Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 17. október 1975. LÖGREGLUHA TARINN 43 Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal Dæmdur í marz 1960 f yrir rán af fyrstu gráðu. Hann ját- aði sekt sína og var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar í Castelview fangelsinu. AAeyer lagði sakaskýrsluna á borðið og gekk til félaga sinna. Allir stóðu þeir teinréttir einsog hermenn í heiðurs verði. Engum þeirra stökk bros á vör. Flokksforinginn var í hroðalegu skapi og einhverjum var ætlað að útvega f immtíu þúsund dollara fyrir hádegi Það var meira en líklegt að varaborgarstjórinn væri á fundi feðra sinna síðar um daginn. Þess vegna brosti enginn. Flokks- foringinn skoðaði afrit af fingraförum mannsins, forvitnilega og einbeitti sér svo aftur að skýrslunni. Svo sagði hann snögglega: — Hvenær slapp hann út? — Hann var vandræðagemsi. Hann bað um að vera settur laustil reynslu eftir að hafa setið af sér þriðjung fangavistunartímans. Því var hafnað/ en síðan sendi hann beiðni hvert ár. Hann hafði sitt fram eftir sjö ár. Byrnes leit aftur á skjalið. — Hvað hefur hann unnið? — Byggingarvinnu. — Kynntist hann La Bresca með því móti? — Hann vann hjá Abco byggingarfélaginu. Við hringd- um í skrifstofu fyrirtækisins og fengum staðfest að La Bresca vann þar um sama leyti. — Ég man þetta ekki lengur. Er þessi La Bresca með sakarskrá? — Ekkert slikt, herra. — Hefur Calucchi ekkert gert af sér síðan hann var látinn laus? — Annað er ekki vitað, herra. — Hvaða fyrirbæri er þessi ,,DOAA", sem hringdi i La Bresca á þriðjudagskvöldið? — Við höfum ekki hugmynd um það, herra. — Vegna þess að La Bresca kom upp um þig þegar þú varst að elta hann. Ekki satt, Kling? — Jú. Það er hárrétt, herra. — Er Brown enn að hlera símann? — Já. — Hefur þú reynt að hafa éitthvað upp úr sögu- smettunum okkar? — Ekki enn, herra. — Hvenær í f jandanum ætlar þú að hef jast handa? Við eigum að borga fimmtíu þúsund dollara um hádegið. Nú er klukkan kortér yfir tíu. Hvern fjandann... —Við höf um reynt að grafast ,fyrirum Calucchi herra. Við fengum upplýsingar um ákveðið heimilisfang og fórum þangað. En húseigandinn sem leigir honum her- bergið segir, að hann hafi ekki komið heim síðan í gær- dag. — Auðvitað ekki, öskraði Byrnes.... — Þéir eru líkleg- astaðpukra meðþessari Ijöshærðu gáluað myrða Scan- lon. Ég tala nú ekki um ef við borgum ekki. Hvaðan er hún annars komin inn í þetta? Allt um það, þið skuluð hafa samband við Danny Gimp og feita Donner. Spyrjið þá hvort þeir kannast við náunga, sem kallaður er Dom. Þessi Dom vann víst peningaf úlgu í hriefaleikakeppninni fyrir tveimur vikum. Hverjir voru að berjast fyrir tveimur vikum? Var það heimsmeistarakeppnin? — Já, herra. — Jæja, af stað með ykkur. Er Carella sá eini sem hef- ur notað sambandið við Gimp? — Já, herra. — Hver er með Donner? — Það er ég, herra. — Farðu þá og ræddu við hann strax, Willis. — Ef hann er þá ekki á Florida, herra. Hann fer vana- lega suður á bóginn þegar vetrar. — Hér sitjum við fastir með hóp af brjálæðingum sem reyna að myrða saklaust fólk, en sögusmetturnar fara til Florida, muldraði Byrnes... Farðu samt af stað, Willis. Kannaðu málið. Willis samsinnti þessu og gekk út úr skrifstofunni. — Hvað er um hinn möguleikann að segja? Ef þetta er sá heyrnardaufi? Það veit hamingjan, að ég vona að þetta sé ekki hann. Helzt af öllu vil ég hafa það La Bresca, Calucchi og þessa Ijóshærðu gálu, sem skaut honum undan okkur í gær. AAeyer.... — Já, herra? — ....alls ekki þennan heyrnardaufa f jandakoll. Ég hef rætt þetta mál við lögreglustjórann. Þar á ofan ræddi ég við varaborgarstjórann OG sjálfan borgarstjórann. Okkur kom saman um að ekki kæmi til greina að borga þessa fimmtíu þúsund dollara. Okkur er falið að hand- sama hvern þann sem reynir að sækja nestisskrínuna í þetta sinn. Svo er að kanna hvort við verðum einhvers vísari. Okkur er falið að útvega Scanlon lífverði. Annað er ekki f réttnæmt að sinni. Þið skuluð þess vegna undir- búa af hendingu og nákvæmar njósnir við bekkinn. Ég vil fá sökudólg hingað í dag. Þið yfirheyrið hann þar til hann blánar í framan. Ef hann öskrar á AAiranda-Esco- K I K U B B U ^~Þeir sáust siöast fara inn i I dularfullu fjalla-hellana lili i.lí Föstudagur 17. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Arnadóttir les söguna „Bessí” eftir Dor- othy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (11). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.25. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikar kl. 11.00: Ingrid Haebler leikur á pianó Són- ötu i B-dúr op. 147 eftir Schubert / Jascha Heifetz og Brooks Smith leika Són- ötu fyrir fiðlu og pianó nr. 9 I A-dúr op. 47, „Kreutzer”- sónötuna, eftir Beethoven. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: ,,A fullri ferð” eftir Oscar Clausen Þorsteinn Matthiasson les ‘. (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Fil- harmóniusveit Vinarborgar leikur Sinfóniu nr. 3 i D-dúr op. 29 eftir Tsjaikovski, Lor- in Maazel stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynnin'gar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar 17.30 Mannlif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rekur minningar sinar frá upp- vaxtarárum i Miðfirði (9). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæðis og byggingar- mál. Ólafur Jensson ræðir við Elinu Pálmadóttur, for- mann umhverfismála- nefndar Reykjavikurborg- ar, og Þór Magnússon þjóð- minjavörð um húsfriðun og umhverfisvernd. 20.00 Frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar tslands I Há- skólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Alun Francis. Einleikari: Agnes Löve. a. „JO”, nýtt verk eftir Leif Þórarinsson. b. Pianókons- ert i A-dúr (K488) eftir Moz- art. c. Sinfónia nr. 3 eftir Schumann. Kynnir: Jón Múli Arnason. 21.30 Útvarpssagan: ,,Fóst- bræður” eftir Gunnar Gunnarsson. Þorsteinn ö. Stephensen leikari les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. tþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 22.40 Afangar.Tónlistarþáttur I umsjá Asmundar Sveins- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. l7.október 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.30 tJr sögu jassins Sveiflan á Fjórða áratugnum. t þættinum verður m.a. rætt við ýmsa fræga jassleikara frá timum „swingsins” s.s. t Count Basie, Bennie Good- man, Jo Jones, Lionel Hampton o.fl. Þýðandi Jón Skaftason. 22.05 Skálkarnir Breskur . sakamálamyndaflokkur. 12. þáttur. Leyst frá skjóðunni. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.