Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 17. október 1975. Föstudagur 17. október 1975 DAG HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan: sími 81200, eftir skiptiborðslokún 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavfk og Kópavogur, simi 11100, Hafnarfjörður, simi 51100. Kvöld- nætur- og helgidaga- varzla apóteka í Reykja- vik vikuna 17. til 23. október er i Lyfjabúðinni Iðunn og Garðs Apóteki. Þaö apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzlu á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fri- dögum. Sama apotek annast nætur- vörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en til kl. 10 á sunnudögum, helgi- dögum og almennum fridög- um. Athygli skal vakin á þvi, að vaktavikanhefst á föstudegi og að nú bætist Lyfjabúð Breiðholts inn i kerfið i fyrsta sinn, sem hefur þau áhrif, að framvegis verða alltaf sömu tvöapotekin um hverja vakta- viku i reglulegri röð, sem endurtekur sig alltaf óbreytt. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7 nema laugar- daga er opið kl. 9-12 og sunnu- daga er lokað. Hafnarfjörður — Garðahrepp- ur.Nætur- og helgidagavarzla upplýsingar lögregluvarðstof- unni, simi 51166. Á laugardögum og helgidög- um eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og' lyf jabúðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. LÖGREGLA OG SLÖKKVILIÐ Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabif- reið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabif- reið, simi 11100. Ilafnarfjörður: Lögreglan, simi 51166, siökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið, simi 51100. Rafmagn: I Reykjavik og Kópavogi I sima 18230. 1 Hafnarfirði, sjmi 51336. Tilkynning Frá Guðspekifélaginu: ,,Að horfast I augu við dauðann” nefnist erindi sem Sigvaldi Hjálmarsson flytur i Guðspekihúsinu Ingólfsstræti 22 I kvöld föstudaginn 17. okt. kl. 9. öllum heimill aðgangur. Félagslíf I.O.G.T. Fundur þingstúku Reykjavikur verður ekki i kvöldheldur n.k. þriðjud^.g 21. okt. kl. 8.30. Rætt verður um vetrarstarfið. Ferðafélagsferðir Laugardaginn 18.10 kl. 13.30. Þingvallaferð. Skoðun sögu- staða. Leiðsögumaður Jón Böðvarsson, menntaskóla- kennari. Laugard. 18/10 kl. 13. Hrútagjá-Máfahliðar. Farar- stjóri GIsli Sigurðsson. Sunnud. 19/10 kl. 13. Kjós-Kjalarnesv. gengið um Hnefa og Lokufjall (létt ganga) Fararstjóri Friðrik Sigurbjörnsson. Brottfarar- staður B.S.I. (vestanverðu.) Útivist. Minningarkort Munið frimerkjasöfnun Geðvernd (innlend og erl.) Pósthólf 1308 eða skrifstofa félagsins, Hafnarstræti 5, Rvk. Minningarkort Menningar og minningarsjóðs kvenna, fást á eftirtöldum stöðum: Skrif-1 stofu sjóðsins að Hallveigar- stöðum.- Bókabúð Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 22. s. 15597. Hjá Guðnýju Helgadóttur s. 15056. Menntaskólinn d ísafirði Bókagjöf fró sendiróði Sambandslýðveldisins Þýzkalands SENDIRAÐ Sambandslýðveldis- ins Þýzkalands og þýzki sendi- kennarinn á tslandi hr. Egon Hitzler, hafa að undanförnu lagt sig fram um margvislega fyrir- greiðslu og aðstoðtil framdráttar þýzkukennslu á vegum mennta- skólanna. Ndmskeið í slökun og í sjdlfsþekkingu Dagana 18. og 19. október verður haldið námskeið á vegum Rann- sókna stofnunar Vitundarinnar, þar sem leiðbeint verður i notkun slökunaraðferða og leiðir til sjálfsþekkingar verða kynntar. Meðal viðfangsefna námskeiðs- ins eru: Sjálfstjáning með frjálsri teikningu, hugareinbeiting, slök- um, slökun með tónlist, frjáls hreyfing eftir tónlist, sállikamleg samræming með Yoga og sam- ræming á sálrænum andstæðum, Stjórnendur námskeiðsins eru Geir Vilhjálmsson, sálfræðingur og Inga Eyfells, fóstra. Vegna starfa stjórnendanna er- lendis verður þetta eina námskeið þeirra hér á landi á þessu hausti. Á sl. vetri heimsótti hr. Hitzler skólana, tók þátt i kennslu og veitti kennurum upplýsingar og ráöleggingar um æskilegan bóka- kost og önnur hjálpartæki til kennslunnar. 1 september sl. heimsótti hr. Claus Giebe Menntaskólann á Isafirði, tók þátt i kennslu og ráðgaðist við þýzkukennara skól- ans. Hann hefur á undanförnum árum starfað i Danmörku á veg- um þýzka utanrikisráðuneytisins sem raðgefandi aðili um þýzku- kennslu á menntaskólastigi. Nú hefur Menntaskólanum á tsafirðiboriztvegleg bókagjöf frá sendiráði Sambandslýðveldisins i Reykjavik. Starfsmaður sendi- ráðsins, hr. Claus Marte, afhenti gjöfina fyrir hönd sendiherrans, en þýzkukennari skólans, frú Christina Carlsson, fil.mag. veitti henni viðtöku. Hér er um að ræða 40bindi eftir ýmsa kunnustu sam- timahöfunda á þýzka tungu, svo sem Böll, Brecht, Frisch, Handke, Hochhut, Johnson, Kastner, Lenz, Lorenz, Thomas Mann og Stefán Zwig. Alls á bókasafn skólans þá um 70 bindi af verkum þýzkra önd- vegishöfunda. Alls telur bókasafnið um 2.500 bindi. Bókavörður er Kristin Oddsdóttir, B.A. ÍSLENZK FYNDNI HEFUR GÖNGU SÍNA Á NÝ TVEIR UNGIR MENN, Haf- steinn Einarsson og Gunnar Finnsson, hafa tekið sér fyrir hendur að endurvekja hið góð- kunna timarit íslenzka fyndni, sem Gunnar Sigurðsson frá Sela- læk gaf út á sinum tima. íslenzk fyndni kom út á árunum 1933-1961, eitt hefti á ári, að undanskildum árunum 1943-1946. Það urðu þvi alls tuttugu og fimm hefti, sem komu út undir umsjá Gunnars Sigurðssonar. Nú hefur Islenzk fyndni göngu sina með þvi, að safnað hefur ver- ið I eitt hefti úrvali sagna og visna, sem birzt höfðu i ritinu áð- ur, en I framtiðinni verður ein- göngu um nýtt efni að ræða, og heita útgefendurnir, Hafsteinn Einarsson og Gunnar Finnsson á væntanlega lesendur að senda efni, skopsögur og kveðskap úr nútimanum. Þeir sem senda slikt efni munu fá ókeypis sent það ein- tak tslenzkrar fyndni, sem sögurnar eða kveðskaðurinn birt- ist I, og þurfa þeir þvi að sjálf- sögðu að senda nöfn sin og heimilisföng með, en sllkar upp- lýsingar verða ekki birtar opin- berlega, heldur verður farið með þær sem trúnaðarmál á ritstjórn- inni. Við val á efni i þetta fyrsta hefti, segjast þeir Hafsteinn og Gunnar hafa fyrst og fremst farið eftir eigin smekk, en þó reynt að haga valinu þannig, að þetta nýja hefti mætti veita sem réttasta mynd af Islenzkri fyndni, eins og hún var á sinum tima. Þá segjast þeir og hafa sneitt hjá sögum, sem voru mjög þekktar, þannig að heita mætti að þær væru á hvers manns vörum. Formið á þessari nýju útgáfu á Islenzkri fyndni verður með sama hætti og á siðustu fimmtán heft- unum, sem Gunnar Sigurðsson gaf út, það er að segja, að hundrað sögur og fimmtiu visur verða I hverju hefti. Ákveðið er, aðþessi nýja útgáfa Islenzkrar fyndni verði rekin á menningarlegum grundvelli. Al- kunna er, að sumar fleygustu tækifærisvisur okkar fengu þá fyrst vængi, þegar þær birtust i Islenzkri fyndni i gamla daga, og svo kann enn að fara, þvi að ekki eru Islendingar hættir að yrkja skopkveðlinga. Það er og aug- ljóst, þegar flett er íslenzkri fyndni, að viða hefur Gunnar Sigurðsson lagt vinnu i stil og frá- sagnarhátt skopsagnanna og val vlsna. — Það eru sem sagt þessi menningarlegu vinnubrögð, sem þeir hyggjast beita, sem nú leggja af stað með þetta rit að nýju. En, eins og þeir sögðu á blaða- mannafundi nýlega, þá veltur það á undirtektum þjóðarinnar hversu til tekst. Veltur þar engu siður á þeim sem senda munu rit- inu efni, en á kaupendum. Þess má að lokum geta, að Is- lenzk fyndni mun koma út einu sinni á ári, og kostar hvert hefti kr. 700.00 með söluskatti. -VS. GEYMSLU HÓLF GEYMSLUHOLF I ÞREMUR STÆRDUM, NÝ ÞJÓNUSTA VID VIDSKIPTAVINI I NÝBYGGINGUNNI BANKASTÆTI 7 Sqmvinnubankinn 2057 Lárétt 1) Býsn.- 6) Röð.- 8) Sko.- 9) Smáfiskur,- 10) Fugl.- 11) Kona,- 12) Mann,- 13) Enn.- 15) Tindar,- Lóðrétt 2) Eyja.- 3) Eins.- 4) Drykkjarilát.- 5) Ilát,- 7) Angrar - 14) Þingdeild.- Ráðning á gátu No. 2056. Lárétt 1) Ornar.- 6) Úrg,- 8) Nám.- 9) Eld,- 10) Ern,- 11) Ann,- 12) Tau,- 13) Isa,- 15) Basra,- Lóðrétt 2) Rúmenia.- 3) Nr,- 4) Agent.ar,- 5) Angar.- 7) Ódaun.- 14) SS.- Framfarafélag Breiðholts III: SUNDLAUGIN VERÐI SETT UPP VIÐ FELLASKÓLA BH-Reykjavik — A stjórnarfundi Framfarafélags Breiðholts III, sem haidinn var sunnudaginn 12. október 1975, var eftirfarandi samþykkt einróma: Framfara- félagið skorar á borgarráð að breyta enn einu sinni ákvörðun sinni og láta setja margnefnda sundlaug upp á sinum upphaflega ákveðna stað við Feliaskóla, en þcgar varanieg sundlaug hefur verið byggð i hverfinu má flytja bráðabirgðalaugina hvertsem er. Það er auðveldara og kostnaðar- minna, að flytja 30% barna i Breiðholtshverfum að Fellaskóla, en að flytja þau 70% sem býa i Breiðholti III, að Breiðholtsskóia. Stjórnin lýsir yfir vantrausti sinu á borgarráði fyrir að hafa ekki haft samráð við ibúa hverfisins, áður en þessi furðulega ráðstöfun var gerð. Þann 23. janúar 1975 sendi Framfarafélag Breiðholts III á- samt fleiri aðilum i Breiðholti III, áskorun til borgarstjórnar um, að keypt yrði bráðabirgðasundlaug og sett upp við Fellaskóla. Til- gangurinn með áskoruninni var sá, að hægt yrði að veita börnum I Breiðholti III (barnflesta hverfi landsins) tilsögn i sundi, jafnhliða skólanáminu. Jafn- framt buðust félög þau, sem starfa i Breiðholti III, til þess að hefja þá þegar fjársöfnun i hverf- inu ef það mætti verða til þess að flýta fyrir þvi, að sundlaugin kæmist upp. Borgarstjórn tók málaleitan félaganna vel, en þáði ekki fjársöfnun. A fundi borgarráðs, sem hald- inn var 13. mai sl. var siðan sam- þykkt, að heimila framkvæmdir við gerð bráðabirgðasundlaugar við Fellaskólaog stefna að þvi að framkvæmdum yrði lokið sem fyrst. Það næsta sem skeður’er með ólikindum.Um miðjan september sl. lesum við, okkur til mikilla vonbrigða og réttlátrar reiði, að vegna tilmæla frá fræðslu- stjóra, sé nú ákveðið að sundlaugin „OKKAR” verði ekki sett upp við Fellaskóla, heldur við Breiðholtsskóla og eigi að verða þar til frambúðar ásamt skúr, sem á að gegna hlutverki búningsklefa. Ástæðan fyrir þess- ari ákvörðun, var sögð sú, að við fjölbrautaskólann i Breiðholti III, ætti i framtiðinni eða innan tveggja ára að byggja sundlaug. Reynslan er hins vegar sú, að það sem borgaryfirvöld ætla sér að gera innan tveggja ára, má þakka fyrir að verði gert eftir fjögur ár. Liggur þvi beint við að spyrja. Spilar fræðslustjóri með borgarráð og lætur ráðið gera fyrri samþykktir sinar ómerkar? Hefur hann meiri itök i stjórn borgarinnar en sextán þúsund manna hverfi? Hvað réði þessari nýju samþykkt borgarráðs þvert ofan i fyrri samþykkt um sund- laugarmálið? Málið stendur þvi i stað, og börn, sem voru að byrja sina skólagöngu fyrir fjórum árum hér i hverfinu, eiga enn eftir að vera nokkur ár i Fellaskóla og Hólabrekkuskóla, án sund- kennslu, sem flestir hugsandi menn telja þó að sé hverju barni nauðsynleg. AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.