Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 10. október 1975. i með ungu fólki „Það liggur við að ég sé öldung- urinn hérna,” sagði Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri i Hóla- brekkuskóla i Breiðholti, þegar þátturinn heimsótti hann nú i vik- unni, en kennaraliðið i þessum nýja skóla, sem tók fyrstt.il starfa i fyrrahaust, er allt mjög ungt að árum. Þegar við spurðum Sigur- jón hvað hann héldiað meðalaldur kennara væri hár, kvaðst hann telja að hann væri 25 eða 26 ár — og sennilega er ekki i neinum skóla hér á landi jafn mikið af ungu fólkivið kennslustörf. — Það eru aðeins þrir eða fjór- ir kennarar eldri en þrjátiu ára, af 22kennurum við skólann, sagði Sigurjón, sem hefur verið skóla- stjóri við Hólabrekkuskóla frá byrjun. Sigurjón er 33ja ára að aldri og starfar jafnframt sem fréttaþulur i sjónvarpinu. Þegar Hólabrekkuskóli tók til starfa i fyrrahaust var skólahúsið ekki tilbúið til notkunar, og þvi fengust lánsstofur i Fellaskóla fyrir barnaskólann og nemendur I gagnfræðadeildunum fengu inn i lánsstofu i Réttarholtsskólanum. Ekið var með nemendurna á milli hverfanna fyrstu mánuðina, en kennslustofur gagnfræðadeild- anna voru ekki tilbúnar fyrr en i nóvember. Krakkarnir i barna- skólanum urðu hins vegar að biða öllu lengur, þvi að kjallari Hóla- brekkuskóla, þar sem þau hafa- ast við, var ekki kennsluhæfur fyrr en um áramótin — og enn er ýmislegt ógert þar. Það vakti athygli okkar þegar við gengum um skólann, að á báð- um hæðunum var „hol” i miðj- unni og rennihurðir eða öllu held- ur renniveggir frá öllum skóla- stofunum inn i' „holið”, þannig að öllum skólastofunum getur i einni svipan verið hægt að breyta i eina skólastofu á hverri hæö. 1 haust varbyrjað á tilraun með „opinn skóla” i Hólabrekku- skóla. 70 börn á aldrinum 7 og 8 ára eru saman i einni deild með þremur kennurum, og eru það þrjár samliggjandi kennslustof- ur. Sigurjón kvað enga reynslu vera komna á þessa tilraun ennþá, en hins vegar kvaðst hann hafa trú á þvi, að þetta kennlsu- fyrirkomulag væri hentugt. — Ég veit,að vinnuálag kennarannaer meira þegar þessi háttur er hafð- ur á, en hins vegar býður þessi möguleiki upp á það, að hægt er að sinna þeim börnum meira, sem þess þurfa með, þvi að mjög litil afskipti þarf að hafa af stór- um hóp barna sem unir sér vel við sin störf, sagði Sigurjón. Sá háttur er haföur á i Hóla- brekkuskóla, að hver bekkjar- deild hefur ekki sina sérstöku kennslustofu, heldur fara nemendurnir, stofu úr stofu, eftir námsgreinum. Friminútur hjá gagnfræðaskólanum eru ekki þær sömu og hjá barnaskólanum, en hins vegar kvað Sigurjón aö þvi yrði kannski breytt siðar, þvi að hans dómi væri æskilegt að þessir aldurshópar umgengust hvor aðra meira en nú væri i skólan- um. t barnaskólanum eru nemendur á aldrinum 6-12 ára, en hins vegar er aðeins 9. bekkur gagnfræða- deildar starfræktur við skólann og koma þeir nemendur úr öllum hverfum Breiðholts. 7. og 8. bekk- ur er i Fellaskóla. Nemendur i skólanum eru 660 talsins. Sigurjón Fjeldsted útskrifaðist sem kennari árið 1962 og hóf kennslustörf við Hliðaskóla að námi loknu, og kenndi þar I þrjú ár. Eftir það var hann i nokkur ár við framhaldsnám i Danmörku, en þegar heim kom hóf hann kennslu við Hliðaskóla i eitt ár, en eftir það tók hann við skólastjórn við Barnaskólann á Egilsstöðum og gegndi þeirri stöðu i fimm ár eða þar til hann var ráðinn yfir- kennari við Fellaskóla i Breið- llólabrekkuskólii Brciöli.olti III. : ig I. <«|) , v- ■ íi i J HEIMSÓKN í HÓLABREKKUSKÓLA: Nær allir kennarar yngri en 30 ára holti og um tíma var hann skóla- stjóri þess skóla. Frá því Hóla- brekkuskóli tók til starfa hefur Sigurjón verið skólastjóri þar. Það gefur auga leið að ýmis vandamál koma upp i skóla,sem er að byggjast og er i mótun, sem eru af öðrum toga spunnin en vandamál annarra skóla. — Ég hef alltaf verið við skóla sem á einn eða annan hátt er að byggjast. Það var verið að byggja við Hliðaskólann þegar ég var þar, það var verið að byggja við skólann á Egilsstöðum, og báðir skólarnir hér i Breiðholti sem ég hef verið við, hafa verið i bygg- ingu. Og baráttan hefur alltaf verið sú sama — það er alltaf ver- ið að berjast við að fá skólahús- næðið i sæmilega gott horf, svo þokkaleg aðstaða skapist fyrir nemendur. Það er aldrei spurt um það, hvernig aðstaða hefði verið til þess að læra — heldur er bara spurt: Hvað fékkst þú i eink- unn? Við leggjum alltaf á það áherzlu að framkvæmdum sé hraðað, svo við getum boðið nemendunum upp á viðunandi að- stöðu. — Hér við Hólabrekkuskóla er eðlilega ýmislegt enn ógert og samkvæmt teikningu af skólan- um er aðeins óverulegur hluti hans risinn. í haust var mal- bikaöur smáblettur hér við skólann sem leiksvæði fyrir nemendur, og það var orðið mjög brýnt að fá hann. Ég væri i sjálfu sér hrifinn af þvi, að hafa hólana hérna i kringum skólann sem leiksvæði, en umferðargötur, skurðir og annað kemur i veg fyrir að hólarnir geti talizt heppi- legt leiksvæði. Þótt þessi litli blettur hafi verið malbikaður er það ekki nóg — það þarf aö setja upp mörk, og gera eitthvaö fyrir krakkana. — Já, það fer mikill timi i að fá framgengt þvi sem gera þarf, en auðvitað kemur þetta allt! — Það sem kannski er aðal- vandamálið, er'sú staðreynd, að i þessu nýja hverfi, virðast ibúð- JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR er ein af þeim fjölmörgu ungu kennurum við Hólabrekku- skóla, en hún hefur unnið við skólann frá byrjun. Jóhanna kennir 10 ára bekk og verzlunardeild i 9. bekk. Hún sagði, að veturinn i fyrra hefði verið „svolitið leiðin- legur”, þar sem nemendurnir hefðu bæði veriö i Fellaskóla og Réttarholtsskóla. — Það er mjög góður andi hérna og við kennararnir vinnum mikið saman og höfum góða samvinnu okkar á milli, sagði Jóhanna. Jóhanna kvaðst ætla að halda áfram námi og leggja stund á þýzku og dönskunám, en hún kennir bæði tungu- málin i 9. bekk. irnar byggjast hraðaren skólarn- ir, og á þvi verður að ráða bót. Hins vegar fylgir þessum skóla- byggingum ærinn kostnaður. Ég hef heyrt að þetta litla skólahús hafi t.d. kostað um 100 millj. kr. Oft hefur verið um það rætt að óæskilegt sé að stefna nær öllu ungu fólkii sama hverfið, því að það leiði til þess að byggja þurfi svo og svo marga skóla og aðrar þjónustumiðstöðvar, sem litil not verði fyrir þegar fram liði timar og barneignum i hverfinu fer fækkandi. Við spurðum Sigurjón hvort hann óttist, að skólarnir i Breiðholti verði nær auðir eftir u.þ.b. 20-30 ár. — Mér er meinilla við orðið „auðir”. Skólarnir verða aldrei auðir. Fellaskólinn t.d. er gerður fyrir 900 nemendur, en þar eru nú milli 15-1600 nemendur, og þótt nemendafjöldi þar eigi einhvern tima eftir að minnka, jafnvel verulega, þá verður skólinn aldrei tómur. Sumir skólar eru þrfsetnir og það er langt frá þvi að vera eðlilegt. Þegar og ef hæg- ist um — þá fyrst verða skólarnir eins og þeir eiga að vera. Ég þekki talsvert til Hliðaskóla — þar voru 1300 nemendur þegar ég var, nú eru þeir „aðeins” 600. Engu að siður er skólinn langt frá þvi að vera tómur og allar kennslustofur þar eru notaðar. — Ég tel að það komi ekki til, að barneignum fækki i þessu hverfineitt að ráöi, þvi hér er það mikið um fjölbýlishús, og ibúðir i þeim húsum eru einmitt stökk- pallur fyrir ungt fólkyfir i annað. Unga fólkiðkaupir fyrst ibúðir i fjölbýlishúsum og ég hygg, að fjölbýlishús verði ætið að veru- legu leyti byggð ungu fólki. Það er t.d. athyglisvert, að einbýlis- húsin I þessu hverfi „gefa ekki” mörg börn, eins og við köllum þaö. Það eru aðeins sárafá börn frá þeim heimilum, sem eru hér i skólanum. Eins og áður hefur verið drepið á, er margt ungra kennara við skólann. — Ég tel mig hafa verið mjeg heppirn með það unga fólk sem hefur ráðizt til starfa við skólann, og þar með á ég ekki við að eldri kennarar séu á nokkurn hátt lak- ’Sigurjón Fjeldsted, skólastjóri með vngstu nemendum sinum, sem lilusta agndofa á kennara sinn ícsa söguna um Karius og Baktus — en sumir liafa þó meiri aliugaá Ijósmyndaranum eins ogsjá má! Timamynd: Ró- bert. ari starfskraftur. Þetta unga fólk tekur vandanum eins og hann kemur fyrir og gerir sitt bezta til að leysa hverja þraut. Ég hygg, að þeir kennarar, sem hér voru i fyrra, hafi verið mikilli reynslu rikari eftir veturinn, sem var mjög erfiður, enda fyrsta skóla- árið og skólinn ómótaður. Það varð að samkomulagi milli kenn- ara og þeirra iðnaðarmanna, sem hér vinna, að báðir hóparnir ynnu sin störf, þrátt fyrir þá augljósu annmarka sem þvi fylgja. Þetta var gert til þess að nýta húsnæðið þótt ófullkomið væri, i stað þess að fella niður kennslu, sem i mörgum tilfellum hefði þurft að gera. — Kennararnir hafa sýnt góðan skilning á þvi, að skólahús sem þetta verður ekki til með þvi að smella saman fingrum. Þetta unga fólkhefur reynzt frámuna- lega vel. Sigurjón sagði, að mjög gott samband væri milli kennara og nemenda i skólanum og frelsi nemenda væri eins litið takmark- að og unnt væri. — Við höfum fáar reglur. Tóbaksreykingar eru þó bannaðar, bæði innan veggja skólans og i anddyri. Hins vegar þýðir að minum dómi ekki að reka þá nemendur alveg i burtu, sem þvi miður reykja, — og þvi höfum við fundið afdrep fyrir þann hóp á tveimur stöðum hér I grennd við skólann. Félagslif i skólanum, bæði meðal kennara og nemenda sagði Sigurjón, að væri mjög gott. A laugardaginn siðasta hefðu kenn- ararnir til dæmis farið út saman, svona til „að hrista sig saman á öðrum stað en i skólanum” eins og Sigurjón orðaði það. Þá nefndi hann, að kennarafélag hefði verið stofnað, og hefði það m.a. á stefnuskrá sinni fundahöld og skemmtanir stöku sinnum. — Fellahellir er hér skammt frá og i fyrra ræddum við það tálsvert, hvort vert væri að stofna til tómstundastarfs hér i skólan- um jafnhliða þvistarfi, sem fram fer iFellahelli, þar sem vitaðvar, að mjög verulegur hluti nemenda sótti þangað i sínum tómstund- um. Það varð þvf úr, að við töld- um þennan þátt f skólastarfinu ekki brýnan, en hins vegar efnd- um við til bridgekennslu í fyrra, þar sem spilaáhugi var mjög mikill i skólanum, og eins leigð- um við Fellahelli — þó hann sé eign borgarinnar — til þess að halda diskótek, en sú ákvörðun skólastjóra, að leggja niður skemmtanir með hljómsveitum, er enn við lýði. Árshátið gagn- fræðadeildanna var haldin i Tjamarbúð, og það var mál manna, aö húnhafi tekizt sérlega vel. Við óttuðumst mest áfengið, en sá ótti reyndist sem betur för ástæöulaus. Kennararnir ræddu um þetta við nemendurna fyrir árshátiðina og báðu þá um að ræöa þetta sin á milli, þvi að það væri öllum akkur i þvi, að komast hjá vandræðum. Og sú varð raunin á, og ég vona að okk- ur takist áfram að sneiða hjá þessu vandamáli. — Ég hef aldrei hlustað á þær raddir, sem hafa verið að halda þvi fram að ibúar Breiðholts séu „2. flokks fólk.” Umgengnin hér i skólanum ert.d. að mlnum dómi mjög góð. Hér eru börn og ung- lingar frá því kl. 8 á morgnana til fimm á daginn, og i fyrra þurfti t.d. ekki að leggja út i neinn kostnað varðandi viðhald á hús- munum — og aldrei brotnaði rúða, sagði Sigurjón Fjeldsted. — Gsal. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.