Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.10.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 10. október 1975. TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur ó. SteinarssonH Rússar sögðu „Njet og allt bendir til að Skagamenn mæta Dynamo Kiev í flóðljósum ó AAelavellinum tSLANDSMEISTARARNIR frá Akranesi leika að öllum likindum gegn ,,spútnik”-lið- inu Dynamov Kiev i flóðljós- um á Meiavellinum miðviku- daginn 5. nóvember i Evrópu- keppni meistaraliða Skaga- menn hafa nú haft samband við Sovétmennina — og þeir byrjuðu á þvi, að grennslast fyrir um það hvort ekki væri möguleiki á að breyta leikdög- um, þannig að fyrri leikurinn yrði leikinn hér á landi. Skagamenn sendu út skeyti þess efnis, að þeir óskuðu euir breytingum á leikdögum — þannig að þeir fengjuheima- leik sinn 18.eða 25. október, og einnig hvort ekki væri hægt að breyta leikdögum ytra, ef það hentaði Sovétmönnum betur. Svarið sem Skagamenn fengu, var stuttu og laggott — ,,Njet, engar breytingar.” Sovétmenn ætla greinilega að halda sig við þá leikdaga, sem settir voru á af UEFA —' leika í Kiev 22. október og hér á landi 5. nóvember. Nú hafa Akurnesingar gert enn eina tilraun til að fá breytingar á leikdögum. — Þeir hafa sent Sovétmönnum skeyti, þar sem þeir fara fram á, að fá að leika heimaleik sinn 1. eða 2. nóvember — um helgi. Ef forráðamenn Dynamo Kiev samþykkja það ekki, þá verða Akurnesingar að leika á Melavellinum 5. nóvember — i fljóðljósum. Hlutverkaskipti hjá Islandsmeisturunum: Víkingar með nýja ..fall- byssu" í herbúðum sínum ÞORBERGUR AÐALSTEINS- SON, ungur og bráðefnilegur leik- maður, lék stórt hlutverk hjá Vikingum, þegar „Austm-bæjar- risarnir” tryggðu sér Reykja- víkurmeistaratitilinn — með þvi að vinna góðan sigur (19:16) yfir Vesturbæjarliðinu KR. Þegar stjörnur Vikings-liðsins brugðust i byrjun leiksins, þá tók Þorberg- ur að sér aðalhlutverkið og skor- aði 5 mörk I fyrri hálfleik — og siðan 2 þýðingarjnikil mörk á lokamínútum leiksins, eða alls 7 i leiknum. Það er greinilegt að þarna er að skjótast fram á sjónarsviðið ný „fallbyssa”, sem i framtiðinni á örugglega eftir að fylla upp það skarð, sem Einar Magnússon hefur skilið eftir sig I Vikingsliðinu. Vikingar höfðu meiri leik- reynslu, og það bjargaði þeim i keppninni gegn ungu og ört vax- andi KR-liði, sem veitti Islands- meisturunum harða keppni. Það var ekki fyrr en á siðustu minút- um leiksins, sem Vikingum tókst að tryggja sér öruggan sigur — þegar Viggö Sigurðsson og Siðan Þorbergur (2) breyttu stöðunni úr 15:15118:15, en leiknum lauk með sigri Vikings 19:16. KR-liðið kom skemmtilega á óvart. — Það leynir sér ekki, að Geir Hallsteinsson hefur farið Þorbergur Aðalsteinsson skoraði 7 mörk fyrir „Austurbæjar- risana", þegar þeir tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn höndum um liðið, og má glöggt sjá framfarir i hverjum leik þess. Það eru ekki eingöngu 1-2 leik- menn sem skara fram úr eins og verið hefur, heldur komu ungu leikmennirnir fram á sjónarsvið- ið og þeir létu að sér kveða, svo um munaði. Simon Unndórsson og Sigurður Páll óskarsson eru ÞORBERGUR AÐALSTEINS- SON... sést hér skora eitt af mörkunum 7, sem liann skoraði fyrir Vikingsliðið gegn KR. (Tímamynd Gunnar). iSigné Leifsson au Stade Communal premier renversa bráðefnilegir leikmenn — Simon er kraftmikil langskytta og Sigurður Páll drjúgur linumaður. sem skorar skemmtileg mörk úr hornum. Þá stendur Hilmar Björnsson fyrir sinu,— Hai::: ger- ir stundum slæm mistök i sókn, og Emil Karlssonernú aftur kominn imarkið —hann styrkir liðið miK- ið. Vikingsliðið á greinilega eftir að-verða gott i vetur. — Það hefur marga góða leikmenn i herbúðum sinum. Og það er ekki að efa, að Karl Benediktsson, þjálfari liðs- ins, á eftir að láta þá taka fram- förum. Veikasti hlekkur liðsins er markvarzlan, og er það mikil blóðtaka fyrir liðið. að Sigurgeir Sigurðsson landsliðsmarkvörður er meiddur — en hann mun ekki leika með liðinu fyrri hluta vetr- ar. En á meðan leikmenn Vikings leika góðan varnarleik og skora mikið af'mörkum, þá þurfa þeir ekki neinu að kviða. Flestir leik- menn Vikingsliðsins eru virkir i sókninni, eins og sést á þvi að 8 . leikmenn skoruðu mörk gegn KR — Þorbergur 7, Viggó 3, Stefán 3. Páll 2 — hann var tekinn úr um- ferð — Jón, Ólafur, Sigfús og Er- lendur, eitt hver. Hilmar Björnsson skoraði flest mörk KR-liðsins, eða 7, Simon 4, Siguröur Páll 3, Þorvaldur og Kristinn eitt hvor. Zebre? situation i Charleroi S.C. - Waregem Ásgeir og Guðgeir sviðsljósinu i Þeir eiga hvern stórleikinn af öðrum í Belgíu ASGEIR SIGURVINSSON og GUÐGEIR LEIFSSON hafa verið mikið i sviösljósinu i Belgiu að undanförnu. Asgeir átti stórleik með Standard Liege á miðviku- dagskvöldiö, þegar Liege-liðið vann upp tveggja marka (2:0) forskot belgisku meistaranna Molenbeek og jafnaði 2:2. Asgeir, sem er talinn einn bezti knatt- spyrnumaður Belgiu, var pottur- inn og pannan i leik Standard Liege — hann lagði upp bæði mörkin, scm liðið skoraði. Guðgeir Leifsson og félagar hans i Charleroi, máttu enn einu sinni þola jafntefli (1:1) á heima- velli — I leijí, sem þeir áttu mun meira i. Það var eitt af sterkustu liðum Belgiu — FC Malinois, sem heimsótti Charleroi. Guðgeir er greinilega farinn að kunna vel við sig I belgisku knattspyrnunni. Það sést greinilega i blegfskum dagblööum, sem skrifuðu mikið um frammistöðu hans eftir leik- inn um sl. helgi, þar sem Guðgeir skoraði mark úr hornspyrnu. Belgisku blöðin sögðu þá, að Guð- GUÐGEIR LEIFSSON. geir hefði verið bezti maður vallarins —og hann væri búinn að gjörbreyta Sporting-liðinu, eins og Charleroi er kallað i Belgiu. 1 einu blaðinu má sjá viðtal við þjálfara liðsins Jean-Pol Colon- val. þar sem hann hrósar Guð- geiri mikið. Colonval sagði um ASGEIR SIGURVINSSON. Guðgeir — — Leifsson hefur örugglega hlaupið 15-20 km i leiknum. Ég hef sjaldan séð aðra eins vinnslu á leikvelli. Hér fyrir ofan sést ein af fyrir- sögnuni belgisku dagblaðaiuia. eftir leikinn. sem Guðgeir skoraði inarkið i.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.