Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.10.1975, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. október 1975. TÍMINN 13 lli ;HlH 1,11 „ Lilja Margrét Jóhannesdóttir skrifar: „Heill og sæll Landfari Ég get ekki aö þvi gert aö mér fellur illa að heyra i útvarpi og sjá i blöðum auglýsingar þar sem fólki eru boðnar skemmti- ferðir til útlanda, þegar talað er um sparnað og sagt að þjóðin sé fátæk af gjaldeyri og það ættu allir að geta skilið, að þegar alltaf er flutt meira inn en út, verður vörujöfnuðurinn óhag- stæður, og land og þjóð safnar skuldum, ekki sizt þegar út- gerðin er rekin með tapi. En þjóðin gæti orðið rik ef hún vildi nýta auðlindir landsins. Enginn þyrfti að vera atvinnu- laus eða láta sér leiðast, þvi „iðnir finna yndisstundir nógar”. Ég hef heyrt að á Breiðafjarðareyjum komi ekki frostnætur i ágúst. Væri þvi hægt að rækta þar kartöflur 1 stórum stil og gjöra þær að út- flutningsvöru. Það fengist mark aður fyrir þær og þær yrðu eftir- sóttar ef beztu tegundir væru ræktaðar, eins og þær islenzku rauðu og gullaugað, og væru vel flokkaðar og vel umbúnar. Garðmat má geyma sem nýjan árið um kring ef hann er i geymslum sem hentar honum, en þær þurfa að vera jarðhús, vel klæddar innan með þurru torfi. Jarðhýsi eru lika gerð með þvi að grafa innan hóla. Árið 1920—1921 var ég á Mosfelli i Grimsnesi, siðasta árið sem séra Þorsteinn Briem bjó þar. Gulrófurnar voru eins góðar um vorið, eins og upp úr garðinum um haustið en þær voru geymd- ar i gryfju. Yfir henni var litill torfkofi. Hún var klædd innan með vel þurrum torfum, eins vel tyrfð, er frá henni var geng- ið, þá rófur voru sóttar. Búfræðingurinn ölafur Steinþórsson er bjó i Dalshús- um i önundarfirði notaði gamla súrheysgryfju, þakti hana i hólf og gólf, setti á hana ofurlitið ris og dyr á stafni ekki stærri en það, að hann gat naumlega smeygt sér inn og út. Fyrir þeim hafði hann tréhlera og þakti vel. Þarna geymdist ágætlega garð- matur og niðursoðinn rabar- bari, ber o.fl. Hér I Reykjavík er falleg og góð geymsla, sem Brynjólfur Brynjólfsson frá Engey byggði, að utan er hún eins og litill hóll við húsið. Hann gróf gang úr kjallaranum inn i hana. Ég vona að einhverjir úr yngri kynslóð- inni læri af þeirri eldri að rista torf og þurrka það, byggja svo góðar geymslur, að neytendur kaupi ávallt óskemmdan garð- mat. Ég hef heyrt að hverri þjóð væri hollast það sem hún framleiðir i slnu landi. Ég vona að hér sé viða svo mikill jarðhiti að koma mætti upp gróðurhús- um og rækta i stórum stil alls konar ávexti og kálmat. Þá vöru þyrfti að niðurgreiða, svo allir landsmenn gætu keypt hana og borðað að vild. Islendingar geta komið næstum yfirnáttúrlega miklu i framkvæmd, ef samhugur, samstarf, fórnfýsi og eining ræður. Ég held að landið okkar eigi margar heilsulindir, vonandi verður þess ekki langt að biða, að þar verði byggð heilsuhæli og bað- staðir. Ég trúi að þar kæmust færri að en vildu, bæöi starfsfólk og sjúklingar. Einkanlega þó út- lendingar, sem búa I iðnaðar- borgum, þurfa nauðsynlega að fá sér heilnæmt loft öðru hverju til að halda heilsu. „Mikið má ef gott vill”, segir gamalt mál- tæki. „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman” (M. (M. Joch.)” 11111 11111.11 Jóhann Hjálmarsson: AAynd af langafa Jóhann Hjálmars- son, skáld hefur sent frá sér myndina af langafa og borið upp reikninga sina i pólitik- inni, þar sem debet og kredit heita austur og vestur. Jóhann er löngu kunnur bæði af ljóðum sinum, ljóðaþýðingum og öðrum ritstörfum, en hann ritar bók- menntaþætti og bók- menntagagnrýni i Morgunblaðið og hefur staðið að kynningum á ljóðum margra skálda, meðal annars með þvi að draga saman það sem er bitastætt hjá mörgum og birta i söfnum. Jóhann Hjálmarsson er rúm- lega fertugur Hann gaf út sina fyrstu ljóðabók árið 1956. Aungull i timanum hét hún og næsta ljóða bók kom tvéim ár- um siðar, Undarlegir fiskar. Slðan hefur hver rekið aðra og mun þetta vera áttunda frum- samda ljóðabókin, en auk þess hafa komið út tvær ljóðaþýðing- ar og tvö ljóðasöfn ungra skálda. Jóhann Hjálmarsson vakti strax athygli sem ljóðskáld og er þegar orðið eitt þekktasta og bezt metna skáld þjóðarinnar. Hann er lika kunnur af bók- menntaskrifum sinum, einsog áður var sagt og framlag hans á þvi sviði er ekki minna. Morgunblaðið er áhrifamikið blað. Jóhann Hjálmarsson hefur mynd af Stalin sáluga framan á bókinni, en sá gamli er liklega of þekktur til þess að menn taki á honum feil, en i upphafi segir skáldið: ,,Á stofuveggnum hangir mynd. Mér er sagt að hún sé af langafa” Þá veit maður það og er þetta dæmi um ki'mni þá er einkennir þessa bók og mörg önnur verk Jóhanns Hjálmarssonar. Myndin af langafa er samt ekki neitt barnagaman, þvi henni er ætlað að vera pólitiskt uppgjör og um leið æviágrip höfundar. Hún fjallar m.a. um það, sem olli straumhvörfum i lifi margra, uppreisnina I Ung- verjalandi 1956. Litið sjávar- pláss á Vesturlandi birtist okkur ljóslifandi á síðum bókarinnar. Við kynnumst föður höfundar- ins, ættingjum hans og mörgu öðru fólki, lifs og liðnu. Hér seg- ir frá kynnum Jóhanns af ■kommúnismanum, hugmynda- fræðinni, sem reyndist blekking og fals. Þessi bók er lika um vinstri sósialistana, sem trúðu i blindni á kommúnismann, en sáu síðan hið rétta andlit hans, þegar grfmunni var kastað. Jóhannes úr Kötlum, Steinn Steinarr, Kristinn E. Andrés- son, Jón úr Vör eru séðir i ljóma æskuáranna og hvernig þeir koma höfundi fyrir sjónir, er hann kynntist þeim og skoðun- um þeirra persónulega. Þessi bók einkennist af mann- legri hlýju og þeirri kimni, sem oft mótar vinnubrögð höfundar. Hún boðar djarflega bók- menntastefnu. Hvort sem við lesum þessa bók sem ljóð, sögu eöa heimildarrit, mun hún eng- an láta ósnortinn. Þaö vekur athygli að bókin er prentuð og gefin út upp á Akra- nesi. Það er Hörpuútgáfan sem ■ gefur bókina út en ekki Al- menna bókafélagið, sem hingað til hefur gefið út flestar af bók- um Jóhanns Hjálmarssonar ef ég man rétt, og var forlagið þó meðal annars stofnað gegn hon- um Stalin, ef ég man rétt, var vettvangur fyrir andófsrit gegn Rússum og kommúnisma. En nóg um það. Um bókarefni Jóhanns Hjálmarssonar er fjallað i' fá- einum tilvitnunum i fræga menn. Þar stendur þetta og er haft eftir Pentti Saarikoski: „Það er talað illa um Stalfn, auðvelt um hina dauðu, en hvað gerði hann meira af sér en hinir: iét smiða brennsluofn og stinga smiðunum inn i hann” Þetta hefur lika verið orðað svo að byltingin éti börnin sin og eru orð að sönnu. A blaðsiðu var byltingin búin að borða Jóhann. Þá segir hann: Fréttirnar frá Búdapest i október 1956: Ég sat við útvarpið og tárin runnu niður kinnarnar, á féiagsskirteini Æskulýðsfylkingarinnar I brjóstvasanum” Litlu siðar segir hann þetta: „Faðir minn neitaði enn, en myndin er fyrir löngu horfin. Hann gerðist þögulli og þöguili með árunum, . bara sat ög tottaði pipu sin eins og hann væri sjálfur . félagi Stalín.” Einsog pólitikin er nú útleikin i veröldinni er orðið mjög erfitt fyrir heiðarlegt, vandað fólk að fylgja stjórnarstefnum. Menn gætu veriö að liðsinna glæpa- mönnum, þegar þeir i góðri trú telja sig vera að bæta ástandið i atvinnumálum og vinna gegn verðbólgunni, einsog stundum er reynt hér. Bók Jóhanns hefur þvi einnig almennt gildi, eða symbólskt. Auk annars hefur hún að geyma mjög auðskildar lýsing- ar á umhverfi og öðrum stað- reyndum i atvinnulifi og mann- lífi sem rikjandi var á þvi tima- bili er bókin fjallar um, og Jó- hann endar bók sina með aftur- hvarfi ,,og án þess að hafa gefið út framhaldið af Islenzkri menningu’.’ Jónas Guðmundsson. Esperanto BYRJENDAFLOKKUR hefst fimmtud. 16. okt. kl. 19,30 i stofu 32 i Laugalækjar- skóla. FRAMHALDSFLOKKUR hefst sama dag kl. 21,05 i sömu stofu. Færeyska — Færeyjakynning FÆREYSKA: Þátttakendur mæti þriðjud. 14. okt. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU FÆREYJAKYNNING verður á fimmtud. kl. 18 i NORRÆNA HÚSINU. Þátttaka til- kynnist i sima 28237 á Fræðsluskrifstof- unni. Bronco til sölu Fallegur bill, 8 sylendra, sjálfskiptur, Skipti koma til greina. Upplýsingar i sima 19-700 og 3-36-09 milli kl. 8 og 10 á kvöldin. Rauð hryssa með hálfmána i enni, tveggja vetra, tap- aðist i ágúst frá Húsatóftum, Skeiðum. Simi 99-6530. Lögtaksúrskurður 1 fógetarétti Rangárvallasýslu var hinn 9. október siðast- liðinn kveðinn upp svofelldur úrskurður: Lögtak fyrir ógreiddum þinggjöldum og öllum öðrum opinberum gjöldum, sem greiða ber til rikissjóðs og Tryggingastofnunar rikisins, svo sem söluskatti, bifreiða- gjöldum, skipulagsgjöldum , öryggiseftirlitsgjöldum, álögðum og gjaldföllnum á árinu 1975, má fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa að teija. Lögtaksgerð fari fram á kostnað gerðarþola en á ábyrgð gerðarbeiðanda, innheimtumanns rikissjóðstekna I um- dæminu. Skrifst. Rangárvallasýslu, 9. október 1975. Björn Fr. Björnsson. þýzka- brezka- f ranska- ítalska- ameríska- rússneska- og fleiri BÍLA Póstsendum um allt land r5T ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.