Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.10.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9, október 1975. 13 O Iðnþing hvernig unnt sé að beita opinber- um innkaupum beinlinis sem tæki til eflingar iðnþróun. Iðnaðarráðuneytið hefur unnið að því að beina innkaupum, vegna framkvæmda á vegum opinberra aðila, til innlendra framleiðenda. Hefur m.a. verið lögð sérstök áherzla á viðskipti við innlenda framleiðendur vegna þeirra framkvæmda sem hafnar eru á Grundartanga i Hvalfirði. Ráðuneytið hefur i þvi sambandi lagt áherzlu á það við stjörn Járn- blendifélagsins, að útboðum verði hagað þannig, að islenzk fyrir- tæki eigi þess kost að bjöða i verk eða einstaka verkhluta og islenzk iðnaðarframleiðsla njóti forgangs svo sem kostur er. Einnig að stefnt sé að þvi' að mannvirki verði smiðuð og reist af innlend- um aðilum, þegar viðunandi boð fást. Hagræðing og framleiðni A sviði hagræðingarmála og framleiðniaukandi aðgerða hefur viða verið unnið gagnlegt starf, og þarf áfram að halda og efla þann stuðning, sem veittur er iðn- fyrirtækjum á þessum sviðum. Er þess að vænta að tæknistofnun fyrir iðnaðinn verði merkur áfangi i þeirri viðleitni. Fyrir rúmu ári gerði Iðn- þróunarstofnun íslands samning við danska ráðgjafastofnun um tækniaðstoð við innlendar skipa- smiðastöðvar. Framkvæmd þessa verks hófst á s.l. hausti og er enn haldið áfram. Fram til þessa eru það einkum þrjár skipasmiðastöðvar, sem orðið hafa þeirrar aðstoðar aðnjótandi, en ekkert ætti að vera þvi til fyrirstöðu að fleiri stöðvar njóti góðs af þvi starfi, sem hér er unn- ið og þarf að stefna að þvi'. Á þéim skamma tima, sem lið- inn er frá þvi tækniaðstoð þessi hófst, hefur framleiðni i þeirri stöð sem beztum árangri hefur náð, aukizt um 15-20%, sem er af- ar athyglisvert. Fyrir liggur nú i ráðuneytinu beiðni um áframhald fjárhagslegrar fyrirgreiðslu vegna framhalds á tækniaðstoð. Mun ráðuneytið beita sér fyrir þvi að sú beiðni fái jákvæða úrlausn. Ég vék áðan að mótun stefnu um innkaup opinberra aðila til áhrifa á þróun islenzks iðnaðar. Það er einnig mikilvægt, að mót- uð verði ákveðnari stefna gagn- vart Islenzkum skipasmiðaiðnaði við endurnýjun og aukningu fiski- skipaflota okkar, ekki sizt i endurnýjun og uppbyggingu togaraflotans, sem nú mun gegna vaxandi hlutverki við nýtingu fiskimiðanna innan hinnar stækk- uðu landhelgi. Ætti að vera unnt að framfylgja fastmótaðri stefnu I þessum efnum, með lánaregl- um, veitingu ábyrgða til kaup- enda o.fl. Um árabil hefur verið reynt að hafa hér áhrif á með þvi að veita kaupendum skipa, sem smiðuð eru innanlands, 10% viðbótarlán umfram það sem fæst, þegar er- lend skip eru keypt. Á s.l. vetri fól rikisstjórnin Byggðasjóði að hafa lánveitingar þessar með höndum og er þvi komin föst skipan á þessi mál. Þótt þessi 10% lán skipti verulegu máli fyrir inn- Tilboð óskast i fólksbifreiðar, Pick-Up og sendiferðabif- reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 14. október kl. 12-3. Sala varnarliðseigna. Fossvogur Ný 4ra herbergja ibúð á 2. hæð við Selja- land. tbúðin er 1 stofa og forstofa með parket, hjónaherbergi með skápum og 2 barnaherberg, baðherbergi með flisum og búr inn af eldhúsi. Verð: 7,5 millj. kr. Á sama stigagandi er til sölu einstaklingsibúð. Vagn E. Jónsson hrl. Fasteignadeild, Austurstræti 9, símar 2-14-10 & 14-400. Stór kyndistöð Til sölu er kyndistöð Hitaveitu Arnarness, þ.e.a.s. einn ketill (1,6 KCAL/H) og einn ketill (1,5 KCAL/H) ásamt fylgihlutum. Einnig flytjanlegt stálgrindarhús með einangrun, 12x12 m. Upplýsingar gefur Kristján óli Hjaltason, i sima 1-52-23 eða i sima 4-19-15 eftir kl. 18. Utanríkisráðuneytið, Reykjavik, 7. október 1975. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni Staða fulltrúa I utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt iaunakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 10. nóvember 1975. Staðan verður veitt frá og með 1. janúr 1976. lendan skipasmiðaiðnað, verður að gera hér enn betur og móta langtimaáætlun um þörf okkar i þvi skyni að draga úr þeim sveifl- um sem hafa verið einkennandi i endurnýjun fiskiskipaflotans og tryggja skipasmiðaiðnaði okkar á þann hátt meiri og jafnari eftir- spurn. En það er fleira en nýsmiðin, sem máli skiptir. Hin mikla upp- bygging skuttogaraflotans hefur aukið mjög eftirspurn eftir hvers konar viðhalds- og viðgerðar- þjónustu fyrir þennan flota. Ekki er vafi á þvi, að skipasmiða- og dráttarbrautastöðvar þurfa að búa sig sérstaklega undir aukna eftirspurn eftir. þessari þjónustu, og sérstaklega þarf að huga að þvi, hvernig unnt sé að flytja inn I landið sem mest af þeim skipa- viðgerðum, sem nú fara fram er- lendis. Að undanförnu hefur einnig verið unnið umtalsvert starf við að efla framleiðni f.húsgagna- og innréttingaiðnaði, með fjárhags- legum stuðningi iðnaðarráðu- neytis og Iðnþróunarsjóðs. Hér hefur verið um árangursrikt og gagnlegt starf að ræða, sem án efa stuðlar að þvi að þessar fram- leiðslugreinar verði færari en áð- ur til að mæta aukinni erlendri samkeppni. Iðnaðarmálagjald Á siðasta Alþingi voru sam- þykkt lög um iðnaðarmálagjald, sem fela i sér, að lagt er sérstakt gjald, 0,1% á allan iðnrekstur i landinu, á sama hátt og iðnlána- sjóðsgjald og lagt á með þvi. Tekjur af gjaldi þessu renna til samtaka iðnaðarins i landinu og skal ráðstafað til að vinna að efl- ingu iðnaðar og iðnþróunar i landinu. Er þess að vænta, að það aukna fjármagn, sem samtökin fá með gjaldi þessu, verði til þess að efla starfsemi þeirra til hags- bóta fyrir jákvæða iðnþróun i landinu. Rússneskir rifflar fimm skota — með og án sjónauka — Verð frá kr. 8.900 Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt POSTSENDUM SPORT&4L S c7 IPLMMTORG] I HAGLA- BYSSUR Við bjóðu 20% afslátt af • • 0LLUIV gleraugna- umgjörðum í dag og nokkra næstu daga, vegna breytinga á rekstri fyrirtækisins. N0TAÐU TÆKIFÆRIÐ — ef þú þarft að endurnýja gleraugun — ef þú þarft lestrargleraugu — ef þú ert að byrja i skóla — ef þú ert orðinn leiður á gömlu umgjörðinni. Mundu: Ný gleraugu skapa nýtt andlit. Mundu: Tilboð þetta stendur aðeins i nokkra daga. T\/| | H GLERAUGNAVERSLUN, lYLI F AUSTURSTRÆTI20. l.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.