Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. október 1975. TÍMINN 7 V, IV mm Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Sturlungaöld stéttanna Það er mikið talað um b.ióðareiningu þessa dagana. Allar horfur benda til, að nýtt þorska strið hefjist á Islandsmiðum hinn 13. nóvember. Flestir ræða fagurlega um, að þá þurfi þjóðin að standa vel saman. Margt virðist hins vegar benda til þess, að sú samstaða verði meiri i orði en á borði. Þegar til alvörunnar kemur, er þvi miður þannig ástatt i islenzka þjóðfélaginu um þessar mundir, að stéttarhagsmunir eru settir ofar þjóðarhagsmunum. Aðeins nokkur nýleg sýnishorn skulu nefnd þessu til sönnunar. Fyrst er þá að geta um mótmæli frá áhöfnum 119 fiskiskipa gegn hinu nýja fiskverði, sem felur i sér til jafnaðar 5% hækkun. Sú hækkun er ekki mikil en mun þó geta kostað fjárvana rikissjóð veruleg útgjöld. út af fyrir sig, er samt ekkert við þvi að segja, þótt sjómenn mótmæli og styrki þannig aðstöðu sina við nýja samningsgerð, en sá böggull fylgir hér skammrifi, að krafizt er svara innan viku, og siðan er látið að þvi liggja, að flotanum verði öllum stefnt til hafnar, ef ekki verði komið jákvætt svar fyrir þann tima. Það ástand getur þvi skapazt, að islenzki fiskiflotinn verði allur i höfn, þegar hinn sögulegi 13. nóvem- ber rennur upp. Næst þessu er svo að geta þess, að samkvæmt atkvæðagreiðslu, sem hefur farið fram hjá opin- berum starfsmönnum, hefur meirihlutinn lýst yfir þvi, að hann sé fylgjandi þvi, að gripið verði til sérstakra aðgerða eftir 1. nóvember, ef ekki hafi verið fallizt á verkfallsrétt fyrir þann tima. Ekki er ljóst, hvað átt er við með aðgerðum eftir 1. nóvember, en flogið hefur fyrir, að gripið verði til skæruverkfalla. Svo getur þvi verið ástatt, þegar 13. nóvember rennur upp, að opinberir starfsmenn séu þá i meiri eða minni skæruverkföllum. í þriðja lagi er svo að nefna stúdentana. Þeir hafa látið i ljós, að þeir muni gripa til sérstakra mótmælaaðgerða, ef ekki verður falTizt á hlu'tfalls- lega hækkun námslána frá þvi sem nú er. Aðgerð- irnar, sem taldar eru koma til greina, eru að hætta að sækja háskólann eða hefja setuverkfall. Ef til vill verða þvi flestir hinna uppvaxandi mennta- manna þjóðarinnar i setuverkfalli hinn 13. nóvember og leggja fram sinn skerf til þorska- striðsins á þann hátt. Sjómenn, opinberir starfsmenn eða stúdentar eru ekki sérstaklega nefndir hér vegna þess, að þeir haldi fastar fram einkakröfum sinum en aðrir. Þessar stéttir eru aðeins nefndar hér vegna þess, að þetta eru nýjustu dæmin um þá sturlungaöld stéttanna, sem nú geisar á íslandi. Þar keppist nú hver stéttarhópurinn um það, sem bezt hann getur, að ota fram sinum tota. Á sama tima fara viðskiptakjörin siversnandi. Hver getur talað i alvöru um þjóðareiningu undir slikum kringumstæðum? Söguskekkja Undarleg söguskekkja er það, að baráttan fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu Islands hafi byrjað með undirskrift svokallaðra fimmtiu-menninga sem var birt 27. júli 1973. Nær fjórum mánuðum áður eða 5. april 1973 hafði sendinefnd Islands lagt fram tillögu á undirbúningsfundi hafréttar- ráðstefnunnar um 200 milna fiskveiðilögsögu. Stefna íslands hafði þannig verið mörkuð all- löngu áður en 50-menningarnir komu til sögu. -Þ.Þ. Eiríkur Tómasson skrifar fró Lundi: Fó kommúnistar yfir 4% atkvæða? Það getur róðið næstu stjórn Svíþjóðar t grein, er birtist fyrir nokkru, var fjallað um kosningahorfur i Sviþjóð og skýrt stuttlega frá stöðu tveggja stærstu stjórn- málaflokkanna i Sviþjóð, Jafnaðarflokksins og Mið- flokksins. t þessari grein verð- ur leitazt við að gera grein fyrir þeim þrem flokkum öðr- um, er fulltrúa eiga á sænska þinginu, þ.e. Ihaldsflokknum, Þjóðarflokknum og Kommúnistaflokknum. Hægri sveifla ihaldsmanna Það blés ekki byrlega fyrir Ihaldsflokknum sænska (Moderata Samlingspartiet) árið 1970. 1 þingkosningunum það ár hiaut flokkurinn aðeins rúm 11% atkvæða eða minna fylgi en nokkru sinni. Þvi var það, að ihaldsmenn skiptu um flokksleiðtoga árið 1971 og Gösta Bohman tók við valda- taumunum. Bohman hefur reynzt dug- andi leiðtogi. Undir forystu hans jók Ihaldsflokkurinn fylgi sitt i þingkosningunum 1973 i 14,3% atkvæða og er flokknum spáð enn meira fylgi i komandi kosningum. Það sem einkum hefur stuðlað að þessari fylgisaukningu, er tal- in vera sú hægri sveifla, sem átt hefur sér stað hjá ihalds- mönnum i valdatið Bohmans. Ihaldsflokkurinn er nú ein- drægnasti andstæðingur Jafnaðarflokksins — og ihaldsmenn halda þvi mjög á lofti, að Bohman sé i raun og veru leiðtogi stjórnarandstöð- unnar á þingi, en ekki Thor- björn Fálldin, foringi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Ihaldsmenn og jafnaðar- menn eru þó sammála um eitt: Að halda áfram uppbygg- ingu kjarnorkuvera i Sviþjóð. Bohman hefur aftur á móti lagt áherzlu á, að ágreiningur Ihaldsflokksins og Miðflokks- ins i þessu eina máli verði ekki til þess að koma i veg fyrir stjórnarsamvinnu flokkanna tveggja, hljóti borgara- flokkarnir meirihluta á þingi. Ihaldsleiðtoginn gekk m.a.s. svo langt i sjónvarpsviðtali fyrir skömmu að lýsa sig reiðubúinn til að leggja öll áform um uppbyggingu kjarn- orkuvera á hilluna, leiddi visindaleg rannsókn i ljós, að hætta stafaði af slikum orku- verum. Leiötogaskipti i vændum hjá Þjóðarflokknum Staða Þjóðarflokksins er veik — jafnvel enn veikari en i þingkosningunum 1973, þegar flokkurinn hlaut aðeins 9,3% atkvæða. Og i beinu framhaldi af þessu fylgishruni flokksins — Þjóðarflokkurinn var árun- um eftir 1960 stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn i Sviþjóð — hefur flokksleiðtoginn Gunnar Helén ákveðið að draga sig í hlé. Liklegast er talið, að Per Ahlmark verði kjörinn for- maður flokksins i stað Heléns. Ahlmark er frá Stokkhólmi og hefur setið á þingi i niu ár. Hann er þó enn ungur að árum og hefur getið sér gott orð fyr- ir störf sin — innan þings sem utan. Stuðningsmenn Þjóðar- flokksins vonast til þess, að leiðtogaskiptin blási lifi i Ilclén: Dregur sig I hié eftir fylgishrun Þjóðarflokksins glæðurnar, svo að flokkurinn nái að rétta sig við eftir fallið i siðustu kosningum. Hvort um einbera óskhyggju er að ræða, er ógerningur að dæma um á þessu stigi. Kommúnistar ,,vega salt” Sænski Kommúnistaflokkur- inn ( V á n s t e r p a r t i e t kommunisterna) gengurnú til kosninga undir forystu Lars Werners, er fyrr á þessu ári leysti C.H. Hermansson af sem flokksleiðtogi. Werner er enn sem komið er að mestu leyti „óskrifað blað” i sænsk- um stjórnmálum, en fyrstu spor hans sem arftaki Her- manssons þykja litt gæfuleg. Sú ákvörðun Werners að lýsa yfir stuðningi við Portú- galska kommúnista i baráttu þeirra við sósialista — og taka þar með afstöðu með ólýð- ræðislegum öflum i Portúgal — hefur ekki fallið i góðan jarðveg hjá sænskum kjósend- um. Og hinum nýja leiðtoga hefur ekki heldur tekizt að jafna hugsjónaágreining þann, er rikir milli forystu- manna flokksins i norðurhluta Sviþjóðar — þar sem flokkur- inn stendur bezt að vigi — og flokksleiðtoga annars staðar i landinu. Skoðanakannanir leiða og i ljós, að Kommúnistaflokkur- inn nýtur nú mun minna fylgis meðal yngri kjósenda en áður — kjósenda, sem geta auð- veldlega ráðið þvi, hvort kommúnistar eigi fulltrúa á sænska þinginu næsta kjör- timabil. I Sviþjóð er i' gildi sú regla, að þeir stjórnmálaflokkar ein- ir, er hljóta 4% atkvæða i þingkosningum, fái menn kjöma á þing. I sfðustu tveim kosningum var atkvæðahlut- fall kommúnista rétt fyrir of- an þetta mark, en ekki má mikið út af bera, til að hlut- fallið hrapi niður fyrir 4%. Werner virðist láta sér i léttu rúmi liggja, hvort Kommúnistaflokkurinn komi mönnum á þing — hann hefur nýlega lýst þvi yfir, að stefna flokksins eigi ekki að miðast við það að hljóta sem mest fylgi i kosningum. öðrum er þó ekki eins rótt: Sú stað- reynd, hvort kommúnistar fá yfir 4% atkvæða, getur nefni- lega ráðið úrslitum um það. hvort stjórn jafnaðarmanna sitji áfram að völdum i Svi- þjóð eða hvort borgara- flokkarnir myndi stjórn, að kosningum loknum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.