Tíminn - 17.10.1975, Síða 1

Tíminn - 17.10.1975, Síða 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Jl L-n—y- .._1.1 Landvélarhf PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATUNI 6 -SÍMI (91)19460 SKORIÐ AFTAN ÚR TOGARA— VARÐSKIP HÉLT ÞREAAUR LAND- HELGISBRJÓTUAA r Þjóðverjar aflétta löndunarbanninu — Róðherraviðræður verða 28. október FRA VEIÐUM Gsal—Reykjavík — 1 gærdag voru aðcins þrlr vestur-þýzkir togarar hér við landið og héldu þeir sig á Grindavlkurdýpi. Varð- skip var að glima við þá I gær, og um kl. 10.30 I gærmorgun tókst varðskipsmönnum að komast svo nærri Altona NC-473 með klipp- urnar, að varðskipið gat siglt yfir togvirana og skorið þá I sundur. Þar með fór troll landhelgis- brjótsins I sjóinn. Togarinn var þá 17 milur innan 50 miinanna. Togararnir þrir, sem voru að ögra varðskipunum i gær, voru Altona, Eckenflirde og Köln, en tveir þeirra síöarnefndu hlfðu inn trollið strax og varðskipið nálgaðist. Aö sögn Landhelgis- gæzlunnar I gærkvöldi, tókst varöskipi að halda togurunum þremur frá veiðum i allan gær- dag. Aðrir þýzkir togarar sem voru á Reykjaneshrygg og suður af Hvalbak I fyrradag, sigldu allir lit úr landhelgínni i fyrrinótt. Þegar blaðamenn fóru I fyrra- dag i eftirlitsflug með Sýr, kom flugvélin fyrst að Altona á Mýrar- grunni og var þá skipið á vestur- leið. Altona hefur siðan siglt með- fram suðurströndinni og tekið sér stöðu með öðrum landhelgisbrjót- um á Grindavikurdýpi i gær- morgun. Að sögn Hálfdáns Henryssonar, hjá landhelgisgæzlunni var Al- tona eini þýzki togarinn sem hélt I vesturátt af þeim togurum sem héldu sig suður af Hvalbak á út- færsludaginn. Hálfdán sagði að allir þýzku togararnir, sem hefðu verið að veiðum fyrir SA-landi hefðu haldið út úr landhelginni og fjögur af sjö skipum sem voru á Reykjaneshrygg I fyrradag nefðu haldið I fyrrakvöld út úr land- helginni með stefnu á Grænland. Hálfdán sagði að skipin hefðu verið elt af varðskipi fram eftir nóttu, en togararnir hefðu allir haldið sinu striki og stefnt i vestur og þvi hefði varðsmipið snúið við og lagt til atlögu við þá þrjá, sem eftir voru innan landhelginnar. Engir togarar eru fyrir vestan. Altona er 100. togarinn sem missir veiðarfæri sin fyrir til- verknað varðskips innan 50-miln- anna og sá fyrsti eftir útfærslu I 200 sjómilur. Gsal—Reykjavik — t gærdag barst tilkynning frá v-þýzkum stjórnvöldum, þess efnis, að aflétt hafi verið lcndunarbanni i nokkr- um þýzkum höfnum, sem I gildi hefur verið gagnvart Islenzkum skipum nú um alllangt skeið. Þá hafa verið ákveðnar ráðherravið- ræður um landhelgismáliö milli Isienzkra og v-þýzkra ráðamanna þann 28. október n.k. Þessi ákvörðun um afléttingu löndunarbanns var tekin af v-þýzkum stjórnvöldum, eftir simtal sem Einar Ágústsson, ut- anrikisráðherra átti viö Gensch- er, utanrIkisráðherra Bonn-stjórnarinnar i gær. — Ég var áöur búinn að gefa Genscher það fyllilega I skyn, að viðræður milli þjóðanna um land- helgismálið, myndu ekki koma til greina af okkar hálfu, nema þýzk stjórnvöld afléttu löndunarbann- inu, sagði Einar Agústsson, utan- rikisráðherra i samtali við Tim- ann i gærkvöldi. Utanrikisráðherra kvað Genscher hafa hringt til sin og til- kynnt, að löndunarbanninu hefði verið aflétt. — Hann spurði siðan, hvort nokkuð væri nú til fyrir- stöðu viðræðum milli þjóöanna, sagði Einar, og i samræmi við yfirlýsingu rikisstjórnarinnar 15. júni s.l., þegar reglugerðin um 200 milurnar var gefin út, ákváð- um við að hafa a.m.k. einn við- ræðufund við V-Þjóðverja, — eins og aðrar þær þjóðir, sem óska eft- ir viðræðum. Eins og að likum lætur hefur Is- lenzka viðræðunefndin ekki verið ákveðin, og um þá v-þýzku er það aðeins vitað, að aðstoðarutanrik- i isráðherrann verður formaður hennar. — Mér finnst það bera vott um breytta stefnu hjá V-Þjóðverjum, sagði utanrikisráðherra um þá skipan v-þýzkra stjórnvalda að aflétta löndunarbanninu, — og aö þeir vilji raunverulega ganga eitthvað til móts við okkar sjónarmið. Hversu mikið gildi það hefur, skal ég ekki segja um, en hins vegar held ég, að tilgang- ur V-Þjóðverja með þessu hafi verið sá að friðmælast, sagði utanrikisráðherra. Einar Agústsson nefndi, að Genscher hefði I simtalinu viö hann i gær, farið fram á það, aö landhelgisgæzlan færi gætilega að v-þýzkum togurum á íslandsmiö- um. Ráðherra kvaðst hafa svarað þvi til, að hann gæti að sjálfsögðu engu lofað um slikt. — Landhelgi Islands er ekki til sölu á einn eða neinn hátt, sagöi Einar Agústsson. Timinn leitaði I gær álits Ólafs Jóhannessonar, viðskiptaráð- herra á þeirri skipan v-þýzkra stjórnvalda að aflétta löndunar- banninu. — Ég fagna þvi aö löndunar- banninu hafi veriö aflétt. Ég tel það bera vott um, að V-Þjóðverj- ar séu að átta sig á hlutunum. Landssamband islenzkra út- vegsmanna gat ekki frætt Tim- ann um það i gærdag, hvort ein- hverjir islenzkir togarar eða skip hafi i hyggju að selja I Þýzkalandi á næstu dögum, en þaö er þó talið fremur óliklegt, þvi að tollar á is- fiski þar eru hærri en i Bretlandi. Þessa mynd af Altona tók Gunnar I fyrradag þar sem togarinn var á Mýrargrunni. YNGSTU REYKINGA- MENNIRNIR 9 ÁRA Vilja framkvæma félagslega rannsókn d öllum 14 dra unglingum á höfuð- borgarsvæðinu BH-Reykjavik Sjö nemendur i sálfræöi við Arósaháskóia fóru þess á leit við borgarráö, i byrjun þessa mánaðar, aö það veitti þeim 300 þúsund kr. styrk til þess að framkvæma alhliða sálfræði- lega og félagslega rannsókn á öll- um 14 ára unglingum á höfuð- borgarsvæðinu, en fjöldi þeirra mun vera um 1800. Þessi rannsókn er hluti af sam- norrænni rannsókn, sem þegar hefur verið framkvæmd I Silki- borg i Danmörku og I Vestur- Noregi. Það er einnig ljóst, að þessi rannsókn hefur mikið hag- nýtt og fræðilegt gildi hér á Is- landi, þar sem hún kemur til með aö gefa mjög alhliða upplýsingar um stóran hóp ungmenna, og um leið er haldiö opnum þeim mögu- leika að fylgja niðurstöðum þess- arar könnunar eftir seinna meir. Nemendurnir sjö I Arósum eru allir Islenzkir. Erindi sjömenninganna hefur fengið hinar beztu undirtektir margra aðila, sem rætt hefur verið við i sambandi við rannsóknina. M.a. hefur æsku- lýðsráð mælt með erindi þeirra, svo og fræðslustjóri borgarinnar, forstöðumaður sálfræöideildar skóla og lektor og prófessorar i sá'fræði. Þess má geta, að kostnaður við rannsóknina kemur til með aö verða talsvert á þriðju milljón kr, þannig að sjömenningarnir sækja einnig um styrki til Norræna, menningarmálasjóösins, Sátt- málasjóðs og fjárveitinganefndar alþingis. FB-Reykjavlk. KomiÐ hefur i ljós að athuganir, að 4.7% drengja og 2.5% telpna á aldrinum niu ára eru farin aö reykja. Þessar upplýsingar koma fram I skýrslu borgarlæknisembættisins um reykingavenjur barna og unglinga i Reykjavik. Könnunin náði til nemenda i 21 barna- og unglingaskóla I . Reykjavik og var gerð I april 1974. Hún náði til 9-17 ára nemenda, og tóku þátt i henni 10.282 nemendur, eða 96,6% þeirra, sem i skólunum voru þann dag, þegar könnunin fór fram. Notuð voru spurningaeyðublöð. Þetta er 1 þriðja sinn sem könn- un sem þessi fer fram hérlendis. Fyrsta könnun var gerð árið 1959, og náði hún til unglinga á aldrin- um 13 til 17 ára i 10 unglinga- og gagnfræðaskólum i Reykjavik. Náði hún til 2702 nemenda og leiddi m.a. i ljós, að 34,8% 13 ára pilta og 17,2% 13 ára stúlkna voru byrjuð að reykja. Þá reyktu 2,7% pilta og 3,2% stúlkna i þessum aldursflokki daglega. önnur könnun fór svo fram á revkingavenjum 10, 11 og 12 ára barna i stærstu barnaskólum Reykjavikur og i Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi 1962. Tóku þátt i henni 3.832 börn. Þá kom i ljós, að i 10 ára aldursflokknum voru 10,4% pilta og 2.8% stúlkna farin að reykja. I könnuninni að þessu sinni kom i ljós, aö 4.7% 9 ára drengja og 2.5% 9 ára telpna sögðust reykja, eins og fyrr segir. Tala þeirra, sem reykja, eykst lltillega næstu tvö aldursárin hjá báðum kynjum, en þegar börnin ná 12 og 13 ára aldri eykst hún stórlega: einkum er þetta áberandi hjá telpum, nær hámarki hjá 16 ára piltum, 51,1%, en hjá stúlkum ekki fyrr en þær eru 17 ára, 61,6%. Fjöldi nemenda 18 ára og 19 ára er of lítill til aö mark sé á honum takandi, segir I skýrslunni. I fyrri könnunum tóku þátt 3238 piltar á aldrinum 10 til 17 ára, af þeim reyktu 22,7%. I sömu aldursflokkum pilta reykja nú 23.5%. Við fyrri kannanir reyktu 9.9% af 3.296 stúlkum á aldrinum 10 til 17 ára, en nú reykja 24,7% stúlkna á þessum aldri. Þegar geröur er samanburð- ur á árunum 1959—’62 annars vegar og árinu 1974 hins vegar, er eftirtektarvert, að fram aö 14 ára aldri reykja færri piltar nú en þá, og þeim sem reykja, virðist einnig fækka eftir 16 ára aldur. Það er aðeins I 15 og 16 ára aldursflokkum, sem fleiri piltar reykja nú en áður, og er munur- inn ekki ýkja mikill, 43.6% og 51.1% nú, saman borið við 41.2% og 47.5% árið 1959. öðru máli gegnir um stúlkur. 1 öllum aldursflokkum reykja nú fleiri stúlkur en áður. Þess gætir litið sem ekkert á aldrinum 10 og 11 ára, en hjá 12 ára stúlkum hefur aukningin orðiö úr 5,7% I 10,5% og meðal 13 ára telpna úr 17,2% i 25,7%. Siöan heldur aukn- ingin frá fyrri könnun áfram með hækkandi aldri stúlknanna, og i 17 ára aldursflokki reykja nú 61.6% stúlkna, en aðeins 19.5% áriö 1962. Tvisvar sinnum fleiri piltar en stúlkur reyktu I fyrri könnun, en nú hefur breyting oröið á. Or þvi að 13 ára aldri er náö, reykja nú Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.