Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 18. október 1975. TÍMINN 5 Mikið gert fyrir hina fóu — lítið fyrir hina mörgu Sigurður E. Guðmundsson skrifstofustjóri ritaði athygl- isverða grein um iþróttamál, sem birtist i Alþýðublaðinu i fyrradag. Bendir hann þar réttilega á, að almenningur eigi fárra kosta völ I sambandi við iþróttaiðkan- ir, stefnan i iþróttamálum virðist sú að gera mikið fyrir tiltölu- lega fáa — þ.e. keppnisfólkið — en lftið fyrirhina mörgu, þ.e. almenn- ing. Maðurinn d götunni Sigurður E. Guðmundsson segir i grein sinni m.a.: ,,Nú kann einhver að draga réttmæti þessara orða i efa. En þá er auðvelt fyrir Reyk- vikinga, a.m.k., að lita i kring- um sig og gefa þvi gaum hvernigstaða þessara mála er þar. Maðurinn á götunni, sem svo er stundum nefndur, þ.e. sá, sem ekki er félagsbundinn i neinu iþróttafélagi, á ekki dlliu, u»v . - ^ á Ieik, detti það i hann á heím- leiðinni úr vinnunni einhvern daginn. Hann getur þó vissu- lega skroppið i sund... en þar með er það líka nánast talið, sem hann getur gert, umsvifa- laust. Ekki eru neinar sér- stakar skokkbrautir I borg- inni, sérstaklega ætlaðar hon- um, ekki tennisvellir, sem hann á aðgang að án fyrir- hafnar eða umsvifa. Ekki get- ur hann heldur fariö á sjóbað- stað, svo auðvelt sem það ætti að vera Reykvikingum (og fleiri sveitarfélögum) að koma upp sómasamlegum sjóbaðstað, hafandi allt það heita vatn úr iðrum jarðar, sem hér cr aö finna. Hann á þess heldur ekki kost að bregða sér á skauta, þvi aö sjálfgert skautasvell er sjald- séöur gestur hér að vetrarlagi og borgin hefur enn ekki kom- ið upp skautaskála fyrir al- menning, þótt framkvæmda- maðurinn Þórir Jónsson hafi hrist einn slikan fram úr erm- inni fyrir fáum árum. Skiða- aðstaða er hins vcgar fyrir hendi i Bláfjöllum a.m.k. ef „maðurinn á götunni” hefur efni á að eiga og reka einkabil, að öðrum kosti verður hann að hirast heima. Af þessu má sjá, að „mað- urinn á götunni”, þ.e. al- menningur hefur i ríkum mæli verið sniðgenginn i iþrótta- málunum. Megináherzlan hef- ur verið lögð á að gera mjög mikið fyrir tiltölulega fáa — og fyrir bragðið hefur alltof litið verið gert fyrir hina afar mörgu, scm láta svo litt á sér bæra, iþróttasiður blaðanna skrifa aldrei um og iþrótta- leiðtogarnir minnast aldrei á.” Ro*ur mó, ef duga skal Enda þótt hér sé sagt satt og rétt frá um aðstöðuleysi al- mennings, þá er það á mis- skilningi byggt, að forystu- menn iþróttahreyfingarinnar hafi ekki vilja eða áhuga á þvi aö sinna almenningsiþróttum. En hér ber að lita á það, að mikill skortur er á aðstöðu til iþróttaiðkana, og eins og sakir standa, er útilokað að sinna samtimis keppnisiþróttum og almenningsiþróttum að ein- hvcrju gagni, þótt forystu- menn iþróttafélaganna fegnir vildu. A móti má spyrja, hvers vegna keppnisiþróttirnar hafi forgang fram yfir almenn- ingsiþróttir. Því er fljótsvar- að. öll skipulagning iþrótta- starfsins — sem byggð er upp á áhugafólki — er á traustari grunni byggð með þátttöku keppnisfólks,0 sem mætir til æfinga og keppni á fyrirfram ákveðnum timum. Fjöldi keppnisfólksins er heldur ekki svo litill, eins og skilja má af grein Sigurðar. Þúsundir ung- menna flykkjast á hverjum degi á keppnisvelli og i keppn- ishús iþróttaféiaganna og nýta hverja einustu minútu, scm i boði er. Og um það munu flest- ir sammála, að á þessu sviði eigi sér stað jákvæð uppbygg- ingarstarfscini. tþróttahreyfingin vinnur þýðingarmikiö starf að þcssu leyti. En betur má, ef duga skal. Almenningsiþróttunum verður einnig að sinna. Aukn- ar fjárvcitingar til uppbygg- ingar iþróttamannvirkja i þvi skyni, að almenningur geti tekið þátt i iþróttum, mun skila sér siðar, þvi að i fram- tiöinni þarf færri krónur til byggingar sjúkrahúsa og ann- -*.-•> heilsugæzlustofnana. Á þcssu sviöi er hægi uo , inna fyrirbyggjandi starf á sviöi heilsugæzlumála. —a.þ. AUSTFIRZKIR KENNARAR ÞINGA Kaupitf stniK-ag KASTDREIFARINN ER r\/lCOnj EKKI NEINN VENJU- ^ LEGUR DREIFARI Áburðartrektin, sem tekur 400 er úr Polyster harðplasti - og tærist því ekki Dreifibúnaður er úr ryðfríu stáli - og ryðgar því ekki Dreifibreidd 6-8 m eftir kornastærð Ryð og tæring áburðardreifara hafa verið vandamál - þar til nú Örfdir eftir óseldir — Greiðsluskilmálar Hagkvæmt haust-verð kr. 77 þúsund með söluskatti Verðtilboð þetta stendur til 5. nóvember - cða meðan birgðir endast útobusn LÁGMÚLI 5. SÍMI 81555 BH—Reykjavik — Þing Kennara- sambands Austurlands var haldið i Barnaskólanum á Neskaupstað fyrir skömmu. A þinginu komu um 50 kennarar úr Austfirðinga- fjórðungi. Gisli Sighvatsson skólastjóri setti þingið og bauð kennara og fyrirlesara velkomna. Fundarstjórar voru kosnir Þór- ir Sigurbjörnsson og Birgir Stefánsson, en ritarar Ingimar Sveinsson og Sólmundur Jónsson. A þinginu flutti Stefán Július- son erindi um skólabókasöfn, Kristján Bersi Olafsson fjallaði um fjölbrautanám, Þuriður Kristjánsdóttir og Ólafur Proppé fluttu erindi um námsmát, starfs- hópar störfuðu og umræður urðu miklar á þinginu um ýmis mál. t næstu stjórn voru kjörin Sig- riður Guðmundsdóttir Höfn, Heimir Þór Gislason Höfn, Kristin Gisladóttir Nesjaskóla og til vara Guðmundur Ingi Sig- björnsson Höfn og Albert Eymundsson Höfn. En næsti fundur K.S.A. verður haldinn i Hornafirði. Ýmsar samþykktir voru gerðar á þinginu, og skal hér getið þeirra helztu: 1. Aðalfundur K S.A. skorar á þingmenn kjördæmisins að þeir beiti sér strax i upphafi þings, fyrir nauðsynlegum lagabreyt- ingum, er tryggi starfrækslu fræðslustjóraembættanna, sem þegar hafa verið stofnuð. 2. Aðalfundur K.S.A. skorar á alþingi og stjórnvöld að eflarekst- ur Rikisútgáfu námsbóka frá þvi sem nú er. 3. Aðalfundur K.S.A. beinir þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðuneytisins að hefja þegar störf við samræmda námsskipan fyrir framhalds- skólastigið á sama hátt og gert hefur verið við grunnskólastigið. 4. Aðalfundur K.S.A. beinir þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðuneytisins að það gangist hið allra fyrsta fyrir skipulagningu og framkvæmd kennslu fyrir kennara á barna- skólastigi, sem aldrei hafa notið kennaramenntunar, en starfað hafa að minnsta kosti sex ár settir við barnaskóla (grunnskóla). 5. Aðalfundur K.S.A. leggur eindregið til að þeir gagnfræða- kennarar sem sótt hafa, sækja munu, lokið hafa eða ljúka munu námi svokallaðra ,,sót”-nám- skeiða, fái urskurðuð full kenn- araréttindi á grunnskólastigi. 6. Aðalfundur K.S.A. sendir ályktun til stjórna S.I.B. og L.S.F.K. Vegna umræðna um kennsluskyldu kennara, vill fund- urinn lýsa yfir þeirri skoðun sinni að kennslustörf á barna- og gagn- fræðastiginu séu sambærileg og þvi sé eðlilegt að kennarar á báð- um þessum stigum hafi sömu kennsluskyldu. Bakari Opinber stofnun i Reykjavik óskar að ráða bakara hið fyrsta. Vinnuaðstaða er góð og tæki ný. Umsóknum, er greini aldur og fyrri störf, og skal sérstaklega tekið fram, hvenær umsækjandi getur hafið störf, sé skilað á afgreiðslu blaðsins merkt 1874. KINVERSK! FIMLEIKAFLOKKURINN TIENTSIN ACROBATIC TROUPE í Laugardalshöll í dag kl. 15 Forseti ISI - hr., Gísli Halldórsson - setur hdtí Öll sæti á laugardags- og sunnudagssýningar UPPSELD Næstu sýningar: Miðasala ■RgggJggBKWJgJJBlgi í Laugardalshöll í DAG OG Á MORGUN DnranHB| frd kl. 13 BaíagBral^^ ÍÞRÓTTABANDALAG REYKJAVÍKUR Sunnudaginn 19. október kl. 15:00 Þriðjudaginn 21. október kl. 20:00 Miðvikudaginn 22. október kl. 20:00 Verð aðgöngumiða: Sæti kr. 800 Stæði kr. 500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.