Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 9. október 1975. LÖ GREGL UHA TARINN 35 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal * — i — ' ——■ i * — Við erum Harvardmenn, svaraði málarinn.... — Við sóðum aldrei út þvagskálarnar. Hinn málarinn hló. XXX Þriðja bréfið kom klukkan eliefu þennan morgun. Það var uppgjafa menntaskólapiltur sem kom með það. Hann gekk hiklaust fram hjá skráningardeildinni og inn á skrifstofu lögreglustöðvarinnar. Þar sat Genero og velti fyrir sér dularf ullu tákni gúmmílfmsins, sem notað hafði verið til að líma stafina. — Hva, eru allir í fríi, spurði strákurinn. Hann var sautján ára gamall og andlitið bólugrafið. Hann þóttist heldur betur á heimavelli á lögregluskrifstof unni, því að eitt sinn var hann meðlimur í götuóaldaflokki, sem kallaðist ,,T(U HRÆÐILEGIR". í flokki þessum voru ellefu ungir menn, sem bundizt höfðu samtökum til að berjast gegn veldi annarra ungra manna í hverfi þeirra Þessir ,,Aðrir ungir menn" voru Puerto Rican innflytj- endur. Flokkurinn leystist upp skömmu fyrir jóh Puerto Rico piltarnir höfðu ekki sigrað þá. Hins vegar höfðu sjö af hinum ,,TÍU HRÆÐILEGU" látið í minni pokann fyr- ir sameiginlegum óvini Puerto Ricana og Engilsaxa: eit- urlyf junum. Fimm af sjö náðust, hinir voru dauðir. Af þeim þrem sem eftir voru var einn i fangelsi fyrir að ganga með byssu í heimildarleysi, annar gerði írskri stúlku barn og varð því að giftast henni, en sá þriðji gekk með bréfið inní skrifstofusal lögreglustöðvarinnar. Hann var svo viss um sig, að hann treystist til að gantast við einkennisklæddan lögregluþjóninn. — Hvað vilt þú, spurði Genero. — Ég átti að afhenda varðstjóranum þetta. En hann sést hvergi. Vilt þú kannski taka við því? — Hvað er það? — Það veit ég ekki, svaraði strákurinn. Það var náungi hér úti á götu sem stöðvaði mig og bauð mér fimm dali fyrir að afhenda það. — Fáðu þér sæti, sagði Genero.... Hann tók umslagið af stráknum og íhugaði hvort hann ætti að opna það. Þá varð honum skyndilega Ijóst, að hann var búinn að maka fingraförum sínum um allt umslagið. Hann lét það falla á skrif borðið. Á salerninu innar í húsinu heyrðust málar- arnir syngja. Genero átti aðeins að svara í símann og taka við skilaboðum. Aftur leit hann á umslagið og freistingin gagntók hann. — Ég sagði þér að f á þér sæti, sagði hann við strákinn. — Til hvers? — Þú bíður hér þangað til einhver leynilögreglumann- anna kemur aftur. Sú er ástæðan. — Éttu það sem úti frýs, lögga, sagði strákurinn og ætlaði að fara. — Genero dró f ram byssu sína. — Heyrðu sagði hann blítt. Strákurinn sneri sér við og starði inní kalt og svart hlaupið. — Ég kann Miranda Escobedo utan að, sagði hann. En hann settist þau níður. XXX Lögreglumönnum fellur þungt þegar einhver þeirra verður fórnarlamb glæpamanna og misindislýðs. Þeir verða taugaveiklaðir. Þeir f inna að þrátt f yrir hvítf libba skrifstof uvinnu vegna skýrslugerðar er starf þeirra alls ekki hættulaust. Þeim f innst að á hverri stundu geti ein- hver tekið upp á að skjóta þá, sparka í þá eða jafnvel berja. Þeim finnst þeir njóta lítillar ástar. Ungu íþróttamennirnir tveir höfðu svo litla ást á Car- ella, að þeir höfðu brotið í honum þrjú rifbein auk nefs- ins. Einnig var hann með sáran höf uðverk eftir velmiðuð höf uðhögg. Carella komst til meðvitundar skömmu eftir að hann var lagður inn á spítalann. Hann var nú með fulla rænu en leið alls ekki vel. Ekki var hann heldur reiðubúinn að tala mikið. Teddy sat á rúmstokknum við hlið hans og hélt í hönd honum. Carella tók stutt andtök, því sársaukinn í brotum rif jum hans var sem kvalavíti Leynilögreglumennirnir héldu uppi samræðum, en held- ur voru þær bragðdaufar. Þeir stóðu skyndilega augliti til auglitis við mjög persónubundið ofbeldi. Þetta var ekki líkt því ofbeldi sem þeir sinntu dags daglega við starf sitt. Ekki tilfinningalaus aðkoma að einhverjum ókunnum manni. Hér höfðu þeir vin sinn og samstarfs- mann fyrir augunum. Hann lá sárþjáður í sjúkrarúmi. Kona hans hélt í hönd honum og reyndi að brosa að mis-# lukkaðri gamansemi þeirra. Leynilögreglumennirnir fjórir yfirgáfu spítalann kl. tólf á hádegi. Brown og Willis gengu á undan Hawes og Kling, sem trítluðu á eftir þeim. — Þeir létu hann aldeilis f inna fyrir því, sagði Brown. XXX mi !it Fimmtudagur 9. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir leik- kona les söguna „Bessi” eftir Dorothy Canfield i þýð- ingu Silju Aðalsteinsd. (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Tómas Þor- valdsson I Grindavik. Morguntdnleikar kl. 11.00: Benjamin Luxon og Climax- kórinn syngja „Songs of the Sea” op. 91 eftir Charles Villiers Stanford, Edgar Kessel stjórnar/ Grant Jo- hannesen leikur á pianó verk eftir Deodat de Se- verac og Albert Roussel/ Wolfgang Schneiderhan og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Berlin leika Fiðlukon- sert i e-moll op. 64 eftir Felix Mendelssohn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Endur- sögn” eftir Anders Bodelsen Þýðandinn, Bodil Sahn menntaskólakennari, les fyrri hluta sögunnar. 15.00 Miðdegistónleikar Ann Griffiths leikur á hörpu „Siciliana” eftir Respighi/ Grandjany og Sónötu i Es- dúr op. 34 eftir Dussek. Gér- ard Souzay syngur þrjár ariur úr óperum eftir Lully. Enska kammersveitin leik- ur með, Raymond Leppard stjórnar. Andrés Segovia og hljómsveitin „Symphony of the Air” i New York leika Gítarkonsert i E-dúr eftir Boccherini, Enrique Jordá stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar Sitt- hvað af Suðurlandi. 17.30 Mannlif i mótun Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri rekur endurminning- ar sinar frá uppvaxtarárum i Miðfirði (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Gestur i útvarpssal: Ellsworth Snyder leikur á píanó verk eftir Charles Ives, Burt Levy og David Ahlstrom. 20.00 Leikrit: „Astir og árekstrar” eftir Kennett Horne Þýðandi: Sverrir Thoroddsen. Leikstjóri: Gisli Halldórsson. Persónur og leikendur: Jill Peabody: Anna Kristin Arngrimsdótt- ir. Julian Peabody: Ævar Kvaran. Stephen Clench: Ágúst Guðmundsson. Mark Graham: Sigurður Skúla- son. Phyllis Peabody: Sofffa Jakobsdöttir. Violet Wat- kins: Briet Héðinsdóttir. Læknirinn: Valur Gislason 21.50 „Medea”, forleikur eftir Luigi Cherubini Kammer- sveitin i Prag leikur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöidsag- an: „Rúbrúk” eftir Paul VadÞýðandinn CJlfur Hjör- var, lýkur lestri sögunnar (26). 22.35 Krossgötur Tónlistar- þáttur i umsjá Jóhönnu Birgisdóttur og Björns Birgissonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsícf iTimanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.