Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.10.1975, Blaðsíða 20
SÍM1 12234 tiERRft EflRÐURlNN fl-BALSTRfETl 9 Ji/rir ffóóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - ÞRÍR LEIÐTOGAR FINNSKRA SÓSÍAL- DEMÓKRATA TEKNIR FYRIR GJALD- EYRISSMYGL Á ARLANDAFLUGVELLI Ntb/Stokkhólmi. Þrir leiðtogar finnska sóslaldemókrataflokksins reyndu sl. sunnudag að fara frá Svlþjóð með 194.000 sænskar krónur meðferðis, en voru stoppaðir af öryggisvörðum á Ar- landa flugvellinum fyrir utan Stokkhólm. SkýrðuFinnarnir þrir svo frá, að þeir hefðu fengið pen- ingana hjá gjaldkera sænska sósialdemókrataflokksins, Per Johanson. Fjórði Finninn, sem slapp úr landi, komst til Helsingfors með 50 þúsund sænskar krónur með- ferðis I reiðufé. Samkvæmt sænskum lögum telst það refsi- verður verknaður, að fara með meira en sem nemur 6000 sænsk- um krónum úr landi, án sérstakr- ar heimildar rikisstjórnarinnar hverju sinni. Leiðtogi finnska sósialdemókratiska flokksins, Ulf Sundquist, gaf yfirlýsingu þess efnis i gær, að tilraunin til þess að flytja peninga frá Svlþjóð til Finnlands til stuðnings sósial- demókrötum hafi ekki verið gerð samkvæmt heimild frá stjórn flokksins. Stjórn flokksins vissi heldur ekki um þessa tilraun fyrirfram, sagði Sundquist. Spænska stjórnin herðir tökin í baróttunni við skæruliðana 17 handteknir á Spdni Reuter/Ntb, Madrid.Haft var eft- ir talsmönnum Spánarstjórnar i gær, aö spænska stjórnin hefði i hyggju að herða tök sinástjórn landsins til þess að bæla niður uppþot skæruliða i' landinu. Ekki sagði i fréttum I gær, hvers konar brögðum stjórnin hyggöist beita i þessu skyni, en I yfirlýsingu, sem gefin var út i gær að loknum rlkisstjórnarfundi, sagði, að stjórnin hyggðist beita áhrifarlkari aðferðum i baráttu sinni við skæruliðana. Skálmöld mikil rikir núáSpáni og hafa 7 lögreglumenn látið lifið vegna hermdaraðgerða skæru- liða I landinu frá þvi skæruliðam- ir fimm voru teknir af lifi 27. september, sem kunnugt er af fréttum. Margir sendiherrar, sem kallaðir vom heim af stjómum landa sinna, eftir aftöku skæru- liðanna, hafa snúið aftur til Mad- rid. Svissneski sendiherrann kom til Madrid sl. mánudagskvöld, og búizt er við, að sendiherra Vest- ur-Þýzkalands komi til Spánar I dag. Sl. sunnudagskvöld var bróðir eins af leiðtogum ETA skæruliða- samtakanna skotinn til bana á bar I þorpinu Vizcaya, sem er skammt frá Bilbao. Reuter/Madrid. NIu meðlimir ETA skæruliðasamtakanna á Spáni vom handteknir i Bilbao á Spáni I gær, að því er haft var eft- ir lögregluyfirvöldum á Spáni i gær. Einnig vom handteknir átta meðlimir I neðanjarðarnefnd verkamanna, en nefnd þessi er sögð bera ábyrgð á mótþróa þeim, sem verkamenn I Baska- héruöunum á Spáni hafa sýnt að undanförnu. Lögreglan sagði skæruliðana, sem handteknir hefðu verið, ábyrga fyrir sprengjutilræðum þeim, er beint hefði verið gegn lögreglunni að undanförnu... Einn hinna handteknu, Angel Sabino, 40 ára að aldri, særðist lltilsháttar, er hann stökk út um glugga á annarri hæð lögreglu- stöðvarinnar, þar sem hann var yfirheyrður. AAexikanar lýsa yfir 200 mílna efnahagslögsögu Reuter/S.Þ. Forseti Mexíkó, Luis Echeverria Alvarez, lýsti þvi yfir I gær á fundi allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna, að Mexikanar hefðu ákveðið að lýsa yfir 200 milna auðlindalög- sögu undan ströndum landsins. Þessi ákvörðun mexlkönsku stjórnarinnar þýðir það, aö all- ur Kaliforniuflói lýtur nú for- ráðasvæði mexikönsku stjórnarinnar. Echeverria sagði á fundinum I gær, að það gæti tekiö töluverðan tima fyrir haf- réttarráðstefnu S.Þ. að komast að niðurstöðu um stærð auð- lindalögsögu og þvl hefði stjórn hans tekið þessa ákvörðun. Forsetinn sagði ennfremur, að ákvörðun þessi skerti ekki rétt annarra þjóða til að stunda siglingar um flóann né heldur skerti þetta rétt annarra þjóða til að fljúga yfir hann. „Akvörðun þessi mun tryggja okkur full yfirráð yfir auðlind- um þeim, er Kalifornluflói kann að búa yfir,” sagði forsetinn að lokum. Engin skuldbinding um hernaðaraðstoð Ntb/Reuter/Washington. Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, lýsti þvi yfir i gær, að engin ákvæði I hinum fyrirhugaða friðarsáttmála milli Egypta og ísraelsmanna, skyld- uðu Bandarikjastjórn til þess að veita Israelum ■ hernaðaraðstoð, komi til átaka milli Egypta og Israelsmanna. Kom þetta fram, er Kissinger skýrði fyrir þingnefnd áform stjórnarinnar um að senda 200 tæknimenntaða Bandarikjamenn til starfa í Sinaieyðimörkinni. ÁFORMUM FORDS UM SKATTALÆKKANIR FÁLEGA TEKIÐ Reuter/Washington. — Demo kratar, sem hafa meirihluta at kvæða á Bandaríkjaþingi, tóko fálega tillögum Fords forseta um verulega lækkun skatta, en til- laga þessi er tengd áformum hans um að draga verulega úr rlkisút- gjöldum. A1 Ulmann, demókrati, og formaður f járhagsnefndar Ársþing brezka íhaldsflokksins hófst í gær: Eining ríkir um Thatcher fulltrúadeildar þingsins, lýsti þessum tillögum Fords sem fáránlegum. I tillögunum er gert ráð fyrir þvf, að skattar lækki um allt að 28 þúsund milljónir dollara á f járhagsárinu 1976, og að ríkis- útgjöld fari ekki fram úr 395 þús- und milljón dollurum, á fjárhags- árinu, sem hefst 1. október 1976. William Simon, fjármálaráð- herra Bandarlkjastjórnar, sagði I gær, að Ford forseti myndi beita neitunarvaldi slnu gegn hvers konar samþykktum þingsins um skattalækkanir, nema jafnframt yröi ákveðið hámark rlkisút- gjalda. Ford mun leggja fjárlagafrumvarp stjórnar sinnar fyrir þingið I janúar. Reuter/Blackpool. Arsþing brezka ihaldsflokksins hófst i Blackpool á Englandi i gær. Helzta verkefni þingsins verður að inóta nýja stefnu fyrir flokk- inn og tefla Margaret Thatcher fram sem trdveröugu forsætis- ráöherraefni fyrir flokkinn. Von- astflokksmennfastlega til, að frú Thatcher reynist farsæll og sigur- sæll flokksleiðtogi, en sem kunn- ugt er, hefur ihaldsflokkurinn beðið mikið afhroð i tveimur slð- ustu þingkosningum á Englandi. 1 fréttaskeytum, sem bárust frá Englandi i gær, segir, að frú Thatcher megi búast við miklum fagnaðarlátum, er hún ávarpar flokksþingið i fyrsta sinni sem leiðtogi flokksins. Ræðu sina mun Thatcher flytja á morgun og er hennar beðið með nokkurri eftir- væntingu. Sir Keith Joseph, leiðtogi hægri arms flokksins og einn helzti hug- myndafræðingur flokksins, setti þingið I gær og i ræðu sinni minnt- ist hann á helztu atriðin sem til umfjöllunar munu koma á þing- inu. Sagðist Sir Keith Joseph þess fullviss, að brezkir kjósendur myndu brátt snúa baki við stjórn Verkamannaflokksins og aðhyll- ast i auknum mæli stefnu ihalds- flokksins, þvi að öllum mætti ljóst vera hið glfurlega bil, sem væri á milli kenninga þeirra, er Verka- mannaflokkurinn boðar og svo aftur stjórnarframkvæmda leið- toga flokksins. Búizt er við, að helzta deilumál þingsins verði breytt kosninga- fyrirkomulag i Bretlandi, en umræður um þaðmál fara fram i dag. Thatcher: “ Fréttaskýrendurbúast við öflugri traustsyfirlýsingu til hennar. Frjólslynt dag- blað ó Italíu Reutcr/Róm. Giorgio MondadDri, forstjóri Mondadori útgáfufyrir- tækisins á Itallu, hefur sagt, að von sé á þvi, að útgáfufyrirtækið hefji bráðlega útgáfu á nýju frjálslyndu og vinstrisinnuðu dagblaði á ítaliu. Haft var eftir Mondadori, að dagblaðið liti fyrst dagsins ljós 14. janúar, og mun það bera heitið La republica. Ritstjóri þess verður núverandi ritstjóri hins vinstri- sinnaða timarits Espresso. Yfirlýsing Mondadoris kemur nokkuð á óvart, þvi að flest hin 60 dagblöð, sem gefin eru út á Italiu, hafa átt við alvarleg fjárhags- vandræði að striða vegna hækk- aðs tilkostnaðar við útkomu dag- blaðs. Kvíga varð frægasta nautabana Spánverja að bana Reuter/Ntb/Madrid. Einn frægasti nautabani Spán- verja, Antonio Bienvenida, 53ja ára gamall, sem banað hefur á 30 ára frækilegum ferli sínum sem nautabani yfir 2000 fullvöxnum bolum, lézt I gær af áverkum, sem hann hlaut i viðureign við ársgamla kvlgu á sunnudag- inn. Kvlga þessi, þótt ung væri að aldri, beittí hinum mestu bolabrögðum, hún nefnilega réðst aftan að nautabanan- ' um frækna, er hann var önn- um kafinn við að þjálfa nokkra kálfa og átti sér einskis ills von. Þeytti kvigan nautabananum hátt i loft upp, með þeim hrapal- legu afleiðingum að hann hálsbrotnaði, misstí meðvit- und og siðan llfið, á sjúkra- húsi. Bienvenida fæddisti Cara- cas I Venezúela. Bræður hans fjórir hafa einnig getið sér gott orð sem slyngir nautabanar. Verður Bretaprins verndari þjófa? Reuter/London. Karl prins, rlkiserfingi brezku krúnunnar mun taka við stjórn tundurspillis I brezka flotanum i byrjun næsta árs, að því er haft var eftir tals- manni brezka varnarmála- ráðuneytisins i gær. Mun verksvið tundurspillisins verða að vernda brezka oliu- leitarmenn og brezka fisk- veiðimenn. Ef hliðsjón er höfð af siðustu yfirlýsingu brezku rikisstjórnarinnar i landhelgismálinu og fyrri af- stöðu Breta I landhelgis- deilum við íslendinga má e.t.v. búast við þvi, að Bretaprins verði mættur til að vernda brezka veiðiþjófa við ólöglegar veiðar við ts- landsstrendur, komi til átaka I landhelgismálinu. Prinsinn, sem nú hefur hlotið stöðu sjóliðsforingja i brezka sjóhernum, mun stjórna tundurspillinum hms Bronington, sem er 300 tonn aö stærð. Um borð eru fjórir liðsforingjar og 33 aðrir sjóliðar. Heimahöfn tundur- spillisins mun verða Rosvth.sem er í um 25 km fjarlægð frá Edinborg. Prinsinn hefur verið i sjóhernum I fjögur ár og nú sem stendur hlýtur hann foringjaþjálfun. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins agði að aðal hlutverk Broningtons yrði að slæða upp sprengjur frá þvi i seinni heimsstyrjöldinni, en sprengjur þessar gera siglingu um Norðursjóinn mjög hættulega. Tals- maðurinn bætti þvi hins veg- ar við að aðalhlutverk bátsins yrði að vernda oliu- leitarmenn og fiskimenn i Norðursjónum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.