Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 11. október 1975. Laugardagur 11. október 1975. TÍMINN 9 Friðrik Þór Friðriksson: KVIKMYNDAKLÚBBURINN FJALAKÖTTURINN NU nýlega var stofnaður kvik- myndaklúbburinn FJALA- KÖTTURINN. Stofnendur klúbbsins eru Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaráð Há- skólans og skólafélög Mennta- skólans við Tjörnina, Mennta- skólans i Reykjavik og Mennta- skólans við Hanjrahlið. En öll- um framhaldsskólum á Stór- Reykjavikursvæðinu stendur til boða að gerast aðilar að FJALAKETTINUM. Astæðan fyrir þvi, að klúbburinn verður að halda sig við Stór-Reykja- vikursvæðið, er sú, að leigan á kvikmyndum stendur aöeins i stuttan tima. Þvi verður stefnt markvisst að stofnun kvik- myndasafns. Markmið klúbbsins er að kynna, eignast og koma á fram- færi kvikmyndum, sem þykja menningarlega athyglisverðar. Eins og öllum kvikmyndaunn- endum er kunnugt, hefur verið mikill skortur á myndum, sem kallast gætu menningarlega athyglisverðar. Af hverju þessi skortur stafar, skal ekki fjölyrt um hér. Tilgangi sinum hyggst klúbb- urinn ná með þvi að: a) svna kvikmyndir, eldri og yngri,með sem hagkvæmustum kjörum fyrir meðlimi sina. Skulu myndirnar valdar af framkvæmdastjórn klúbbsins og auglýstar i dagskrá með minnst eins mánaðar fyrirvara. Skal ætið kosta kapps um að hafa myndirnar sem vandað- astar, þannig að komið verði á framfæri þvi framsæknasta, sem gert hefur verið i kvik- myndalist á hverjum tima, b) hafa frumkvæðið að sýn- ingu nýrra verka, innlendra sem erlendra, eftir þvi sem fjárhagur leyfir á hverjum tima. c) að leigja húsnæði og ráða starfsfólk til að sýna kvikmynd- ir, og siðar að koma sér upp föstu húsnæði undir starfsem- ina, d) að stunda upplýsingastarf- semi um kvikmyndalist eftir efnum og aðstæðum á hverjum tima. e) stefna að stofnun kvik- myndasafns. f) taka þátt i gerð islenzkra kvikmynda að fengnu samþykki fulltrúaráðs. FJALAKÖTTURINN mun hefja sýningar i Tjarnabæ um næstu helgi. Klúbburinn mun sýna þrjú kvöld i viku, laugardags- og sunnudagskvöld, en þegar þess- ar linur eru ritaðar, er óvist hvert þriðja kvöldið verður. Ætlunin er að hafa 6 sýningar á þessum þremur kvöldum á sömu myndinni. Ekki verður selt inn á einstakar sýningar, heldur verða seld skirteini, sem gilda á allar s sýningar FJALA- KATTARINSi vetur, 30 að tölu. Einnig er ráðgert að hafa nokkrar aukasýningar, þar sem skfrteinin munu koma til með að gilda lika. Verö skirteinis er 2500 kr. Skirteinin verða seld i skólunum, Bókabúð Máls og menningar, Bókabúð Braga og bóksölu stúdenta. Prógrammið mun væntanlega koma út i lok október, og þar er itarlega fjall- að um myndirnar. Kvikmyndir, sem sýndar verða fyrir jól samanstanda mestmegnis af japönskum meistaraverkum og myndum eftir spánska snillinginn Luis Bunuel. En myndir eftir jól verða kynningar á höfundum, sem litið hafa sézt hér á landi. Fyrsta mynd Fjalakattarins i vetur verður ein af skemmtileg ustu kvikmyndum spánska snillingsins Luis Bunuel, Friðrik Þór FriAriksson. „Glæpasaga Archibaldo de la Cruz”, gerð 1955 i Mexikó. Leikendur: Miroslava Stern, Ernestoi Alonso, Ariadna Welter og Rita Mecedo Spænskt tal/enskir textar. Hugsuð af leikstjórans hálfu sem „hárbeitt”, afhjúpandi og frambærileg gagnrýni „sál- fræðilegrar kvikmyndagerðar.” Archibaldo er á ytra borði lög- hlýðinn borgari, efnaður, myndarlegur og heillandi i framkomu. En undir niðri ólgar i honum fólskuleg og grimm ósjálfráðri löngun til að myrða ungar stúlkur. Hann er san- færður um að örlög hans séu þau að verða annaðhvort dýrlingur eða stórglæpamaður. En tilviljunin hagar málum svo, að órdr hans verða aldrei að veru- leika. Iielgina 18. og 19 okt. sýnir Fjalakötturinn „KASHIMA PARADISE” Leikstjórar: Yann Le Masson og Benie Dcswarte Frakkland 1973. 110 mín. Leikstjórarnir eru franskt par, og er annað þeirra félags- fræðingur, „KASIIIMA PARA- DISE” er árangur ársdvalar i japönskum bæ. Þau sjá þorpið breytast úr landbúnaðarsam- félagi i iðnveldi. Framþróunin snertir okkur öll, samfélagið breytist, vaxandi stéttarbaráttu gætir og þrýstings kapitalism- ans. I byrjun ætluðu þau bara að athuga skilin milli bæja og sveita,en verkið ox smám sam- an, þar til að var orðið að um- fangsmikilli gagnrýni á japanskt samfélag. Efnismeð- ferðin er mjög góð og afhjúpar galla japansks samfélags. Helgina 25. og 20. okt. sýnir Fjalakötturinn FRELSAOSSEI FRA ILLU (mais ne nous délivrez pas du mal). Leikstjórn: Joel Seria Leikendur: Jeanne Goudil, Cathérine Wagner, Barrad Dhera n Franskt tal/enskir textar. Tvær ungar klausturmeyjar lesa kvæði Lautréamonts og Rimbauds i laumi og ákveða að lifa lifi sinu i' þágu hins illa. Þær eru staðnar að þvi að pina dýr, grunaðar um kynvillu og djöfla- messu, og fremja að lokum morð, þegar gestkomandi nokk- ur gerist f meira lagi áleitinn við þær. Hápunktur ferils þeirra gerist á hinum árlegu skóla- hljömleikum, rétt áður en á að handtaka þær, einstæður og örlagaþrunginn. Helgina 1. og 2. nóv. sýnir Fjalakötturinn THEMROC. Leikstjórn: Claude Faraldo Leikendur: Michel Piccoli, Beatrice Romand og Marilu Tolo Frakkland 1972. Claude Faraldo er Argentinumaður, sem starfað hefur i Frakklandi undanfarin ár. Myndin fjallar um félags- lega firrtan verkamann, sem segir skilið við samfélag sitt. Hann leggur niður vinnu, múrar eitt herbergi af f ibúðinni, sem hann býr i ásamt systur sinni og aldraðri móður. Siðan brýtur hann niður vegginn sem snýr út að götunni og fleygir öllum hé- góma út. Myndin er full af gálgahúmor, sem nær hámarki, þegar Thwmroc veiðir tvo for- kunnarfagra lögregluþjóna i matinn. „BOF”, önnur mynd Faraldo, verður svo á dagskrá klúbbsins i lok april. Fyrir helgina 8. nóv.er pöntuð mynd eftir japanska snillinginn Ahira Kurosawa, „HIDDEN FORTRESS”. Pöntun myndar- innar er óstaðfest, og mun þvi ekki fjalla nánar um hana hér. Það gildir einnig um tvær næstu myndir, sem eru „NAZARIN” og „VIRIDIANA” eftir Luis Bunuel. 29. nóv. sýnir Fjalakötturinn myndina „THRONE OF BLOOD” eða BLOÐKRONUNA. 105 min. Leikstjórn: Akira Kurosawa Leikendur: Toshiru Mifune, Isuzu Yamanda, Takashi Shumura Japanskt tal/enskir textar. Japönsk útfærsla á Macbeth. Sviðið er ekki Skotland heldur land drungalegra kastala og draugalegra skóga — Japan 16. aldar. Stilsnilli Kurosawa og hrollvekjandi leikur Isuzu Yamanda i hlutverki lafði Macbeth, halda hug manns föngnum. Þetta er afar frum- legt listaverk, myndatakan annarleg og atriðin mögnuð. Myndin er af mörgum talin bezta túlkun á Shakespeare i kvikmynd, þótt kvikmyndin byggi ekki á textanum um Mac- beth. 6. des. sýnir Fjalakötturinn BUItMAHöRPUNA (biruma no tatigota) 98 min. Leikstjórn: Kon Ichikawa Leikendur: Shoji Yasui, Ur myndinni Kashima Paradise. Rentaro Mikuni, Tatsuya Mihashi Japanskt tal/enskir textar. San Giorgio-verðlaunin iFeneyj- um. Ahrifarik harmsaga, undar- lega heillandi skáldverk. Mynd- in gerist i lok Burmastriðsins. Ungur, japanskur hermaður, sem jafnframt er tónlistar- maðúr og dulspekingur, fær vitrun um að halda kyrru fyrir með hörpu sina og sinna hinum dauðu, jafnt vinum sem óvin- um, þegar landar hans eru kvaddir heim. 13. des. er pöntuð myndin „HEFND LEIKARANS” eftir Kon Ichiwa. Óstaðfest, þegar þessar linur eru ritaðar, og mun þvi ekki verða fjallað nánar um hana hér. Jólamynd Fjalakattarins er svo hið ódauðlega verk Luis Bunuels „ENGILL DAUÐANS”. Gerð i Mexikó 1962, 93 min. Leikendur: Silvi Pinal, Jacquldine Andre, Jose Baviera Mögnuð og „sjokkerandi” kvikmynd. Hópur rikra borgara fer I kvöldveröarboð. Hópurinn uppgötvar sér til undrunar, að hann getur með engu móti yfir- gefið kvöldverðarboðið. Aður hefur allt þjónustuliðið, að yfir- þjóninum undanskildum, yfir- gefið húsið. Dagar liða, hópur- inn verður að aðlaga sig þessari óskýranlegu kyrrsetningu, og ef til vill er mannáti afstýrt, þegar flokkur sauðfjár birtist. Þessi ”aldi hópur úr efstu þrepum þjóöfélagsstigans kastar öilum siövenjum samfélags sins fyrir borð. Bunuel skyggnist djúpt inn i sálarlif mannsins. Hann afhjúpar úrkynjun mannsins og spottar mannskepnuna svo miskunnarlaust, að hún stendur frammi fyrir áhorfandanum allsnakin i allri sinni eymd. í nóvember verða sýndar þöglar myndir eftir ameriska brautryðjandann Edwin Porter, m.a. „THE GREAT TRAIN ROBBERY”, fyrsta kvikmynd- in sem sagði sögu. Eftir jól hafa verið staðfestar tiu myndir. 10. jan. sýnir Fjalakötturinn brezku myndina ,,HÆLIДeftir Peter Robinson, en sú mynd byggir á kenningum skozka gagnrýnandans R.D. Laing á um kliniska sálfræði. 17. jan. verður sýnd persneska myndin „BELJAN” eftir Dariush Nehrjui. Hún fiallar um mann i fátæku þorpi sem elskar beljuna sina svo mikið, að eftir að hún hverfur úr þessari veröld, tekur hann upp lifnaðarhætti beljunnar. 24. jan. verður sýnd „AFMÆLISVEILZAN”, en henni leikstýrði William Friedkin, sá voðamaður, sem einnig leikstýrði „The Exorcist.” ’■ „AFMÆLISVEIZLAN” er gerð eftir samnefndu leikriti enska snillingsins Harolds Pinter, en leikritið var sett upp af nemend- um Menntaskólans við Tjörnina fyrir tveimur árum. 1. feb. verður sýnd mynd frá Chile, en hún heitir „THE JACKAL OF NAHUELTORO” og er leikstýrt af Miguel Littin. Þessi mynd er fyrsta chilenska leikna kvikmyndin, sem sögur fara af. Hún fjallar um öreiga, sem drepur konu sina og börn, frekar en að sjá þau svelta. 7. feb. er á dagskrá myndin „THE GUNS”,sem er brasilisk ög leikstýrt af Ruy Buerra. Myndin segir frá hungruðu bændafólki, sem safnast saman kringum korngeymslu, sem borgarstjórinn á. Borgar- stjórinn lætur hermenn verja komhlöðuna i von um að kornið hækki i verði i kjölfar hungur- sneyðarinnar. Myndin lýsir hinu þrúgandi andrúmslofti milli hermannanna og bændalýðsins. 21. feb. verður sýnd myndin „TOUT VA BIEN” eftir Jean Luc Godard og Jean Pierre Corin. Myndin er pólitisk, einföld og auðskilin. Blaða- menn, s'em þau Yves Montand og Jane Fonda leika, ætla sér að taka viðtal við forstjóra verk- smiðju einnar. 1 verksmiðjunni er verkfall og forstjórinn i haldi hjá verkamönnunum. 27. marz. „IIÖGG FYRIR IIÖGG”. Frönsk. Leikstýrt af Marin Karmitz. Þessi mynd er byggð á sannsögulegu efni, verkfalli i spunaverksmiðju. Myndin greinir frá uppreisn kvenna i spunaverksm iðju, þegar þeim verður ljóst rang- læti hversdagsins, okurverð á vörum, ofþreyta verkafólks og hávaði á vinnustaðnum. 3. april. „ATTICA U.S.A.” Myndin er eftir Cina Firestone. 1971 rikti mikil ólga i fangelsis- málum i Bandarikjunum. Uppreisnir fanga voru tiðar. Myndin fjallar á raunsæjan hátt um meðferðina á þeim föngum, sem töku þátt i uppreisninni i Attica 1971. 17. apríl „SVART SUM ARFRlí'ltölsk, leikstýrt af Maco Leto 1973. Myndin segir sögu læknis nokkurs, Rossini að nafni, og viðskiptum hans við fasismann á Italiu. 30. april „BOF”. Frönsk, leikstýrt af Claude Faraldo. Myndin fjallar um feðga, sem búa saman. Myndin er eins og „THEMROC”, full af gálga- húmor, sem lýsir sér bezt i setningu.sem faðir segir við son sinn i myndinni: „Þú mátt ekki kalla mig föður þinn lengur — ég drap móður þina og svaf hjá konu þinni, Kallaðu mig bara Poul.” Samningar standa yfir um „REIÐHJÓLAÞJÓFANA” og „K RAFTAVERKIÐ í MINALO”eftir de Sica heitinn, og einnig „FLECH” eftir Andy Warhole. Mynd frá hljómleikum i Gladstonebury, þar sem fram komu m.a. Family, Fairport, traffic og Quintessence. „MELANE” er lika i pöntun. „200 MOTELS” eftir Frank Zappa og Tony Palmer „MORÐID A MARAT SADE” eftir Brook „KING OF HEARDS' eftir Broca, „QUEIMADA” eftir Gillo Pentecorvo og Fellini og ,,SATYRICON”eftir Fellini eru allir i pöntun i gegnum Tónabió. Einnig verður safn „under- ground” mynda sýnt eftir jól. Atriði úr myndinni Themroc. AAeginatriði er að vaka og leita Nú þegar Fjölbrautaskólinn i Breiðholti er settur i fyrsta sinni þá vil ég i nafni menntamálaráðu neytisins og fyrir sjálfs min hönd bjóða velkomin til starfa skóla- meistara, kennara og nemendur ogaðra er við skólann vinna. Við i menntamálaráðuneytinu þökkum ágætt samstarf við fulltrúa Rey kjavikurborgar, skóla - meistarann og alla aðra, sem unnið hafa að þvi að reisa þennan skóla i orðsins viðustu merkingu. Elztu barna- og unglingaskólar á Islandi eru nú að byrja að halda upp á 100 ára afmælin sin. Og al- menn skólasaga tslendinga er raunar ekki mikið lengri en þetta. En á þessum hundrað árum hafa íslendingar stofnað marga skóla og byggt býsna mörg skólahús. t fyrstu fremur smá, og i augum okkar nú fremur fátækleg. — Eft- ir þvi sem þjóðinni óx fiskur um hrygg urðu skólabyggingarnar veglegri og buðu upp á aðstöðu til fjölbreytilegra starfs. Við erum hér saman komiri i nýju skólahúsi og erþað út af fyrir sig ærið fagnaðarefni. Er það áreiðanlega einlæg von okkar allra, sem hér erum saman komin, að þessu húsi fylgi farsæld og blessun fyrii- alda og óborna. Hér er svo á fleira að minnast. Þessi skóli nefnist Fjölbrauta- skóli — hér verður farið inn á nýj- ar brautir, þetta er fyrsti skóli hér á landi, þar sem skólastarfið verður byggt upp frá grunni 'á þessari nýju tilhögun. Við hann eru — af þeim sökum — miklar vonir bundnar. Það má tfðum heyra og sjá — i ræðu og riti — að islenzku skól- arnir og fræðslukerfið sé harð- lega gagnrýnt. Er þá jöfnum höndum rætt um steinrunna kennsluhætti og stefnuleysi þegar á heildina er litið. Gagnrýni ber jafnan að mæta með opnum huga og meta það og vega hvað af henni má læra. Og óviða er meiri þörf stöðugrar gagnrýni, já, sifelldrar endur- nýjunar, en einmitt á sviði mennta- og fræðslumála. Þetta hygg ég nú að þeim sé nokkuð ljóst,sem þar eru i farar- broddi hverju sinni. Sú nýbreytni sem hér er hleypt af stokkunum er langt frá þvf að vera eina vísbendingin um það, að þeir, sem unnið hafa að skóla- málum Islendinga á si'ðari tim- um, séu og hafi verið vakandi á verðinum. Ný og víðtæk heildarlöggjöf um skyldunámið var sett fyrir hálfu öðru ári og hafizt hefir verið handa um framkvæmd hennar. Endurskoðun námsefnis á þvi stigi hefur verið sótt af kappi ár- um saman. Kynning nýs náms- efnis og skipulegar tilraunir með nýja kennsluhætti eru ræktar eft- ir föngum. Mjög mikið en kyrrlátt starf er unnið á sviði sérkennslunnar um þessar mundir leitazt er við að leggja grunn að heildarskipulagi, og að efla og auka sérkennsluna i almennu skólunum og i sérdeild- um. Og allmargir kennarar heyja sér aukinnar þekkingar á þessu sviði, einmitt nú, á námskeiðum eða með lengra námi þ.á.m. i or- lofi sinu. Samstarf er með stjórn- völdum og félögum áhugafólks. Márgir þættir framhaldsskól- ans eru nú i sérstakri skoðun, ekki sízt þeir er varða verk- menntun. t Háskóla íslands er unnið að endurskoðun á skipan einstakra deilda og nýir þættir eru teknir upp. Má og segja að menn hafi fullan hug á þvi' að taka þessi skólastig bæði til heildarendurskoðunar i tengslum við og í framhaldi af þeim athugunum sem nú fara fram, og i beinu framhaldi af setningu nýrra laga um fyrsta skólastigið. Enn má svo minna á, að miklum fjármunum er varið til skólamannvirkja, sem menn reyna eftir föngum að gera sem bezt og haganlegust. Hér sem viðar verður þróun farsælasta form breytinga. — Að baki stofnunar þess skóla, sem nú er settur fyrsta sinni, er mikið starf, löng saga. En Fjölbrauta- skólinn i Breiðholti er á sinn hátt tákn um viðleitni til þess að laga fræðslukerfið að nýjum og breytt- um timum. — Fer velá þvi, að sú tilraun sé gerð i þvf byggðahverfi, þar sem flest ungt fólk á Islandi hefur gert sér bólstaði á skemmstum tima. Ekkert okkar er fullkomið og við sjáum i raun næsta skammt fram i tfmann. Við reynum að sjálfsögðu að setja okkur stefnu- mið og gera áætlanir um hversu þeim verði náð svo i skólamálum sem á öðrum sviðum. — Meginatriðið er þó að vaka og leita. Og kjarninn i öllu kennslu- starfi er kannski sá, þegar öllu er á botninn hvolft, aö flytja yfir til yngstu kynslóðarinnar hið bezta og gagnlegasta af reynsluvísind- um mannfólksins i margar aldir. Jón úr Vör hefur dregið mynd af þessu miðlunarhlutverki allra tima þannig: „Vitur, vitur, nei, ég er ekki vitur, nei, vitur er ég ekki. Það er borð æsku minnar sem gegnum mig talar, ómálað einfalt borð, i húsi fátæks manns, æðabert, eins og hendurnar gömlu, ' sem þvoðu það hreint á hverjum morgni með fjörusandi — og vatni úr kaldri uppsprettulind. Ávarp menntamdlaráð herra, Vilhjálms Hjálmarssonar við fyrstu skólasetningu Fjölbrautaskólans í Breiðholti Spekiorð þessara hreinu fjala er talað á öllum tungum heims, sáð í jörðina og vindinn.” Þessir drættir eru dregnir af mikilli hógværð og raunsæi ásamt einlægri hlýju og örlitilli gaman- semi. — Ég held þeir eigi erindi til okkar. Það er ósk min og von að þessi skóli megi i rikulegum mæli miðla nemendum sinum speki- oröum þeim, sem skráð eru á fjalir reynslunnar, fjalir, sem gamlar æðaberar hendur kynslóðanna hafa þvegið hreinar á hverjum morgni. Þannig munu hin ungu verða bezt undir það búin að starfa og lifa i þvi samfélagi, sem biður þeirra að námi loknu. Góðu vinir. — Ég lýk þessum fátæklegu orðum. — Ég óska Breiðhyltingum öllum og skóla- fólkinu, sem hér byrjar vetrar- starfið, til hamingju með nýja skólann sinn. — Megi skólaárið sem i hönd fer. svo og öll hin ó- komnu, færa ykkur nemendum mikla þekkingu og hagnýta verk- þjálfun — persónulegan þroska. Já, og fagraroggóðar minningar, sem fylgja ykkur langt fram á fullorðins árin. Nemendur Fjölbrautaskólans við setningu hans. (Timamyndir Róberi).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.