Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.10.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. október 1975. TÍMINN 9 Þóra Friöriksdóttir, leikkona heillaði áhorfendur f hlutverki Blanche Dubois, sem er eitt umfangs- mesta kvenhiutverk nútimaleikbókmennta og mótleikari hennar Erlingur Gfslason. SPORVAGNINN GIRND Kleppur hraðferð ÞJÓÐLEIKHGSIÐ SPORVAGNINN GIRND Eftir TENNESSEE WILLIAMS Þýðandi: Örnólfur Árnason, skáld Lýsing: Kristinn Danielsson Leikmynd: Birgir Engilberts Leikstjóri: Gisli Alfreðsson Frumsýning . Sporvagnmn Gimd hefur numið staðar á Islandi, en hann hefur verið i hnattferð eins og Leikhúsið á grindverk- inu og verður ekki of- sögum sagt af láni Þjóðleikhússins þessa dagana, heimsfrægðin hefur lagt teina sina og stakket þar yfir sviðið, ef marka má yfirlýs- ingar sem sendar eru út. Menn hafa ýmsar að- ferðir við vörukynn- ingu, lika leiklistin. Þannig er talsverður munur á aðferðum Flosa Ólafssonar og Gretu Garbó, en hvorug þessara leiða er samt fær fyrir þjóðleik- húsin. Það vita allir, að Tennessee Williams er heimsfrægur. Yfirlýs- ingum um það má þvi stilla i hóf. Það liggur við að öll þessi heims- frægð i húsinu sé farin að verða dálitið hvim- leið. Eftir að hafa horft á Fialka flokkinn, sem komst af án orða kemur sjálf andstæðan á fjal- irnar: Tennessee Williams opn- ar flóögáttir orðsins til fulls i einu margorðasta verki, sem hann hefur samið: Sporvagnin- um Girnd. Sporvagninn Girnd — Kleppsvagninn Tennessee Williams er einn þeirra bandarisku h’öíunda er gerir sér yrkisefni úr ýmsum vandræðum þjóðar sinnar og lýsir þeim á eftirtektarverðan hátt. Þetta eru ef til vill dálitið ýktar myndir, og fjalla meira um sálarstyrkinn en atvinnulif- ið. Hann segir þetta um sjálfan sig: Ég get ekki hent reiður á fólki i hversdagslegum kringum- stæðum. Ég verð að finna hjá þvi einhverja persónulega þætti, sem samsvara spennunni i mér. Tennessee Williams fæddist i Columbus i Mississippi árið 1914 og hét réttu nafni Thomas Lainer Williams. Hann hlaut góða menntun og byrjaði snemma á ritstörfum og vakti þegar athygli fyrir þau I skóla. Hann hlaut heimsfrægð fyrir Glerdýrin árið 1945, og fyrir Sporvagninn Girnd, sem sam- kvæmt minum heimildum var tilbúinn árið 1948, en frumsýnd- ur þó i New York árið 1947 eftir þvl sem segir i leikskrá. Tennssee Williams notar gjaman Suðurriki Bandarikj- anna sem umhverfi verka sinna. Hann gjörþekkir lifsstil- inn á þessum slóðum og hefur samanburð frá árunum, sem hann dvaldi í Hollywood og i New York, þar sem mannlifið er heflaðara, eða eigum við að segja væmnara og alþjóðlegra. Núna býr hann i Key West eins og Nixon. Blanche er höfuðpersóna leiksins og er liklega ein áhrifa- mesta tilraun samtimans til þess að skapa stórt kvenhlut- verk. Um Blanche segir Tennessee Williams i blaðavið- tali á þessa leið: — Nei. Ég sé einhvern fyrir mér, skilurðu? Þannig sá ég Blanche, þar sem hún sat á stól, tunglskinið flæddi inn um glugg- ann á hana. Fyrsta hugmyndin var að kalla leikritið: Stóll Blanche f tunglskininu. En ég skrifaði bara eitt atriði i það skipti. Hún sat og beið eftir Mitch, en hann kom ekki. Ég komst ekki lengra þá, þetta var i desember 1944. Ég skynjaði „Sporvagninn” svo kröftuglega I kroppnum á mér að það skelfdi mig. Sjálfan mig: Ég ræð ekki viðþetta.mér tekstþetta aldrei. Ég reyndi ekki við leikritið aftur fyrr en 1947, meðan ég var i New Órleans eftir að hafa lokið við „Sumri hallar”. Þá byrjaði ég á þvi aftur og það bókstaflega rann niður á pappirinn, svo ein- falt var nú það. Ég lauk við það hérna I Key West, á La Concha hótelinu. Það gagntók mig. Blanche var svo lifandi og fjöl- breytileg, ég var bergnuminn af henni. Ég þurfti svo sannarlega ekki að hafa áhyggjur af að koma því frá mér. Sjáðu til, ég byrja aldrei á upphafi leikrits og held áfram til enda. Oftast sé ég fyrir mér átakamesta atriði leikritsins og svo vinn ég út frá þvi, geri mér grein fyrir, hvernig uppbygg- ingin eigi að vera fram að þessu atriði, skilurðu? Höfundar segja oft hluti út I bláinn i viðtölum, þeim finnst þetta og hitt á augnablikinu, en þessi staðhæfing virðist vera sönn: Sjáðu til, ég byrja aldrei á upphafi leikrits og held áfram til enda...” Oftast sé ég fyrir mér átakamesta atriðið, megin atriði leikritsins og vinn svo út frá þvi....” Tennessee Williams skilar 'sporvagni sinum, Kleppsvagn- inum heim i hlað i ellefu atrið- um og undirbúningurinn undir meginatriði leiksins tekur lang- an tima, viðkomustaðir eru margir. Hefðbundin þáttaskil væru leikendum og ekki siður á- horfendum ofviða, sem fá fyrir bragðið hinn stóra skammt i smáréttum. Hvað áhorfendur varðar, þá undrast maður það ekki, að svo stórkostlegur texti leiði til heimsfrægðar, þrátt fyr- ir ýmsa vankanta. Mikið er um eintöl, aðalleik- endur ryðja úr sér heilu blaðsið- unum upp i loftið eins og á upp- lestrarkvöldi, eða stjórnmála- fundi og á meðan stendur leik- húsið sjálft stóra stopp, eins og bilað orkuver upp á heiði. Þann- ig eru áhrifamestu atriði leiks- ins eins konar varnarræður, þar sem áhorfendum er haldið vak- andi með heillandi skáldskap og hugarflugi, ellegar með grimmd og svörtu galli óþægi- legra staðreynda. Utan um þetta er svo hlaðið ýmsum nota- legheitum, bjórburði, spila- mennskum og barsmiðum og konurhlaupa hljóðandi um svið- ið. Menn hrópa rök sin um þján- ingu ýmist út i dapurlega nótt- ina i New Orleans, eða yfir prúðbúna gesti hússins. Um þetta segir Tennessee Williams á þessa leið: ... i leik- riti verður að þjappa atvikum heillrar æfi saman I þrjá þætti. Að sjálfsögðu verða atvikin þá ofsalegri en i lifinu sjálfu”. Þetta á lika við um ellefu atriða leik. Sporvagninn Girnd er sem sé vont verk út frá sjónarmiði fjöl- eflisins, að leikhús sé hópvinna á borð við t.d. góða knattspyrnu. Leikstjóri Sporvagnsins virðist ekki beita sömu aðferðum og höfundur textans, sem segist stunda jarðvegs- skipti og leggja teinana fyrir vagninn að ákveðnum aðal- atriðum. Hver hinna ellefu þátta virðist unninn af sama of- forsinu. Byrjunin verður með þessum hætti of brött fyrir áhorfendur, sem hafa verið að hugsa um annað rétt áður, hafa verið að koma niður börnum og leita að bilastæðum fyrir sig og koma þvi óundirbúnir á stað þar sem „atvikin eru ofsafengnari en i lifinu sjálfu”. 1 svona hamagangi verður sálin oft of sein I sætin hjá þeim. Samt verður þvi ekki neitað, að GIsli er hugmyndarikur leik- stjóri, og þessi sýning hans er frjálsleg og laus við margvis- legan vandræðagang, sem upp- hefst þegar reynt er að fara i annað umhverfi með íslend- inga. Leiktjöldin eru ágæt en standa allt of aftarlega á sviðinu til baga fyrir áhorfendur og leikendur. Mér er sagt að það muni stafa af eldvarnartjaldinu i húsinu, sem verja á áhorf- endur, ef eldur yrði laus á leik- sviðinu. A þessu verður að finna lausn. Við getum ekki látið slökkviliðið setja upp allar leik- sýningar framvegis! — I þessu máli eru tvær þungamiðjur sagði þing- maðurinn forðum, og það sama má segja um Kleppsvagninn Girnd. Annars vegar er það Blanche Dubois (Þóra Friðriks- dóttir) og svo eru það allir hinir, sem leika á móti henni. Hið fyrrnefnda er eitt stærsta kven- hlutverkið sem sézt hefur hér. Hún er bókstaflega alltaf á sviðinu þessa þrjá tima sem sýningin stendur, nema þegar henni er stungið i bað meðan verið er að ná af henni mann- orðinu., Þóra Friðriksdóttir hefur margt á móti sér i þessu hlut- verki, ekki aðeins slökkviliðið, eða brunatjaldið, heldur litur hún of „hraustlega” út til þess að hafa gengið i gegnum þetta allt, komandi svo úrvinda á sálinni með sporvagninum til New Orleans. Veikiulegri týpa hefði náð lengra, en þrátt fyrir allt, þá verður ekki annað sagt, en að hún skilar þessu hlutverki af hinni mestu prýði: vinnur umtalsverðan leiksigur. Til marks um það er, að á frum- sýningu var henni fagnað mjög innilega I lokin. Til athugunar mætti vera hvort Blanche Dubois er ekki gerð of tortryggileg með brenni- vinsleitinni i upphafi leiksins. Margrct Guðmundsdóttir var skinandi góð i hlutverki Stellu Kowalski. Er hún greinilega vaxandi leikkona. Erlingur Gislason var lika nálægt sinu bezta og túlkun hans á pólakkanum Stanley Kowalski frábær á köflum. Róbert Arnfinnsson lék Harold Mitchell (Mitch) hæg- látan þægilegan mann. sem sér fram á að þurfa að fá sér nýja móður, þvi að sú sem ól hann og annaðist, liggur fyrir dauðan- um. Róbert hefur lagt mikla vinnu i þetta hlutverk, þó varla geti það talizt mjög stórt i snið- um og er árangur hans eftir bvi. Bryndís Pétursdóttirvar ágæt og minnti á sannfærandi hátt á vissan kvenpening i stórborgum Suðurrikjanna. Sama er að segja um þá Flósa ólafsson og Bjarna Steingrimsson.þeir féllu vel inn i umhverfið, og gerðu áhorfendur ekki órólega um of með tiltækjum sinum. Guðmunda Eliasdóttir söng negralög með hæfilegri áreitni. Að lokum skal minnzt á þau Auði Guðmundsdóttur, Ævar Kvaran og ungan mann, sem heitir Kristinn Karlsson. Ævar leikur lækni, en Auður hjúkrunarkonu af geðveikra- hæli og var gervi hennar og framganga með miklum ágætum, en samkvæmt ártali verksins, þá er það skrifað meðan handalögmál var eins konar forsenda fyrir rekstri geðveikrasjúkrahúsa, og angistin setti mark sitt bæði á hina sjúku og þá, sem við þá slógust. Kristinn Karlsson mun vera nýliði á leiksviði, bróðir Sigurð- ar Karlssonar, leikara. Hann fór vel með lftið orðknappt hlut- verk og gæti orðið efnilegur. örnólfur Árnason þýddi leik- ritið. Um þýðinguna er allt gott að segja, án þess að legið hafi verið I samanburði. Þetta er ósvikið talmál, ósvikin islenzka. Eitthvað mun litið um kurteis orð yfir kynvillu á íslandi og verður orðaræðan ekki eins markviss, þegar hana ber á góma. Heiti leiksins er hins vegar afleitt: Sporvagninn Girnd. Gáfaðir frönskumælandi vinir minir segja að DESIRE sé ljóðrænna og ekki eins gróft. Kvikmynd um sama leikverk, sem sýnd var fyrir nokkrum árum hlaut nafnið Klepps- vagninn, eða Kleppur hraðferð hafa einhverjir stungið að mér. Höfuðókosturinn við nafnið er hins vegar hversu erfitt það er i framburði og flestir virðast ein- faldlega nefna verkið Sporvagn- inn núna. Það er enginn efi á þvi að Sporvagninn er eitt áhuga- verðasta verk, sem lengi hefur komið á fjalirnar. Þetta er mjög löng sýning og þarfnast þvi mik- illa æfinga og þreks. Það er ekki siður ofurmannlegt að muna þetta allt, en að skila þvi af sér á listrænan hátt. Eflaust á þetta verk eftir að mótast og fágast i meðförum, þegar mesta spenn- an er farin ur kroppnum og mesta skelfingin er liðin hjá. 13. okt. '75. Jónas Guðinundsson Sviðsmynd úr Sporvagninum Girnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.