Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.10.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. október 1975. TÍMINN 17 Sigmundur ó. Steinarssonj „Það eru of miklar sveiflur í liðinu" ÓLAFUR H. ÓLAFSSON tslandsmeistari i borötennis /TIGPk — sagði Karl Benediktsson, þjdlfari Víkingsliðsins % Víkingsliðið ó réttri leið, en Armannsliðið ekki nógu heilsteypt — ÉG er ekki fuiikomlega ánægöur meö liöiö, þaö eru of miklar sveiflur I þvi, sagöi Karl Benediktsson, þjálfari Vikingsliösins, eftir stórsigur yfir Ármanni. — Strákarnir náöu uþp góöum köflum, en þess á milli var ekki heil brú I leik þeirra. Þetta á eftir aö lagast, þegar strákarnir veröa komnirmeö betra Uthald og meiri snerpu, þá veröur Vikingsliöiö miklu betra, sagöi Karl. ROÐURINN VERÐUR ÞUNGUR" Þaö mátti greinilega sjá á leik Vikingsliösins, aö liöiö er á réttri leiö — leikmennirnir eru að ná góöu valdi á leikskipulagi, sem hefur ekki veriö sterkasta hliö liðsins, fram að þessu. Vlkingslið- iö náöi að sýna góöar leikfléttur, en þrátt fyrir þaö hefur sóknar- leikur liösins oft veriö betri. Leik- menn liðsins veröa aö gera betur, þegar þeir leika gegn sterkari liö- um heldur en Armanns-liöinu. Armannsliöiö er ekki nærri þvi eins heilsteypt og það var sl. keppnistimabil. Leikmenn liðsins hafa ekki Uthald til aö leika erfiöa leiki — þeim tókst erfiölega að finna göt á Vikings-vörninni, sér- staklega I siöari hálfleiknum, þegar þeir voru búnir með út- haldiö. Þeir voru ekki nógu sjálf- stæöir til aö vinna rétt úr spilinu, og sóknarlotur þeirra hættu þá aö enda meö góðum skotum — þaö sýnir bezt, hversu lltið vald leik- menn Armannsliðsins höfðuá leik slnum. Ármannsliðiö er skipað ungum leikmönnum, sem eiga langt I land meö að vera ógnandi — alla snerpu, grimmd, og úthald vantar hjá þeim. Varnarleikur- inn, sem hefur veriö aöalsmerki Armannsliösins, var mjög lélegur og bitlaus. Höröur Kristinsson, sem hefur verið kjölfesta vamar- innarundanfarin ár, lék ekki með liðinu, og munar um minna. — ,,Ég er nýbyrjaöur aö æfa, aö sjálfsögöu stefni ég að þvl aö endurheimta sætið mitt i liðinu,” sagöi Höröur, sem var meöal á- horfenda. — RÓÐURINN veröur þungur hjá okkur — viö etjum kappi viö allra sterkustu borðtennisleikara Norðurlanda, sem eru engir við- vaningar, sagði Ólafur H. Ólafs- son, tslandsmeistarinn i borð- tennis, sem ásamt þremur öörum isl. borðtennisspilurum, þeim Gunnari Finnbjörnssyni, Hjálm- ari Aðalsteinssyni og Ragnari Ragnarssyni, tekur þátt i Norður- landameistaramótinu I borðtenn- is, sem fer fram I Helsinki I Finn- landi um helgina. — Viö höfum hingað til veriö I neðsta sæti, en nú vonumst viö til aö þar verði brey ting á — þar sem Færeyingar taka nú i fyrsta sinn þátt 1 mótinu, sagði Ólafur. Þeir Ólafur H., Gunnar og Hjálmar skipa landslið íslendinga, en Ragnar verður varamaður. Keppnin hefst á laugardaginn, en þá veröur keppt i sveitarkeppni (3 I sveit), og leika þá Noröurlanda- þjóöirnar — allar gegn öllum. A sunnudaginn veröur svo opin — segir íslands- meistarinn í borð- tennis, Ólafur H. Ólafsson 4 íslendingar taka þótt í NAA í Finnlandi keppni, þar sem keppt verður i einliöaleik. Valsmenn í stöðugri framför — sýndugóðan leik gegn Gróttu og sigruðu 24:16 pM 1 VALS LIÐIÐ, undir stjórn Hilmars Björnssonar þjálfara, er I stöðugri framför — það sýndi góðan leik gegn Gróttu og vann stórsigur (24:16). Varnarleikurinn er sterkur hjá Valsmönnum, og þeir eru að ná góðum tökum á sóknarleiknum — leika skipulagðan sóknarleik, með skemmtilegum og snöggum sóknarlotum. Breiddin er góð hjá Valsmönnum — þeir geta flestir skorað mörk. Það er greinilegt, að Valsliðiö er aö komast i sinn rétta ham, en liðiö hefur átt I erfiðleikum aö ná sér upp I haust. Stefán Gunnarssonsýndi mjög góöan leik —er nú aftur kominn i sitt rétta „form”, eftir aö hafa veriölskugganum. Jón Breiöfjöröátti góðan leik i markinu, og vörnin fyrir framan hann átti lika stórleik. Valsmenn flögguöu meö nýliöa — Gunnar Björnsson, sem lék áöur meö Stjörnunni — hann á örugglega eftir aö gera stóra hluti hjá Val i framtlðinni. Gróttuliðinu, sem er svipað aö styrkleika og á siöasta keppnistimabili, hefur einnig borizt. liðsstyrkur — Hörður Már Kristjáns- son.markakóngurinn úr Breiðabliki, hefur gengið i raöir Gróttumanna. Mörkin i leiknum skoruðu þessir leikmenn: — VALUR: Jón Pétur 4, Þorbjörn 4, Stefán 4, Jón Karlsson 3, Steindór 2, Gunnar 2, Guðjón 2, Jóhann Ingi 2 og Gunnsteinn eitt. — Grótta: Axel 3, Árni 3, Björn 3, Höröur Már 2, Halldór 2, Atli Þór, Magnús og Kristmundur eitt hver. STEFAN KOMINN í LANDSUÐSHAM — hann og Póll Björgvinsson léku aðalhlutverkið hjó Víkingsliðinu, sem vann stórsigur (25—14) í leik gegn Armenningum STEFAN HALLDÖRSSON, hinn snöggi og hreyfanlegi leikmaður Víkingsliðsins, sýndi marga góða spretti, þegar Víkingar kaf- sigldu (25:14) Ármenninga — þessi lipri leikmaður er greinilega kominn í sitt gamla góða landsliðsform — hann skoraði 6 mörk í leiknum, flest eftir hraðupphlaup. Það verður erfitt fyrir Viðar Símonarson landsliðseinvald að ganga framhjá Stefáni, þegar hann velur næsta landsliðshóp — Stefán er nú tvímælalaust sprettharðasti leikmaður okkar og einn af fáum, sem geta ógnað með hraðupphlaupum. STEFAN HALLDÓRSSON...... þaö verður erfitt fyrir Viöar aö ganga framhjá honum, þegar hann velur landsliðs- hópinn sinn. Stefán og Páll Björgvinsson léku aöalhlutverkið hjá Vikings- liðinu — þeir skoruðu samtals 13 mörk i leiknum. Leikurinn var lengi framan af mjög jafn. Ar- menningarnir höfðu yfirhöndina (5:2, 9:6og 9:8) i fyrri hálfleik, en i slöari hálfleik tóku Vikingar leikinn i sinar hendur, og sigur þeirra varð öruggur — 25:14. Mörkin I leiknum skiptust þannig á milli leikmanna: — VÍKINGUR: Páll 7 (3 viti), Stefán 6 (1 viti), Viggó 4, Þorbergur 3, Skarphéöinn 2, Er- lendur, Ólafur og Jón eitt hver. — ARMANN:— Pétur 3, Jón Astv. 3 (1 viti), Kristinn 2, Vilberg 2, Friðrik, Stefán, Gunnar og Jens eitt hver.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.