Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 16. október 1975. SKRIF ERLENDRA BLAÐA UM ÚTFÆRSLUNA í GÆR YFIRLEITT HÓFSAMLEG Mó—Keykjavik. — I tilefni af útfærslu islenzku fiskveiðilög- sögunnar i tvö hundruð milur hafði blaðið samband við sendi- ráð tslands i London og Bonn og spurðist fyrir um viðbrögð fjöl- miðla við útfærslunni. Helgi Agústsson, sendiráðs- ritari i London, sagði að ekki hefðu verið mikil blaðaskrif um málið i morgun, og ekki hefðu neinar neikvæðar greinar birzt. ttarleg grein birtist þó i timarit- inu Financial Times. Er hún skrifuð af Wilham Dullforsce, sem staddur er i Reykjavik. Ritar hann af skilningi um málið og greinir bæði frá rökum með og á móti. Þótt ekki sé hægt að segja að hann styðji málstað okkar, er þakkarvert þegar skýrt er frá staðreyndum, en málstaður okkar ekki affluttur. Þá birtist einnig alllöng grein Flóamarkaður FÉLAG einstæðra foreldra held- ur flóamarkað sinn i báðum söl- um Hallveigarstaða laugardag 18. okt. og hefst hann kl. 3 e.h. Verður þar á boðstólum mikið úr- val af nýjum og notuðm varningi svo sem fatnaður, búsáhöld, leik- föng, bækur, matvara, hljómplöt- ur, lukkupakkar ásamt með nokkrum stærri hlutum, útvarps- tæki, barnarúmi, barnavagni, ryksugu, silfurref, pelskápu og mætti svo áfram telja. FEF hefur siðustu ár haldið flóamarkaði um þetta leyti og að- sókn verið ákaflega mikil. Er fólk hvatt til að koma á markaðinn, gera reyfarakaup og styrkja gott málefni, en allur ágóði rennur i Húsbygginga- og styrktasjóð FEF. i Daily Telegraph, en i henni kemur fátt markvert fram. önnur blöð geta einungis um út- færsluna með smáklausum, en sendiráðinu berst mikið af fyrirspurnum vegna útfærsl- unnar. Má búast við að mun meira verði skrifað um útfærsl- una, þegar samningurinn við Breta rennur út 13. nóv. næst komandi. Hjá Arna Tryggvasyni, sendi- herra i Bonn, fengum við þær upplýsingar, að timaritið Die Welt hefði birt langt viðtal við Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra, og einnig rætt við tals- menn utanrikisráðuneytisins. Málstaður Islendinga væri nokkuð skýrður i þessum viðtöl- um, og einnig fjölluðu önnur blöð litilsháttar um málið af til- tölulegri hófsemi. Ekki hafði neitt blaðanna i Bonn fjallað um málið i leiðara i morgun, en fregnir af blaða- skrifum annarra blaða höfðu ekki borizt sendiráðinu ennþá. Arni taldi að búast mætti við harðari viðbrögðum blaða á norðvesturhorni landsins, þar sem aðal útgerðarbæirnir eru. Þrjú stærstu morgunblöð Svi- þjóðar minntust i gær útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar á mjög vinsamlegan hátt, sagði Eirikur Tómasson fréttaritari Timans. Dagens Nyheter i Stokkhólmi birti greinar um hana bæði á forsiðu og baksiðu, og kemur þar fram samúð með málstað tslendinga. Göteborgs- posten i Gautaborg og Syd-svenska Dagbladet gátu hennar einnig áberandi i frétt- um, og kom fram i þeim stuðn- ingur við Island. Hins vegar er ekki sömu sögu að segja varðandi dönsku blöð- in. Berlinske Tidende minnist ekki á útfærsluna, en Politiken birtir um hana forustugrein, þar sem hún er talin ótimabær og likleg til að valda glundroða og upplausn i hafréttarmálum, M.a. kunni bæði Mexikó og Bandarikin að fylgja fordæmi Islands. I leiðara norska blaðsins Aft- enposten i gær sagði fyrst, að það hafi verið álit alþjóðadóm- stólsins i Haag, að einhliða út- færsla islenzku landhelginnar i 50 milur á sinum tima hafi ekki átt sér lagastoð i meginreglum þjóðaréttarins, og að þvi eigi frekari útfærsla landhelginnar ekki frekar lagastoð. Siðan segir i leiðara blaðsins, að þrátt fyrir þessa neikvæðu afstöðu þjóðaréttarins til ein- hliða aðgerða Islendinga i land- helgismálinu, breyti það ekki þvi, að flestir Norðmenn hafi skilning á skoðunum og rökum vina sinna tslendinga. Ljóst sé, að þeir njóti i þessu máli al- gjörrar sérstöðu og að efna- hagsleg afkoma þeirra byggist á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þá segir i leiðara Aftenpostens, og heyrzt hafi raddir i Noregi, sem krefjist-þess, að Norðmenn fylgi fordæmi Islendinga. Um það séu hins vegar ekki allir sam- mála, enda sé örðugt að bera Is- land og Noreg saman, hvað þessu viðviki. Blaðið sagði loks, að tslendingar hefðu styrkt stöðu sina i þessu máli, hefðu þeir fyrst reynt samningaleið- ina til þrautar. 1 Morgenbladet sagði, aö reynt væri að leysa á alþjóða- vettvangi deiluna um viðáttu fiskveiðilögsögu standrikja, og þvi væri þessi einhliða ákvörðun Islendinga nokkurs konar sjálf- taka, sem undir venjulegum kringumstæðum ætti ekki rétt á sér. Siðan segir blaðið, að ts- lendingar njóti samúðar i þessu máli vegna sérstöðu fiskveiða , fyrir afkomu þeirra. 1 leiðurum annarra norskra blaða komu fram mjög svipuð sjónarmið og þau, er hér voru rakin. Erum fluttir Höfum flutt skrifstofu Rætt um almenningsbókasöfn d Alþingi: Nýyrði sótt í Þrymskviðu AÞ—Reykjavik — I gær mælti Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um almenn- ingsbókasöfn, en sem kunnugt er var þetta frumvarp lagt fyrir siðasta þing, en hlaut ekki af- greiðslu þá. Umræður urðu hin- ar fjörugustu, einkum vegna þáltar Gylfa Þ. Gislasonar (sjá nánar á Viðavangi bls. 3), en inn i umræðurnar spunnust einnig spurningar um nýyrði sem í ljós kom að sótt voru í Þrymskviðu. Þetta frumvarp hefur i för með sér nokkurn útgjaldaauka fyrir rikissjóð, verði það sam- þykkt. Frumvarpið miðar að þvi, að sett verði rammalöggjöf um almenningsbókasöfn, en nánar verði kveðiö á um ýms framkvæmdaatriði i reglugerð. Nokkrar umræður urðu um málið, en að þvi búnu var þvi visað til menntamálanefndar neðri deildar. Þeir, sem tóku til máls, auk ráðherra, voru Gylfi Þ. Gislason (A), Gils Guð- mundsson (Ab), Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Benedikt Grön- dal (A), Ellert B. Schram (S) og Sverrir Hermannsson (S). Lýstu flestir ræðumanna yfir stuðningi við frumvarpið, nema Ellert B. Schram. Sagði þing- maðurinn, að á erfiðleikatimum i efnahagsmálum yrði að mega það og meta, hve langt ætti að ganga i fjárveitingum, hversu góð sem málefnin annars væru. Enn fremur sagði hann, að ým- islegt i þessu frumvarpi, sem varðaði samskipti rikis og sveit- arfélaga, stangaðist á við hug- myndir sinar. Gils Guðmundsson, Magnús Torfi Ólafsson og Benedikt Gröndal lýstu allir yfir stuðn- ingi við frumvarpið. Sömuleiðis Sverrir Hermannsson, en' hann gerði að umræðuefni orðið lýsi- gögn, sem getið er um i frum- varpinu, og óskaði eftir upplýs- ingum um þýðingu þess og upp- runa. Menntamálaráðherra upplýsti, að þetta orð væri tekið upp úr Þrymskviðu. Lýsigögn mun standa fyrir ljósatæki, segulbönd, kvikmyndavélar og fleira. Tvö stjórnar- frumvörp AÞ—Reykjavik—A fundi neðri deildar i gær mælti Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra fyrir tveimur stjórnarfrum- vörpum. Hið fyrra var frum- varp um byggingalög, en siðan mælti ráðherrann fyrir frum- varpi um skipulagslög. og söludeild að r r ARMULA ÞÓRf SÍMI SISOa-ÁRMLJLA'H f Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbíla — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubila — Vöruflutningabíla 14 ára reynsla i bilaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. t)—7, laugardaga kl. 1—4. Bilasalan Höfðatúni 10 Urgur fyrir vestan vegna rækjuverðs BH—Reykjavik — Þaö er urgur i mönnum hér vestra yfir rækju- vcröinu, sagði Guðmundur Guð- jónsson, formaður smábátaeig- endafélagsins á tsafirði, I viðtali við Timann i gærkvöldi, og ég veit ekki, hvort menn róa héðan upp á þetta. Þetta er svo mikil verðlækkun, úr 56,00 i 44,00 krónur kilóið i efra flokknum og úr 26.00 niður i 20 i neðra flokkn- um, á sama tíma og allur út- gerðarkostnaður hefur aukizt stórlega. Við höfðum svo sem reiknað með verðlækkun, en bara ekki svona mikilli. En það verður fundur i félaginu hjá okkur einhvern næstu daga, og þar vcrður tekin ákvörðun um það, hvað gert verður. Þannig komst formaður smá- bátaeigendafélagsins á Isafirði að orði. Við ræddum málið lika við Theódór Nordquist, fram- kvæmdastjóra Niðursuðuverk- smiðju O. Olsen. — Þetta er hærra verð en verksmiðjurnar geta borgað, eins og málum er nú háttað, sagði Theódór, en rækju- sjómennirnir eru ekkert of sælir af þessu. Þetta er það mikil kjaraskerðing miðað við siðustu vertið. En hvað skal segja. Ég held, að það verði erfitt fyrir bátana að fara af stað. Theódór Nordquist benti okkur á, að hlutfallið væri mis- munandi hvað stærðina snerti á rækjunni i Djúpinu og i Flóan- um. — Hjá okkur i Djúpinu er rækjan yfirleitt smærri en i Flóanum. Það hefur sýnt sig, að um 50% Djúprækjunnar lenda I 1. flokki og 50% i öðrum flokki. Timinn sneri sér til Jóns Kristinssonar á Hólmavik og spurði hann eftir viðhorfum til rækjuverðsins á þeim stað. Fyrst báðum við hann að segja okkur, hvernig stærðarskipting- in væri á Húnaflóarækjunni. — Eftir þvi, sem ég hef komizt næst, mun um 90% af rækjunni hérna lenda i 1. flokki og aðeins um 10% i minni flokknum. Þetta skapar sina erfiðleika hér, og ég geri ekki ráð fyrir, að rækju- vinnslan treysti sér til að kaupa rækjuna á þessu verði, nema til komi einhverjar breytingar á stærðarhlutfalli. Þrátt fyrir lækkunina geri ég ráð fyrir, að menn rói upp á þetta, en spurn- ingin er bara þessi, hvað kaup- endur treysta sér til að gera. Njarðvíkinga slysahættu Mó. Rvik. Aö undanförnu hafa orðið mjög tið umferðarslys á þeim hluta Reykjanesbrautar, sem liggur i gegnum Njarðvikur. Þar hagar svo til, að flestar þjón- ustustofnanir hreppsins eru neðan Reykjanesbrautar, en ibúðahverfin aö langmestu leyti ofan hennar. Umferð gangandi fólks, og þó sérstaklega barna, er þvi mjög mikil, og með auknum umferðarþunga hefur slysahætta stóraukizt. Hreppsnefnd Njarð- vikur hefur þvi beint þvi til vega- málastjóra og sýslumanns Gull- bringusýslu, að Reykjanesbraut verði lögð niður sem aðalum- ferðaræð gegnum Ytri-Njarðvik, r óttast og að umferðinni verði beint á Bolafót, eða aðra fullnægjandi götu ofan byggðarlagsins. Enn fremur, aö meðan þessari skipu- lagsbreytingu verði komið á, verði gerðar ráðstafanir til að draga úr aksturshraða ökutækja, áður en þau koma i mesta þétt- bvlið. og komið verði upp um- ferðarljósum á gatnamótum. Þá hvetur hreppsnefndin til að lög- gæzla verði hert og þess gætt, að settum reglum um hámarks- hraða verði hlýtt, ög leggur rika áherzlu á að engar óþarfa tafir verði á framkvæmd þessara mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.