Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. október 1975. TtMIJVN 3 Gsal-Reykjavik — Ef reiknað er út, hvað verkamaður á lægsta taxta Dagsbrúnar er lengi að vinna fyrir ársfjórðungsgjaldi af sima — nú og fyrir 10 árum — kemur i ljós, að það tekur hann helmingi skemmri tima að afla þessa fjár nú en 1965. Þetta merk- ir með öðrum orðum, að síminn er nú alit að helmíngi ódýrari að þessu leyti en fyrir 10 árum. Sé sama aðferð notuð til að athuga gjöid af rafmagni og hita, kemur i ljós, að verkamaður á lægsta taxta Dagsbrúnar er svo að segja jafnlengi nú og árið 1965 að vinna fyrir þeim útgjöldum. Þetta kom fram i viðtali, sem Timinn átti við Jón Skúlason, póst- og simamálastjóra, en eins og flestir vita, hefur mikið verið rætt og ritað að undanförnu um fjárreiður og skuldir Pósts og sima. — Ef afnotagjöldin hefðu hald- izt i hendur við laun, værum við vel settir, sagði Jón. — Þá væri skuldabaggi okkar enginn. Jón nefndi, að það væri ekkert einsdæmi hér á landi að Póstur og simi ætti i fjárhagskröggum. Ný- lega hefði danski póst- og sima- málastjórinn ritað grein i rit þeirrar stofnunar, þar sem hann hefði m.a. greint frá þvi, að likur bentu til að taprekstur á fyrirtæk- inu i ár, myndi nema rúmlega 5,5 milljörðum isl. kr. Timinn spurði Jón, hverjar væru helztu skuldir stofnunarinn- ar, og sagði hann að viðskipta- skuldir við útlönd næmu nú 290 millj. kr. og vöruskuldir 220 millj. kr. Jón gat þess i sambandi við vöruskuldirnar að þær lægju i vörum, sem stofnunin hefði ekki haft bolmagn til að leysa út á sið- ustu mánuðum, og af þessum 220 millj. kr. væru 150 tollar. Geta má þess, að engar undan- þágur eru veittar varðandi tolla- og aðflutningsgjöld á vörum til Pósts og sima, en talsvert af vör- um, t.d. til rafmagnsframleiðslu Óheimilt að segja starfs- manni upp, þótt hann taki dagsfrí Vegna orðróms um áð konur eigi yfir höfði sér uppsagnir eða málsókn af hálfu einstakra at- vinnurekenda, ef þær leggi niður vinnu á degi Sameinuðu þjóðanna 24. október næstkomandi, vill fjölmiðlahópur um kvennafri taka eftirfarandi fram: Hvergi hefur fengizt staðfesting á bvi, að þessi orðrómur eigi við rök að styðjast. Hins vegar hefur fjölmiðlahópurinn haft samband við forystumenn nokkurra stærstu launþegasamtaka lands- ins svo sem BSRB, IÐJU, félag verksmiðjufólks og Verzlunar- félag Reykjavíkur, til að kanna hver væri réttur þessara kvenna, ef atvinnurekendur gerðu alvöru úr slikum hótunum. Sameiginleg niðurstaða varð, að samkvæmt samningum og reglugerðum, sem gilda á vinnu- markaðinum, sé hvergi ákvæði sem heimila að segja starfsmanni upp, þótt hann taki sér fri frá störfum einn dag. Skylt sé þó að veita honum áminningu við fyrsta brot. Einnig var lögð áherzla á, að til væri „siðferðilegur réttur” fólks, og bent á, að hér væri um að ræða fjöldahreyfingu, sem ætlað væri að ná til allra kvenna I land- inu. Að óreyndu verður þvi ekki trú- að, að til séu atvinnurekendur, sem með hótunum ætli að rjúfa þá einingu er skapazt hefur um kvennafriið 24. október. En verði reynt að beita slikum hótunum, þá hvetjum við konur til að gera viðvart, segir fjölmiðlahópurinn um þetta mál. Námsmenn krefjast fullra námslána FUNDUR nema i Vélskóla og Stýrimannaskólanum sem hald- inn var 16. okt. mótmælir harð- lega þeim gerræðislegu vinnu- brögðum stjórnvalda að standa ekki við gefin fyrirheit varðandi fjármögnun Lánasjóðs islenzkra námsmanna, þannig að haustlán geti farið fram með eðlilegum hætti. Krefst fundurinn þess, að sjóðnum verði tryggt það fé,sem hann þarf til að geta gegnt hlut- verki sinu. Þá telur fundurinn eðlilegt að lánin verði visitölutryggð, þannig að ljóst sé að hér sé um lán að ræða, en ekki ölmusu. Þá lýsir fundurinn yfir stuðningi við þá framhaldsskólanema sem enn hafa ekki rétt á lánum úr sjóðn- um. Þá hafa fundarhöld verið tið i Háskólanum undanfarna daga og hafa fundirnir snúist um lánamál námsmanna. Fundur nema i heimspekideild H.l. litur á niður-. skurð námslána um 50% sem lagabrot, þar sem lögbundið er, að stefnt skuli að þvi að lánasjóð- urinn láni 100% þess fjármagns, sem skortir á að sjálfsaflatekjur námsmanna fullnægji námsfjár- þörf þeirra. Þá mótmælir fundur nema i heimspekideild H.l. að i fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 1976 skuli gjörsamlega horft fram hjá beiðnum Lánasjóðs Islenzkra námsmanna. 1 frumvarpinu sé aðeins gert ráð fyrir þriðjungi þess fjár sem þarf til að veita námslán, sem fullnægja þörfum námsmanna. Fundur i Verðanda, félagi rót- tækra við H.t.;fordæmir harðlega að úthlutun haustlána sé ekki hafin. Jafnframt fordæmir Verð- andi stefnu ríkisstjórnarinnar sem félagið segir að óhjákvæmi- lega leiði til þess að efnaminni námsmenn hrekist frá námi. Fulltrúaráðsfundur Vöku for- dæmir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki tryggt Lánasjóðnum nauðsynlegt fjármagn. Telur full- trúaráðið þetta óafsakanlegt sinnuleysi og valdi það lánþegum stórkostlegum vandræðum. Iðnfræðsla og verkmenntun höfuðmál á þingi I.N.S.I. 33. þing I.N.S.I. verður haldið i Reykjavik dagana 17. 18. og 19. október. Þingið verður haldið i salarkynnum Hótel Loftleiða og verður sett kl. 14 á föstudag með setningarræðu Armanns Ægis MagnúSsonar form iNSI og ávörpum gesta. Tii pingstarfa koma fulltrúar frá 18 aðildarfélögum Iðnnema- sambandsins viðsvegar af landinu og verða þeir um 100. Helztu málaflokkar sem fyrir þinginu liggja er: Iðnfræðslumál, kjaramál, félags og fræðslumál og þjóðmál sem iðnnema varða eins og aðra þjóðfélagsþegna. Varðandi iðnfræðslu eða verk- menntun almennt eru fyrirhugað- ar miklar breytingar á næstu ár- um og verða iðnnemar að fjalla itarlega um þann málaflokk. Fé- lags og fræðslumál samtakanna er i brennidepli nú eins og fyrr og þarf að lyfta þar Grettistaki. I lok þingsins verður kosin stjórn samtakanna fyrir næsta starfsár. Við viljum lán, en ekki ölmusu, segja nemendur Vélskólans og Stýrimannaskóláns. Timamynd: G.E. og dreifingar er undanþegið slik- um gjöldum eins og heimilað er á fjárlögum hverju sinni. Á siðast- liðnu ári greiddi Póstur og simi t.d. 286,8 millj. kr. i tolla og að- flutningsgjöld, og það sem af er þessu ári, hefur stofnunin greitt um 111,5 millj. beint i rikissjóð i formi tolla aog aðflutningsgjalda. — Þótt rekstrarstaðan sé erfið um þessar mundir, eigum við þess engan kost að stöðva allan innflutning á vörum til stofnunar- innar, sem við teljum brýnt að fá. Hinu er þó ekki að leyna, að ýms- ar vörur hafa legið i tolli um nokkurn tima, af þeirri einföldu ástæðu, að við höfum ekki fé til að leysa þær út. Við reynum að bjarga okkur eins og við mögu- lega getum, og það má enginn halda, að við höldum bara að okkur höndum og glápum á skuldirnar. Við erum alltaf að reyna að ráða bót á þessu ástandi, en það er i sjálfu sér ekkert und- arlegt að Póstur og simi er rekinn með tapi. Stofnunin á að standa undir sér sjálf fjárhagslega á sama tima og við höfum ekki fengið heimild til þeirra hækkana á gjaldskrá, sem við teljum okkur þurfa, og við stöndum i fjárfrek- um framkvæmdum, sagði Jón. Eins og komið hefur fram, er Halldóri E. Sigurðssyni sam- gönguráðherra kunnugt um erfið- leika Pósts og sima, og viðræður hafa farið fram milli nefndar af hálfu ráðuneytisins, sem er ráð- gefandi i fjármálum og rekstri Pósts og sima, og Seðlabanka Is- lands, um lánsútvégun fyrir stofnunina til langstima, til þess að tryggja fjárhagsstöðu hennar. — Við teljum, að langtimalán sé hagkvæmasta leiðin til lausnar þessum fjárhagsvanda, sagði Jón. Gallar þess eru að visu aug- ljósir, en ég þykist þess fullviss, að það yrði engum til góðs að hækka gjaldskrána i einni svipan sem þessum fjárhagsvanda næmi. Jón vildi að lokum undirstrika, að Halldór E. Sigurðsson hefði beitt sér mikið fyrir þvi, að leysa fjárhagsörðugleika stofnunarinn- ar og sýnt mikinn skilning á vanda hennar. Maður, sem tekur kaup samkvæmt lægsta taxta Dagsbrúnar, er helm- ingi fljótari að vinna fyrir afnotagjaidi simáns nú en fyrir tfu árum. Merkjasala Blindravina- félagsins d sunnudag A sunnudaginn kemur leita börn og unglingar til almennings um kaup á merkjum til hjálpar Framkvæmdastjóri LIÚ: „MUNUM EKKI GEGN BANNI LEGGJAST VIÐ SÍLD- VEIÐUM I NORÐURSJO FB-Reykjavik. Þær fréttir berast frá Kaupmannahöfn, að á fundi, sem haldinn var i nokkurs konar tenginefnd Alþjóða haf- rannsóknaráðsins og Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar, hafi komið fram sú hugmynd, að rétt og nauðsynlegt væri að banna alla sildveiði Norðursjón- mm á næsta ári. Astæðurnar fyrir þessu banni eru sagðar þær, að rannsóknir sýni, að sildarstofninn á þessum slóðum sé á stöðugu undanhaldi, enda þótt veiðarnar hafi verið takmarkaðar. Er nú i ráði, að þessar uppástungur um sildveiði- bann verði ræddar frekar á ráð- stefnu, sem haldin verður i London um miðjan nóvember. Timinn sneri sér til Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmda- stjóra LÍÚ, og spurði hann, hvemig útvegsmönnum litist á, ef algjört sildveiðibann yrði sett á Norðursjóinn. Kristján sagði, að vist myndi slikt hafa mikil áhrif hér, og mætti i þvi sambandi benda á að sildarbátarnir Faxa- borgin og Súlan hefðu nú siðustu daga selt fyrir 8 og 9,2 milljónir isl, króna. Munaði þvi um það, ef veiðibann yrði sett á. Þá sagði Kristján, að miklir erfiðleikar hefðu verið á að skipta veiðileyfunum milli þjóða, og ís- lendingar hefðu ekki viljað sætta sig við þann hluta, sem þeim var ætlaður af aflanum. — Hins vegar munum við ekki spilla fyrir þvi, ef samkomulag verður með Norðursjávarþjóðum um að banna sildveiðarnar á þessum slóðum. Kristján sagði að lokum, að þessa stundina væru 22 islenzkir sildarbátar við sildveiðar i Norðursjó. blindum. Það er Blindravinafélag Islands, sem stendur fyrir merkjasölu til fjáröflunar starf- semi sinni. Félagið hefur starfað i 43 ár, og aðaltekjur þess hafa verið ágóði af merkjasölu, gjafir og áheit. Félagið hefur frá öndverðu rekið vinnustofu fyrir blinda, unga og gamla. 142 ár hefur félagið haldið skóla fyrir blind börn, þó hefur rikið greitt ein kennaralaun hluta af timabilinu. Loksins hefur nú menntamálaráð fallizt á að taka skólann i sina umsjá, þótt félagið hafi fyrir löngu óskað þess. Félagið útvegaði á sinni tið út- varp handa fátæku blindu fólki. Nú lánar það hljóðbækur til blindra og segulbönd eða hylkis- tæki. Frá öndverðu hefur félagið leit- azt við að sjá hinu vinnandi fólki fyrir húsnæði. Fyrst i Ingólfs- stræti 16, þar sem félagið hefur nú alla sina starfsemi, og siðan fyrir 17 árum, stofnaði félagið litið heimili fyrir blinda. Enn fremur leigir það ibúð, sem það eignað- ist, blindu fólki, og fleira mætti telja. Allur ágóði af merkjasölu fé- lagsins rennur tii hjálpar blindum á einn eða annan hátt. Skuldir Pósts og síma rúmar 500 milljónir S/Mf HELMINGI ÓDÝRARI NÚ EN FYRIR TÍU ÁRUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.