Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif A^™. HREYFILHITARAR Í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Landvélarhf 236. tbl. — Fimmtudagur 16. október—59. árgangur ] HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 HÆTTU V-ÞJÓDVERJAR VID AÐAFLÉTTA •• LONDUNARBANNINU VEGNA AÐGERDA VARDSKIPANNA? FJ-Reykjavík. Á slðustu stundu hættu v-þýzk stjórnvöld viö að aflétta hafnbanhinu af Islenzkum togurum i gær. Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri, sagði að v- þýzk stjórnvöld hefðu verið búin að gefa það i skyn, aö þau myndu aflétta hafnbanninu i gær, en ekkert hefði orðið af þvi. Sagði Pétur, að V-Þjóðverjar hefðu ekki gefið afdráttarlausa skýringu á þessu, en gat þess, að varðskipin Islenzku hefðu verið á eftir v- þyzkum togurum f fyrrinótt og hefðu stuggað við 17 i nýju landhelginni Hefðu þessar aðgerðir varðskip- anna orðið til þess, að mótmælaskeytum hefði rignt yfir stjórnarskrifstofurnar I Bonn og mætti vera að v- þýzkum stjórnvöldum hefði þótt óráðlegt að aflétta hafnbanninu mitt i þeim hita. í þýzkablaðinu Die Welt birtisti gær viötal við Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra, þar sem hann fer höröum oröum um hafnbannið og andstöðu V-Þjóð- verja gegn þvl að Island fái að njóta tollaivilnana Efnahagsbandalagsins. Samkvæmt Reuter-frétta- stofunni hefur Die Welt það eftir Geir Hallgrlmssyni, að þessar aðgerðir séu „striðsyfirlýsing" af hálfu V- Þjóðverja. Landhelgisvið- ræður við Breta 23. október FJ-Reykjavik. Landhelgis- viðræður við Breta fara fram I London á fimmtudag I næstu viku 23. október. Einar Agús.tsson, utanríkis- ráðherra, tjáði Timanum I gær, að I dag yrði frá þvf gengið, hvernig Islenzka viðræðunefnd- in verður skipuð. A fyrsta viðræðufundinum, sem haldinn var i Reykjavik, samþykktu íslendingar að sitja næsta fund i London. Tólfti eða 13. október voru taldir geta komið til greina, en þegar til kom, hentuðu þeir dagar okkur Islendingum ekki. Nú hefur aft- ur á móti fundizt heppilegur dagur og er það 23. október sem fyrr segir. íslenzka viðræðu- nefndin verður tvo daga i Lon- don. „Við höfum föstudaginn til vara," sagði utanrikisráðherra. Þegar Timinn hafði sam- band við Pétur Sigurðsson, forstjóra Landhelgisgæzl- unnar um kvöldmatarleytið I gærkvöldi og innti hann eftir aðgerðum fyrsta dag út- færslunnar, fórust honum orð á þessa leið: ' — Við byrjuðum á þvi i morgun að ýta við þeim Vestur-Þjóðverjum, sem voru næst 50 mílna mörkun- um, en það hafa verið eitt- hvað 17 skip við linuna til P$- byrja með. Um leið og varð- skipin nálguðust, hifðu þeir upp, sem voru að veiöum og dreifðust I ýmsar áttir, flest- ir fóru beint út fyrir, en sumir sluppu framhjá varð- skipunum við Reykjanes og sluppu inn á Selvogsbanka. Þeim verður stuggað út fyrir I kvöld og I nótt. Það er verið að elta þá uppi þessa stund- ina. Fyrir austan voru 'þeir ekki með neinar vangavelt- ur. Þar hifðu þeir bara upp og sigldu beint út við komu varðskipanna. Þeir hafa ekki sézt siðan. Myndina hér til hliðar tók Gunnar af v-þýzkum togara að veiöum i landhelgi suð- austur af Hvalbak. ^ ----------* O RJUPAN LJÓN- STYGG MÓ-Reykjavik. t gær hófst rjúpnaveiðin. Hafsteinn Ólafsson gestgjafi I Forna-- hvammi sagði blaðinu i við- tali við Timann að hann vissi um 24 rjúpnaskyttur sem farið hefðu til veiða á Holta- vörðuheiði. Fengu flestir þetta sjö til tiu rjúpur en þó komu tveir félagar með 49 stykki til samans. Veiðin i dag gefur þó ekki tilefni til bjartsýni sagði Hafsteinn. Hún er mun minni en fyrsta veiðidag i fyrra, en vera má að slæmt veður hafi haft sitt að segja. Þó segja rjúpnaskyttur aö nóg sé af rjúpu á Holtavörðuheiöi, en hún hafi veriö ljónstygg i dag og erfitt við hana að eiga. 17-23% lækkun á rækjuverðinu Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávariitvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á rækju frá 1. október til 31. desember 1975. Nýja verðið, er sem svarar til 17-23% lækkunar frá fyrra verði er, sem hér segir: Rækja óskelflett i vinnsluhæfu ástandi: Stór rækja 220 stk. i kg eöa færri (4.55 gr. hver rækja eða stærri) hvert kg....................44.00 Smá rækja, 221 stk. til 340 stk. I kg. (2.94grtil4.55gr.hverrækja) hvert kg....................20.00 Verðið er miðað við, að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. 1 yfirnefndinni áttu sæti: Gamaliel Sveinsson, sem var oddamaður nefndarinnar, Jón Sigurðsson og Kristján Ragnars- son af hálfu seljenda ogMarias Þ. Guðmundsson og Arni Benedikts- son af hálfu kaupenda. Verðið var ákveðið með at- kvæðum fjögurra nefndarmanna gegn atkvæði Arna Benedikts- sonar. RÆKJUVERÐIÐ er miðað við að greitt verði ákveðið tillag úr verðjöfnunarsjóði. Verði rækju- aflinn hinn sami og I fyrra, þarf að greiða um fimmtiu milljónir úr sjóðnum, en i honum eru hins vegar aðeins 15 milljónir. A sama tima i fyrra voru 60—70 milljónir króna i sjóðnum. HÆGFARA HÆKKUN ÁFISKMJÖLINU *• © A ráðstefnum fiskmjóisfram- leiðenda i Kaupmannahöfn virt- ust sumir þátttakendur vera þeirrar skoðunar, að verð á fisk- mjöii væri á uppleið og ekki þyrfti að óttast verðfall mjölsins að svo stöddu a.m.k., segir Sveinn Bene- diktsson I skýrslu um ráðstefnuna I nýjasta Dreifibréfi F.t.F. A raðstcfnuiium greindi menn á um það, hversu mikillar hækkun- ar mætti vænta á fiskmjölinu og hvenær. Hækkunin hefur verið hægfara og bæði framleiðendur og kaupendur beðið átekta. 1 skýrslu sinni segir Sveinn svo m.a.: „Hinn 8. okt. hefur tekizt að selja 500 tonn af fiskmjöli, þ.e. loðnu- og þorskmjöli til Bretlands á US$ 4,00—4,07 proteineininguna i tonni cif. með afgreiðslu i októ- ber. Enn virðist eftirspurn á fisk- mjöli heldur aukast þott mikið vanti á að verðlagið nái þvl verði, sem mjölið seldist á fyrirfram I fyrra. Hinn 6. febrúar 1975 sömdu Sovétrikin um kaup á 30.000 tonn- um af fiskmjöli, þ.e. loðnu-, þorsk- og spærlingsmjöli. f miðjum nóvember 1974 höfðu Rússar keypt 10 þús. tonn af fisk- mjöisbirgðum á Islandi. Verð i US dollurum fyrir prot- eineiningu i tonni cif. I samning- um milli fulltrúa islenzkra út- flytjenda og c/o Prodintorg I Moskva var sem hér segir: 15/11/74 6/2/75 Loðnumjöl 5.12 4.30 Þorskmjöl 5.30 4.45 Spærl.mjöl 5.30 4.45 A þessu ári hríöféll verðið. Hef- ur það reynzt mjög óstöðugt og gengið I bylgjum. Var mikill hluti mjölframleiðslunnar seldur langt undir þvi verði, sem náðist I fyrir- framsölum á fiskimjölinu, en þó einkum á loðnulýsinu, sem féll fr'á áætluðu verði um 40%." *> Ö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.