Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 6
TÍMINN Föstudagur 17. október 1975. 6 Þaö er fullkomin nýting á fþróttahiisinu f Garðahreppi. Hér má sjá þrjá flokka iöka fþróttir. Lengst til vinstri eru stúlkur fleikfimi, siöan drengir, og aö lokum eru svo drengir I blaki. FJÖLBREYTT ÆSKULÝÐSSTARF í GARÐAHREPPI Þannig á fþróttahúsiö aö Hta út aö utan i framtíðinni. með ungu fólki FÉLAGS- og tómstundastarf i “Garðahreppi 1975 til 1976 nefnist kynningarbæklingur, sem kemur nú út i annaö sinn. Bækl ingi þessum er aðailega ætlaö að kynna fyrir almenningi I hreppnum þá starfsemi, sem börn og unglingar þar eiga kost á aö taka þátt f. Auk þess auö- veldar hann nýfiuttu fólki aö komast i samband viö þá aöiia, sem eru f forsvari fyrir æskulýösstarfsemina i Garöa- hreppi. Garðar Sigurgeirsson sveitar- stjóri og Agúst Þorsteinsson, formaður Æskulýösráðs Garða- hrepps kynntu starfsemi þessa á blaðamannafundi nú i vikunni. Æskulýðsnefnd Garðahrepps er á þann hátt skipuð að i henni eiga sæti fulltrúar þeirra félaga, sem þar starfa, KFUM og K, skátafélagsins, ungmennafé- lagsins, nemendafélags gagn- fræðaskólans, siglingaklúbbs- ins, og að lokum Agúst Þor- steinsson úr hreppsnefndinni. Kynningarbæklinginn um æskulýðsstarfiö hönnuðu fjórir ungir piltar, þeir Ævar Haröar- son, Hákon Pálsson, Sveinn Vil- hjálmsson og Pétur Jónasson, og voru þeir Ævar og Sveinn á fundinum og skýrðu m.a. frá starfsemi nemendafélags gagn- fræðaskólans. Það kom m.a. fram hjá þeim, sem þarna voru, aö það háir fé- lagsstarfsemi I Garöahreppi nokkuð, aö fulloröna fólkiö margt hvert litur enn ekki á sig sem Garðhreppinga. Það sækir til annarra byggöarlaga og heldur enn tryggð viö þau félög, sem það var i, áður en það flutti i hreppinn. En ungu sveitarfé- lagi er mikil þörf á öllum þeim starfskröftum, sem þaö hefur yfir að ráða. íbúar i Garöa- hreppi eru nú um 4000 talsins, og 48% eru 18 ára og yngri. Um 8% fjölgun er i hreppnum árlega. t ávarpi I kynningarbæklingn- um segir Agúst Þorsteinsson að fólk það, sem skipulagt hefur og stjórnað æskulýðsstarfseminni, hafi oft vonað og voni enn, ,,að foreldrai gefi sér aðeins smá tima til að taka þátt i fristunda- starfi barna sinna og er skamm- arlegt til þess að vita, hvað for- eldrar sinna þessu litið. Væri ör- uggt, að hið svokallaða kyn- sióðabil væri litið, ef fólk væri með. Börnin og unglingar njóta þess að vera með foreldrum sin- um i fristundastarfi. Eitt er vist að allar dyr standa opnar, kom- ið bara og verið með.” KFUM og K eru starfandi i Garðahr.. Yngri deildKFUM hóf starf þar haustið 1970, en yngri deild KFUK haustið 1974. Fundir eru haldnir vikulega i hvoru félagi fyrir sig, fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára. 1 vetur verða fundirnir I sal i Barna- skóla Garöahrepps. A fundunum er margt til skemmt- unar og fróöleiks, leikir, myndasýningar og frásagnir. Mikill fjöldi barna kemur á fundina, og hafa foreldrar i hreppnum sýnt starfinu mikinn áhuga með þvi að minna börnin á að sækja vel fundi. Hópur áhugamanna sér um undirbúning og stjórnun hvers fundar, og eru 6 til 7 manns i þessum undirbúningshópi fyrir hvort félag. 1 forsvari fyrir fé- lögin eru Guðmundur Hall- grimsson og Guðrún Dóra Guð- mannsdóttir. Nemendafélag Gagnfræða- skóla Garðahrepps hefur með höndum ýmsa félagsstarfsemi. Það efnir til dansleikja og mál- funda, heldur félagsmálanám- skeið og' sér einnig um „Opið hús”, sem er á hverju föstu- dagskvöldi i skólanum sjálfum, sagði Ævar Harðarson.sem var mættur á blaðafundinn fyrir hönd nemendafélagsins. Ævar sagði, að tekin heföi verið upp sú nýbreytni i vetur að kjósa §tjórn nemendafélagsins eftir framboöi, en ekki velja fulltrúa fyrir hvern bekk. t gagnfræðaskólanum eru um 490 nemendur i fimm deildum. Mikil þátttaka hefur verið i „opnu húsi” á föstudagskvöld- unum, og venjulega komið þangað milli 200 og 250 manns. Foreldar eru velkomnir I „opið hús”, og venjulega eru alltaf einhverjir fullorðnir þar á hverju föstudagskvöldi, þótt vel mættu þeir vera fleiri. Ekki hafa verið nein vandræði á þessum skemmtunum vegna áfengisnotkunar, sem ekki ber neitt á, að þvi er Sveinn Vil- hjálmsson sagði, að hann er einnig nemandi i gagnfræða- skólanum. Sagðist hann telja, að m.a. væri það vegna þess, að nemendur sjálfir hefðu tekið að sér gæzlu og eftirlit, auk hinna fullorðnu. Nemendur ættu auð- veldara að fylgjast með þvi, hvað félagar þeirra aðhefðust. Aðhaldið hefði nú komið frá unglingunum sjálfum, og væri það vel og hefði tekizt mjög vel til um þetta atriði. Texti: FB AAyndir: GE — Aðstaða skátanna i Garða- hreppi er eins og bezt verður á kosið, sagði Sigurjón Vilhjálms- son aðstoðarsveitarforingi. — Við höfum eignazt hér gamalt ibúðarhús, sem er mjög hentugt fyrir alla skátastarfsemi. Þar er hægt að hafa skátaflokkana i mörgum herbergjum, en hér eru nú starfandi tvær stúlkna- sveitir og tvær drengjasveitir, auk þess sem ylfingar, ljósálfar og dróttskátar eru hér. Skátar i Garðahreppi eru um 130 talsins, og eiga þeir nú i byggingu skátaskála á mjög góðum stað fyrir ofan Vifils- staði. Skálinn er um það bil að verða fokheldur, og senn hvað liður að þvi að hægt verður að fara i hann i útilegu. Vænta skátarnir þess að á næsta vori verði skálinn fullbúinn. Skátafélagið heitir Vifill, og starfar það eftir hefðbundnum reglum um skátastarf. Fundir eru að jafnaði einu sinni i viku, auk þess sem fariö er i göngu- með ungu fólki ferðir og útilegur. Stjórn skáta- félagsins hefur mikinn áhuga á að fá foreldra barna og ung- linga, innan vébanda skáta- hreyfingarinnar, til samstarfs. Þess vegna er nú áætlað að stofna foreldraráð, sem skipað verður foreldrum og aðilum úr stjórn félagsins. Tilgangur stofnunar foreldraráðsins er fyrst og fremst sá að veita full- orðnu fólki aðild að starfi fé- lagsins og að það fólk öðlist að- stöðu til að fylgjast með þróun skátahreyfingarinnar i Garða- hreppi. Siglingaklúbbur Garðahrepps var stofnaður á siðastliðnu vori. Formaöur hans, Guðlaugur Ingason, skýrði frá þvi, að 60 manns hefðu verið á stofnfund- inum, þar af um helmingur full- orðið fólk, en mjög ásskilegt væri, að fullorðnir kæmu til starfa með unglingunum á þessu sviði ekki siður en á öðr- um. Sveitarstjórn Garðahrepps keypti land við Arnarvoginn, og þar munu slgingaklúbbarnir i Garöahreppi og Hafnarfiröi hafa sameiginlega aðstöðu fyrir starfsemi sina. Hefur verið gerð teikning af svæðinu, og senn hvað liður verður hafizt handa um framkvæmdir. Arnarvogur- inn er meðal beztu staða fyrir siglingar, svo að áhugamenn um þessa iþrótt lita björtum augum á framtiðina, og þá starfsemi, sem þarna getur far- ið fram i framtiðinni. Siglingaklúbburinn starfar i tveimur deildum, eldri og yngri deild, og geta allir orðið félagar, sem náð hafa 12 ára aldri. Markmið klúbbsins er að koma upp viðunandi aðstöðu til sigl- inga og til að veita klúbbfélög- um þekkingu og þjálfun á sem flestum sviðum sem við koma siglingum. Eins og geta má nærri leggur siglingaklúbburinn rika áherzlu á að allar tiltækar öryggisráðstafanir séu viðhafð- ar. 1 vetur hyggst Siglingaklúbb- ur Garðahrepps standa fyrir bátasmiðanámskeiðum fyrir klúbbfélaga, ef húsnæði fæst, og eru nokkrar vonir bundnar við að svo geti orðið. Ungmennafélagið Stjarnan i Garðahreppi hét áður Æsku- lýðsfélag, en þegar það gekk i Ungmennasamband Kjalarnes- þings fyrir 10 árum, breyttist nafnið, sagði Haraldur Einars- Framhald á bls. 19 Þessir menn kynntu okkur æskulýösstarfiö í Garöahreppi. Frá vinstri eru þaö Gfsll Valdimarsson, Haraldur Einarsson, Gunnar K. Sigurjónsson, Sigurjón Vilhjálmsson, Agúst Þorstelnsson, Guölaugur Ingason, Ævar Haröarson, Sveinn Vilhjálmsson og Garöar Sigurgeirsson. Ævar Haröarson t.h. og Sveinn Vilhjálmsson eru tveir þeirra sem hönnuöu kynningarbæklinginn um æskulýösstarfiö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.