Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.10.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 18. október 1975 5ÍM1 12234 ‘HERRA 'GAR-ÐURINN A-DALSTRFETI a fyrir góóan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS New York: Lán kennaranna bjargaði borginni frá gjaldþroti Reuter/New-York — Stjórn líf- eyrissjóðs kennara I New York ákvað á fundi sinum í gær að veita New York borg umbeðna fjárhagsaðstoð til þess aö forða borginni frá yfirvofandi gjald- þroti. Albcrt Shanker, formaður samtaka kennara i borginni, sagði i gær, að hann hefði fyrir- skipað trúnaöarm annaráði og stjórn lifeyrissjóðsins að verða við ósk borgaryfirvalda. Lánveit- ingin nemur 150 mílljónum doll- ara. Fyrr i gærdag neitaöi Ford for- seti algjörlega að verða við ósk- um Abrahams Beem borgar- stjóra New York um fjárhagsað- stoð frá rikisstjórninni i Washing- ton, sem orðið gæti borginni til bjargar. Ron Nessen, blaðafulltrúi for- setans, sagði við fréttamenn i gær, að hann gæti fullyrt, að for- setinn hygðist alls engar ráðstaf- anir gera til þess að koma i veg fyrir gjaldþrot borgarinnar. Sagði hann ástæðuna vera þá, að fjármálaöngþveitið ætti rætur sinar að rekja lil athafna þeirra manna, er farið hefðu með fjár- stjóm borgarinnar. Yfirlýsingu þessa gaf Nessen eftir aðFord forseti hafði átt fund með efnahagsráðgjöfum sinum. Sagði Nessen, að fundurinn hefði verið haldinn til þess að skiptast á skoðunum, en ekki til þess að taka ákvarðanir. Kvað hann forsetann enga heimild hafa til þess að veita borginni umbeðna hjálp. ,,Og þó svo, að hann hefði til þess heimild lögum samkvæmt,” sagði Nessen, „litur hann svo á, að slik skammtimaaðgerð komi borginni ekki að þvi gagni, sem til er ætlazt.” Til Sahara með kóran að vopni Reuter/Rabat — Hassan konung- ur Marokko hefur i hyggju aö senda 350 þúsund óvopnaða nienn fótgangandi yfir landamærin syðst í Marokko og inn i spönsku Sahara, sem Marokkostjórn hef- ur gert tilkail til. Sjáifboðaiiðar streymdu til skrásetningar í gær. Konungur hefur sagt, að cnginn trúleysingi sé svo harðskeyttur, að hann láti ráðast með vopnum að 350 þúsund óvopnuðum mönn- um, sem cinungis hefðu að vopni hina helgu bók Allah. Konungurinn hefur varað við þvi, að ef reynt yrði að sýna mót- þróa, myndi Marokko snúast til varnar. Mörg Afrikuriki munu renna hýru auga til þessa land- svæðis, sem er mjög auðugt af fosfati. Öttast margir, að Alsir- stjóm, sem einnig litur spönsku Sahara hýru auga, kunni að gripa til vopna. Einnig hafa Mauritan- iumenn gert tilkall til yfirráða yfir spönsku Sahara. Sameinuðu þjóðirnar hafa gert samþykkt um þetta mál þess efnis, að ibúarnir eigi sjálfir að fá að ráða þvi, hver fari með æðsta vald i málefnum þeirra. Hassankonungur hefur sagt, að einstökum köflum úr Kóraninum verði dreift meðal göngumann- anna. Gert er ráð fyrir þvi, að krossför þessi stand i 15 daga. Ekki hefur verið auglýst, hvenær gangan muni leggja af stað, en stjómarerindrekar hafa skýrt frá þvi, að þúsundir Marokkomanna hafi þegar látið skrá sig til þátt- töku i göngu þessari. 8000 vöru- bflar munu flytja göngumenn frá borginni Marrakeshog inn i eyði- mörkina. Hassan konungur tók ákvörðun um göngu þessa eftir að alþjóða- dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu, að hvorki Mauritania né Marokko ættu sögulegan rétt til yfirráða yfir spönsku Sahara. Spænska rikisstjórnin ræddi þetta mál á fundi sinum i gær, en engin yfirlýsing var gefin út i lok fundarins um aðgerðir til þess að hindrað það, að gangan geti farið fram. Þó var það haft eftir tals- manni spænsku stjórnarinnar, að ef Spánverjar þyrftu að yfirgefa hina fosfórauðugu svæði i spönsku Sahara gæti það leitt til vopnaðra 'átaka við Marokko, Mauritaniu og Alsir. Fjármálaöngþveiti í Ástralíu — stjórnin neitar að efna til þingkosninga Reuter/Canberra. Gough Whit- lam, forsætisráðherra Astraliu lýsti þvi yfir i gær,- að stjórn hans hygðist ekki efna til nýrra þingkosninga þrátt fyrir hið al- varlega ástand, sem nú rikir i arandstaðan myndi halda fast við hótun sina um að útiloka stjórnina frá þvi að fá fjármagn úr fleiri sjóðum. Stjómmálaöngþveitið i Ástra- liu jókst til muna i gær þegar Whitlam segir að landið verði gjaldþrota, ef gengið verði tii nýrra þingkosninga. efnahagsmálum landsins. Hann viðurkenndi þó, að alvarlegt á- stand kynni að skapast i iand- inu, ef rikissjóður Astraiiu yrði gjaldþrota. Leiðtogi stjórnarandstöðunn- ar, Malcolm Fraser, lýsti þvi yfir um svipað leyti, að stjóm- Frjálslyndi flokkurinn og Dreif- býlisflokkurinn notuðu sér méirihlutaaðstöðu sina i öld- ungadeildinni til þess að hindra það, að rikisstjórnin kæmi i gegnum þingið lagaákvæðum um fjármögnun fjárlagafrum- varps stjórnar Verkamanna- flokksins. Þessi ákvörðun stjórnarandstöðunnar er þáttur i þeim ásetningi hennar að knýja stjórn Whitlams til þess að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Þetta er i fyrsta skiptið i 75 ára sögu sambandsþingsins i Astraliu, sem rikisstjórn lands- ins er nánast útilokuð frá þvi að hafa nokkra möguleika til þess aö fjármagna fjárlagafrum- varpið. Verkalýðsfélögin hafa hótað verkföllum, og sum þeirra hafa þegar beitt sér fyrir tveggja sólarhringa skyndiverkföllum. Fjármálaráðherra Astralfu, Bill Hayden, hefur varað við þvi, aðfé rikissjóðs verði á þrot- um við lok nóvembermánaðar. Einstökum ráðuneytum hefur verið fyrirskipað að draga úr allri óþarfa eyðslu og viðhafa sparsemi til hins itrasta. Þá hafa ráðuneytin og fengið fyrir- skipun um að gera yfirlit yfir fjárreiður sinar og fjárhags- stöður og gera Whitlam forsæt- isráöherra grein fyrir þeim. öll yfirvinna á vegum hins opin- bera hefur verið bönnuð svo og auglýsingar á vegum þess. Forsætisráðherrann sagði, að brátt hefði rikisstjórnin ekki fjármagn til þess að greiða starfsmönnum sinum og ellilif- eyrisþegum laun. Irland: Gefast ræningjarnir brdð- lega upp? Reuter/Dublin. Hollenzki iðn- jöfurinn, dr. Herrema, sem rænt var fyrir tveimur vikum, bað irsku rikisstjórnina I gær að leysa ur haldi skæruliðina þrjá, . sem ræningjar hans hafa heimtað að látnir verði lausir i skiptum fyrir dr. Herrema, Kom ósk þessi fram á segulbandsspólu sem ræningjar Hcrrema sendu til irskra stjórn- valda. Lögregluyfirvöld á Irlandi til- kynntu i gær, að segulbandsspól- an hefði fundizt í húsi einu norður af Dublin, rétt fyrir miðnætti i gær. Var spólan dagsett i fyrra- dag og voru á henni endurteknar kröfur mannræningjanna um — stjórnin vill ekki semja það, .að skæruliðunum þremur verði sleppt úr haldi. Það var staðfest af starfsmönn- um við verksmiðju þá, er dr. Herrema veitti forstöðu, að rödd- in, sem heyrzt hefði á segul- bandsspólunni, væri rödd dr. Herrema, Segúlbandsspóla þessi er einasta sönnunin um það, að dr. Herrema sé enn á lifi. 1 Ian Cosgrave, forsætisráðherra Irlands hefur lýst þvi yfir og endurtekið, að stjórn hans muni ekki verða við kröfum mannræn- ingjanna og láta skæruliðana lausa . Auk þess mun stjórnin ekki ætla sér að taka upp samninga- viðræður að nýju við ræningjana. Rikisst jórnin mun ætla að neita mannræningjunum um það, að þeim verði séð fýrir leiðum til þess að komast óhultir úr landi og öllum öðrum málamiðlunartillög- um, er frá þeim bærust. Papadopoulos lýsir sig saklausan — ,,hef andstyggð ó blóðsúthellingum" Reuter/Aþenu. George Papado- poulos, fyrrum forscti Grikklauds, bar það fyrir rétti i Aþcnu I gær, að hann sem yfir- maður rikisins á valdaárum herforingjastjórnarinnar, væri ekki ábyrgur vegna dauða þeirra 34, sem biðu bana i átök- unum við fjöliistaskólann i Aþenu i nóvembermánuöi 1973. Framangreind ummæli viðhafði Papadopoulus fyrir hæstarétti Grikkliands, en fyrir réttinum sætir hann ákæru ásamt 32 öðrum vegna atburö- anna við fjö;l listaskólann. Papadopoulos hélt þvi auk þess framfyrir réttinum, að rétturinn hefði að lögum ekki rétt til þess að saksækja sig sem fyrrum yfirmann rikisins. öflugur her- vörður gætir fangelsisins, þar sem réttarhöldin fara fram, og allir þeir, sem inngöngu fengu til þess að hlýða á réttarhöldin, þurftu að fara i gegn um sér- stakt málmleitartæki, svo hægt væri að ganga úr skugga um að þeir væru ekki með vopn innan klæða. Meðal þeirra 32, sem sæta ákæru auk Papadopoulosar, eru sjö fyrrverandi hershöfðingjar i her landsins. Eru þeir m.a. ákærðir fyrir manndráp af ásetningi, tilraunir til mann- dráps, alvarlega likamsáverka og ólögleg gæzluvarðhöld. Papadopoulos, sem sætir ákæru fyrir manndráp af ásetningi, gæti átt von á þvi að hljóta dauðadóm. Stjómvöld í Aþenu hafa þegar lýst þvi yfir, að dauðadóminum, sem Papadopoulos hlaut fyrir að hafa undirbúið og hrundið i framkvæmd byltingunni, sem herinn framkvæmdi i april 1967, hafi verið breytt. Papadopoulos neitaði þvi fyrir réttinum i fyrradag, að hann hefði persónulega gefið fyrir- mælí um að skotvopnum yrði beitt gegn "andófsfólkinu við fjöllistaskólann. Hann sagði, að það væri andstætt eðli sinu að standa fyrir blóðsúthellingum. Máli sinu til stuðnings vitnaði hann til þess atburðar, er hann hefði náðað mann einn, sem reyndi að ráða Papadopoulos af dögum i ágúst 1968, en maður þessi, Alexandros Panagoulis, hernmaður, hlaut dauðadóm fyrir tilræðið. Banna Indverjar notkun flugdreka? Reuter/Madras, Indlandi — 55 ára gamall maður var i gær dæmdur i tveggja vikna fangelsi vegna gáieysislegs flugdreka- flugs. Er hann einn af 200 ibúum borgarinnar sem handteknir hafa verið á þessu ári fyrir þetta sama brot. Hið gálausa og hættulega fram- ferði mannsins lá I þvi, að hann hafði notað gagnsætt. snæri tii að halda i flugdrekann, með þeim afleiðingum, að mótorhjólreiðar- maður einn ók á snærið og’ skarst á hálsi. Lézt hiólreiðarmaðurinn vegna blóðmissis. Alvarlegar bolllieggingar eru uppi um það i Madras að banna aígjörlega alit flugdrekaflug.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.