Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 9, október 1975. Fréttir af Twiggy Hans er vandlega gætt John Gable er þrettán ára myndarpiltur. Hann fæddist fjórum mánuðum eftir að faðir hans bandariski leikarinn, Clark Gable, dó. Kay móðir hans hefur látið gæta hans mjög vel, allt frá fæðingu, og litið hefur verið um myndir og frá- sagnir af þeim mæðginum I fjöl- miðlum. Astæðan er sú, að þegar John var kornabarn, barst móðir hans hótun um að honum yrði rænt, og hún hefur æ slðan verið dauðhrædd um að gerðyrði alvara úr þeirri hótun. Ástæðan fyrir áhuga mannræn- ingja á drengnum er að sjálf- sögðu sú staðreynd, að hann ★ ---------> erfði hvorki meira né minna en fjögur hundruð þúsund dollara eftir fööur sinn, en það mun svara til u.þ.b. sextlu og sex milljóna isl. króna. Meðfylgj- andi mynd af Kay og John Gable er ein af örfáum, sem blaðaljósmyndurum hefur tek- izt að ná. ★ Ekkja snillingsins Pablo Casals, hinn heimsfrægi sellóisti, var 97 ára gamall, þeg- ar hann andaðist árið 1973. Hann skildi eftir sig fallega ekkju, 60 árum yngri Mörtu að nafni. Hún býr nú i San Juan, Puerto Rico. Þar er hún I for- sæti fyrir Casals-listaháti'ö, sem er opinber stofnun, styrkt af Pu- erto Rico-stjórninni. Frú Casals hefur eftirlit með Casals-sum- arkonsertum, er I stjórn Sinfó- nluhljómsveitar Puerto Rico og sömuleiðis i stjórn tónlistar- skólans I Puerto Rico. Marta Casals, sem nú er 38 ára gömul, var uppáhaldsnemandi Casals, þegar þau ákváðu að giftast. Hún dáöist að honum og hlúði að honum alla tið. Hún vinnur 12-14 klst! á dag að áhugamálum sin- um og segist engan tima hafa til að skrifa endurminningar sinar, en margir útgefendur eru að nauða i henni með það. Fyrir nokkrum vikum tilkynnti hún, að hún ætlaði að ganga i hjóna- band með pianistanum Eugene Istomin. Twiggy, enska fyrirsætan, sem frægust var i eina tið fyrir hvað hún var mjóslegin, á nú ekki mjög góðar endurminningar frá þeim árum. Hún segir, að vinur hennar þáverandi, Justin de Villeneuve, sem var fylgdar- maður hennar i 8 ár, hafi að visu komið sér á framfæri, en hann hafi lika haft gott upp úr þvi. — Ég varð að afhenda honum aht, sem ég vann mér inn. Hann stjórnaði öllu og bókstaflega ★ hindraði mig i að þroska mina hæfileika. Nú býr hún meö ame- riska leikaranum Michael Wit- ney i Malibu i Kaliforniu. Þau eru búin að kaupa sér hús, og búizt er við að þau gangi i það heilaga með haustinu. Twiggy tilkynnir að hún ætli sér að verða leikkona og er nú búin að fá smáhlutverk i óperettu, sem á að sýna i sjónvarpi. Hér sjáið þið mynd af Twiggy og nýja vin- inum. ★ Qnn «a ibMf buuan-rr-mJS)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.