Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. október 1975. TÍMINN 1 N V. Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. AAagnús Ólafsson skrifar frá York: OPEC hefur sýnt styrkleika sinn ,,Getur OPEC þrifizt án Saudi-Arabíu?" Crosland fer ekki sjálfur í þorskastríð Það er vandalaust fyrir brezkan ráðherra að hóta íslendingum þorskastriði, þvi að hann ætlar ekki að vera á togara að veiðum i vetrarveðrum fyrir norðan ísland og eiga það á hættu að vera tekinn sem ræningi, ef hann leitar vars eða hafnar. Það er auðveldara að hóta þessu úr mjúkum stjórnarsessi i London en að standa i sliku striði i raun. Þeir brezkir sjómenn, sem eiga að taka þátt i þorskastriðinu, hafa áreiðanlega ekki fagnað striðsyfirlýsingu Croslands ráðherra. Þess er skemmst að minnast, að i þorskastriðinu 1972—1973 gekk brezkum togaraeigendum stöðugt verr að manna skipin, sem áttu að stunda rán- yrkju við Island. Að lokum var brezka ihalds- stjórnin neydd til að senda herskip á vettvang til þess að verja þjófnaðinn, og þrátt fyrir það gekk illa að fá fullskipaðar áhafnir á togarana. Islendingar þurfa þvi ekki að gugna fyrir striðs- yfirlýsingu Croslands. Brezkum sjómönnum og út- gerðarmönnum er ekki eins ljúft að hefja nýtt þorskastrið og ætla mætti af orðum hins striðs- glaða ráðherra. Þeir munu hugsa sig um oftar en tvisvar, áður en þeir leggja út i strið, sem hlýtur að tapast, þótt hægt verði að heyja það um hrið. Það getur að sjálfsögðu kostað íslendinga vissa erfiðleika og fórnir, en það verður lika erfitt brezkum sjómönnum og útgerðarmönnum. En Crosland er ekki að hugsa um það. Ræða Croslands var annars öll i þeim stil, að hún hefði vel sómt brezkum nýlendustjóra á Indlandi á 19. öld. Slikur herra hefði ófeiminn talað um hefð- bundinn rétt Breta á Indlandi. Á svipaðan hátt tal- ar Crosland nú um hefðbundinn rétt Breta á ís- landsmiðum. Islendingar hafa heyrt þetta fyrr. Fyrir rúmum 20 árum sögðu Bretar sig eiga rétt til að veiða inni á fjörðum og flóum við Island. Þéssi réttur væri meira að segja orðinn 500 ára gamall. Bretar settu löndunarbann á islenzkan fisk til að leggja áherzlu á þennan rétt sinn og neyða íslend- inga þannig til að viðurkenna hann. Nú minnast Bretar ekki á þennan rétt sinn lengur. Jafnvel þeir viðurkenna, að hann sé orðinn úreltur. Fyrir 17 ár- um sögðu Bretar, að þeir ættu hefðbundinn rétt til að veiða innan 12 milna fiskveiðilögsögunnar. Þeir hófu meira að segja þorskastrið til þess að verja hann. Nú viðurkennir jafnvel Crosland, að Bretar eigi ekki lengur neinn hefðbundinn rétt innan tólf milna markanna. Hann sé orðinn úreltur. Á sama veg fer annar hefðbundinn réttur, sem Bretar telja sig eiga á íslandsmiðum. Hann er ekkert annað en gamalt og úrelt ranglæti, sem verður að vikja fyrir nýjum og betri siðum, likt og hinn hefðbundni rétt- ur Breta á Indlandi áður fyrr. Crosland reynir að vitna i úrskurð Alþjóðadóm- stólsins, striðsyfirlýsingu sinni til stuðnings. En meira að segja úrskurður Alþjóðadómstólsins, sem er byggður á úreltum venjum, viðurkennir forgangsrétt íslands til veiðanna á íslandsmiðum. I samræmi við slíkan rétt var nýlega samið um, að útlendingar drægju úr veiðum sinum við Kanada um 40% á sama tima og hlutur Kanada var aukinn. Þetta er glögg visbending um þá réttarþróun, sem er að gerast i heiminum og virðist alveg hafa farið framhjá Crosland. Þvi minnir hann á nátttröll, sem dagað hefur uppi fyrir meira en hundrað ár- um. AÐ LOKNUM fundi sam- taka oliuútflutningsrikja i Vín, hafa hinir ýmsu sérfræðingar i Bretlandi, svo sem annars staðar, velt fyrir sér afleiðing- um nýhækkaðs oliuverðs. Um- ræður hafa ekki eingöngu snú- izt um bein áhrif hækkuninn- ar, heldur einnig um þætti eins og Norðursjávaroliuna, nýt- ingu annarra orkugjafa og framtið þróunarlandanna, svo eitthvaðsé nefnt. Þá hafa tals- verðar umræður orðið um samtök oliuútflutningsrikja, en góð þekking á eðli samtak- anna, styrk þeirra og veik- leika, er nauðsynleg þeim, sem vilja spá fyrir um þróun oliumála á næstu misserum. THE Organisation of Petrol- eum Exporting Countries (OPEC), eða samtök oliuút- flutningsrikja, komust á lagg- irnar i janúar 1961. Stofnrikin voru sex, Irak, Iran, Kuwait, Qatar, Saudi-Arabia og Vene- súela, en skömmu siðar bætt- ust þrjú i hópinn, Abu Dhabi, Indónesia og Libýa. Á áttunda áratugnum hafa fjögur riki gerzt aðilar, Alsir, Bahrein, Gabon og Nigeria. Hið upphaflega markmið samtakanna var að stefna að stöðugu heimsmarkaðsverði, svo og forðast samkeppni milli framleiðslurikjanna. Til að byrja með voru samtökin ekki mikils megnug gagnvart hin- um risastóru og sterku oliufé- lögum. Kom þar margt til, svo sem spilling embættismanna, vanþróun landanna, og þá urðu löndin að notast við skipulagt dreifingarkerfi fyrirtækjanna. Með árunum styrktust þó samtökin. 1965 samþykktu þau að draga úr framleiðslunni til að forðast lækkun heimsmarkaðsverðs á hráoliu vegna offramboðs. Og i Tehran 14. febrúar 1971 má segja, að timamót hafi verið mörkuð i sögu samtakanna. Þá gerðu sex aðildarrikjanna, Abu Dhabi, írak, Iran, Ku- wait, Qatar og Saudi-Arabia, samkomulag við oliufélögin vestrænu um stórhækkað verð, framleiðslurikjunum til góða. Siðan fylgdu hin rikin á eftir, og OPEC hafði uppgötv- að styrkleika sinn. Frá og með fundinum i Tehran i desember 1973 hefur orðið næstum fimmföld verð- hækkun á hráoliu. Og hin iðn- væddu riki Vesturlanda, jafnt transkeisari vildi meiri hækkun sem þróunarlöndin, hafa feng- ið að finna fyrir hækkununum. Ef afleiðingar mikilla hækk- ana i júni og september 1974 gerðu ráðamönnum i OPEC- löndunum ljóst, að verðhækk- un þýddi ekki sama og tekju- aukning. Þvert á móti gat verðhækkun þýtt tekjurýrnun. Orsakir þess liggja i atriðum eins og minni eftirspurn og kaupgetu, aukinni nýtingu annarra orkugjafa, öll inn- kaup frá Vesturlöndum urðu .margfalt dýrari, svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki varð hinni gifurlegu fjárfestingu, sem framleiðslurikin gerðu á Vesturlöndum, verulega ógn- að. Þessum hlutum höfðu ráðamenn i Saudi-Arabiu gert sér grein fyrir strax fyrir fundinn i Tehran 1973, þegar OPEC samþykkti 130% hækk- un að undirlagi Iranskeisara, en raunar i andstöðu við S- Arabiu. Þá gerðist sá atburð- ur, að Yamani, oliumálaráð- herra S-Arabiu, náði ekki sambandi við Feisal, þáver- andi konung, til að fá frekari fyrirskipanir, og þvi fór sem fór. Rifjaðist sá atburður upp, þegar Yamani yfirgaf skyndi- lega Vinarfundinn i siðasta mánuði, meðan hann stóð sem hæst, og hélt til Lundúna til að fá fyrirskipanir að heiman. Yamani réð úrslitum FYRIR Vinarfundinn höfðu áreiðanlega öll OPEC-rikin gert sér grein fyrir þvi, að meiriháttar verðhækkun á hráoliu kæmi ekki til greina. En um hitt greindi þau á, hve litil hún ætti að vera. Fyrir nokkrum mánuðum talaði Ir- anskeisari um 30%, og banda- risk yfirvöld töldu t.d. 25% ekki fjarri lagi. Er nær dró Vinarfundinum, varð afstaða hinna ýmsu rikja OPEC skýr- ari. Ljóst varð, að „dúfurnar” með S-Arabiu i broddi fylking- ar, vildu helzt óbreytt ástand út árið, og meðan á fundunum stóð sagði oliumálaráðherra S-Arabiu, Ahmed Zahi Yam- ani, að væri farið yfir 10% markið, þá „yrði ekkert sam- komulag”. „Haukarnir”, ír- ak, tran, Libýa og Nígeria, vildu 20% (byrjuðu reyndar i 28%) og „ekki minna en 15%”. Á milli stóðu Alsir, sem hafði sýnt mikinn skilning á afstöðu S-Arabiu og Venesúela. For- seti þess siðarnefnda, Carlos Peres, hringdi persónulega bæði til transkeisara og Fah- ad, krónprins S-Arabiu, til þess að miðla málum. Árang- urinn varð 10% hækkun frá og með 1. október siðast liðnum og óbreytt verð til 30. júni 1976. Þó haía áreiðanlega mestu ráðið áhrif S-Arabiu, sem stærsta útflytjanda OPEC. Margir fréttaskýrendur vildu segja framtið OPEC ótrygga, meðan á fundum stóö, og jafnvel eftir þá. Þess- ar ágizkanir, sem byggðust á þvi, að yrði ekki samið, myndi S-Arabia einangrast, virðast þó ekki hafa við mikil rök að styðjast. Fullt samkomulag um svo afgerandi atriði náðist á aöeins fjögurra daga fundi. - Raunar kemur styrkleiki OPEC alltaf betur og betur i ljós. Þeir ná núverandi til- gangi sinum auðveldlega, þ.e. að viðhalda hámarksverði á hráoliu, þó með tilliti til þess, hvað markaðurinn. og efna- hagslegar aðstæður þola. Með þetta i huga er 10% hækkunin örugglega mjög nærri lagi og hefur styrkt OPEC. Eða eins og Yamani svaraði spurning- unni um hugsanlega einangr- un S-Arabiu: „Getur OPEC þrifizt án S-Arabiu”? I annari grein verður rætt um áhrif oliuverðhækkunar- innar og sagt frá umræðum um þau i Bretlandi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.