Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. október 1975. TÍMINN 11 Stórleikir í ensku deildarbikarkeppninni Tveir stórleikir verða leiknir í 16-liða úrslitum ensku deildarbikar- keppninnar. Manchester- liðin City og United drógust saman — leika á Maine Road og Lundúnaliðin West Ham og Tottenham drógust saman — mætast á White Hart Lane, heima- velli Tottenham. Drátturinn i 4. umferð ensku bikarkeppninnar var þannig: Man. City-Man. United Everton-Notts County Middlesbrough-Petersborough Mansfield-Wolves Tottenham-West Ham Liverpool/Burnley-Leicester Q.P.R. eöa Charlton — Bristoi R. eöa Newcastle Torquay eöa Concaster-Hull 'VILJA EKKI ITIL SPÁNAR 112 af beztu knattspyrnumönnum Dana hafa gefiö út þá yfirlýsingu, aö þeir gefi ekki kost á sér i landsliö Dana, sem á aö leika gegn Spánverj- um í Evrópukeppni landsliða á Spáni á morgun. Ástæðan fyrir þessu er, aö leikmennirnir segjast vera aö mótmæla þeim atburöum, sem hafa átt sér stað á Spáni að undanförnu. Þessi ákvöröun knattsyrnu- Imannanna hefur komiö eins og þruma úr heiðskiru lofti i Danmörku — þar sem menn segja þaö litla iþróttamennsku, aö blanda iþróttum og stjórnmálum saman. Þrátt fyrir yfirlýsingu leikmannanna 12, eru Danir ákveðnir aö senda lið til Spánar. Ris- arnir frá Banda-I ríkj; unum — verða í sviðs- Ijósinu á morgun í Reykjavíkur- mótinu í körf uknattleik BANDARÍSKU körfuknattleiks- risarnir Curtiss Carters og Jimmy Rodges verða i sviðsljós- inu um helgina, þegar Reykja- vikurmótinu i körfuknattleik heldur áfram. Þeir leika báðir með liöum sinum i iþróttahúsi Kennaraháskólans annaö kvöld — Rodgees leikur með Armanns-lið- inu gegn hinu unga Fram-liði og Curtiss Carters leikur sinn fyrsta leik með KR-Iiöinu — gegn Vals- mönnum. Tveir leikir veröa leiknir i Reykjavikurmótinu i dag — IR- ingar mæta Stúdentum kl. 5 og strax á eftir leika Framarar og Valsmenn. Annað kvöld — kl. 20 — leiks svo Ármann og Fram og siðan KR og Valur. Hverjir eru beztu íþrótta- PÁLL BJÖRGVINSSON......fyrirliöi islands- og Reykjavikurmeistara Víkings og landsliösins sést hér skora mark i landsleik. Páll hefur sjaldan verið eins góður og um þessar mundir. (Timamynd Gunnar). Meistarakeppni HSÍ: Víkingar leika gegn Geir og félögum menn lands- byggðar- innar? Eins og kunnugt er, þá hefur Timinn staðiö fyrir kosningu á knattspyrnu- og handknattleiks- manni ársins undanfarin ár. Nú hefur verið ákveðið aö breyta fyrirkomulaginu á þessari kosningu þannig aö i framtiðinni verði kosinn iþróttamaður eða kona hvers landsf joröungs — þ.e.a.s. Vestur-, Norður- Austur- og Suðuiiandsfjóröungs. Ákveðið hefur verið að gefa fjóra veglega farandgripi sem verðlaunagripi i þessari kosningu, sem verður hleypt af stokkunum nú fljótlega. Nánar vcrður getið um þessa nýbreytni hér á siðunni sfðar. — í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í dag FH-ingar undir stjórn Reynis ólafssonar leika sinn fyrsta stórleik á keppnistímabilinu í dag í íþrdPtahúsinu i Hafnarfirði, þegar þeir fá „Austurbæjarrisana" — Vík- inga í heimsókn. En þá fer fram í fyrsta skipti Meistara- keppni H.S.Í. í handknattleik, þar sem islandsmeistarar (Víkingur) og bikarmeistarar (FH) leiða saman hesta sína. Það verður örugglega forvitnilegt að sjá FH-liðið, sem hefur misst bræðurna Gunnar og ólaf Einarssyni til V-Þýzkalands, leika. En liðinu hefur borizt verulegur liðsstyrkur, þar sem vinstrihandarskyttan úr Fram, Guðmundur Sveinsson, hefur gengið í lið með FH-ingum — hann mun leika sinn fyrsta leik með FH-liðinu gegn Víkings-iiðinu. Einnig hafa orðið breytingar á Vikingsliðinu frá þvi að liðið tryggði sér Islandsmeistaratitil- inn. Einar Magnússon er farinn til V-Þýzkalands og Sigurgeir Sigurðsson hinn snjalli mark- vörður liðsins, er meiddur og get- ur þvi ekki leikið með Vikingslið- inu fyrri part vetrar. Þrátt fyrir þetta virðist Vikingsliðið i stöð- ugri sókn — margir góðir leik- menn leika með þvi, svo sem landsliðsfyrirliðinn Páll Björg- vinsson.sem er i mjög góðri æf- ingu um þessar mundir, og lands- liðsmennirnir Stefán Halldórs- son, Viggó Sigurösson og nvja stjarna Vikingsliðsins — Þorbergur Aðalsteinsson. FH-liðið hefur einnig sterka leikmenn i sinum herbúðum — eins og Geir Ilallsteinsson og landsliðsþjálfarann og einvald Viðar Simonarson. Það verður þvi gaman að sjá viðureign FH- inga og ..Austurbæjarrisanna Vikings, sem hafa veriö ósigrandi að undanförnu. Leikurinn i Hafnarfirði hefst kl. 3. GEIR IIALLSTEINSSON... tekst honum og félögum hans úr FH að stöðva sigurgöngu Víkings?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.