Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif V& ¦¦.* ¦¦¦*-1 —- ' HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf 232. tbl. —Laugardagur 11. október — 59. árgangur HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 AGREININGUR UM KJARANEFND SJ-Reykjavik. í fyrrinótt var undirritaö með fyrirvara bráöabirgða- samkomulag i deilu kennara við fjölbrautaskólann i Flensborg og fjár- málaráðuneytisins, og ákveðið var að kennsla hæfist á ný. Samkvæmt þvi eiga kennarar við fjölbrautaskólaaðfá greidd Inun eftir gildandi kjarasamningum Félags menntaskólakennara frá 1. sept. 1975. Kennararnir i Flensborg fá ekki laun fyrir þá daga, sem þeir voru í verkfalli og ennfremur vari samkomulagingu ákvæði um að málinu yrði visað til kjaranefndar, ef ekki hefði: náðst samkomulag fyrir 30. nóv. í gær voru fundir hjá kennurum i fjölbrautaskólunumi Flensborg og Breiðholti og var þvi visað á bug að hafa ákvæðið um að visa mætti málinu til kjaranefndar i samkomulaginu. Ennfremur var sett inn ákvæði um að launagreiðslum til kennara yrði lokið ekki siðar en 1. nóvember. Samningar milli Félags menntaskólakennara og Fjármála- ráðuneytisinsúmkjörkennarannavið fjölbrautaskólana til frambúðar eru þegar hafnir. A fundi á fimmtudag höföu kennarar f M.T. lýst sig reiöubúna til samiiöaraögerða, ef ekki semdist. Meðalfalshækkun fiskverðs um 5% BH-Reykjavik. — Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað á fundi sinum i gær hið almenna fisk- verö, og er meðalhækkun þess um 5%. Verðið var samþykkt með. samhljóða atkvæðum þeirra, er I verðlagsráði sjávarútvegsins sitja. Verð á stórum þorski hækkar úr 42.80 i kr. 47.00, og millistærðinni úr 35.00 i 38.00. Verð á stórri ýsu hækkar úr 35,80 i 38.00 en lækkar á smærri ýsu úr 19.60 i kr. 19.00. Jón Sigurðsson, forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar, íor- maður Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, skýrði blaðinu svo frá i gær, að verðið á rækju yrði tekið til meðferðar um eða eftir helgi. FORSTJORI LANDHELGISGÆZLUNNAR: Gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum þann 15. október n.k. Gsal-Reykjavik. — Landhelgis- gæzlumenn voru sparir á yfir- lýsingar, þegar útfærsla land- helginnar n.k. miðvikudag i 200 milur, bar á góma á blaðamanna- fundinum i Tý á föstudag. Þegar þeir voru inntir eftir þvi, hvort Landhelgisgæzlan teldi sig geta varið 200 milna landhelgi með þeim skipa- og flugvélakosti sem liiin hefur yfir að ráða, var svarið Alþingi sett Forseti tslands, dr. Kristján Eldjárn, setur Alþingi i gær. á þessa leið: Það er allt hægt. Það er ekkert ómögulegt. Pétur Sigurösson, forstjóri kvað timabilið niilli 15. okt. og .13. nov. vera aðlögunartima, þvi samningar við þær þjóðir sem samið var um, þegar fært var út i 50 milur, rynni út þann dag. Stjórnmálamennirnir hefðu þennan. tima til samninga og Pétur sagði að hann byggist við, að á umræddu timabili yrði ástandið á miðunum mjög svipað þvi sem það hefur verið að undan- förnu. Guðmundur Kjærnested, skipherra á Tý, kvað mjög erfitt að segjanokkuð um gæzlustörfin eftir 15. október, þvi hólfaskiptin hefðu ekki verið ákveðín og þvi væri mjög erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hvar 200 mflna linan væri. Hins vegar kvað hann málin myndu eflaust skýrast á næstu dögum. Pétur upplýsti, að öll skipin, sem heima eru, myndu verða úti þann 15. október, þ.e. Týr, Ægir, Þór, Árvakur og Albert. óðinn er sem kunnugt er ekki til þjónustu reiðubuinn, þar eð unniö er að breytingum á skipinu erlendis. Mun skipið koma hingað til lands um næstu mánaðamót, og kvað Péturbreytingarnar kosta um 140 millj. kr. — Á þessum tima árs, er ekki mikið um veiðar útlendinga á miðunum hér við land, sagði Pétur, nema á þessum heföbundnu miðum, sem eru langt fyrir innan 200 milurnar. Við gerum þvi ekki ráð fyrir miklum breytingum þann 15. október, sagði hann. RADARTOLVA SETT í VARÐSKIPIÐ TÝ Gsal—Reykjavik. — Landhelgis- gæzlunni hefur bætzt nýtt tæki, sem eflaust á eftir að verða mjög þýðingarmikið fyrir gæzluna, þegar verja þarf 200 milna land- helgi eftir örfáa daga. Tæki það sem hér um ræðir, er radartölva, og er radarinn búinn þeim eigin- leika, að hann sýnir öll skip i ákveðnum radius, stefnu þeirra, hraða, hvort þau eru á siglingu eða við veiðar o.s.frv. — og allar hugsanlegar breytingar þar á. Með aðstoð tölvunnar er hægt að geyma ákveðnar upplýsingar og' færa sér þær l nyt siðar, þegar á þeim þarf aðhalda. Tækið nýja er um borð i Tý. Landhelgisgæzlan efndi til blaðamannafundar um borð i varðskipinu i gær, þar sem þetta nýja tæki var kynnt. Pétur Sigurðsson, forstjóri, skýrði kosti tækisins og benti sérstaklega á mikilvægi þess i dimmviðri og þær margvislegu upplýsingar sem tækið gefur. Eflaust á þetta nýja tæki eftir að reynast varðskipsmönnum vel við sin gæzlustörf, en Pétur gat þess ennfremur, að tækið væri mjög mikilvægt til að forða frá árekstrum á fjölförnum siglinga- leiðum, sem hann kvað mikinn vanda, — og almennt sagði Pétur um notagildi þess, að það væri til að hjálpa skipverjum til að meta aðstæður allar. Nýja tækið hefur þegar komið að góðum notum. S.l. laugardag var v-þýzkt skip halaklippt og kvað Guðmundur Kjærnested, skipherra, að nýja tækið hefði þegar sannað ágæti sitt við það verk. Virtust allir varðskipsmenn vera á einu máli um það, að gildi tækisins væri ómetanlegt og það ætti eftir að reynast notadrjúgt við gæzlustörf. Geta skal þess, að tækið gefur frá sér hljóðmerki, sé einhver hætta á næsta leiti. Pétur Sigurðsson, forstjóri, kvaðst óska þess að hægt yrði að koma radartölvu i öll varðskipm og nefndi að æskilegt væri, að eitt slikt tæki yrði keypt á ári hverju. Radartölvan kostar uppsett 8 millj. kr. Guðmundur Kjærnested,skipherra,h]á hinu nýja tæki, sem sett hefur verið upp i varðskipinu Tý. Timamynd: Rdbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.