Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 10
TÍMINN Föstudagur 10. október 1975. Föstudagur 10. október 1975. TÍMINN í U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Leikir án orða frumsýning. Tékkneskur gestaleikur DIVADLO NA ZABRADLÍ LeikhúsiO á grindverkinu Leikhússtjóri: DR. VLADIMÍR VODICKA Listrænn leiðtogi: LADISLAV FIALKA . Leikarar og dansarar: LUDMILA BILKOVA JITKA HOFFMEISTEROVA IVAN LUKES RUDOLF PAPEZtK BOZENAVECHETOVA LADISLAV FIALKA Sviðstæknimenn: JIRÍ MILER JIRt KANKA ARNOST KURRELL Búningaumsjón: EVA MALKOVA Framkvæmdastjóri: MARIE MARGLOVA í leikhúsinu hefur ával-t staðið nokkur styr um orðið;menn eru ekki á eitt sáttir um gildi þess, vilja að minnsta kosti ekki leggja á það neina pphafi var orðið eða hvað? Frægur leikflokkur fró Tékkóslóvakíu höfuð áherzlu í I ei k h úsi n u,þv í ei n hreyfing á leiksviði getur stundum sagt meira en ritgerð um sama efni. Um þetta viðhorf til orðsins, eða til leikritunar má nefna mörg dæmi. Rithöfundurinn er þá ekki kvaddur til, heldur sest hópur leikenda að á sviðinu og býr til heil leikrit upp úr sér. Frægast slikra verka hérlendis er Inuk, sem nú fer hreint út- um allt, svo til alveg textalaus. Fleiri svona verk hafa verið gerð bæði fyrir svið og sjónvarp, og við höfum fengið heimsóknir frábærra leikhúsa, sem eru meira en orðin tóm og er skemmst að minnast þess þegar nokkrir Finnar komu hér og fóru umhverfis jörðina á 80 dögum, með miklum glæsibrag. 011 eiga þessi verk það sam- merkt að litið er lagt upp úr orðum, meira upp úr athöfnum. Hægt er að ganga enn lengra i þessum efnum, eða aðförinni að orðinu, og það gerir tékkneski leikflokkurinn Divadlo Na Zabradli, sem þýðir á islenzku Leikhúsið á grindverkinu, en flokkurinn frumsýndi á þriðjudaginn Leiki án orða. Leikir án orða, er látbragðs- leikur, forn listgrein með sam- fellda merkilega sögu, og Fialka-flokkurinn, en svo mun leikhópurinn nefndur i daglegu tali, kennir sig við stjórnanda sinn og foringja, Ladislav Fialka. Um hann segir m.a. á þessa leið i leikskrá: „Það þykir marka timamót og i raun talið upphaf nútima látbragðsleiks i Tékkóslóvakiu, er Ladislav Fialka stofnaði flokk sinn „Leikhúsið á grind- verkinu” 1958. Fialka hafði safnað um sig kjarna hópsins meðan hann var við nám i List- dansskólanum i Prag. Fyrsta sýning flokksins var 1959 og speglaði starf, tilraunir og reynslu þessa fyrsta árs. Sýningin hét „Látbragðsleikur á grindverkinu” og var sögulegt yfirlit yfir þekkt form, stiltegundir og sköpunarhvata, vakti hinn frumlegi flutningur hópsins strax mikla eftirtekt. Sýningin fól i sér frjálslega endursköpun látbragðsþátta i anda meistarans franska Deburau, slitrur úr gömlum markaðsleikjum, þar kenndi áhrifa Charlie Chaplins og hins glæsta timabils þöglu kvikmyndanna, brögðum fjöl- leikatrúða var beitt og Marcel Marceau heiðraður, sum atriði beinlinis fengin að láni úr safni hans og loks var gerð tilraun til nýstárlegs tjáningarforms reynt að byggja upp heillegt, samfellt leikverk með látbragðsleik eingöngu. Ladislav Fialka var, eins og reyndar einnig i öllum siðari sýningum flokksins, höfundur handrits, dansa og lát- bragðs, leikstjóri og aðal- leikari.” Það var þvi ekkert sérlega uppörvandi fyrir rithöfunda að heimsækja sýningu þessa flokks, sem hafnar oröinu en hann gerir meira, hann kemst af svotil án leiktjalda og leikendur ganga i aðskornum heilflikum þeirrar gerðar er ganga næst algjörri nekt, svo leikmyndasmiðum og sauma- konum mun hafa verið viðlika innanbrjósts. Leikir án orða skiptis.t i tvo þætti. I hinum fyrri eru 6 atriði, en 3 i hinum siðari. Hefst sýningin á ljóðrænu verki, sem berheitið Supermatic.Sjötta at- riðið i þessum þætti er um lif mannsins. Virðist fyrsta atriði einkum og sér i lagi ætlað til þess að hita upp, venja leikhús- gesti við málleysið og hinar nýju eða fornu aðferðir. Siðan rekur hver þátturinn annan og fer snillingurinn Fialka með flest meiriháttar hlutverk, en alls eru leikendur og dansarar sex. Fyrsta og síðasta atriði fyrsta þáttar voru bezt. Ljóðræn og full af dul og unaði. Aðrir voru meira leikbragðssýningar og þær ekki allar mjög frumlegar, eins og fiflalæti við að spila á pianó, eða ætla sér það. Þetta höfum við séð svo oft áðyr t.d. hjá Viktori Borge. Sama var að segja um manninn sem fór út að éta og drekka sig fullan. Mörg snjöll leikbrögð voru framin. Þau eru vel fallin til þess að sýna möguleika þessarar list- greinar, að ekki þarf orð um allt sem er hugsað á jörðu. Siðari hálfleikur var öllu meiri I andanum. Þar voru sýnd þrjú atriði. Tilbrigði við hugmynd eftir Ionesco, sem bar nafnið Leigjandinn. Tilbrigðiö Leikir án orða I við hugmynd eftir Samuel Beckett og svo var lokaatriðið Leikir án orða II, sem einnig var tilbrigði við hug- mynd eftir Beckett. Við siðari helming sýningar- innar fór sumsé heldur að vænkast hagur rithöfunda, sem hafði verið heldur slæmur. Aður_ en hvert atriði hófst var brugðið upp nafnspjaldi þeirra Ionesco Dauðadansinn eftir Svlann Aug- ust Strindberg veröur flutt í út- varpi i vetur, en i fyrra var það sýnt i Iðnó. Æsa Brá eftir Kristin Reyrveröur flutt á næstunni. Flutningur framhaldsleikrits eft- ir Svartri messu Jóhannesar Heiga hefst á næstunni. Armann Kr. Einarsson, höfundur framhaldsleikritsins Arni I Hraunkoti. Lárus Pálsson leikstýrði Fööurn- um eftir Strindberg 1960. Jón Skaftason alþingismaður: Hvers vegna? og Becketts, en við það fara áhorfendur auðvitað allir 1 sér- stkt framúrstefnuskap, þannig að segja má, að þótt eftir sem áður sé leikið án orða, þá leggi þessir frægu rithöfundar sýningunni lið, þvi þeir hafa rutt um vissum múrum á leik- sviði og áhorfandinn einbeitir sér meira en i nafnlausum þátt- um. Þarna örlar lika fyrst á þvi að reynt sé að vinna úr alvar- legrihugmynd. Þessar sýningar voru allar mjög áhrifamiklar, legri hugmyndir. Þessar sýningar voru allar mjög áhrifamiklar, einkum þó Leigjandinn. Tækni Fialka-flokksins er frá- bær og timasetning við hljóð er meðólikindum. Hæstber sjálfan meistarann Ladislav Fialka, sem virðist þó vera of duglegur að borða upp á siðkastið. Hinir fá ekki eins góð tækifæri sjálfir, en gætu eflaust heilmikið meira, ef til þess væri ætlazt, en nóg um það. Ef reynt er að gera einhverja úttekt um gildi þessarar frá- bæru sýningar á látbragðsleik, þá er hún ekki einasta viðburður sem sjálfstæðt listræn sýning og sem tilbreyting frá hinu þrúgaða orði. Hún er lika uppörvun fyrir það fólk, sem elur vonir um frjálslegri leiktúlkun á kostnað húsgagna, leikmuna og sviðsbúnaðar og hún sannfærir okkur hin um að leikhúsið á ekki að sitja við orðin tóm, uppfærsla, hreyfingar og látbragð hefur stabilt gildi i leikhúsi. Það er þvi augljós ávinningur fyrir leikhúsið aö flytja inn svona sértrúarflokka öðru hverju, þegar hjólför vanans eru orðin of djúp i leirnum, sem við nefn- um orð. Við þökkum doktor Vladimir Vodicka, honum Fialka og leik- flokknum komuna. Þjóö- leikhúsinu hins vegar ágætt frumkvæði. 8. okt. 1975 Jónas Guömundsson. Þorsteinn ö. Stephensen, fyrr- verandi leiklistarstjóri útvarps- ins, er þýðandi eins leikrits- ins, sem flutt verður i vetur. Tryggvi Gfslason, skólameistari d Akureyri, hefur gert nýja þýð- ingu á Rosmersholm Ibsens, sem er meðal leikverka á vetrardag- skrá útvarps. Jón Eyþórsson þýddi Nlls Ebbe- sen eftir Kaj Munk, sem frumflutt var I Islenzka útvarpinu 1943. Lifandi og dauöir eftir Helge Krog, en leikstjóri verður Sveinn Einarsson. Músagildran, hið vinsæla leikrit Agötu Christie, sem leikið hefur verið áratugum saman í London, verður meðal útvarpsleikritanna. spurningum til athugunar: 1. Hvernig stendur á þvl að laun eru almennt lægri hér en t.d. á Norðurlöndum, þótt þjóðar- tekjur séu svipaðar á mann? 2. Er það skynsamlegt að auka fiskveiðiflotann jafn mikið og við gerum, þegar fiskifræðing- um ber saman um, að stofnar margra nytjafiska hér við land séu ofnýttir? 3. Er það skynsamleg fram- leiðslustefna í landbúnaði að framleiöa umfram þarfir landsmanna til útflutnings á lé- legu verði, þegar sú fram- leiðsla er fengin með þvi að of- beita landið eða með rándýrum innfluttum fóðurbæti? Þessar grundvallarspurningar krefjast heiðarlegra svara af hálfu forystumanna og opin- skárra umræðna. Gamalt máltæki segir: Sá er vinur er til vamms segir. 1 islenzkri stjórnmála- og félags- málabaráttu hefur það verið und- antekningarlitil regla að lofa kjósendum og félagsmönnum gulli og grænum skógum. Sá söngur kann að þykja sætur, en hann er hættulegur. Fyrr eða sið- ar rekumst við illilega á, þvi að við, eins og aðrir, uppskerum að lokum eins og sáð er til. tslenzk stjórnmálabarátta er i ógöngum. Innihaldslítið rifrildi og pex um fortiöina má aldrei verða aðalinntak hennar. Henti- stefna og skoðanaskipti flokka og einstaklinga eftir þvi hvort þeir eru i stjórn eða utan stjórnar, grafa undan trúnaðartrausti þvi, sem þarf að vera á milli stjórn- málamanna og kjósenda. Gangi slikt of langt fúna burðarstoðir lýðræðisskipulags okkar. Það er ekkert minna, sem i veði er. NORRÆN LEIKRIT MEGINUPPISTAÐAN í LEIKLISTAR- DAGSKRÁ VETRARINS Arsafmæli rikisstjórnar Geirs HallgrimsSonarer nýgengið. Arið hefur á margan hátt verið lands- mönnum erfitt og fjarri lagi er að staðhæfa, að mikill árangur hafi náðst ennþá i baráttunni viö dýr- tiðina, aðalbölvald íslenzks efna- hagslifs. Sannleikurinn er lika sá, að erfitt er að stööva skrið dýrtið- arskútunnar, eftir að skriður er kominn á hana eins og var um siöustu stjórnarskipti. Tvöföld til áttföld veröbólga á tslandi miðað viö það sem al- gengast er I Evrópu og N-Ame- riku ár eftir ár stefnir efnahags- starfsemi landsmanna I fullkom- inn voða. Þó skortir almennt nægilegan skilning á hættunni og ennþá hefur rikisstjórnin ekki snúizt af nægilegum krafti gegn óheillaþróuninni, eins og henni ber skylda til og margir stuðn- ingsmenn hennar gera kröfu til. Siðustu fjárlög voru verðbólgu- hvati og i hæsta máta óraunsæ, eins og niðurskurður þeirra fyrir skemmstu ber glöggt vitni um. Slikt má ekki endurtaka. Það er eindregin skoöun min, að ein aðaláátæðan fyrir verð- bólgumeti tslendinga sé sú, aö forysta Alþingis og rikisstjórna hefur brugðizt. En af hverju bregzt hún? Hún bregzt ekki hvað sizt fyrir þá sök, að ráðherrar og alþingismenn standast ekki þann þrýsting, sem á þeim er frá kjós- endum, um auknar framkvæmdir x>g alls kyns þjónustu frá hinu opinbera, án tillits til kostnaðar. I ár er talið að við eyðum 10% um- fram aflafé, i fyrra 12%. Hvað gengur þetta lengi? Við horfum upp á, að lýðræðiö i mörgum löndum er á undanhaldi fyrir einræðinu. Þaö virðist ekki fullnægja brýnustu þörfum þegn- inu hér árið 1943, og var það frumflutningur á þessu merka verki. Handritinu var á sinum tima komið frá Danmörku, en eins og kunnugt er voru verk Kaj Munks bönnuð af Þjóðverjum á striðsárunum, og sjálfur féll hann fyrir böðulshendi árið 1944. Leik- stjóri að verkinu verður Jón Sigurbjörnsson. Þá verður flutt leikritið „Konu ofaukið” eftir Knud Sönderby i þýðingu Andrés- ar Björnssonar, en leikstjóri verður Sveinn Einarsson, og „Jeppi á Fjalli” eftir Holberg i þýðingu Lárusar Sigurbjörnsson- ar. Leikurinn var siðast fluttur i útvarpinu fyrir 25 árum. Eftir norska höfunda verða flutt þrjú leikrit. Fyrst verður flutt leikritiö „Lifandi og dauðir” eftir Helge Krog i þýöingu Þor- steins ö. Stephensen. Leikstjóri verður Sveinn Einarsson. Siðan eru tvö leikrit eftir Henrik Ibsen, „Rosmersholm” i nýrri þýðingu Tryggva Gíslasonar skölameist- ara, og „Pétur Gautur”. Leik- stjóri verður Helgi Skúlason. Auk þess sem hér hefur verið upp talið, má nefna nokkra höf- unda, sem ákveðið hefur veriö að flytja verk eftir á vetri komandi i útvarpinu. Eitt verk verður flutt eftir J.B. Priestley, og er það leikritið „Óvænt heimsókn”. Tvö verk eru á dagskránni eftir Somerset Maugham, eitt eftir John Galsworthy og tvö eftir Agötu Christie, svo að eitthvað sé nefnt. Þá má einnig nefna leikrit eftir tvo franska höfunda, Marcel Achard og Marguerite Duras, en leikrit þessi veröa flutt skömmu eftir næstu áramót. Mikil gróska virðist vera I is- lenzkri leikritun, a.m.k. hvað magn snertir, en á sjö mánaða tímabili, frá 1. marz til 1. október 1975, bárust Leiklistardeild rikis- útvarpsins 21 leikrit, auk þriggja framhaldsleikrita, en þar af er eitt ætlað börnum. Þegar hafa fimm af þessum innlendu leikrit- um verið flutt, og ákveðið er að flytja tvö til viðbótar, þau eru: Viðtal eftir örnólf Arnason, Slys eftir Odd Björnsson, Friður sé með yður eftir Þorstein Marelsson, Lagsystir manns eftir Þorstein Stefánsson, Ef ekki i vöku þá i draumi eftir Ásu Sól- veigu, Höfuöbólið og hjáleigan eftir Sigurð Róbertsson (óflutt) Framhald á bls. 19 anna. Þetta er skiljanlegt I lönd- um, þar sem þjóðfélagslegt rétt- læti er tæpast til, misskipting auðs mikil og menntun eign ör- fárra manna. En á það virkilegá eftir að sannast á okkur íslend- ingum, i þjóðfélagi jafnaðar og menntunar, að við kunnum ekki að stýra eigin málum betur en svo, að leitt getur til efnalags ó- sjálfstæðis? Fari lengi svo fram sem verið hefur um veröbólguna sl. 2 ár veröur þaö staðreynd. Núverandi rikisstjórn og sá mikli þingmeirihluti, er hana styður, á mörg verkefni fyrir höndum. Eitt gnæfir þar upp úr og er erfitt. Þaö er aö koma á efnahagslegu jafnvægi i landi okkar.Ekki má láta undir höfuð leggjast að takast af alvöru á við vandann, þótt erfitt verði og litt til vinsælda fallið um sinn a.m.k. Rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar verða að marka stefnuna skýrt og íagfæra stærstu agnú- ana, sem nú eru i efnahagsbúskap okkar. Ég varpa fram þrem SJ-Reykjavik.Nýlega voru leikrit þau, sem flutt verða i vetrardag- skrá útvarpsins kynnt fyrir fréttamönnum, en nú hefur verið ákveðið að útbúa leikrit til flutn- ings i útvarpi lengra fram i tim- ann en gert hefur verið til þessa. Megfiiuppistaðan i leikritaflutn- ingi vetrarins verður flokkur ell- efu norrænna leikrita, sem öll eru eftir þekkta höfunda og flest áður kunn islenzkum útvarpshlustend- um. Ber þar einna hæst leikritið Pétur Gaut eftir Ibsen, sem flutt verður á jólum i tvennu lagi, en það verður nú i fyrsta sinn leikið óstytt hér. Allur leiklistarflutn- ingur I útvarpinu veröur nii undir stjórn leiklistardeildar, þótt góð ráð starfsmanna annarra deilda verði eftir sem áöur vel þegin.. Frá Finnlandi veröa flutt tvö leikrit, en þau eru: „Ari Virtanen átta ára” eftir Maijaliisa Dieck- mann. Leikstjóri veröur Briet Héðinsdóttir. Leikrit þetta hlaut verðlaun f samkeppni norrænna útvarpsstööva á þessu ári. Þá verður flutt leikrit eftir Walentin Chorell, en hann er einn þekktasti leikritahöfundur Finna um þess- ar mundir, þ.e.a.s. þeirra sem skrifa á sænsku. Þá verða flutt þrjú leikrit i þessum flokki eftir sænska höf- unda, og skal þar fyrst nefna tvö leikrit eftir August Strindberg, „Dauðadansinn” i leikstjórn Helga Skúlasonar og „Föðurinn”, upptaka frá árinu 1960, en leik- stjóri er Lárus Pálsson. Þá verð- ur einnig flutt nútimaleikrit eftir þekktan sænskan höfund. Eftirtalin leikrit verða flutt eft- ir danska höfunda i þessum flokki: „NIls Ebbesen” eftir Kaj Munk, I þýðingu Jóns Eyþórsson- ar. Þetta leikrit var flutt i útvarp- 24 íslenzk leikrit bárust útvarpinu á sjö mánuðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.