Tíminn - 18.10.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 18.10.1975, Qupperneq 1
Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif Landvélarhf PRIMUS HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR HF HÖRÐUR OUNNARSSON SKÚLATÚNI 6-Sl'MI (91)19460- íslenzka mjölið reyndist bezt gébé-Rvík — Nýlega var rann- sakað I V-Þýzkalandi magn skordýraeiturs i fiskimjöli og tekin sýni frá niu löndum. Ekkert af islenzku mjöli fór yfir mörkin, og var island þvi eina landið af þessum niu, sem slapp vel. Hér á landi er DI)T, dieldrin og önnur skyld efni ekki notuð, sagði Páll Ólafsson efnafræðingur, en þetta berst þó hingað til lands með Golfstraumnum frá Flórida, og meginlandi Evrópu og auk þess jafnvel með loftstraumnum. A haustfundi visinda- og tækni- nefndar Alþjóðafélags fiskmjöls- framleiðenda, sem haldinn var I Kaupmannahöfn i september, voru aðal umræðuefnin á sviði framleiðslu og notkunar fisk- mjöls, rætt var um gæði þess og efnagreiningaraðferðir, ' ýmiss konar ákvæði um viss efni I mjöli og fleira. Efnahagsbandalagið hefur sett ákvæöi um hámark á- kveöinna efna i fiskmjöli, þ.e. arsens, flúors, blýs, kvikasilfurs og nitris. Munu þessi ákvæði taka Cargolux kaupir DC-8-63 þotu FB-Reykjavvik. Að undanförnu hefur Cargolux verið að semja um kaup á DC8 ’63 þotu frá Flying Tiger. Samningar hafa nú teicizt, og i fyrradag fór áhöfn vestur um haf til þess að sækja vélina, en hún er I Los Angeles. Þaðan verður flogið til Hong Kong og vélin fyllt af vörum, sem flogið verður með til Luxemborgar. Hér er um að ræða sams konar flugvél og vélar þær, sem Flugleiðir nota Það er gaman að vera ungur islendingur og leika sér I landi, sem stækkaði svona ó- skaplega mikið i vikunni. Það getur vel verið, að augu þessara ungu Reykvikinga skyggnist ekki út að hafs- brún i þetta skiptið, en þegar þeir vaxa úr grasi, kunna þeir að huga hlýtt til þeirra manna, sem stóðu vörð um hag sinnar þjóðar og hafa fært ungri og upprennandi kynslóð stærra og gjöfulla land en nokkur islenzk kyn- slóð hefur fengið að njóta. Tímamynd: Róbert. í áætlunarflug yfir Atlantshafið, en að sjálfsögöu mun Cargolux nota þessa vél til flutninga, og þá á leiðinni milli Evrópu og Hong Kong, en þangað flýgur félagiö fastar ferðir nokkrum sinnum I viku. Timinn sneri sér til Sveins Sæ- mundssonar, blaðafulltrúa Flug- leiða, og spurðist fyrir um þessi flugvélakaup Cargolux. Sagði hann, að samningar um kaupin hefðu staðiö yfir að undanförnu. Cargolux hefði haft þotu á leigu frá öðru fyrirtæki, en vildi nú festa kaup á eigin þotu, Annars hefur Cargolux rekið tvær DC8 þotur, og auk þess fjórar CL-44 skrúfuþotur. DC8-63 vélar, eins og sú sem Cargolux myndu nú kaupa, eru sagðar kosta milli 11 og 12 milljónir dollara i flugvélaverð- listum. gildi um næstu áramót. Þjóðverjar hafa sett mjög ströng ákvæði um hámark ým- issa efna, sem notuö eru sem skordýraeitur, þ.e. DDT, dieldrin og önnur skyld efni. Var rannsak- að I Þýzkalandi nýlega magn þessara efna i yfir 300 sýnum af fiskmjöli frá niu löndum, og voru tekin 66sýni af islenzku fiskmjöli. Ekkert sýnið af islenzku mjöli fór yfir mörkin, og var Island eina landið sem slapp svo vel. — Akvæði Þjóðverjanna eru svo ströng, sagði Páll ólafsson, — að þeir útiloka mikið af mjöli frá öðrum löndum, og standa Islend- ingar þvl mjög vel að vigi i þessu máli. Mæling þessara efna er mjög timafrek, og I Vestur-Þýzkalandi munu einungis tvær rannsóknar- stofur fást viö þær, Má þvi segja, að illgerlegt sé að ætla sér aö rannsaka sýni úr hverjum farmi, sem þangað berst. Nýlega barst Islenzkum mjöl- framleiðendum bréf frá einum helzta mjölinnflytjanda i Þýzka- landi, þess efnis, að þessum á- kvæöum hefði ekki verið fram- fylgt fram að þessu, en nú yröi farið til þess, og yrði beitt sekt- um, ef innflutt mjöl fullnægði ekki ákvæðunum. Þýzku fulltrúinn á haustfundinum vildi þó ekki kannast við aö þetta væri rétt, og skýrði frá þvi, að þessi ákvæði yrðu til umræðu og endurskoöun- ar á fundi i nóvember nk. Einhver von mun talin vera til þess að á- kvæðin verði rýmkuð, þar sem þau þykja mjög ströng. REKINN FYRIR FJÁRDRÁTT 23,5% aukning á freðfiskframleiðslunni Aframhald hefur orðið á aukningu á freðfiskfram- leiðslu Sambandsfrystihús- anna, að sögn Sigurðar Markússonar framkvæmda- stjóra. Nú I byrjun október nam heildarframleiðsla þeirra á frystum bolfiski og flatfiski frá áramótum 16.700 lestum, sem er aukning úr 13.500 lestum á sama tima i fyrra, eða um 23,5%. Væntanlega lýkur i þessum mánuði afskipunum á freðfiski upp I samninga þessa árs við Sovétmenn, og á næstu mánuðum verður einnig lokið við að afgreiða upp i samninga við Tékka. Til Sovétrikjanna fara i ár 23.000 lestir, sem skiptast i 17.000 lestir af flökum og 6.000 lestir af heilfrystu. Til Tékkóslóvakiu fara 3.000 lestir, og er meginhluti þess magns, 2.700 lestir, ufsaflök. Aö vanda eru þetta sameiginlegir samningar Sjávarafurðadeildar SIS og Sölumiðstöövar hraðfrysti- húsanna. Freðfiskútflutning- urinn til Sovétrikjanna er verulega meiri I ár en verið heföi á siðustu árum. Þannig hefði hann verið um 16 þús- und lestir á s.l. ári, en aðeins 12 þúsund lestir á árinu 1973. VERÐAAÆTI SAAYGL- UÐU SKARTGRIP- ANNA 5-6 AAILLJ. Gsal-Keykjavik — Rannsókn skartgripasmyglmálsins er nú langt komin hjá bæjarfógetanum I Hafnarfirði, en eins og Tíminn greindi frá fyrir nokkru, var maður nokkur handtekinn i „græna hliöinu” á Keflavikur- flugvelli með handtösku fulla af skartgripum. Aö sögn Guðmund- ar L. Jóhannessonar, fulltrúa bæjarfógeta, er verðmæti skart- gripanna taliö vera um 5—6 millj. kr. miðað við verð út úr verzlun, en þeir veröa metnir nákvæmlega á næstunni. Guömundur sagði, að hver skartgripur væri i sjálfu sér ekki svo mjög verömætur, en hins veg- ar væri fjöldi þeirra mikill. Mikið væri af gullkrossum, gullhjörtum og öörum hálsmenum auk eyrna- skrauts. Maður sé er reyndi að smygla skartgripunum inn i landið rekur heildsölu, sem verzlar með skart- gripi og ætlaöi hann þá til sölu. Skartgripirnir voru keyptir I Þýzkalandi. AAilljónatap Reykjavíkurborgar — vegna aðstöðuleysis til viðgerða og viðhalds í Reykjavíkurhöfn BH—Reykjavik — Reykjavikur borg tapar ómældum upphæð- um árlega vegna aðstöðuleysis við viðgerðir og viðhald báta og skipa i Reykjavikurhöfn, er út- gcrðarmenn leita til annarra byggðarlaga og jafnvel til út- landa. Þetta vcldur einnig sam- drætti i málmiðnaði og dýrmæt- um gjaldeyri er sóað, þó að hann sé varla til! Þetta er inntakið i ræðu Guð- mundar G. Þórarinssonar, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, á borgarstjórnarfundi si. fim mtudagskvöld, þegar hann fylgdi úr hlaði tillögu borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins á þá leið, að sköpuö verði aöstaða við Ægisgarö til viðgerðar báta og skipa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.