Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 17. október 1975. TÍMINN 7 HIN FORNA kínverska fimleika- list á sér meira en tvö þúsund ára gamla sögu og hefur á sér mjög þjóðlegt yfirbragð. Meðal fjöl- margra sýningaratriða áttu mörg rót sina sð rekja til starfa vinn- andi fólks I Klna hinu forna. Til dæmis varð „stangarklifur” til við að menn klifruðu upp I tré til að tina ávexti, og „spjótflug” þróaðist I sambandi við veiðar. Við sýningaratriðin eru venjulega notaðir algengir húsmunir og húsgögn: borð, stólar, postulins- krukkur, blómavasar og bambus- gjarðir af sáldum, sem notuð eru við að hreinsa korn. Snjallir fjöl- listamenn hafa um aldaraðir unn- ið að endurbótum, sem hafa leitt til flókinna og erfiðra hreyfinga, sem nú tíðkast, svo sem „skál I jafnvægi”, „kringluskopp” og „handstaða á piramida úr stól- um”. Mörg önnur atriði, eins og „á tæpasta vaði” og „fram og aftur”, þróuðust upp úr alþýðu- leikjum. Þar sem þau eiga sér öll uppruna I lifinu, eins og það er, ná þau afarvel til fjöldans. Þessi listgrein kom fyrst fram i Kina á Vor- og hausttimabilinu (770—475 f.Kr.). Hún hafði þróazt allmikið sem skemmtilist á stjórnarárum Hankeisaranna (206 f.Kr,—220 e.Kr.). eins og lif- legar myndir á steintöflum, vegg- skreytingum og múrsteinum, sem fundizt hafa i gröfum frá Hantimabilinu I Setsjúan og Lia- óning bera vitni um. Árið 1969 fannst sett með 21 leirstyttu af fjöllistamönnum og hljómlistar- mönnum i gröf frá timum Vest- ur-Hankeistaranna I Tsinan I Sjangtung héraði. Listamennirnir er sýndir þar sem þeir standa á höndum og gera mittisbeygjur fyrir framan hljómsveit. Vegna þess að listgreinin þró- aðist út frá lifi og starfi vinnandi fólks, elskar það hana. Samt sem áður var litið á listamennina með fyrirlitningu i gamla Kina. Sér- staklega urðu sárafátækir loft- fimleikamennirnir að draga fram lifið við ömurlegar aðstæður á dögum afturhaldsstjórnar Kúomintang og listinni hrakaði. Eftir stofnun nýja Kina árið 1949 hefur listgreinin öðlazt nýjan lifskraft. Dreifðir farandlista- menn hafa, meðaðstoð frá rikinu, gengið I rikisfimleikaflokka, og listgreinin hefur dregið að sér á- huga- og stuðningsmenn um allt land. Grundvallarbreyting hefur orð- ið á lífi og þjóðfélagsstöðu fjöl- listafólks, sem nýtur sömu virð- ingar og aðrir listamenn. Margir gamalreyndir fjöllistamenn hafa verið gerðir að fyrirliðum fim- leikaflokka. Sumir hafa hlotið kosningu til alþýðuþings á ýms- um stigum stjórnkerfisins. Auk mánaðarlauna er listamönnunum veittur styrkur vegna sérstaks fæðis. Alþýðustjórnin lætur sér mjög annt um öryggi leikaranna. öryggisreglur og reglugerðir hafa verið settar I öllum flokkum, og öryggisbúnaður er notaður meðan á æfingum stendur og á sviðinu. í samræmi við grundvallar- regluna „látið hundrað blóm blómstra, upprætið illgresið með- Tíentsin loftfimleikaflokkurinn kemur í heimsókn til Islands: Postulinskrukkur og blomavasar eru mikiö notaöar i æfingum sem þessum, og gera má raö fyrir, aö loftfimleika- flokkurinn syni is- lendingum æfingar sem þessar. KINVERSKRA LOFTFIMIEIKA eftir Hsíaó Fú al þeirra gömlu til að rækta þau nýju”, hefur listafólkið gagnrýnt það, sem var slæmt i fimleikum áður fyrr, og haldið þvi til haga sem gott var. — Hreyfingar sem voru skaðlegarheilsu eða óhollar, voru aflagðar. Áður fyrr var atriðið „að hoppa i gegnum gjörð”, oft stórhættu- legt, leikið af hálfklæðlausum fjöl listamönnum, sem hoppuðu I gegnum hringi úr eldi eða hnífum til þess að auka aðsókn. Nú svifa listamennirnir i hvitum leikfimi- búningum i gegnum umgjarðirn- ar, sem eru ekki miklu stærri um sig heldur en likamar þeirra, hver á eftir öðrum, fagurlega og i ýmsum stellingum. „Handstaða á piramida úr stól- um” er eitt þeirra atriða, sem hafa verið betrumbætt. Aður fyrr var þetta atriði miklu einfaldara með aðeins einum manni, sem stóð á höndum efst á fimm litlum borðum, sem staflað var hverju ofan á annað. Nú hafa stólar kom- ið i stað borðanna og einn eða fleiri menn framkvæma atriðið. Hreyfingarnar eru erfiðari og fegurri en áður. „Ljónadansinn” er hefðbund- ið sýningaratriði. 1 þúsundir ára hefur verið litið á ljónið sem tákn hugrekkis og vináttu i Kina. Atr- iðið hefur verið endurbætt nú á siðustu árum, og dýrið hefur ver- ið gert liflegra og viðkunnan- legra. Ljónið, sem tveir menn leika, er fullt af leikaraskap og sýnir hugrekki sitt og leikni með þvi að hoppa upp á stengur og halda jafnvægi á feiknastórum bolta, sem veltur fram og aftur á planka, sem vegur salt. „Að láta hof úr skálum halda jafnvægi” er atriði með þjóðlegu, kinversku yfirbragði. Fyrir frelsun voru það aðeins karl- menn, sem léku það, en þeir létu nokkrar skálar halda jafnvægi og gerðu nokkrar einfaldar hreyf- ingar á jörðu niðri. Nú hafa hinir mörgu fimleikaflokkar i Kina þróað, hver með sinum stil og af mismunandi leikni, ýmsar að- ferðir við að láta þær halda jafn- vægi. Atriðið sem Tientsin-flokk- urinn, sem hingað kemur i heim- sókn, mun sýna áhorfendum, hefur erfiðar og fagrar hreyfing- Lýsing, sviðsetning og tónlist hefur verið hætt, og við það hafa fimleikar orðið fjölbreytileg list- grein, sem sýnir iifskraft og hug- rekki hins vinnandi fólks, svo og bjartsýni þess við að sigrast á erfiðleikum. Kinverskir fimleikar hafa nú, með gamalreyndum sýningar- mönnum og ungum mönnum I hraðri framför, breytzt úr gam- alli listgrein og orðið ný og blómstrandi list. Fjöllistamenn nýja Kina hafa á undanförnum rúmlega tuttugu árum heimsótt reglulega verk- smiðjur, námur, þorp og herbúðir til að leika listir sinar fyrir verka- menn, sveitafólk og hermenn. Þeir hafa einnig ferðazt um mörg lönd til að stuðla að vináttu kin- versku þjóðarinnar við þjóðir i ýmsum hlutum heims. Ljónadansinn Kinverskir fjöllistamenn nota húsmuni mikið við sin sýningar- atriði og hér má sjá eitt atriði með stóla. Viljum kaupa nokkur hross og hryssur frá 3-5 vetra og fola frá 3-5 vetra, Upplýsingar i simum 7-26-29 og 19-700. Albert Rútsson, Gunnar Fjeldsted og Snjólfur. Þessa Tfmamynd tók Gunnar af Kfnverjunum fyrir utan Hótel Loftleiðir skömmu eftlr komuna tii iandsins. Bændur - Verktakar Til sölu eru turnamót, skriðmót, þvermál 4 m. ásamt tilheyrandi fylgihlutum. s.s. disilrafstöð 10 kw, hrærivél og spili. Tilboð óskast i allt saman, eða einstaka hluta þessa. Venjulegur réttur áskilinn. Upplýsingar gefnar i sima 2-24-55. Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.