Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 17. október 1975. Ólafur Jóhannesson um Framkvæmdastofnunina: Ráðning framkvæmdastjóra bundin æviskeiði ríkisstjórna MÓ-Reykjavik. í neöri deild Alþingis var i gær fyrsta umræ&a um frumvarp Gylfa Þ. Gfslasonar og fl. um framkvæmdastofnun rikisins. Fylgdi fyrsti flutnings- maður þvl úr hlaöi. Rakti hann fyrst aðdragandann að stofnun Framkvæmdastofnunarinnar og afstöðu Alþýðuflokksins til þess máls. Hefði flokkurinn gagnrýnt mjög að rikisstjórnin skyldi eiga að skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar heldur ætti að ráöa ópólitlskan framkvæmda- stjóra. Þá rakti hann afstöðu Sjálf- stæðisfiokksins til málsins. Kvaöst hann hafa flutt samhljóða frumvarp á siðasta þingi til að út- rýma þeirri spillingu, sem ætti sér stað innan Framkvæmda- stofnunarinnar, Ekki hefði orðiö útrætt um það frumvarp, og þvi hefði hann boðað að það yrði nú flutt i byrjun þings. Næstur tala&i Geir Hallgrims- son forsætisráðherra. Kvaðst hann ekki myndu taka efnislegan þátt i umræðunum, aðeins upplýsa aö stjórnarflokkarnir Stjórnar- frumvarp um reynslu- lausn fanga Mó—Reykjavlk — t gær var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á al- mennum hegningarlögum frá 1940. Er frumvarpið stjórnar- frumvarp. Fyrri kafli þess kveður svo á um, að dóms- málaráðherra geti ákveðið aö veita fanga reynslulausn, þeg- ar hann hefur tekið út tvo þriðju hluta refsitimans. Reynslulausn má þó veita, þegar sérstaklega stendur á, þegar liðinn er helmingur refsitimans. Þá er einnig fram tekið i frumvarpinu, hver skuli vera skilyrði reynslu- lausnar. Hinn kafli frumvarpsins fjallar um röskun á friði ein- staklingsins. Þar segin: ,,Ef maður, þrátt fyrir áminningu lögreglunnar, raskar friöi annars manns með þvl að ásækja hann, of- sækja hann með bréfum eöa óná&a hann á annan svipa&an hátt, þar á meðal með slm- hringingum, þá varðar það sektum, varðhaldi eða fang- elsi allt að 6 mánuðum. Aminning lögreglunnar hefur gildi I 5 ár.” í athugasemdum með frum- varpinu segir m.a.: „Hegningarlaganefnd vinn- ur nú að endurskoðun á ýms- um þáttum hegningarlaganna og er frumvarp þetta hluti af þvl verki nefndarinnar. Nefndin var endurskipuð 25. júní 1971 og hefur hún þegar gengið frá nokkrum tillögum til breytinga á lögunum, sem hlotiö hafa staðfestingu Al- þingis. ( t nefndinni eiga nú sæti dr. Armann Snævarr, hæstarétt- ardómari, sem er formaður nefndarinnar, Þórður Björns- son, ríkissaksóknari og Jóna- tan Þórmundsson, prófessor. Ritari nefndarinnar er Jón Thors deildarstjóri.” ólafur Jóhannesson hefðu falið fjórum þingmanna sinna að kanna máliö og gera til- lögur til ríkisstjórnarinnar. Siðan hefði tlminn veriö notaður til að athuga málið og frumvarp yrði lagt fyrir þetta þing, eins og ráð hefði verið fyrir gert i stjórnar- sáttmálanum. Þessu næst tók ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra til máls. Sagði hann I upphafi máls síns aö það hefði verið stefna vinstri stjórnarinnar að taka upp áætlunarbúskap. Til þess hefði þurft stofnun, eina eða fleiri. Þvl heföi Fram- kvæmdastofnunin verið sett á fót og I meginatriðum heföi Alþýöu- flokkurinn stutt þá stefnu. Þá lýsti ráðherra þeirri skoðun sinni, að eðlilegast væri að póli- tiskir aðilar ynnu aö framkvæmd stefnu i áætlunarbúskap og aö tryggt væri, að hver ný stjórn gæti sett þá menn I starfið, sem hún treysti til að framkvæma stefnu sina. Hin leiðin væri sú að ráða menn ævilangt I fram- kvæmdastjórastöðurnar, eins og viða væri gert hjá rikinu. Sllku væri hann andvigur og slfellt heyrðust háværari raddir, sem berðust gegn slikum ráðningum opinberra starfsmanna. Um fjölda framkvæmdastjór- anna sagði Ólafur, að það væri aukaatriði, hvort þeir væru einn, tveir eða þrir, fyrir þá væru næg verkefni. Hins vegar væri ófært að finna mann I starf fram- kvæmdastjóra Framkvæmda- stofnunar án þess að hann hefði einhverja pólitiska skoðun. Varla gæti hann búizt við að Gylfi ætlað- ist til að skipaður yrði pólitískur geldingur I starfið. Þá gat ráðherra þess, að þegar hann hefði á slnum tima mælt fyrir frumvarpi um Fram- kvæmdastofnunina, hefði hann getið þess, að reynslan yrði að skera úr um, hvort ástæða væri til að breyta lögum um stofnunina siðar. Og að fenginni reynslu hefði Þjóðhagsstofnunin verið skilin frá Framkvæmdastofnun- Gylfi-spilling I Framkvæmdastofnuninni inni á siðasta þingi. En fram- kvæmdastjórn stofnunarinnar hefði ekki reynzt illa og fram- kvæmdastjórarnir hefðu ekki misnotað vald sitt. Skoraði hann á menn að nefna dæmi, vildu þeir halda sliku fram. T.d. formaður Alþýðuflokksins, sem sæti hefði átt I stjórn stofnunarinnar frá fystu tlö. Að lokum sagði ráðherra, að sérhver lög þyrfti að endurskoða að fenginni reynslu. Það yrði gert með lögum um framkvæmda- stofnun rikisins. Hvort sú endur- skoöun leiddi til mikilla breyt- inga, skyldi ósagt látið, en ráð- herra kvaðst telja heppilegast að ráning framkvæmdastjóra væri bundin við æviskeið hverrar rikisstjórnar. Að lokinni ræðu ráðherra tóku Ingólfur Jónsson og Karvel Pálmason til máls, en siðan var umræðu frestað. Benedikt hvar er spiilingin? 11 ■I ■ Dreifbýlið: Heilbrigöisþjónustu víða mjög óbótavant Mó—Reykjavik — 1 gær lagöi Ólafur Þ. Þórðarson varaþing- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum fram þingsályktun- artillögu um heilbrigöisþjónustu á Vestfjörðum. Tillögugreinin er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að sjá um að við þá endurskoðun, sem nú stendur yfir á heilbrigðislöggjöfinni, skuli ákveðið að læknir hafi búsetu á ^ Suðureyri við Súgandafjörð, á Bildudal I Arnarfirði, á Reykhól- um I Austur-Barðastrandarsýslu og I Arneshreppi i Strandasýslu.” t greinargerð með tillögunni segir m.a: „Með lögum um heilbrigðis- þjónustufrá 1973, er i 1. greinlag- anna útskýrt markmið þeirra og verður aö telja að það hafi verið óviijaverk að lögin ná ekki til- gangi sínum. Þar segir svo: „Ailir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu, sem á hverjum tima eru tök á að veita til verndar and- legri, likamlegri og félagslegri heilbrigði.” Samgöngur yfir vetrartimann valda þvl að þeir staðir, sem tald- , ur eru upp í áiyktun þessari, eru Óiafur Þ. Þóröarson. algerlega útundan hvað öryggi i heiibrigðisþjónustu snertir þann tima ársins sem akvegir eru lokaðir. A þessum stöðum er um aftur- för að ræða á sviði heilbrigðis- mála og blasir sú staðreynd við að fólk flytur burt, sem ella hefði unað bar hag slnum. Hvort hafa beri H 1 heilsugæzlustöðvar á þessum stöðum eða fjölga lækn- um á þeim heilsugæzlustöðvum 'sem fyrir eru, en láta nægja að setja búsetuskilyrði, er svo mats- atriöi I hverju tilfelli.” Þá er þess getið, að ekkert sé þvl til fyrirstöðu að nýta starfs- krafta læknanna á stærra svæði, þegar færð leyfi. Siðan er sú von látin I ljós I greinargerðinni, að auðveldara verði að fá lækna til starfa Uti I dreifbýlinu á næstu árum, því að fréttir hafi borizt af mikilli fjölgun I læknastétt. Það sem hér sé lagt til, bæti til muna starfsskilyrði læknanna og leggi þeim á herðar hóflegar kröfur til feröalaga. Síðan segir I greinargerðinni: „Þar sem endurskoðun heil- brigðislaganna hefst nUna á næst- unni er eðlilegt að Alþingi taki af- stöðu til þess hvort 1. grein þeirra heilbrigðislaga, sem nU eru i gildi, eigi við landið allt. NU er það von mln að Alþingi taki ábyrga afstöðu til þessara mála, en varði ekki veg nýrrar heilbrigðislöggjafar með dauðs- föllum af hennar völdum.” MÓ-Reykjavik. t gær var lagt fram I efri deild Alþingis frumvarp til laga um heimild fyrir rikisstjórnina að ábyrgj- ast lán fyrir Landsvirkjun að fjárhæð 2385 millj. Isl. króna (15 millj. Bandarlkjadala). Lántakan er ætluð til að ljUka byggingu virkjunar I Tungnaá við Sigöldu. Er hér um að ræöa skuldabréfaUtgáfu hjá First Boston Corporation I Bandarlkjunum. Miðast lánið við 15 ára lánstíma og yrði af- borgunarlaust fyrstu 5 árin og vextir um 11% p.a. Einnig var lagt fram I efri deild frumvarp til laga um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka á árinu 1976. Er hér um að ræða sömu gjöld og inn- heimt voru með viðauka á yfirstandandi ári. Þá var lögð fram fyrirspurn frá Benedikt Gröndal til iðn- áðarráðherra um raforkumál á Snæfellsnesi, og Sighvatur Björgvinsson lagði fram fyrir- spum til viðskiptaráðherra varðandi verðlagsbrot á Ut- reikningi ákvæðisvinnu I byggingariðnaði. Orkulög, endur- flutt frumvarp M.ó.-Reykjavik. 1 gær var lagt fram i neöri deild Alþingis frum- varp til laga um breytingar á orkulögum frá 1967. Flutn- ingsmenn eru: Gils Guðmunds- son, Jón Skaftason, Benedikt Gröndal og Magnús Torfi ólafs- son. I greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Frumvarp þetta var flutt sem stjórnarfrumvarp á þingunum 1972 og 1973 og á sumarþinginu 1974 og sem þingmannafrumvarp á siðasta þingi, en hefur ekki hlot- ið fullnaðarafgreiðslu. Rök fyrir flutningi frv. og lagasetningu um málið hafa að dómi flutnings- manna orðið ljósari með hverju ári sem líður. Mun að þvi vikið i framsögu.” Fjár- veitinga- nefnd t GÆR var kosið i fjárveitinga- nefnd Alþingis. Fram komu tveir listar. Á öðrum voru þessi nöfn: Jón Árnason Gunnlaugur Finnsson Steinþór Gestsson Þórarinn Sigurjónsson Pálmi Jónsson Ingi Tryggvason Lárus Jónsson Á hinum listanum voru þessir: Geir Gunnarsson Jón Ármann Héðinsson Karvel Pálmason Þar sem á þessum listum voru einungis tlu nöfn, eða jafnmörg og kjósa átti i fjárveitinganefnd, varð sjálfkjörið i nefndina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.