Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 59

Fréttablaðið - 28.10.2005, Síða 59
 28. október 2005 FÖSTUDAGUR30 timamot@frettabladid.is Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigrúnar Gunnarsdóttur Austurgötu 24, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fríhafnarinnar, Holta- skóla og Félags leiðsögumanna á Suðurnesjum. Fyrir hönd sona, foreldra, systra og annarra vandamanna, Þórarinn Þórarinsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson www.steinsmidjan.is ANDLÁT Ragnheiður Böðvarsdóttir, frá Saurbæ, Kjalarnesi, til heimilis í Ástúni 12, Kópavogi, andaðist miðvikudaginn 12. október. Útför- in hefur farið fram í kyrrþey. Gunnar Sigurgeirsson, Austurvegi 5, Grindavík, andaðist á hjúkrun- arheimilinu Víðihlíð, Grindavík, þriðjudaginn 25. október. Valgerður Kristólína Árnadóttir, frá Látrum í Aðalvík, lést á dvalar- heimilinu Grund þriðjudaginn 25. október. Þuríður Jónsdóttir, frá Grafardal, til heimilis á Kársnesbraut 135, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Reykjavík miðvikudaginn 26. október. JARÐARFARIR 13.00 Grettir Björnsson harmon- ikkuleikari, Urðarbakka 30, Reykjavík, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju. 13.00 Minningarathöfn um Konkordíu Sigurbjörgu Þorgrímsdóttur, frá Tanna- stöðum, verður haldin í Langholtskirkju. 13.30 Anton Sigurgeir Gunn- laugsson, skipstjóri, Reynihólum 10, Dalvík, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju. 14.00 Páll Sigurður Stefánsson, Hnappavöllum, Öræfum, verður jarðsunginn frá Hofskirkju, Öræfum. 14.00 Sigurður Karlsson, bóndi, Laufási, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju. 15.00 Bjarni Leifsson, frá Patreks- firði, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju. 15.00 Einar Pétursson, rafvirkja- meistari, Laufbrekku 14, Kópavogi, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju. 15.30 Esther Á. Laxdal, frá Tungu, Svalbarðsströnd, verður jarðsungin frá Svalbarðs- strandarkirkju. AFMÆLI Innilegustu þakkir til allra þeirra sem minntust mín með árnaðar- óskum og á annan hátt á 90 ára afmæli mínu þann 23. september. Með vinar kveðju, Hákon Fr. Jóhannsson Guðmundur Steingrímsson sjónvarpsmaður er 33 ára. Julia Roberts leik- kona er 38 ára. Steinn Ármann Magnússon leikari er 41 árs. Bill Gates, stofn- andi Microsoft, er 50 ára. Egill Eðvarðsson framleiðslustjóri er 58 ára. MERKISATBURÐIR 1492 Kólumbus finnur Kúbu og slær eign sinni á hana fyrir hönd Spánar. 1636 Harvard-háskólinn í Banda- ríkjunum er stofnaður. 1848 Dómkirkjan í Reykjavík er vígð. 1922 Benito Mussolini tekur við völdum á Ítalíu. 1943 Einar Ólafur Sveinsson hefur lestur á Njálu en það er í fyrsta sinn sem Íslendingasaga í fullri lengd er flutt í útvarpinu. 1987 Þátturinn á Tali hjá Hemma Gunn er í fyrsta sinn á dagskrá Sjónvarpsins. Einstakur tónlistarmaður. Snillingur. Harmonikku- séní. Þetta eru orðin sem samferðamenn Grettis Björnssonar í tónlistinni velja félaga sínum. Grettir fæddist 2. maí 1931 að Bjargi í Miðfirði. Tæpum þúsund árum áður hafði fæðst drengur á sama bæ er nefndur var Grettir og hlaut sá snemma við- urnefnið sterki. Grettir Ásmundarson var alræmd- ur á sinni tíð og vó fyrst mann aðeins fjórtán vetra. Afrek Grettis Björnsson- ar á lífsleiðinni voru af öðrum toga, hann var lengi í fremstu röð harmonikku- leikara og vakti meðal annars mikla hrifningu í Kanada þar sem hann bjó í tæpan áratug. Grettir hóf ungur tón- listarnám og lærði á selló og klarinett auk harmon- ikkunnar og þótti afskap- lega snjall listamaður. „Hann var snillingur og það var einstaklega gott að vinna með honum,“ segir Hjördís Geirsdóttir söng- kona sem spilaði talsvert með Gretti í seinni tíð. Hún getur þess einnig hve skemmtilegur hann var og undir það taka aðrir við- mælendur. Þegar Grettir var rúm- lega tvítugur fluttu hann og Erna S. Geirsdóttir, eig- inkona hans, til Vancouver í Kanada ásamt ungum syni þeirra, foreldrum Ernu, sex systkinum hennar og hundi. „Ævintýramaðurinn pabbi var aldeilis til í að fljóta með,“ segir Geir Jón Grettisson um utanförina. Fjölskyldan bjó í Kanada til 1960 og á þeim árum fædd- ust hjónunum þrjú börn til viðbótar; Margrét, Regína og Grettir. Í Kanada vann Grettir við húsamálun og hélt þeirri iðn áfram eftir að heim var komið, samhliða tónlistinni. Ragnar Bjarnason fékk Gretti í hljómsveit sína sem hóf að leika á Hótel Sögu árið 1965. „Það var gríð- arlegur fengur að fá hann með alla þessa reynslu og snilligáfu,“ segir Ragnar. „Svo var hann svo yndis- lega góður drengur, heil- steyptur og góður í sam- starfi.“ Gretti var annt um rætur sínar í Miðfirðinum og var mikill Húnvetningur í sér. Hann smitaðist af hestabakteríunni af Mar- gréti dóttur sinni og átti nokkra hesta um ævina. Samferðamönnum Grett- is verður öllum tíðrætt um dugnað hans. „Hann var þrælduglegur og málaði alltaf með tónlistinni auk þess að sinna hestunum,“ segir Árni Scheving tón- listarmaður en þeir spil- uðu meðal annars saman í hljómsveit Árna sem lék í Klúbbnum árið 1963 en Klúbburinn var þá flott- asti skemmtistaðurinn í bænum. Lengstum lék Grett- ir í danshljómsveitum og flutti lög annarra en hann samdi einnig eigin lög og gaf út hljómplötur. Lagið Austfjarðaþokan er hans þekktasta lag og á sinn stað í hjörtum fjölmargra. Grettir greindist með bráðahvítblæði í apríl en átti góða daga í sumar og sinnti þá meðal annars hestunum sínum. Hann lést fimmtudaginn 20. október á blóðlækningadeild Land- spítalans. Útför Grettis Björns- sonar verður gerð frá Foss- vogskirkju klukkan 13 í dag. GRETTIR BJÖRNSSON Var nefndur eftir Gretti sterka Ásmundarsyni en báðir fæddust þeir á bænum Bjargi í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Myndin er tekin á heimili Grettis árið 1982. GRETTIR BJÖRNSSON HARMONIKKULEIKARI: VERÐUR JARÐSUNGINN Í DAG Snillingur með nikkuna FÆDDUST ÞENNAN DAG 1914 Jonas Salk læknir, fann upp bóluefni gegn lömunarveiki. 1896 Howard Hanson tónskáld. 1846 Georges Escoffier meistarakokkur. 1842 Anna Dickinson kven- réttindakona. JOHN LOCKE (1632-1704) LÉST ÞENNAN DAG. „Eina vörnin gegn heiminum er gagn- ger þekking á honum.“ JOHN LOCKE VAR HEIMSPEKINGUR OG EINN AF BRESKU RAUNHYGGJ- UMÖNNUNUM LÍKT OG GEORGE BERKELEY OG DAVID HUME. Á þessum degi árið 1886 vígði Grover Cleve- land, forseti Bandaríkjanna, frelsisstyttuna í höfninni í New York. Styttan, sem er 46 metra há, var gjöf frá Frökkum til Bandaríkjamanna. Hugmyndin að styttunni kom frá franska sagnfræðingnum Edouard de Laboulaye til að minnast samstarfs Frakka og Bandaríkjamanna í uppreisninni gegn Bretum. Styttan var hönnuð af Frederic-Auguste Bart- holdi í líki konu sem lyftir kyndli til himins. Hið geysistóra stálvirki styttunnar var hannað meðal annars af Alexandre-Gustave Eiffel sem hannaði Eiffelturninn í París. Í maí árið 1884 lauk gerð styttunnar í Frakk- landi og þremur mánuðum síðar var lagður hornsteinn að undirstöðum hennar á Bedloe- eyju við New York. Í júní 1885 kom styttan í bútum til Nýja heimsins. Uppsetningu styttunn- ar lauk þann 28. október 1886 í vígslu sem forset- inn leiddi. Á stalli styttunnar er ljóð eftir Emmu Lazarus sem býður innflytjendur velkomna til Bandaríkj- anna en árið 1892 varð Ellis-eyja í New York- höfn, skráningarmiðstöð fyrir innflytjendur. Árið 1924 var styttan gerð að minnismerki og árið 1956 fékk Bedloe- eyja nafnið Liberty-eyja. Miklar endurbætur voru gerðar á styttunni á níunda áratugnum. ÞETTA GERÐIST > 28. OKTÓBER 1886 Frelsisstyttan vígð í New York-höfn Fréttablaðið fjallaði í sumar um heimsókn Huldu Parrish til Íslands. Hulda flutti fimm ára gömul til Ástralíu ásamt foreldrum sínum og bræðr- um. Fyrir rúmu ári greind- ist hún með krabbamein og sex mánuðum síðar varð ljóst að krabbameinið hafði breiðst út og að hún myndi lúta í lægra haldi fyrir sjúk- dómnum. Hún ákvað þá að láta hinstu ósk sína rætast, sem var að koma til Íslands og hitta ömmu sína. Hulda sem aðeins var 41 árs kom hingað með dóttur sinni og dóttursyni sem hún vildi kynna fyrir fæðingarlandi sínu og ættingjum. Þegar Hulda sneri aftur til Ástralíu hrakaði henni fljótt og kom í ljós að hún var mun veikari en margir höfðu talið. Hún lést í síðustu viku eftir hetjulega baráttu. ■ Á GÓÐRI STUND Hulda lagði leið sína til Íslands í sumar til að hitta ömmu sína og nöfnu í síðasta sinn. Hulda Parrish er látin Ingunn María Þorbergsdóttir og Arnar Hjartarson voru gefin saman á Akranesi hinn 10. september, af sýslumanni. SVIPMYNDIR BRÚÐHJÓN FIMUR MEÐ NIKKUNA Grettir Björnsson var lengi í fremstu röð harmonikkuleikara.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.