarkortin fást á eftir- töldum stöðum: Á skrifstofu •Hreyfils, simi 85521, hjá Sveinu Lárusdóttur, Fells- múla 22, simi 36418 . Hjá Rósu iSveinbjarnardóttur, Sogavegi ,130, simi 33065, hjá Elsu Aðal- steinsdóttur, Staðabakka 26 ^simi 37554 og hjá Sigriði Sigur-' björnsdóttur Hjarðarhaga 24 simi 12117. Minningarspjöld Hvitabands- ins fást á eftirtöldum stöðum : Verzlun Jóns Sigmundssonar Laugavegi 8, Umboði Happdrættis Háskóla Isl. Vesturgötu 10. Oddfriði Jó- hannesdóttur OLdugötu 4S.. iJórunni Guðnadóttur Nókkva- vogi 27. Helgu.' Þorgilsdóttur .Viðímel 37. Unni Jóhannes-' dóttur Framnesvegi 63. Minningarsjóður Mariu Jóns- dóttur flugfreyju. Kortin fást á eftirtöldum stöðum: Verzlun- inni Oculus Austurstræti 7, Lýsing raftækjaverzlun Hverfisgötu 64 og Mariu ólafsdóttur Reyðarfirði. Minningarspjöld. t minningu drukknaðra frá Ólafsfirði fást hjá önnu Nordal, Hagamel 45. ’ Minningarspjöld islensku kristniboðsins i Kosó fást i skrifstofu Kristniboðssam- bandsins, Amtmannsstig 2B,| og i Laugarnesbúðinni, Laugarnesvegi 52. Bridge: Staðan hj Breiðdæl- r a ingum Eftir tvær umferðir i tvi- menningskeppni hjá bridge- deild Breiðfirðinga, er staðan þessi: stig 1. Böðvar—Kristján 526 2. Gisli—Jón St. 517 3. Oliver—Ólafur 502 4. Magnús—Benedikt 480 5. Þorvaldur— Jósef 6. Hans Nilsen— 468 Þorsteinn 460 7. Magnús—Magnús 459 8. Jón Þ.—Gissur 452 9. Guðrún—Guðrún 446 10. Björn—Ólafur 440 Gissur Gissurarsou. Þing Landssambands islenzkra verzlunarmanna var haldið að Höfn i Hornafirði dagana 3.-5. oktöber s.l. Þingforsetar voru kjörnir Magnús L. Sveinsson, Reykjavik og Guðfinnur Sigurvinsson, Kcflavik. Þingritarar voru kjörn- ir Óttar Októsson og Auður Torfa- ddttir, Reykjavik. Við setningu þingsins flutti Ólafur Ilannibalsson kveðjur A.S.l. Þorsteinn Þorsteinsson for- inaður Verkalýðsfélagsins Jökuls flutti kveðjur frá félaginu. Auk þess ávörpuðu þingið Sigurður Hjaltason sveitarstjóri og Friðjón Guðröðarson, lögreglustjöri. Helstu málþingsins voru launa- og kjaramál. Þingið samþykkti fjölmargar ályktanir i ýmsum hagsmunamálum stéttarinnar og fylgja hér með helztu samþykktir þingsins. Ályktun um lifeyrissjóðsmál. A. X. þing LIV, haldið að Höfn, Hornafirði 3.-5. október 1975, telur brýnt, að ellilifeyristryggingar- kerfi þjóðarinnar verði nú þegar tekið til endurskoðunar. Tryggt verði, að allir ellilifeyrisþegar njóti viðunandi ellilifeyris að lok- inni starfsævi, jafnframt þvi sem rikjandi misrétti i ellilifeyris- greiðslum milli verðtryggðs og óverðtryggðs ellilifeyris verði út- rýmt. Það er álit þings verzlunar- manna, að núverandi ellilifeyris- kerfi sé úrelt, og það fái eigi stað- ist þjóðhagslega séð til frambúð- ar, að starfrækt séu tvö viðamikil tryggingarkerfi á sviði ellilif- eyristrygginga. Annars vegar ófullnægjandi almennt trygg- ingarkerfi og hins vegar misjafn- lega fullkomnir lifeyrissjóðir, þar sem sumir ellili'feyrisþegar njóta fullrar verðtryggingar ellilif- eyris, en aðrir engrar. 1 hinni miklu mismunun ellilif- eyris samkvæmt rikjandi skipu- lagi felst gifurlegt, þjóðfélagslegt ranglæti, sem ekki er hægt að una við. X. þing LIV krefst leiðréttinga i þessum efnum, og vekur athygli á, að til greina kæmi að tengja saman hið almenna tryggingar- kerfi og lffeyrissjóðina þannig, að sjóðirnir tækju í framtiðinni að sér hlutverk almenna ellilifeyris- tryggingarkerfisins. Almennu tryggingarnar yrðu grunn- tryggingar, sem allir ellilifeyris- þegar nytu. Þar við bættust elli- llfeyrisgreiðslur úr lifeyrissjóðn- um I réttu hlutfalli við ellilifeyris- réttindi viðkomandi sjóðfélaga að aflokinni starfsævi. Ellilifeyris- greiðslur breyttust i samræmi við breytingar á viðmiðunartekjum og visitölu framfærslukostnaðar á hverjum tima. Rétt og eðlilegt er, að ákveðnar reglur séu settar um lág- og hámarksellilifeyris- greiðslur til að tryggja nauðsyn- lega samræmingu i þessum efn- um. X. þing LIV beinir þvi til stjórn- ar sambandsins, að hún beiti sér fyrir breytingum á ellilffeyris- tryggingum á framangreindum grundvelli. En með tilliti til þess, að vart er að vænta heildarendur- skoðun þessara mála á breiðum grundvelli á næstunni, felur þing- iö sambandsstjórninni að taka þegar upp viðræður við aðila Lif- eyrissjóðs verzlunarmanna um stórauknar ellilifeyrisgreiðslur á grundvelli gegnumstreymisfyrir- komulags. Ályktun um lifeyrissjóðsmál. B. X. þing LtV haldið á Hornafirði dagana 3.-5. október 1975 telur, að lifeyrissjóðirnir séu stórfelldustu kjarabætur á tryggingarmála- sviði, sem verzlunarfólk hefur samið um. Beri þvi að leggja allt afl samtakanna i að verja og tryggja grundvöll þeirra. Þingið telur, að með núverandi þróun þessara mála og að óbreyttu skipulagi sjóðanna, séu þeir að verða launþegum gagnslausir sem trygging fyrir lífsframfæri elliáranna, þar sem verðrýrnun peninganna er svo ör sem reynsla siðustu ára hefur sýnt ljóslega. Þvi telur þingið, að verzlunar- mannafélögin og stjórn LIV verði að taka upp harða baráttu fyrir þvi, að sjóðirnir geti staðið við og bætt upprunalegt markmið sitt i raun, og veitt þau réttindi, að sjóðsfélagar sem hafa greitt til sjóðanna fullan tima, fái lifeyri frá sjóðunum sem nemur 60-70% af launum siðustu árin. Greiðslurnar breytist siðan til samræmisbreytingum sem verða á þeim launaflokki sem sjóðs- félagi var i, þannig að raungildi lifeyrisgreiðslnanna haldist óskert þrátt fyrir breytingar á krónutölum. Þingið telur að hverfa eigi frá tryggingargreiðslum á núverandi uppsöfnunargrundvelli almennu lifeyrissjóðanna og taka upp i þess stað svokallað „gegnum- streymiskerfi ”, þannig að sjóðirnir greiði fullnægjandi elli- lifeyri af árlegum ráðstöfunar- tekjum og standi með þeim hætti við skuldbindingar sinar gagn- vart lifeyrisþegum i samræmi við framfærslukostnað á hverjum tima. Þingið skorar á öll félög LtV að taka upp i komandi kjara- samningum kröfur um breyting- ar sem tryggja framgang þessa mikilsverða hagsmunamáls. Allsherjarnefnd. 10. þing LIV lýsir fullum stuðn- ingi við þá ákvörðun rikis- stjórnarinnar að færa út fisk- veiðilögsöguna i200milurhinn 13. nóvember n.k. Sjávarútvegur er undirstaða þjóðarbúskapar Islendinga, sem vernda þarf og nýta með þeim hætti, að allri þjóðarheildinni verbi til sem mestra heilla. íslendingar hafa skipað sér i sveit þeirra þjóða, sem þegar hafa fastmótpð stefnu um viðáttu fiskveiðilögsögu strandrikja, og rétt þeirra til fullrar nýtingar auðlinda hafsins undir visinda- legu eftirliti. Þingið lýsir trausti til stjórn- valda sem farið hafa með þessi mál, og vill jafnframt láta i ljósi þá ósk og von að þeim i samráði við visindamenn megi auðnast að leiða málið til fullnaðarsigurs með þeim hætti, að lifafkoma þjóðarinnar verði tryggð i nútfö og framtið. Allsherjarnefnd. 10. þing LIV, haldið að Höfn i Hornafirði 3.-5. október 1975, lýsir ánægju sinni með starfrækslu Félagsmálaskóla alþýðu, og telur æskilegt að skólinn verði færan- legur, og starfi viðar en i ölfus- borgum. Þá vill þingið hvetja aðildarfélögin tilað hafa forgang um að fjölga námskeiðum i vöru- kynningu og annari fræðslu er varðar störf verzlunar og skrif- stofumanna. Ályktun um lifeyrissjóðsmál. C. X. þing LIV, haldið á Hornafirði dagana 3.-5. október 1975, sam- þykkir að skora á stjórn Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna að á með- an endurskoðun á reglum fyrir Lifeyrissjóð verzlunarmanna stendur yfir og þar til að lifeyris- greiðslur komast i viðunandi horf, skuli lágmarksgreiðslur til ellilifeyrisþega nema minnst 60% af byrjunarlaunum 4. taxta VR, á hverjum tima. Tilsvarandi hækk- un skuli koma á ekkna- og örorku- lifeyri. Ályktun kjaranefndar. X. þing LIV, haldið að Höfn, Hornafirði dagana 3.-5. okt. 1975 beinir þvi til allra aðildarfélaga sambandsins, að þau segi upp gildandi kjarasamningum sfnum fyrir 1. desember n.k., þannig að þeir renni úr gildi um n.k. ára- mót. Þingið harmar að ekki skuli hafa tekistað draga úr þeirri óða- verðbólgu, sem geysað hefur um langan tima, og stórlega hefur rýrt kaupmátt þeirra launa, sem verkalýðshreyfingin samdi um með gerð kjarasamninganna i febrúar 1974. Þingið mótmælir harðlega fullyrðingum ýmissa stjórnmálamanna og fjölmiðla, að kjarasamningar hinna al- mennu verkalýðsfélaga i febrúar 1974, þar sem samið var um 31-45 þúsúndkrónu mánaðarlaun, hafi valdið þeirri verðbólgu og efna- hagserfiðleikum, sem þjóðin hef- ur að undanförnu átt við að striða. Það er nú svo komið, að dag- vinnutaxtar hinna almennu verkalýðsfélaga, gera hvergi nærri að standa undir brýnustu lifsnauðsynjum meðal fjölskyldu, og verða launþegar i siauknum mæli að byggja afkomu sina á yfirvinnutekjum. X. þing LIV vill vara mjög alvarlega við þessari þróun og hvetur verkalýðs- hreyfinguna að hefja sameigin- lega baráttu fyrir þvi að launa- taxtar, sem samið er um fyrir dagvinnu, séu þannig, að meðal fjölskylda geti lifað sómasamlega af dagvinnutekjunum einum. Um leið og þingið leggur áherzlu á stóraukinn kaupmátt dagvinnutekna, undirstrikar það kröfu sina um að stjórnvöld geri allt sem i þeirra valdi stendur til að stöðva hina ógnvekjandi verð- bólgu, sem harðast bitnar á þvi fólki, sem minnstar hefur tekjurnar. Þingið gerir kröfu um að dregið sé verulega úr rekstri og framkvæmdum hins opinbera, og varar við þeirri þróun, sem verið hefur undanfarið, að á sama tima, sem kaupmáttur almenn- ings stórrýrnar, verða umsvif hins opinbera sifellt meiri. X. þing LtV hvetur verkalýðs- hreyfinguna til að sameina krafta sina I þeirri kjarabaráttu sem framundan er, og fagnar þeirri ákvörðun miðstjórnar ASt, að boða til kjaramálaráðstefnu i næsta mánuði, til þess þar og þá að ganga endanlega frá sam- ræmdri kröfugerð samtakanna, þá leggur þingið áherslu á hinar ýmsu sérkröfur verzlunar- og skrifstofuólks sem semja verður sérstaklega um. Þau sérákvæði, sem þingið leggur aðaláherzlu á i væntanleg- um samr.ingum eru þessi: 1. Stefnt verði að endurskoðun á flokksskipaninni, og m.a. verði komið i veg fyrir, að konur séu i raun yfirleitt flokkaðar i lægri launaflokka en karlar. Þingið áréttar þá skyldu stjórnar LIV og aðildarfélaga sambandsins, að berjast af öllum mætti sin- um gegn þeim launamismun sem viðgengst milli karla og kvenna við verzlunar- og skrif- stofustörf. 2. Verzlanir verði lokaðar á laugardögum 11 mánuði ársins (janúar-nóvember). 3. öll yfirvinna verði greidd með einu álagi. 4. Vinna á laugardögum reiknast 4 stundir. 5. Dagvinnutfmi verði afmarkað- ur þannig, að ekki sé hægt að hafa dagvinnutimabil langt umfram 38 eða 40 stunda vinnu- viku. 6. Orlof verði 24 virkir dagar og laugardagar teljist ekki með orlofi. 7. Verzlunar- og skrifstofufólk fái sjúkrasjóð hliðstætt og önnur stéttarfélög. 8. Ef unnið erlengur en til kl. 19.00 skal reikna eina klukkustund til viðbótar skiluðum vinnutima. 9. Viðbótar orlof sem fæst nú eftir 10 ára starf hjá sama vinnu- veitanda, sé veitt eftir 10 ára starf I sömu starfsgrein, enda þótt unnið sé hjá fleirum en ein- um vinnuvéitanda. Ályktun um slysatryggingu. X. þing LIV haldið að Höfn, Hornafirði 3.-5. október 1975, beinir þvi til samninganefnda félaganna að unnið verði aö hækkun á samningsbundnum slysatryggingum við næstu kjarasamninga. Eftirfarandi breytingar verði gerðar á varanlegum örorkubót- um. örorkustig l%-25% bætist óbreytt. 26%-50% verði tvöföldun á hverju stigi. 51%-100% verði þreföldun á hverju stigi, þannig að 100% varanleg örorka bætist með 225% af tryggingarupphæð- inni. Skerðingarákvæði um 5% örorku eða minni, verði felld nið- ur úr gildandi kjarasamningum. Teknar verði upp . dagpeninga- greiðslur vegna timabundinnar örorku, þannig að menn njóti launa og slysabóta i allt að 52 vik- ur frá slysadegi. Framangreind- ar fjárhæðir skulu breytast i sam- ræmi við breytingar á fram- færsluvisitölu, og skal breyting framkvæmd 1. janúar ár hvert. Framkvæmdastjórn: Formaður: Bjöm Þórhallsson Hannes Þ. Sigurðsson' Gunnlaugur B. Danielsson Ragnar Guðmundsson Gunnar Kristmundsson Böðvar Pétursson Guðfinnur Sigurvinsson Guðmundur Jónsson Sofia Johnson Asa Helgadóttir Grétar Hannesson Vestfirðingafjórðungur: Geir Guðsteinsson, tsafirði Guðrún Eggertsdóttir, Borgar- nesi Norðlendingaf jórðungur: Kristján Jónsson, Dalvik Guttormur Óskarsson, Sauðár- króki Austfirðingafjórðungur: Ásgeir Metúsalemsson, Reyðar- firði Eysteinn Jónsson, Höfn Sunnlendingafjórðungur: Arnar Sigurmundsson, Vest- mannaeyjum Magnús Aðalbjarnarson, Selfossi Varastjórn: Reykjavik: Björk Thomsen Ólafur Hannibalsson GisliGIslason Vestfirðingafjórðungur: Jón Bjarnason, Tálknafirði Norðlendingafjórðungur: Hafliði Jósteinsson, Húsavik Austfirðingaf jórðungur: Björn Ágústsson, Egilsstöðum Sunnlendingafjórðungur: Knútur Scheving, Hellu Endurskoðendur: Ottó J. Ólafsson Geir Magnússon Varaendurskoðendur: Ólafur Aðalsteinsson Sigriður Friðriksdóttir Staða aðalbókara við sýslumannsembætti Skaftafellssýslu, Vik i Mýrdal, er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningum rikis- starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 20. október 1975. Sýslumaður Skaftafellssýslu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.