Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 18. október 1975. Á BÓKAMARKAÐINUM Hvað verður nýtt að lesa í vetur? hóf að vinna þessa bók og 150 ár frá fæðingu hans. Gröndal skildi þessa bók eftir sig i einu eintaki. Hann vann að bókinni árin 1874—1905. Hún er teiknuð i mörgum litum, og fylgir formáli höfundar og teg- undaskrá. Einnig ritar Steindór Steindórsson frá Hlöðum eftir- mála á islenzku og ensku. Bókin er prentuð i öllum þeim litum, sem hún er teiknuð i, þar á með- al gulli og silfri, og er i sömu stærð, 34,5 smx51 sm. Utan um bókina er forkunnarfagur kassi. Upplag bókarinnar er aðeins 1500 eintök og verða ekki fleiri, þvi filmurnar verða innsiglað- ar. Nýlega er komið út úrval á ensku úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. Heitir hún Travels in Iceland og er ætluð til gjafa út úr landinu. Bókin er prýdd öll- um frummyndunum i litum og þjóðlifsmyndum úr Ferðabók Gaimards. Travels in Iceland er i gullskreyttum kassa. Hin unga skáldkona, Snjólaug Bragadóttir frá Skáldalæk, hef- ur ritað fjórðu bók sina, sam- timasögu úr borgarlifinu, um listamenn og lifsglatt fólk, þar sem ástin á það til að hafa enda- skipti á tilverunniog enginn veit hver annars konu hlýtur að lok- um. Snjólaug hefur enn ekki gefið bók sinni nafn, en það er vist, hvað sem bókin kemur til með að heita, að Snjólaug veld- ur engum vonbrigðum fremur en fyrri daginn. Fyrri bækur Snjólaugar eru nú i endurprent- un og koma út á næstunni. Annað þekkt skáld er einnig á ferðinni með skáldsögu. Það er Jökull Jakobsson. Bókin fjallar um tilfinningalif giftrar, mið- aldra konu i Arnarnesinu. Hún heldur við siðhærðan slána i Þingholtunum, meðan eigin- maðurinn klifrar metorðastig- ann og rennir stoðum undir þingmennskuna. Steinar J. Lúðviksson blaða- maður ritar 7. bindi bókaflokks- ins Þrautgóðirá raunastund, og fjallar það um árin 1925, 1926 og 1927. Hið illræmda Halaveður og afleiðingar þess taka yfir drjúg- an hluta af bók Steinars, auk allra annarra atburða i björg- unar- og sjóslysasögu Islands sem vitað er um á þessu tima- bili. Matreiðslubókin þin i máli og mvndumþýdd og staðfærð af Ib Wessman er sérstakt framlag útgáfunnar til kvennaársins, auk bókarinnar Jafnrétti kynj- anna.sem kom út fyrr á árinu. Matreiðslubókin þin er af er- lendum uppruna. Þetta er mörghundruð blaðsiðna bók, prentuð i fjórum litum. Daglaunamaðurinn, þúsund- þjalasmiðurinn og fræðaþulur- inn, Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi, ritar bók er hann nefnir Horfnir starfshættir. Dr. Kristján Eldjárn ritar formála. Hér er á ferðinni hin merkasta bók, „fróðleiksþættir sem minn- ingar og heimildir um lifsbjarg- ráð og menningarsnið á þeim sviðum horfins þjóðlifs sem honum er kunnugt af eigin raun”. Mannfólk milkilla sæva eftir séra Gisla Brynjólfsson fjallar um horfið mannlif i Staðar- hverfi við Grindavik. Hún er i lausu máli, ljóðum og myndum. Atthagariti fyllsta skilning þess orðs, en samt mikið meira. Hér birtist i hnotskurn islenzkt mannlif, lifandi lýsing á at- vinnuháttum og daglegu lifi fólksins i landinu. Ilaldið þér kjafti frú Sigriður er æviminningabók Mcyvants bónda og bilstjóra á Eiði. Mey- vant er löngu landskunnur mað- ur fyrir dugnað og atorku og getur stundum verið snöggur upp á lagið. Hann er samofinn þróunarsögu bila á Islandi. Fékk ökuskirteini no. 68 og kann frá mörgu að segja, allt frá þeim dögum að menn voru sekt- aðir fyrir að aka hestvögnum of hratt niður Suðurgötu og skylda var að flauta fyrir horn. Kapteinn Scott og harmleik- urinn á Suðurskautinu er annað bindið i bókaflokknum Frömuð- ir landafunda. Ritstjóri er Sir Vivian Fuchs. Þýðandi séra Rögnvaldur Finnbogason. Aður var komin út bókin um Magell- an.I bókinni eru 16 litprentaðar siður og 100 svart-hvitar mynd- ir, sem teknar voru i hinum harmsögulega leiðangri Scotts til Suðurskautsins. t bókaflokknum Lönd og land- könnun koma út tvær bækur. Aður var komin bókin Frum- herjar i landaleit, en nú bætast við bækurnar Handan sjóndeild- arhrings, sem fjallar m.a. um fund tslands, Grænlands og Vin- lands og ferðir Marco Polo til Kina og Asiu, og Landafundirnir miklu, sem greinir frá landa- fundum 15. og 16. aldar, m.a. fundi Ameriku og fyrstu hnatt- siglingunni o.fl. Þýðandi þessa flokks er Stcindór Steindórsson frá Hlöðum. Undraverð áhrif jákvæðrar hugsunareftir Norman Vincent Peale i þýðingu Baldvins Þ. Kristjánssonarer fimmta bókin sem Baldvin þýðir eftir Peale og gefin er út hér á landi. Hin nýja bók er einskonar framhald fyrstu bókarinnar, Vörðuð leið til lifshamingju. Sýnir og vitranir — ráðgátur, sem heillað hafa mannkynið frá örófi alda, er fjórða bók Erichs von Danicken. Dagur Þorleifs- son þýðir. Daniken hefur rann- sakað fjölmörg slik fyrirbæri um viða veröld og komizt að þeirri niðurstöðu að hér væri um raunverulega atburði að ræða en ekki ofskynjanir. Svo sem maðurinn sáir nefn- ist bók i þýðingu Ævars Kvaran og er hin fimmta i flokknum um Edgar Cayce. í bókinni er fjall- að um lögmál orsaka og afleið- inga, karma-mynztrið, sem Cayce telur rikjandi i öllu mannlifi. Ar gullna apans er fimmta bók Colin Forbes. Hörkuspenn- andi bók um rán arabiskra skemmdarverkamanna á risa- stóru oliuskipi, sem þeir hyggj- ast sprpngja i loft upp i San Francisco. Atburðarásin er vægðarlaus og við hæfi óskeik- ullar frásagnargáfu höfundar- ins. Þýðinguna gerði Björn Jónsson. Af unglingabókum má nefna þriðju bókina um Emmu, og fjórðu bókina um Alfred Hitch- cock og njósnaþrenninguna. Fyrir yngstu lesendurna koma fjórar bækur, Þegar Tröili stal jólunum i þýðingu Þorsteins Valdimarssonar. Kvikmynd um sama efni hefur verið sýnd tvi vegis á jólum i sjónvarpinu. Bil- ar, flugvélar og öll hcimsins furðulegustu farartæki eftir Richard Scarry i þýðingu Lofts Guðmundssonar. Þá eru tvær bækur i nýjum flokki, sem nefn- ist Skoðum myndir, segjum sög- ur.t hverri bók eru 24 litmynda- spjöld, sem hægt er að fletta og raða saman i sögumyndir á 2.400 vegu. Bækurnar þroska skynjun barnanna, auka orða- forða og þjálfa athygli, hug- myndaflug og málbeitingu. Auk framangreindra bóka hafa komið út á þessu ári nokkr- ar bækur. Þær helztu eru: endurprentun á Ferðabók Egg- erts og Bjarna, Formálabókin þin eftir Björn Þ. Guðmunds- son, Iceland road guide eftir Steindór Steindórsson og Some Icetandic Recipes eftir Elinu Kristjánsdóttur.en það er bók á ensku með islenzkum matar- uppskriftum, hentug til gjafa. Sigurður Nordal Guðmundur Böðvarsson Egill Jónasson DÝRARÍKI ÍSLANDS EFTIR Benedikt Gröndal skáld og náttúrufræðing, stærsta verkefnið hjá Erni og örlygi. Bókin er gefin út i tilefni þess að 100 ár eru liðin siðan Gröndal SKALDKONUR FYRRI ALDA III ISLENZKAR LJÖSMÆÐUR I- III Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér ritsafnið „Skáld- konurfyrri alda” I-II,eftir Guð- rúnu P. Helgadóttur skóla- stjóra. Bækur þessar hafa verið ófáanlegar, en Kvöldvökuútgáf- an gaf þær út áður. Höfundur skýrir frá hlutdeild islenzku konunnar I sköpunarsögu is- lenzkra bókmennta fyrstu aldirnar. Sagt er frá: Þórunni á Grund, Steinunni á Keldum, Þórhildi skáldkonu, Jóreiði i Miðjumdal, Steinunni i Höfn, Látra-Björgu, Maddömunni á Prestsbakka, Ljósavatnssystr- um, Vatnsenda-Rósu. Margt nýstárlegt er dregið hér fram, sem varpar nýju ljósi yfir ævi þessara kvenna. Höfundur lifir sig inn i hugsunarhátt formæðra sinna, leitast við að skilja vandamál þeirra og finna þeim stað I samtið þeirra. Hörpuútgáfan hefur einnig sent frá sér ritsafnið Jslenzkar ljósmæður I-III,sem hefur veriö ófáanlegt, en þær bækur komu áður út hjá Kvöldvökuútgáf- unni. Séra Sveinn Vikingur bjó til prentunar. I þessu ritsafni er sagt frá um það bil 100 ljós- mæðrum, sem starfað hafa viðs vegar um landið. Brugðið er upp myndum af starfi, erfiðleikum og fórnfýsi ljósmæðranna og leserídur leiddir inn á gömlu sveitaheimilin, eins og þau voru fyrir og eftir siðustu aldamót. Hér segir frá margs konar hetjudáðum ljósmæðranna sjálfra, ævikjörum islenzkrar alþýðu og viðburðarikum ferða- lögum á sjó og landi. Ritið er samtals tæpar 800 blaðsiður. Þá hefur Hörpuútgáfan á Akranesi sent frá sér ritsafnið „Þvi gleymi ég aldrei” I-IV, sem hefur verið ófáanlegt. Kvöldvökuútgáfan gaf áður út þessar bækur. I þessu ritsafni, sem er 850 blaðsiður, eru 75 frásöguþættir af eftirminnilegum atburðum úr lifi þjóðkunnra tslendinga. Af höfundum má nefna: Árna Óla, Bergsvein Skúlason, Davið Stefánsson, frá Fagraskógi, Egil Jónasson á Húsavik, Guð- mund Böðvarsson frá Kirkju- bóli, Guðmund Danielsson, Guðrúnu P. Helgadóttur, Guð- rúnu frá Lundi, Jón Björnsson, Kristján frá Djúpalæk, Ólaf Tryggvason, sr. Sigurð Einars- son i Holti, Sigurð Nordal, Stefán Jónsson, Steinþór Þórð- arson fráHala, sr. Svein Viking, Þorstein Jósepsson. Nokkrir þessara þátta eru úr verðlaunasamkeppni Rikisút- varpsins, en aðrir skrifaðir sér- staklega fyrir þessa útgáfu. Jökull Jakobsson Stcinar J. Lúðviksson Benedikt Gröndal Guðrún P. Helgadóttir Davið Stefánsson Snjólaug Bragadóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.