Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. október 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: l>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Glsla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Sveiflurnar í bygg- ingariðnaðinum 1 ræðu þeirri, sem Sigurður Kristinsson málara- meistari, formaður Landssambands iðnaðar- manna, flutti við setningu iðnþingsins, vék hann að málefnum byggingariðnaðarins á athyglisverðan hátt. Hann ræddi fyrst stöðu byggingariðnaðarins um þessar mundir og sagði m.a.: ,,Á siðustu tveimur árum dró verulega úr þeim vexti, sem verið hefur i byggingariðnaðinum um árabil. Á árinu 1973 varð að visu nokkur aukning i iðnaðinum miðað við árið áður, en nú var aukning- in miklu hægari en verið hafði. Þrátt fyrir að i upphafi ársins 1975 væru fleiri ibúðir i smiðum en nokkru sinni áður, bendir margt til þess, að vöxturinn i byggingariðnaðinum verði minni á þessu ári en i fyrra. Segja má að hingað til hafi verið nægileg verkefni i byggingar- iðnaðinum, en hins vegar hefur hin mikla spenna, sem verið hefur á vinnumarkaðinum, minnkað að mun, þótt ekki hafi enn komið til atvinnuleysis. Út- litið hefur sjaldan verið meiri óvissu háð en nú, og bendir margt til þess að iðnaðurinn stefni niður i öldudal, ekki ósvipaðan og á erfiðleikaárunum 1966—1968. Þetta er háskaleg þróun, ekki sizt þar sem ekki hafði tekizt að brúa það bil, sem myndazt hafði milli framboðs og eftirspurnar eftir ibúðar- húsnæði, og er hætta á að það breikki nú enn meir en verið hefur.” Þá vék Sigurður að sveiflum, sem kæmu öðru hvoru fyrir hjá byggingariðnaðinum og hefðu ó- heppileg áhrif á þróun hans. Sigurður sagði: „Þannig hefur byggingariðnaðurinn orðið fyrir mjög miklum sveiflum. Það er raunar ekkert nýtt, að hann verði fyrir áhrifum frá ytri skilyrðum efnahagslifsins, og má reyndar segja, að allar hagsveiflur endurspeglist i honum, þó með ein- hverjum timadrætti. Þessar sveiflur eru ekki að- eins skaðlegar eða óheppilegar fyrir þjóðfélagið, vegna þeirra verðhækkana sem þær valda, heldur eru þær gifurlegur vandi fyrir byggingariðnaðinn sjálfan. Litlir möguleikar verða til að áætla og skipuleggja til langs tima, og sifellt er verið að leysa skammtimavandamál. Það er mjög mikil- vægt, að gerðar séu ráðstafanir til að draga úr þessum sveiflum i byggingarstarfseminni. Það er eftirtektarvert, að þetta verður bezt gert með al- mennum sveiflujöfnunaraðgerðum i efnahags- og atvinnulifi þjóðarinnar, þótt auðvitað sé hægt að koma i veg fyrir þær með öðrum ráðum. Lands- sambandið mun á næstunni reyna að einbeita sér að þvi að sýna fram á þýðingu byggingariðnaðar- ins fyrir almenna iðnþróun og benda á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið að fyrirtækjum i byggingar- iðnaði séu sköpuð þau skilyrði, sem nauðsynleg eru hverri atvinnugrein til að hún geti náð þeirri rekstrarhagkvæmni, sem af henni er krafizt.” Hér er tvimælalaust vikið að málefni, sem ekki er aðeins mikilvægt fyrir byggingariðnaðinn, heldur þjóðarbúskapinn i heild. Það er áreiðan- lega mjög óheppilegt fyrir alla efnahagsþróunina, þegar aðra stundina rikir ofþensla á sviði bygging- ariðnaðarins, en hina stundina of mikill samdrátt- ur. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni sam- taka byggingariðnaðarins og rikisvaldsins að leita að leiðum til að tryggja sem mest jafnvægi i þess- um efnum. Þannig myndi byggingariðnaðurinn á- reiðanlega geta þróazt bezt og jafnframt fallið bezt inn i efnahagskerfið, þar sem hann er mjög mikilvægur þáttur. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Leikur er annað en raunveruleikinn Því kynnist Kukrit Pramoj um þessar mundir FYRIR tólf árum létu Bandarikjamenn gera kvik- myndina „The Ugly American”. Hún er látin gerast i einhverju imynduðu riki i Suðaustur-Asiu. Aðal- hlutverkið, sendiherra Banda- rikjanna, lék enginn annar en Marlon Brando, sem þá var á hátindi frægðar sinnar. For- sætisráðherrann, sem kom fram i myndinni, lék Kukrit Pramoj. Hann er nú forsætis- ráðherra Thailands. Það er þvi ekki að ástæðulausu, að þessi tólf ára gamla kvikmynd er sýnd við metaðsókn I Bang- kok um þessar mundir. Það hefði ekki þótt sennileg- ur spádómur fyrir tólf árum, að Kukrit ætti eftir að verða forsætisráðherra i alvöru. Áhugamál hans voru þá á öðr- um sviðum. Kukrit, sem er nú 64 ára gamall, hafði þá ekki haft nein teljandi afskipti af stjórnmálum. Hann er kominn af háttsettum ættum og stund- aði á sinum tima nám i Ox- ford, en algengt var þá, að efnaðir foreldrar i Suðaustur- Asiu sendu syni sina til náms við fræga háskóla i Bretlandi og Bandarikjunum. Hugur Kukrit hneigðist þá og lengi siðan að ýmsum listum. Hann var m.a. orðlagður dansmað- ur, og stofnaði eitt sinn dans- flokk, sem sýndi þjóðdansa viða i Thailandi, Þá skrifaði hann skáldsögur, og hafa sumar þeirra náðmiklum vin- sældum i Thailandi. Jafn- framt þessu var hann svo blaöaútgefandi. Blaðið sem hann gaf út, heitir Siam Rath, og hefur það verið talið meðal beztu blaða i Thailandi, en út- breiðsla þess er mest meðal menntafólks. Hann hefur að staðaldri ritað i blaðið stuttan pistil, sem hefur vérið mikið lesinn, enda þar komið viða við og höfundurinn verið ómyrkur i máli. Það er haft á orði nú, að sem blaðamaður hafi Kukrit verið eins opinskár og óragur við að fella dóma um ólikiegustu menn og mál- efni og hann er varfærinn og oft loðinn I svörum, siðan hann varð forsætisráðherra. KUKRIT kom fyrst fram á stjórnmálasviðiðá siðast liðnu ári. Þá tók hann þátt I stofnun flokks,sem þótti fremur hægri sinnaður, og varð siðan fram- bjóöandi hans I þingkosning- um, sem fram fóru’ i janúar- mánuði s.l. Einræðisstjórn hersins, sem hafði farið með völd um nokkurt skeið, var steypt af stólki haustið 1973, eftir mikið uppþot stúdenta, og átti konungurinn sinn þátt i þvi, en annars skiptir hann sér ekki mikið af stjórnmálum. Eftir fall einræðisstjórnarinn- ar fór með völd bráðabirgða- stjórn undir forustu þekkts há- skólarektors, og var það meginhlutverk hans að undir- búa þingkosningarnar. Fjöl- margir flokkar tóku þátt i kosningunum, og náðu ekki nema fáir þeirra þvi að fá sæti á þingi. Kukrit tókst að ná kosningu, en flokkur hans er meðal hinna fámennari þing- flokka. Sá flokkur, sem fékk flesta þingmenn kjörna, var undir forystu bróður Kukrits, Seni Pramoj. Þessi flokkur er talinn fremur vinstri sinnað- ur. Það féll i hlut Seni að mynda stjórn eftir kosning- arnar, og þótti það ekki óeðli- legt, þvi að hann hafði um sinn áður gegnt forsætisráðherra- embættinu. Seni myndaði stjórn og taldi sig hafa tryggt sér þingmeirihluta, en svo reyndist ekki, þvi að stjórnin tapaöi fyrstu atkvæðagreiðsl- unni i þinginu og varð þvi að segja af sér. Kukrit var þá fal- in stjórnarmyndun, og tókst honum að bræða saman þá flokka, sem frekar eru taldir til hægri. Það mun hafa þótt styrkja aðstöðu hans, að hann hefur þótt gagnrýninn á Bandarikin, þótt hann beri á móti þvi, að hann sé þeim óvinveittur. Þvi til sönnunar bendir hann á, að dóttir hans er gift Bandarikjamanni og er búsett i Bandarikjunum. VINSTRI sinnar höfðu i fyrstu horn i siðu stjórnar Kukrits. Segja má þvi, að Kukrit hafi borizt óvænt hjálp, þegar Bandarikin gerðu árás á Kambódiumenn til þess að ná aftur amerisku skipi, sem þeirhöfðuhertekið. Arás þessi var gerð frá herstöðvum i Thailandi. Kukrit mótmælti þessu harðlega sem misnotk- un á umræddum herstöðvum, og endurnýjaði jafnframt þá kröfu, að Bandarikin köiiuðu heim allan her sinn frá Thai- landi. Nokkru siðar hélt Kukrit i ferðalag til Kina, og var honum tekið með kostum og kynjum i Peking, Þar næst fór Kukrit I heimsókn til þeirra landa, sem ásamt Bandarikjunum og Bretlandi, hafa myndað svokallað varn- arbandalag Suðaustur-Asiu. Eftir þessar heimsóknir Kukrits var lýst yfir þvi, að bandalagið yrði leyst upp, en það hefur verið mikill þyrnir i augum Kinverja og Rússa. Allt virðist þetta heldur hafa styrkt álit Kukrits austur þar. ENN er þó of snemmt að spá þvi, hvernig stjórn Kukrits muni farnast. Stúdentar telja sig óánægða með stjórn hans, enda hafi þeir haft annað i huga, þegar þeir áttu þátt i að fella einræðisstjórnina. Kukrit hefur þó reynt að koma til móts við þá, og leysti m.a. ný- lega úr haldi niu forustumenn þeirra, sem lögreglan hafði handsamað fyrir óeirðir. Til þess aö mótmæla þessu, réð- ust reiðir lögreglumenn inn á heimili Kukrits og unnu þar ýmis spellvirki. Kukrit lét þetta þó kyrrt liggja, með þeim ummælum, að sýna þyrfti visst umburðariyndi á óróatimum. Þá ber á mikilli óánægju meðal bænda, og get- ur það styrkt skæruliðasam- tök, sem risið hafa upp i ýms- um héruðum landsins. Kukrit hefur lofað löggjöf um jarða- skiptingu. Þá er atvinnuleysi vaxandi i borgunum, og mun það sennilega aukast við brottför bandariska hersins. Loks gizka ýmsir á, að herinn biði eftir tækifæri tii að geta gripið i taumana. Lýðræðið stendur þvi ekki styrkum fótum i Thailandi. Kukrit á vafalaust eftir að reyna, að það er auðveldara að leika forsætisráðherra en að vera það i reynd. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.