Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. oktdber 1975. TtMINN 3 Frá fundi stúdenta i Félagsstofnun Háskólans i gær. Timamynd: G.E. Námslánin: Stúdentar mótmæla og krefj ast tafarlausra aðgerða FISKVERÐIÐ SAM- ÞYKKT SAMHLJÓÐA Yfirnefnd Verölagsráðs sjávar- útvegsins gekk á fundi sinum i gær frá verði á fiski fyrir timabil- ið 1. október til 31. desember þessa árs. Verð á helztu fisktegundum miðað við fisk i 1. gæðaflokki, slægðan með haus, nema karfa, sem er óslægður, breytist sem hér segir. Þorskur, stór 75 cm og yfir, hvert kg var kr. 42.80 verður 47.00. Þorskur, millistærð 54 cm til 74 cm, hvert kg var kr. 35.80 verður 38.00 Þorskur, smár 43 cm til 54 cm, hvert kg var kr. 21.30 verður 20.00. Ýsa, stór 54 cm og yfir, hvert kg var kr. 35.80 verður 38.00. Ýsa, smá 40 cm til 53 cm, hvert kg var kr. 19.60 verður 19.00. Steinbitur, hvert kg var kr. 25.10 verður 26.00. Karfi, hvert kg var kr. 19.00 verð- ur 19.50. Ufsi, stór 85 cm og yfir, hvert kg var kr. 26.50 verður 26.50. Ufsi, millistærð 54 cm til 84 cm, hvert kg var kr. 20.60 verður 17.50- Ufsi, smár til 53 cm hvert kg var kr. 14.40 verður 14.40. Langa, stór 75 cm og yfir, hvert kg. var kr. 34.70 verður 30.00. Langa, smá til 74 cm, hvert kg var kr. 22.40 verður 22.00 Verðið var samþykkt sam- hljóða. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Jón Sigurðsson, forstj. Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður. Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarssonaf hálfu seljenda og Arni Benediktsson og Eyjólfur Is- feld Eyjólfsson af hálfu kaup- enda. gébé—Rvik. — Stúdentar sendu frá sér harðorðar ályktanir viðvikjandi lánamálum náms- manna, en þeir héldu fjölmcnnan fund i Félagsstofnun stúdenta i gær. Var samþykkt einróma að veita stjórn Stúdentaráðs heimild til að boða til verkfallsaðgerða stúdenta, ef Lánasjóði isl. náms- manna verður ekki tryggt nægi- legt fjármagn til að geta staðið i skilum með skuldbindingar sinar um haustlán og ef fjárlagafrum- varp rikisstjórnarinnar gengur þvert á þann lagabókstaf að stefnt skuli að fullri brúun umframfjárþarfar. Þá krafðist og fundurinn þess, að stjórnvöld útvegi sjóðnum það sem á vantar til að unnt sé að úthluta lánum með sama hætti og verið hefur. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra sagði í gærkvöldi, að unnið væri að þess- um málum, og að niðurstöðu væri að vænta eftir helgi. Eins og kom fram i frétt i Timanum i þessari viku, vantar Lánasjóðinn rúmlega tvö hundr- uð milljónir króna til að geta út- hlutað haustlánum, sem fara eiga fram i tvennu lagi, i september og nóvember. Nú virðist hins vegar allt benda i þá átt, að seinkun yfirvalda á veitingu fjár til sjóðs- ins, geri það að verkum, að engin lán verði veitt á þessu ári, eða þá ekki nema hluti þeirra. Stúdentar telja rétt og nauðsyn- legt, að alþingi láti nú námslán ná upphaflegum tilgangi sinum, og tryggja fjárhagslegt jafnrétti til nárns. Þvi krefjast þeir nú, að gengið verði að fjárlagabeiðni Lánasjóðs og tryggt verði að lán „nægi hverjum námsmanni til að standa straum af árlegum náms- kostnaðU eins og lög kveða á um. Þessiseinkun á fjárframlagi til Lánasjóðs isl. námsmanna, getur gert það að verkum, að náms- menn og þá sérstaklega þeir sem stunda nám erlendis, verði að neyðast til að hætta námi. Eins og kunnugt er, var atvinnuleysi meðal stúdenta á s.l. sumri, og voru margir þeirra atvinnulausir fram á mitt sumar, þrátt fyrir að Stúdentaráð hefði i gangi vinnu- miðlun. Voru þvi sumartekjur stúdenta mun minni en venju- lega, og þörf þeirra á námslánum þvi meiri. Einnig hafa fleiri sóti um haustlán nú en nokkru sinni áður. Timinn ræddi við Gest Guð- í gær var dregið i 10. flokki Happdrættis Ifáskóla tslands. Dregnir voru 11,250 vinningar að fjárhæð 101,250,000 krónur. Ilæsti vinningurinn, niu milljón króna vinningar, kom á númer 55715. Voru allir miðarnir af þessu númeri seldir i umboðinu á SELFOSSI. 500,000 krónur komu á númer 33238. Einn miðinn af þessu númeri var seldur i umboðinu á HELLISSANDI. Allir hinir miðarnir ásamt trompmiðanum voru seldir á SEYÐISFIRÐI. 200,000 krónur komu á númer 22826. Trompmiðinn og þrir mið- mundsson, formann nema i þjóð- félagsfræði og formann Stúdenta- ráðs og Gylfa Kristinsson, laga- nema, sem er formaður hags- munanefndar ráðsins, og spurði þá um skilyrði til þess að fá námslán og hvernig endur- greiðsla þeirra færi fram. — Nemendur þurfa að geta sýnt árangur náms sins, áður en-þeir geta sótt um námslán, sagði Gcstur. Ef þeim tekst að ljúka 15einingum, geta þeir feng- ið aðallán á timabilinu jan.-mars, ef 10 einingum er lokið fá þeir hálft lán. Gylfi benti á, að nám hefði þyngzt verulega á undan- förnum árum i Háskólanum, timasóknarskylda hefði aukizt og timamörk náms þrengd. T.d i laganámi, sem tekur minnst fimm ár, hefur timinn nú verið takmarkaður við sjö ár. Þá hefur skilaskylda verkefna i flestum deildum skólans aukizt mjög. Það er þvi útilokað fyrir langflesta nemendur að stunda vinnu með skólanáminu, þar sem það tekur tima þeirra allan, ef þeir eiga að geta náð viðunandi árangri. Endurgreiðslu á námslánum, er þannig háttað, að lántaki hefur greiðsluna fimm árum eftir að hann hefur lokið námi, og á að borga lánin upp á 15 árum. 5% veztir eru af námslánunum. Meirihluti núverandi Stúdenta- ráðs er fylgjandi þvi, að endur- greiðsluforminu verði breytt þannig, að lánin verði visitölu- tryggð, en vaxtalaus, og að strangt tillit verði tekið til greiðslugetu hvers og eins á lán- unum. Eða með öðrum orðum, að þeir nemendur, sem komast i hátekjustöður að láni loknu endurgreiði lán sin að fullu, en þeir, sem teljast lágtekjumenn fái þvi sem næst að sleppa við endurgreiðsluna. Þá hefur einnig verið farið fram á, að kostnaðarmat hvers einstaklings, verði tekið inn i lán- in. Aðstæður stúdenta eru mjög misjafnar, margir eru búsettir i foreldrahúsum og greiða ekkert fyrir uppihald og fá þar að auki fjárhagslegan stuðning heiman frá. Aðrir eru svo þeir, sem greiða verða fyrir uppihald og fæði yfir skólamánuðina, fá litla eða enga aðstoð heiman |rá og verða þvi að öllu leyti að treysta á námslánin. Gylfi og Gestur viður- kenndu, að til væri að lánin væru misnotuð, — en það teldist algjör- lega til undantekninga. ar til viðbótar voru seldir i AÐALUMBOÐINU i Tjarnargötu 4. Fjórði miðinn var seldur i Vik i Mýrdal og sá fimmti á EGILS- STÖÐUM. 50,000 krónur: 454 — 2314 — 7889 — 11053 — 11194 —14126 —15303 — 16532 — 16552 — 16655 — 18250 — 18359 — 20420 — 21135 — 21413 — 23197 — 23517 — 24931 — 25066 — 25770 — 26223 — 29177 — 31738 — 32119 — 33065 — 34526 — 35196 — 35577 — 38157 — 41518 — 42569 — 44279 — 44476 — 44997 — 45591 — 47492 — 49190 — 55391 — 55714 — 55716 — 57198 — 58740. Kastæfingar i Laugardalshöllinni Þessa dagana, meðan verið er að gera upp veiðibækur sumars- ins og dútla sér við að laga veiðarfærin eftir sumarið, er vetrarstarfsemi hinna ýmsu stangveiðifélaga að hefjast. Vetrarstarfsemi Stangveiði- félags Reykjavikur, Stangveiði- félags Hafnarfjarðar og Kast- klúbbs Reykjavikur er nú hafin. BH—Reykjavik. —— Fundir 36. Iðnþings íslendinga héldu áfram i Domus Medica i gær, og fer hér á eftir stuttur úrdráttur úr þeirn ályktunum, sem samþykktar voru á þinginu á siðdegisfundi á iimmtudag og á fundum i gær: Iðnþing telur verulega breytingu á núgildandi lögum um iðju og iðnað geta reynzt neytend- um hættulega, þar eð lög þessi eru til þess fallin að veita neyt- endum ákveðna vernd og öryggi. Visað er á bug þeim fullyrð- ingum að lögin standi i vegi fyrir iðnþróun hér á landi. Menntun og verkkunnátta, sem þróazt hefur i skjóli þessara laga er sú for- senda, sem iðnþróunin byggist á. Lögð er áherzla á að tryggt verði efr.ahagslegt og atvinnulegt sjálfstæði þjóðarinnar með þvi að draga úr geigvænlegum sveiflum i islenzku athafnalifi. Sérstaklega er bent á hversu dökkt útlitið er nú, en margt bendir til að islenzkt efnahagslif stefni nú i öldudal, svipaðan þvi sem varð hér á landi 1967 og 1968. Iðnþing telur helstu leiðina til þess að hindra þessa öfga i efna- hagslifinu, þar sem skiptist á hálfgert kreppuástand og óða- verðbólga, vera þá að stuðla að aukinni iðnþróun i landinu. Iðnþing bendir á, að fjölbreytni atvinnulifsins verður ekki tryggð með samkeppnisvörum eða vöru- framleiðslu eingöngu. Þjónustu- og viðgerðariðnaðurinn ásamt byggingariðnaðinum eru hluti iðnþróunar og ætti að taka tillit til þessara greina i samræmi við árhugavert er að lita á útflutningsiðnað algerlega aðskilinn frá öðrum iðnaði og miða uppbyggingu nýrra fyrir- tækja við útflutning eingöngu. Slikt á aðeins við á fáum sviðum, svo sem i orkufrekum stóriðnaði og efnaiðnaði. Vænlegast er að lita á markaðinn bæði innanlands og utan sem eina heild, þvi sá gjaldeyrissparnaður sem orsakast af framleiðslu fyrir innanlandsmarkað er engu siður mikilvægur en öflun gjaldeyris Hinar vinsælu kastæfingar, sem einnig eru opnar utanfélags- mönnum, hefjast i Iþróttahöll- inni i Laugardal næstkomandi sunnudagsmorgun, 12. október, kl. 10.20. Eins og á undanförnum árum verður aðaláherzla lögð á kennslu i flugköstum, en einnig mun fara fram tilsögn i meðferð léttra spinnstanga. Það eru allir velkomnir á námskeið þessi og ekki þarf að hafa fyrir þvi að innrita sig, aðeins að mæta næstkomandi sunnudag með með útflutningi. Lögð er áherzla á, að hraðað verði heildarendurskoðun skatta- kerfisins i samræmi við stjórnar- sáttmála núverandi rikisstjórnar. Verði i þeirri endurskoðum fylgt stefnunni, sem mörkuð var við inngönguna i EFTA. Ennfremur er mótmælt 12% vörugjaldinu og þvi misræmi sem það veldur á samkeppnisaðstöðu. Lögð er áherzla á að staðið verði við ákvæði laganna um að gjaldið verði lagt niður um næstu áramót. Lögð er áherzla á, að hraðað verði endurskoðun laga um verðlagseftirlit og verðmyndun, sem getið er um i stjórnarsátt- mála núverandi rikisstjórnar og þess krafizt að samtök iðnaðar- manna eigi þátt i slikri endur- skoðun. Vegna þeirrar nýju stefnu, sem tekin var i tollamálum við inn- gönguna i EFTA og samningana vjð EBE verður að finna ein- hverja þá lausn á málefnum iðnaðarins, sem styrkir stöðu hans i vaxandi samkeppni við erlenda aðila, þegar tollar eru smám saman felldir niður. Ekki er nema gott eitt um það að segja að islenzkum iðnaði sé opnuð leið á erlenda markaði og aukin sam- keppni stuðli að bættri nýtingu framleiðsluþátta, en jafnframt verður þá rikisvaldið að styðja við bakið á iðnaðinum á þeim tima, sem hann hefur til þess að aðlagast breyttum aðstæðum. Iðnþing hvetur til að hraðað verði endurskoðun á lánasjóðum iðnaðarins, þeir styrktir og starfssvið þeirra vikkað. Ahrif Landssambands iðnaðarmanna þarf að tryggja' með aðild að stjórnum allra sjóðanna. Iðnþing telur mikilvægt, að Iðn- lánasjóður, sem nær til iðn- aðarins alls, sé efldur. 1 þvi skyni sé lagt sama gjald á innfluttan iðnvarning og iðnlánasjóðsgjaldi nemur, og hækkað verði framlag úr rikissjóði. inniskó þvi félögin láta i té öll nauðsynleg tæki. Vornámskeið- in eru að jafnaði fullsetin og komast þar færri að en vilja, og ættu þvi utanfélagsmenn að not- færa sér þessi haustnámskeið. Veiðihorninu finnst rik ástæða til að vekja athygli stangveiði- manna á þessari starfsemi, sem ekki er aðeins holl og góð skemmtun, heldur og nauðsyn- leg til þess að halda sér i þjálfun og stirðna ekki upp. Gagnrýnd er sú mismunun sem á sérstað við eflingu Byggðasjóðs i samanburði við lánasjóði iðnaðar, einkum þar sem Byggðasjóður iánar aðeins til ákveðinna landshlutá én aðrir lánasjóðir ná til alls landsins. Iðnþing itrekar fyrri ályktanir um innkaup opinberra aðila og leggur áherzlu á að þeir kynni sér betur en tiðkazt hefur möguleika á þvi að kaupa innlenda fram- leiðslu. Iðnþing fagnar þeim áfanga sem náðst hefur varðandi Iðn- minjasafnið og þeim jákvæðu undirtektum, sem koma fram i bréfi þjóðminjavarðar þess efnis að Þjóðminjasafn Islands taki saínið til fullrar eignar og varð- veizlu. 36. Iðnþing Islendinga leggur áherzlu á að tæknistofnanir iðnaðarins verði efldar verulega með samruna þeirra allra eða á annan þann hátt, sem tryggt geti stóraukna þjónustu þeirra við iðnfyrirtækin. Iðnþing samþykkti að fela Landssambandi iðnaðarmanna og Sambandi málm- og skipa- smiðja að vinna að þvi að sam- eina ketil- og plötusmiðaiðn og skipasmiði i eina iðngrein, sem beri nafnið skipa- og plötusmiða- iðn, ennfremur að reglugerð um iðnfræðslu, námskrám og náms- háttum verði breytt til samræmis við þarfir þessarar iðnar. Auk þeirra mála, sem hér hafa verið talin var á fundum þingsins i gær rætt um fræðslumál, en umræðum um þau mál var frest- að til morguns. Einnig var á fund- um i gær fjallað um mál, sem snerta Landssambandið sjálft og starfsemi þess. Má þar nefna út- gáfumál, fjárhagsáætlun Lands- sambandsins og skipulagsmál þess. Makar iðnþingsfulltrúa fóru i gær i skoðunarferð til Hvera- gerðis og sátu hádegisverðarboð meistarafélaganna i byggingar- iðnaði. NÍU AAILLJÓNIR TIL SELFYSSINGA Þróun iðnaðar byggist á menntun og verkkunnáttu — sem þróast hefur í skjóli núgildandi laga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.